Morgunblaðið - 26.04.2002, Blaðsíða 38
FRÉTTIR
38 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
hefur mikilvægu hlutverki að gegna
við að laða að eftirsóknarverð fyrir-
tæki með því að kynna svæðið innan
lands og utan.
III. Nýsköpun í ferðaþjónustu
Ferðaþjónusta er einn helsti vaxt-
arbroddurinn í atvinnulífi Reykvík-
inga. Styðja á við uppbyggingu henn-
ar í skipulagi og atvinnu- og
menningarstefnu borgarinnar. Átak
þarf að gera í að kynna náttúru og
útivistarmöguleika í heilsuborginni
Reykjavík. Menningarborgina
Reykjavík á að styrkja enn frekar
með kynningu menningarviðburða
og stuðningi borgaryfirvalda við
sjálfstæða listhópa, listahátíðir af
ýmsum toga og alþjóðleg íþróttamót.
Tónlistar- og ráðstefnuhús við höfn-
ina og sýningarhús í Laugardal sem
stenst alþjóðlegar kröfur geta gert
Reykjavík að alþjóðlegri sýninga- og
ráðstefnuborg.
IV. Þjónusta við atvinnulífið
Framsækið atvinnulíf byggist ekki
síst á frumkvæði einstaklinga, fyrir-
tækja og háskóla- og rannsókna-
stofnana þar sem hugmyndir kvikna.
Mikilvægur hluti af þjónustuhlut-
verki borgarinnar við atvinnulífið er
að greiða götu þeirra sem leita upp-
lýsinga, óska leiðbeininga eða stuðn-
ings borgarinnar. Öll mál eiga að fá
vandaða og sanngjarna meðferð, í
samræmi við jafnræðis- og sam-
keppnissjónarmið. Hið blómlega
starfsumhverfi sem borgin hefur að
bjóða fyrirtækjum á að kynna af
krafti innan lands og utan.
Alþjóðlegur borgarbragur –
áherslur og framtíðarsýn
Listahátíð verði árleg. Menning-
arnótt, Vetrarhátíð og Hátíð hafs-
ins setji í vaxandi mæli svip á
borgarlífið.
Stuðningur við alþjóðlega menn-
ingarviðburði og íþróttamót.
Bakland miðborgarinnar verði
styrkt með nýrri íbúðarbyggð í
Skuggahverfi, í Vatnsmýri og á
uppfyllingu í Ánanaustum.
Endurskipulagning og uppbygg-
ing á vannýttum svæðum í mið-
bænum, við höfnina, Laugaveg, í
Kvosinni og við Hverfisgötu.
Bílastæðahús á Laugavegssvæð-
inu.
I. Iðandi mannlíf
Í Reykjavík á að skapa umhverfi
og aðstæður þar sem borgarbúar og
gestir þeirra geta notið lífsins hvort
heldur er í iðandi mannlífi eða frið-
sæld náttúrunnar. Listahátíð, Menn-
ingarnótt, Vetrarhátíð og Hátíð hafs-
II. Hæfileikar einstaklinga
Skólinn á að gefa hverjum
nemanda kost á að rækta
hæfileika sína og auka styrk
sinn með því að sérhver
nemandi fái kennslu og við-
fangsefni við hæfi. Námserf-
iðleika og þroskafrávik nem-
enda á að greina snemma á
skólagöngu og bæta á að-
búnað stuðningskennslu til
að hæfileikar nemenda nýt-
ist sem best. Afburðanem-
endur á að styrkja með ögr-
andi og spennandi
verkefnum.
III. Góður samfelldur
skóladagur
Með samvinnu skóla við
íþróttafélög, tónlistarskóla,
menningarstofnanir borgar-
innar og frjáls félagasamtök
í hverju hverfi verður tryggt
að einsetning gefi fjölbreytta viðbót
við skólastarfið. Skólar eiga að vera
menningarmiðstöðvar í hverju hverfi
og opnir fyrir margs konar starfsemi
sem fer fram á vegum hverfisbúa.
IV. Þátttaka foreldra auðvelduð –
greiðar götur.
Foreldrar hafa ríku hlutverki að
gegna við að móta og fylgja eftir ein-
staklingsmiðaðri námsskrá barna
sinna í samvinnu við umsjónarkenn-
ara. Foreldrar eiga að geta tekið
milliliðalausan þátt í skólastarfi
barna sinna og stefnumótun viðkom-
andi skóla. Nýta á kosti sjálfstæðra
skóla til að móta bestu leiðir á hverj-
um stað til að virkja foreldra enn
frekar í starfi skólans og stefnumót-
un.
Framsækið atvinnulíf –
áherslur og framtíðarsýn
Tónleika- og ráðstefnuhús auk
hótels rísi við Austurhöfnina.
Átak í heilsu- og menningar-
tengdri ferðaþjónustu.
Skipulag og markaðssetning
Þekkingarþorps í Vatnsmýri.
Sýningarhús í Laugardal sem
stenst alþjóðlegar kröfur.
Hagkvæm virkjun undirbúin á
Hellisheiði.
Endurskipulagning og uppbygg-
ing hafnarsvæða.
I. Traust umgjörð er
uppspretta hugmynda
Reykjavík á að búa framsæknu at-
vinnulífi og frumkvæði borgarbúa
umgjörð þar sem hug-
myndir verða að veru-
leika, sprotafyrirtæki
geta vaxið og atvinnulíf
dafnað. Lykilatriði í
stefnu borgarinnar er að
treysta innviði atvinnulífsins með
lágu orkuverði, samkeppni á ljósleið-
aramarkaði með öflugri upplýsinga-
hraðbraut, skipulagningu nýrra og
öflugra vaxtarsvæða í Vatnsmýri, á
hafnarsvæðum og í tengslum við ný
íbúðarsvæði í útjaðri borgarinnar.
Mikilvæg þjónustufyrirtæki eins og
Orkuveitan og Reykjavíkurhöfn eiga
að vera áfram í eigu borgarinnar og
þjóna atvinnulífinu.
II. Þekkingarþorp í Vatnsmýri
Þekkingarþorp á að rísa í Vatns-
mýri. Þar sem háskólasamfélagið og
framsækið atvinnulíf mætast á að
skapa miðstöð vísinda, nýsköpunar-,
frumkvöðla- og þekkingarfyrirtækja.
Heildarsvipur svæðisins og skipulag
eiga að stuðla að blómlegu mannlífi
og íbúðarbyggð sem verður í lifandi
sambýli við miðbæjarsvæðið. Borgin
REYKJAVÍKURLISTINN kynnti í
gær stefnuskrá listans vegna borg-
arstjórnarkosninganna í vor. Ein-
kunnarorð kosningabaráttunnar eru
Það gerist í Reykjavík. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri fylgir
stefnuskránni úr hlaði með ávarpi til
Reykvíkinga. Ávarpið og stefnuskrá-
in eru birt hér í heild, fyrst ávarp
Ingibjargar Sólrúnar:
„Ég geng glöð og stolt til komandi
kosninga og þakka fyrir það endur-
tekna traust sem mér hefur verið
sýnt sem oddviti Reykjavíkurlistans.
Stefnuskrá Reykjavíkurlistans er
ábyrg, sókndjörf og stórhuga. Hún
snýst um lífsgæði borgarbúa og
hvernig Reykjavík býr sig undir vax-
andi samkeppni um fólk og fyrirtæki.
Reykvíkingar og landsmenn allir
eiga mikið undir því að tækifærin
sem blasa við verði nýtt.
Reykjavík á að vera borg þar sem
fólki finnst gott að búa. Heimsborg
og heimabær í senn þar sem við
vinnum öll saman að mótun framtíð-
arinnar.
Framtíðarsýn og áherslurReykja-
víkurlistans, Það gerist í Reykjavík,
skiptast í sex meginþætti sem skipta
munu sköpum að mínu mati:
Öflugt skólastarf.
Framsækið atvinnulíf.
Umhverfi og útivist.
Alþjóðlegur borgarbragur.
Samstaða og samhjálp.
Nútímalegir stjórnarhættir.
Reykjavíkurlistinn hefur unnið að
því að umbreyta borginni úr valda-
stofnun í þjónustufyrirtæki í þágu
borgarbúa. Bygging og stækkun
skólahúsnæðis jafngildir því að átta
Ráðhús hafi verið reist á ferli okkar.
Fjárfesting okkar í leikskólamálum
jafngildir einum jarðgöngum. Ný
orkuver skapa auð hvern einasta dag
og nýtt borgarskipulag opnar sýn á
gjörbreytta og betri borg. Stoltust
erum við þó af því að vera hluti af
þeim borgarbrag og mannlífi sem
Reykjavík hefur upp á að bjóða.
Þessari uppbyggingu viljum við
halda áfram í samstarfi við Reykvík-
inga.
Framtíðarsýn okkar og áherslur
liggja fyrir. Það er von mín að kjós-
endur kynni sér þær vel.
Við vitum hvað áform okkar kosta
og höfum gert ráð fyrir þeim innan
marka fjárhagsáætlunar. Við höfum
tímasett verkefni og gert áætlun um
aðgerðir. Í starfi mínu sem borgar-
stjóri hef ég alltaf haft heilindi að
leiðarljósi. Stefna okkar er lögð fram
í þeim anda.
Ég hlakka til að ræða við ykkur í
kosningabaráttunni, kynna sterkan
og samhentan lista og stefnu sem
færir Reykjavík inn í nýja öld.
Sumardaginn fyrsta,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.“
Öflugt skólastarf –
áherslur og framtíðarsýn
Stefnuskrá Reykjavíkurlistans fer
hér á eftir:
„Öll börn eldri en átján mánaða
eigi kost á leikskólaþjónustu. Öll-
um börnum verði tryggð niður-
greidd dagvist.
Hluti af skólastarfi fimm ára leik-
skólabarna verði ókeypis.
Samvinna við íþrótta-
félög, tónlistarskóla og
frjáls félagasamtök um
fjölbreytta viðbót við
skóladag grunnskóla
eftir að kennslu lýkur.
Skólamáltíðir í öllum grunnskól-
um borgarinnar.
Skólar verði menningarmiðstöðv-
ar í hverju hverfi og opnir fyrir
fjölbreyttri starfsemi sem fram
fer á vegum hverfisbúa.
I. Jafnrétti til náms –
sjálfstæðir skólar
Kjarninn í skólastefnu Reykjavík-
urlistans er jafnrétti til náms, skóli
án aðgreiningar og sjálfstæðir skólar
þar sem tilraunastarf, framþróun í
kennsluháttum og sköpunarkraftur
nemenda, kennara og skólastjórn-
enda fá svigrúm til að blómstra. Góð-
an árangur á að launa að verðleikum.
Fyrir atbeina Fræðslumiðstöðvar og
Leikskóla Reykjavíkur á að miðla
nýjungum inn í skólakerfið þannig að
öll börn í Reykjavík geti notið þess
sem vel reynist.
ins eiga að verða árlegir
viðburðir sem skipulagðir eru
í samvinnu við fólkið og fyr-
irtækin í borginni. Menningu
og listum á að flétta saman
við skólastarf, atvinnulíf og
starfsemi stofnana og fyrir-
tækja borgarinnar því hug-
myndaauðgi á alls staðar
heima. Uppbyggilegar hug-
myndir sem krydda borgar-
lífið á að styðja.
II. Lifandi borg
Reykjavík á að vera lifandi
borg sem býður upp á lífs-
gæði eins og þau gerast best.
Lykilþættir í nýju aðalskipu-
lagi stefna allir að þessu
marki: Byggð verður þétt, at-
vinnulíf eflt og miðborgin
endurnýjuð. Áhugaverð at-
vinnutækifæri og fjölskyldu-
líf á að tengja með því að
blanda saman íbúðum og atvinnu-
starfsemi í nýjum borgarhlutum.
Íþróttamannvirki, bókasöfn, skólar,
leikvellir og félagsmiðstöðvar eru
miðpunktar mannlífs sem áfram
verða byggðir markvisst upp. Nátt-
úrusvæði á að vernda og auðvelda á
aðgang íbúa, fatlaðra jafnt sem ófatl-
aðra, að útivistarsvæðum. Efna á til
umræðu um hlutverk og markmið
náttúruverndar í borgarlandinu.
III. Blómstrandi miðbær
Iðandi mannlíf og blómlegt listalíf
eru úrslitaatriði í borg þar sem er
gott að búa. Tónlistar- og ráðstefnu-
hús á að rísa á hafnarsvæðinu til
merkis um stórhug í menningar- og
atvinnumálum. Metnaður á að ein-
kenna endurgerð og uppbyggingu á
vannýttum svæðum í miðbænum, við
höfnina og Laugaveg. Bakland mið-
borgarstarfsemi verður einnig styrkt
með nýrri íbúðabyggð í Skugga-
hverfi, í Vatnsmýri og á uppfyllingu í
Ánanaustum. Ekki verða veitt leyfi
fyrir nýjum nektarstöðum í borginni.
IV. Samstarf innan hverfa
Borgarhverfin eiga að fá svigrúm
til að nýta sérstöðu sína og styrk. Al-
menna þjónustu borgarstofnana á að
veita í hverfamiðstöðvum í sem best-
um tengslum við íbúa. Stuðla á að
samvinnu íþróttafélaga, skóla, fé-
lagsmiðstöðva, foreldrafélaga og
annarrar starfsemi hverfanna til að
mynda lifandi heild þar sem frum-
kvæði og kraftur fólks á öllum aldri
fá notið sín. Stofnun hverfaráða er
leið til að borgarstjórn
geti átt samráð og sam-
vinnu við íbúa um þróun
hverfanna og þjónustu
borgarinnar.
Nútímalegir stjórnarhættir –
áherslur og framtíðarsýn
Traust fjármálastjórn. Sjálfstæð
Borgarendurskoðun sem sjái um
virkt innra eftirlit í borgarkerfinu.
Hverfamiðstöðvar í öll hverfi.
Hverfaráð sem annist gerð þróun-
aráætlunar fyrir einstök hverfi og
ráðstafi fjárveitingum fyrir
grenndarverkefni.
Lýðræðisverkefnið Greiðar götur
sem styrkir stöðu almennings til
að móta nánasta umhverfi sitt.
I. Traust fjármálastjórn
Ábyrg og traust fjármálastjórn er
forsenda þess að unnt sé að ná sett-
um markmiðum. Þá kröfu verður að
gera til áætlana að þær standist.
Innra eftirlit á að efla með sjálf-
stæðri Borgarendurskoðun sem fær
breytt hlutverk til að veita virkt að-
hald í borgarkerfinu. Upplýsingar
um borgarreksturinn eiga að vera
öllum aðgengilegar til að skapa
traust, eðlilegt aðhald og eftirlit.
Hagtölur Reykjavíkur á að gefa út á
Netinu með helstu kennitölum úr
rekstri borgarinnar, efnahagsum-
hverfi og atvinnulífi Reykjavíkur.
II. Góð og skilvirk þjónusta
Sett verða ný og metnaðarfull
þjónustumarkmið stofnana og fyrir-
tækja borgarinnar þar sem þær
væntingar og kröfur sem borgarbúar
geta gert til borgarinnar koma fram.
Þar verður meðal annars kveðið á um
hversu langur tími er eðlilegt að líði
frá því að sótt er um leikskólapláss
þar til svör eru fengin. Jafnframt
verða markmið þjónustunnar skil-
greind. Þjónustumarkmið fela í sér
að Reykvíkingar eigi rétt á faglegri
þjónustu, skilvirkni og góðri nýtingu
fjármuna. Borgin á að taka upp stöð-
ugt árangursmat á sem flestum svið-
um til að veita stofnunum og starfs-
mönnum hvetjandi aðhald.
III. Opin stjórnsýsla –
greiðar götur
Reykjavíkurlistinn vill auka íbúa-
lýðræði og efna til sérstaks verkefnis
í því skyni. Greiðar götur er heiti á
fjölþættu lýðræðisverkefni sem felst
í því að skýra það hvernig almennir
borgarar geta tekið þátt í ákvörðun-
um og stefnumótun í borginni. Með
því að greiða götur íbúanna að
ákvörðunum er viðurkenndur réttur
einstaklinga til að taka þátt í að móta
nánasta umhverfi sitt. Sjónum verð-
ur sérstaklega beint að rétti til upp-
lýsinga, þátttöku og réttlátrar máls-
meðferðar.
IV. Tilraunasamfélag nýrrar tækni
Í Reykjavík á að vera greiður að-
gangur að upplýsingahraðbrautinni.
Með nýrri tækni má skapa umræðu-
vettvang og efla samráð borgarbúa
og borgarstjórnar. Leitað verður
samstarfs við erlendar borgir og há-
skólastofnanir innan lands og utan í
því skyni að kanna kosti og galla mis-
munandi samráðsaðferða.
Umhverfi og útivist –
áherslur og framtíðarsýn
Forgangur strætisvagna á megin-
leiðum og ferðum fjölgað á álags-
tímum.
Lífríki Elliðaánna og hreinsun
strandlengjunnar.
100 kílómetrar af nýjum og end-
urbættum göngu-, hjóla- og reið-
stígum.
Flokkunarstöðvum fjölgað og end-
urvinnsla aukin.
Lokafrágangur Ylstrandar í Naut-
hólsvík.
Uppbygging sundlauga, vatnapa-
radís byggð í Laugardal.
Fleiri og endurbættir sparkvellir
fyrir almenning.
I. Umhverfisborgin Reykjavík
Reykjavík á að byggja tilveru sína
á hugmyndafræði sjálfbærrar þróun-
ar. Staðardagskrá 21 á að vera und-
irstaða í allri stefnumörkun borgar-
innar, þar sem efnahagslegir,
félagslegir og umhverfislegir þættir
eru samofnir. Umhverfisfræðsla á að
vera sjálfsagður hluti skólastarfs. Í
samstarfi við borgarbúa skal keppt
að því að Reykjavík verði meðal
hreinustu höfuðborga
heims. Stefnt er að hag-
kvæmri virkjun hreinnar
orku á Hellisheiði. Ljúka
á hreinsun strandlengj-
unnar og hefja endurbæt-
ur á eldri skólplögnum. Stefna á að
því að draga úr sorpi. Endurskipu-
leggja á sorphirðu, fjölga flokkunar-
stöðvum þannig að þær séu í göngu-
færi frá flestum heimilum og efla
endurvinnslu.
II. Íþróttir og heilsurækt
Íþróttir og heilbrigð hreyfing eiga
að vera snar þáttur í borgarlífinu.
Uppbygging og endurbætur á sund-
laugum og íþróttamannvirkjum eiga
að halda áfram. Félagasamtök gegna
mikilvægu hlutverki innan borgar-
hverfanna og þeim á að tryggja skil-
yrði til að vaxa í takt við íbúaþróun,
þjónustuhlutverk sitt og ný verkefni.
Borgaryfirvöld eiga að hvetja til og
styðja við samstarf skóla, menning-
arstofnana, félagsmiðstöðva, íþrótta-
félaga, eldri borgara, fatlaðra og
frjálsra félagasamtaka.
Reykjavíkurlistinn kynnir stefnuskrá fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor
Borg þar sem
fólki finnst
gott að búa
Tímasett verk-
efni og áætlun
um aðgerðir
Greiða götur
íbúanna að
ákvörðunum