Morgunblaðið - 26.04.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.04.2002, Blaðsíða 17
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 17 Bíldshöfða FJARÐARGÖTU 13–15 • HAFNAR FI RÐI • SÍM I 565 4533 Útsala Síðustu dagarnir! Stórkostleg útsala á golfvörum! 30% afsláttur Nú er tækifærið til að gera góð kaup á golfkylfum, -pokum, -kerrum, -fatnaði, -skóm o.fl. SÖNGSVEITIN Fílharmónía ásamt Selkórnum munu syngja á tón- leikum með Fílharmóníusveit Pét- ursborgar ytra 30. september næst- komandi. Að sögn Bernharðar Wilkinson, stjórnanda Fílharmóníu, er þetta mikill heiður fyrir kórana. „Fíl- harmóníusveit Pétursborgar er ein frægasta hljómsveit heims og saga hússins sambærileg við sögu Mus- ikverein í Vínarborg. Við höfum því aldeilis dottið í lukkupottinn.“ Að sögn Bernharðar drýpur sag- an af veggjum hússins en þar voru á sínum tíma frumflutt verk eftir Shostakovitsj og fleiri fræg rúss- nesk tónskáld. Salurinn sem sungið verður í er einmitt nefndur í höf- uðið á Shostakovitsj. „Við verðum þarna í Mekka rússneskrar tónlist- ar.“ Efnisskráin verður tvískipt. Fyr- ir hlé verður eingöngu sungin ís- lensk a capella-tónlist, m.a. þjóð- lagaútsetningar eftir Hafliða Hallgrímsson, Jón Ásgeirsson, Árna Harðarson, Jón Nordal og fleiri. Eftir hlé verður svo flutt Sálumessa Mozarts. „Við erum byrjuð að æfa Sálu- messuna fyrir tónleika hér heima næsta haust, þannig að það lá beint við að syngja hana þarna úti. Síðan er þetta auðvitað frábært tækifæri til að kynna íslenska tónlist líka,“ segir Lilja Árnadóttir, formaður Söngsveitarinnar Fílharmóníu. Að sögn Lilju ber þetta að með skjótum hætti. „Upphaflega átti annar kór að syngja á þessum tón- leikum undir stjórn Bernharðar en þegar hann gekk úr skaftinu gafst okkur þetta tækifæri. Við kynntum ferðina á æfingu um daginn og þá þegar urðu undirtektir það góðar að ljóst var að við myndum fara,“ segir Lilja en kostnaður við ferð af þessu tagi er mikill. „Þetta er gríðarlegt fyrirtæki og undirbúningur stuttur. Við verðum því að vinna hratt. Við munum á næstu dögum leita hófanna um samstarfsaðila en ljóst er að um- talsverður kostnaður mun samt sem áður koma í hlut kórfélaga,“ segir Lilja. Bernharður segir söngfólkið hins vegar hafa litlar áhyggjur af því. „Bæði verður þetta dýrt og við þurfum að æfa töluvert í sum- arfríinu. En fólk er tilbúið að fórna öllu. Það vill mikið til þess vinna að komast til Pétursborgar.“ Kórarnir verða í fjóra daga í Pét- ursborg og segja þau Bernharður og Lilja að fólk muni án efa gefa sér tíma til að skoða sig um í leiðinni. Pétur Óli Pétursson, sem búsettur er í Pétursborg, hefur milligöngu um komu kóranna og verður leið- sögumaður þeirra í borginni. Fílharmóníusveit Pétursborgar á æfingu í húsakynnum sínum. Syngja með Fílharm- óníusveit Pétursborgar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.