Morgunblaðið - 26.04.2002, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 27
nerti alla.
oft um
en stað-
yf og eit-
yfir stríði
aus fórn-
duð fyrir
eingöngu
laust fólk
hagnað í
ogadóttur
ekkert til
trar upp-
ði enginn
að verða
ginn vildi
neyslan
fólk sér
ingunum.
yrgð. Það
ngu fólki,
n og fengi
ekki tíma til að íhuga sinn gang.
Hnattvæðingin gerði það líka að
verkum að auðvelt væri hrasa og
missa tökin.
„Eiturlyf eru flótti frá raun-
veruleikanum,“ sagði Vigdís Finn-
bogadóttir og bætti við að það að
vera laus við eiturlyf væru grund-
vallarmannréttindi rétt eins og
það væru grundvallarmannréttindi
að verða ekki myrtur. Allir borg-
arar ættu rétt á frelsi frá þeim
sem vildu hneppa þá í ánauð, ekki
síst ungt fólk. Þess væri framtíðin
og eldri kynslóðir ættu að líta í
eigin barm, því þær hefðu í aukn-
um mæli hugsað fyrst og fremst
um sjálfar sig og væru ekki sem
bestar fyrirmyndir. Vigdís Finn-
bogadóttir sagði að mikilvægast
væri að hefja áróður gegn eitur-
lyfjum hjá börnum á unga aldri og
mikilvægt væri að ungt fólk tæki
þátt í þessum áróðri með því að
sameinast um að það væri asna-
legt að neyta eiturlyfja frekar en
að hamra á hættunni.
Sameinuð barátta
Jim Corr frá Cork í Írlandi tók
við formennsku samtakanna af
Peter Rigby, sem lést fyrir
skömmu. Hann kynnti ECAD og
starfsemi samtakanna og sagði að
halda ætti áfram á markaðri braut
með þjóðfélög án eiturlyfja að leið-
arljósi.
Hann sagði mikilvægt að menn
skiptust á skoðunum því þannig
gætu menn lært hver af öðrum,
skipst á upplýsingum og unnið
betur saman í baráttunni gegn eit-
urlyfjum. Ljóst væri að ólögleg
eiturlyf græfu undan grundvallar-
mannréttindum allra og því væri
yfirskrift ráðstefnunnar uppörv-
andi. Í skýrslu Evrópusambands-
ins um eiturlyf 1999 kæmi fram að
ólögleg eiturlyf hefðu mikil áhrif á
líf borgaranna og 14% íbúa ESB
hefðu tengst vandamálum vegna
eiturlyfja samkvæmt könnun 1996.
Könnunin hefði jafnframt sýnt að
íbúarnir fyndu fyrir óöryggi í evr-
ópskum borgum. Markmið ECAD
væri að snúa þessu við og stuðla
að því að í evrópskum borgum
gæti fólk notið þess að búa, starfa
og njóta frítímans.
Fulltrúar fjögurra borga fluttu
stutt ávörp og gerðu grein fyrir
stöðu mála í sínum heimastað.
Kristina Axén Olin, aðstoðarborg-
arstjóri Stokkhólms, sagði að eit-
urlyfjavandamálið væri mikið í
Stokkhólmi. Verðið hefði ekki ver-
ið lægra í fimm ár og kannanir
sýndu að 25% 17 ára unglinga
hefðu neytt eiturlyfja einu sinni
eða oftar.
Tom O’Driscoll, borgarstjóri í
Cork, sagði að lengi vel hefðu eng-
in eiturlyf verið í Cork en nú
flæddu þau yfir allt Írland. Sölu-
menn dauðans sæktu í æ yngri
krakka og mikilvægt væri að yf-
irvöld styddu frjálsa félagastarf-
semi eins og íþróttafélög, sem
hefðu með jákvæða og uppbyggi-
lega starfsemi að gera.
Andreas Petrou, borgarstjóri í
Aglantzia á Kýpur, sagði að eitur-
lyfjavandamálið væri nánast
óþekkt á Kýpur, en 2–3% unglinga
hefðu neytt eiturlyfja. Mjög hart
væri tekið á öllu sem við kæmi eit-
urlyfjum og stuðningur við ung-
lingana skipti öllu máli.
Anthony Attard, borgarstjóri
frá Möltu, sagði að eiturlyfjasalar
væri eitt stærsta vandamál Möltu.
Barátta gegn þeim gengi ágætlega
en mikilvægt væri að allir ynnu
saman gegn þeim.
Ingibjörg Broddadóttir í félags-
málaráðuneytinu gerði grein fyrir
verkefninu Ísland án eiturlyfja og
helstu niðurstöðum og Melvyn Le-
vitsky, prófessor í almanna-
tengslum og stjórnsýslu við Syra-
cuse-háskóla fjallaði um alþjóð-
legar stefnur og forvarnir. Í máli
hans kom fram að samkvæmt
skýrslum SÞ væru um 200 miljónir
eiturlyfjafíkla í heiminum og
kannanir sýndu að neytendum
færi fjölgandi í Evrópu. Hins veg-
ar gerðu menn sér nú grein fyrir
vandanum, viðurkenndu hann og
eftir því sem fleir berðust við hann
þeim mun betri árangurs væri að
vænta.
vrópskra borga gegn fíkniefnum sett í Reykjavík í gær
a mikilvæg til
a mannréttindi
Morgunblaðið/Golli
Um 150 manns frá Bandaríkjunum og Evrópu sækja ráðstefnuna.
rlýsing að
ekki æski-
rgny Pet-
turlyfjum
kingu, út-
samstarfi
em viðrið-
ti á sviði
eyðileggja
ri nokkuð
fyrir for-
rkefnið að
eifingu.
ni á
um
ráðstefn-
úar nokk-
fíkniefna-
dar voru
a í nokkr-
eru þeir
5 þúsund,
andi, 142–
5–29 þús-
.500 í Sví-
ði yfirvöld
1990 með
a og hefði
útbreiðslu
neysluna
eðal ung-
menna. Þá hefðu glæpir sem tengja
mætti eiturlyfjum fimmtánfaldast á
rúmum áratug. Með nýjum lögum
árið 1998 hefði tekist að sporna eitt-
hvað við fíkniefnaneyslu og sagði
hann reynsluna hafa sýnt að lönd
hefðu ekki efni á röngum ákvörðun-
um í þessum efnum.
Fulltrúi Svíþjóðar sagði löggjöf
stranga varðandi meðferð fíkniefna,
neysla væri bönnuð að viðlagðri
refsingu en enginn hefði þó verið
dæmdur til fangelsisvistar vegna
hennar. Hann sagði menn geta orðið
sér úti um fíkniefni ef þeir vildu en
sagði ekki auðvelt að komast í með-
ferð. Hann sagði 3–4% grunnskóla-
nema í 9. bekk hafa prófað fíkniefni
samkvæmt könnun árið 1989 en ára-
tug síðar hefði hlutfallið verið 10%.
Fulltrúar Lettlands og Litháens
nefndu að lönd þeirra ættu samstarf
við Norðmenn og Svía í fíkniefna-
málum og sagði fulltrúi Litháens
mikilvægt að læra af reynslu ann-
arra. Hann sagði skemmtiiðnað og
fjölmiðla mikinn áhrifavald í skoð-
anamyndun og brýnt væri að reyna
að komast þar að með forvarnastarf.
Sagði hann hins vegar ekki síður
nauðsynlegt að halda uppi aðgerð-
um vegna fíkniefnasölu en ekki að-
eins að reyna að hafa áhrif á skoð-
anamyndun.
ennings-
niefnum
STÚLKUR sem starfa semnektardansmeyjar íReykjavík leita í auknummæli til heilbrigðiskerfisins
eftir fóstureyðingu en þær virðast
ekki hafa eðlilegan aðgang að heilsu-
gæslu á fyrri stigum, t.d. til að nálg-
ast getnaðarvarnir. Kynlífshegðun
íslenskra karlmanna verður stöðugt
ofbeldisfyllri og meira niðurlægjandi
ef marka má vitnisburð þeirra fórn-
arlamba sem leita til Neyðarmót-
töku vegna nauðgana. Þetta kom
fram í máli Guðrúnar
Agnarsdóttur, læknis
og yfirmanns neyðar-
móttökunnar sem er
við Landspítala – Há-
skólasjúkrahús.
Yfirskrift erindis
Guðrúnar var „Mann-
réttindi – þrælahald
nútímans.“ Þar fjallaði
hún um flutning á kon-
um til Vestur-Evrópu
til starfa innan kynlífs-
iðnaðarins. Sagði hún
að áður fyrr hefði
meirihluti fórnarlamba
fólksflutninga til Evr-
ópu komið frá öðrum
heimsálfum. Hins veg-
ar hefði þetta breyst eftir fall Berl-
ínarmúrsins á þann veg að stór hluti
kvenna og ungra stúlkna, sem verði
fyrir misnotkun og lendi í kynlífs-
þrælkun í Vestur-Evrópu, komi frá
Mið- og Austur-Evrópu. Stærsti
hluti þessara kvenna væri á aldurs-
bilinu 16–25 ára.
Hún sagði erfitt að fá nákvæmar
upplýsingar um umfang vandamáls-
ins þar sem mansalið færi ákaflega
leynt. Þó væri talið að um 500 þús-
und konur væru fluttar inn til V-
Evrópu á ári hverju. „Ekki leikur
vafi á að fólksflutningarnir tengjast
öðrum skipulögðum glæpum á borð
við eiturlyfjasölu, peningaþvætti og
barnaklám,“ sagði Guðrún og benti á
að um stöðugt hærri upphæðir væri
að ræða í þessu sambandi. Í Úkraínu
einni næmi hagnaðurinn af þessari
starfsemi nokkrum milljörðum
bandaríkjadala árlega.
Viðskiptavinurinn hornsteinn
kynlífsþrælkunarinnar
Í erindi sínu beindi Guðrún einnig
sjónum sínum að viðskiptavinunum
en hún sagði eftirspurn þeirra vera
hornstein kynlífsþrælkunarinnar.
„Það er gríðarlega óþægilegt að vita
af því að evrópskir karlmenn standa
fyrir hópi neytenda sem er þjónað
með stórfelldum brotum á mann-
réttindum. Lykilþáttur í að viðhalda
kynlífsiðnaðinum er krafa viðskipta-
vinanna en staðreyndin er sú að
þessir karlkyns viðskiptavinir eru í
meginatriðum ósýnilegir og nafn-
lausir.“
Hún sagði fáar rannsóknir til um
þennan hóp. Í einni þeirra hefði
rannsakandinn talið hægt að greina
þrennskonar viðskiptavini. Í fyrsta
lagi þá sem sæktu í slík viðskipti af
forvitni, til að fá fjölbreytni í kynlífið
og vegna þess hversu þægilegt það
væri. Í öðru lagi væru það þeir sem
væru einmana og ættu í erfiðleikum
með að ná sambandi við aðra og í
þriðja lagi þeir sem ættu við erfið-
leika að stríða í hjónabandi eða sam-
bandi.
Kröfunni um kynlífsiðnað væri
ekki hægt að mæta ef ekki kæmu til
skipulögð glæpasamtök sem sjá við-
skiptavinunum fyrir því sem þeir
óska eftir. Sagði Guðrún í því sam-
bandi hægt að skilgreina þrjár teg-
undir glæpasamtaka sem störfuðu á
mismunandi hátt eftir umfangi
þeirra. Hins vegar ætti starfsemi
þeirra það sammerkt að fórnarlömb-
in lentu nánast alltaf í vítahring
vændis þar sem þeim væri gert skylt
að nýta sér „þjónustu“ glæpasam-
taka. „Þekkt aðferð slíkra samtaka
er að láta konurnar flytja sig títt um
set og koma þannig í veg fyrir að
þær setjist að eða komi sér upp sam-
böndum á stöðum þar sem þær
vinna. Þannig er auðveldara að forð-
ast afskipti lögreglunnar.“
Nektardansarar í Reykjavík
neyddir til að stunda vændi
Guðrún vék einnig tali sínu að er-
lendum stúlkum sem væru hluti af
kynlífsiðnaðinum í Reykjavík og
sagði þær lifa einangruðu lífi þar
sem þeirra væri vel
gætt.
„Margar þeirra
staðhæfa að þær séu
neyddar til að selja sig
í svokölluðum einka-
dansi samhliða því að
dansa fyrir stærri
hópa. Þær eru sagðar
þéna lítið nema þær
stundi vændi. Það lítur
ekki út fyrir að þær
hafi eðlilegan aðgang
að heilsugæslu, t.d. í
þeim tilgangi að fá
getnaðarvarnir, en það
er vitað að þær sækja í
auknum mæli eftir
læknisþjónustu til að
óska eftir fóstureyðingu. Meðhöndl-
unin á þessum stúlkum er eins og á
varningi og vanhelgar virðingu allra
kvenna. Þessi starfsemi, ásamt öðr-
um myndum klámiðnaðarins, hefur
að mínu mati leitt til mun ofbeldis-
fyllri og meira niðurlægjandi kyn-
lífshegðunar meðal íslenskra karl-
manna. Þetta endurspeglast í
mynstri kynferðislegs ofbeldis, sem
mörg þeirra fórnarlamba, sem sótt
hafa Neyðarmóttöku vegna nauðg-
ana síðustu þrjú, fjögur ár, hafa upp-
lifað.“
Vilja verða fyrirsætur
eða vændiskonur
Í lok ræðu sinnar reifaði Guðrún
þær aðferðir sem mælt er með að
beita í baráttunni gegn kynlífs-
þrælkun hvers konar. Nefndi hún
þar kannanir og rannsóknir og upp-
lýsingar, vitundarvakningu, mennt-
un og þjálfun í upprunalöndum og
viðtökulöndum.
Í upprunalöndum væri mikilvægt
að vekja athygli réttra aðila á hlut-
verki þeirra gagnvart fórnarlömb-
um. Ekki síst væri mikilvægt að upp-
lýsa líkleg fórnarlömb um hvaða
aðstæður eru líklegar til að mæta
þeim í nýja landinu. Sagði Guðrún
mikið um ranghugmyndir meðal
þeirra sem óskuðu eftir því að flytj-
ast til vesturlanda. „Könnun, sem
gerð var meðal gagnfræðaskóla-
stúlkna í Moskvu árið 1998, leiddi í
ljós að þær atvinnugreinar sem þær
aðhylltust helst voru fyrirsætustörf
annars vegar og vændi hins vegar.“
Sagði hún mikilvægt að skólakerfið
tæki þátt í að upplýsa börn um hætt-
urnar þar sem fórnarlömbin væru
stöðugt að verða yngri.
Guðrún benti ennfremur á að tölu-
verður munur væri milli landa hvað
varðar lög er tengjast mansali og
vændi. Þegar væri búið að breyta
lögum margra landa á þann veg að
þeir, sem stæðu fyrir mansalinu,
væru gerðir ábyrgir um leið og
áhersla væri lögð á að vernda mann-
réttindi fórnarlambanna. Slíka lög-
gjöf vantaði þó enn í mörgum land-
anna.
Þá sagði Guðrún mikilvægt að
fórnarlömbin væru studd til þess að
þau gætu snúið aftur og aðlagast í
sínu gamla samfélagi. Slíkt krefðist
samstarfs milli upprunalandsins og
ákvörðunarlandsins. Síðast en ekki
síst væri mikilvægt að tryggja sam-
hæfingu og samvinnu milli héraða,
landa og í alþjóðasamfélaginu, þar
sem mansalið byggðist á flutningi
milli landa og því að fara yfir landa-
mæri.
Kynlífsþrælkun nátengd eiturlyfjum
Um 500 þúsund
konur fluttar til
Evrópu árlega
Guðrún
Agnarsdóttir
UNGT fólk segir tísku og fjöl-miðla eiga ríkan þátt í aðmóta viðhorf ungs fólks til
eiturlyfja. Þetta er meðal nið-
urstaðna ráðstefnu ungs fólks sem
haldin var á miðvikudag í tengslum
við ECAD-ráðstefnuna.
Það var Ingibjörg Dögg Kjart-
ansdóttir, sem stóð að skipulagn-
ingu ungmennaráðstefnunnar fyrir
hönd Hins hússins, sem kynnti nið-
urstöður unga fólksins á ECAD-
ráðstefnunni í gær. Ingibjörg rakti
að unnið hafi verið í hópum sem
tóku fyrir mismunandi efni tengd
eiturlyfjum. Einn hópurinn tók fyr-
ir tísku, eiturlyf og ungt fólk og
komst að þeirri niðurstöðu að fyr-
irsætur, vinsælar hljómsveitir,
kvikmyndir, sjónvarp og unglinga-
skemmtistaðir hefðu mikið að segja
við mótun viðhorfa ungs fólks til
eiturlyfja.
Annar hópur tók fyrir sjálfs-
mynd unglinga og komst að þeirri
niðurstöðu að mikilvægt væri að
vinna með unglingum á jákvæðu
nótunum. Þeir þyrftu að læra að
það væri í lagi að sýna tilfinningar
sínar þannig að þeir hefðu ekki
ástæðu til að bæla þær niður með
áfengi og eiturlyfjum.
Hópurinn sem tók fyrir nauðg-
anir og samfélag sagði augljóst að
tengsl væru milli eiturlyfja og kyn-
ferðislegs ofbeldis. Því væri mik-
ilvægt að aðstoða neytendur eitur-
lyfja og þannig stemma stigu við
nauðgunum.
Einn hópurinn var með þá, sem
eru stoltir af því að nota ekki eitur-
lyf, sem þema í sinni vinnu. Komst
hann að þeirri niðurstöðu að leggja
þyrfti áherslu á að það væri hvorki
flott né í tísku að neyta eiturlyfja.
Í einum hópi var nútímaleg fjöl-
miðlun rædd og komst hann að
þeirri niðurstöðu að mikilvægt
væri að gefa ungu fólki tækifæri til
að reifa sína pólitísku sýn á heim-
inn.
„Hvernig á að bregðast við fólki
sem notar eiturlyf?“ var yfirskrift
eins hópsins og sagði Ingibjörg
hann hafa m.a. fundið út að sannir
vinir ungra eiturlyfjaneytenda
ættu ekki að hika við að segja for-
eldrum og öðrum frá neyslu eitur-
lyfjasjúklinganna og foreldrar ættu
jafnvel að vísa börnum sínum á dyr
ef það skyldi verða til þess að flýta
fyrir því að þau tækju ábyrgð á eig-
in lífi.
Loks var einn hópur sem tók fyr-
ir íþróttir og uppákomur en hann
taldið að íþróttir væru til þess falln-
ar að hvetja unglinga til heilbrigðs
lífernis. Þá gerðu íþróttir líf ung-
linganna spennandi og áhugavert
sem drægi úr þörfinni fyrir eit-
urlyf. Þannig væri mikilvægt fyrir
ungt fólk að lifa innihaldsríku lífi.
Innihaldsríkt
líf mikilvægt