Vísir - 26.06.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 26.06.1980, Blaðsíða 4
VISIR Fimmtudagur 26. júni 1980. 29. JÚNÍ Pétur J. Thorsteinsson Aðalskrifstofa stuðningsfólks Péturs J. Thorsteinssonar í Reykjavík er á Vesturgötu 17, símar: 28170-28518 Utankjörstaðaskrifstofa símar 28171 - 29873 Allar upplýsingar um forsetakosningarnar. Skráning sjálfboðaliða. Tekið á móti framlögum í kosningasjóð. Hverfaskrifstofur stuöningsmanna Péturs J. Thorsteinssonar Nes- og Melahverfi Vesturgötu 3 Vestur- og Miðbæjarhverfi Símar 2-86-30 og 2-98-72 Austurbæjar- og Norðurmýrarhverf i Hlíða- og Holtahverfi Laugarneshverfi Langholtshverfi Háaleitishverfi Bústaða-, Smáíbúða og Fossvogshverfi Árbæjar- og Seláshverfi Bakka- og Stekkjahverfi Fella- og Hólahverfi Skóga- og Seljahverfi Opið 17.00 til 22.00 Grensásveg 11 Símar 3-69-44, 3-73-78 og 3-73-79 Opið 17.00 til 22.00 Fremristekkur 1 Sími 7-70-00 Opið 17.00 til 22.00 Nú fylkir fólkið sér um Pétur Thorsteinsson. Stuðningsfólk Péturs. Iðnaðarhúsnæði óskum að taka á leigu ca. 300 ferm. húsnæði á götuhæð fyrir hreinlegan iðnað, helst í Holta- eða Múlahverfi. Uppl. í síma 26474 Staða skrifstofustjóra Hitaveitu Reykjavíkur er laus til umsóknar, laun skv. kjarasamningum starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar. Skriflegar umsóknir er tilgreini menntun, aldur og fyrri störf, sendisttil Hitaveitu Reykjavíkur fyrir 10. júlí n.k. Laus staða. Staða safnvarðar i Þjóðminjasafni islands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt iaunakeríi starfsmanna rikisins. Starfið er einkum fólgið I umsjón og eftirliti með viðgerðum og varöveislu gamalla bygginga safnsins, svo og annarra bygginga, sem safnið hefurmeðað gera. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi menntun f þjóðháttafræöi eða fornieifafræöi eða hafi sérhæft sig á annan hátt í bygginga- rannsóknum. Umsóknir meö ýtarlegum upplýsingum um námsferii og fyrri störf skulu hafa borist Menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 25. júli n.k. Menntamáiaráðuneytið, 24. júni 1980. HÓTEL VARÐÐORG AKUREYRI SÍMI (96)22600 Góð gistiherbergi. Verð frá kr. 10.55—17.500. Morgunverður Kvöldverður Næg bílastæði Er í hjarta bæjarins. -------------------------------------- örtölvubyltingin hefur náð til kúnna. Hér er kýr frá Bridgets-rannsóknarbúgaröinum með sendi um hálsinn. Ortölvukýr og karlöllutölva Við lifum á skrýtnum timum. A æ fleiri sviðum nær tæknin yfir- höndinni og maðurinn er smam saman að verða númer i risastóru tölvukerfi nútimans. Menn hugga sig þó við það, að enn er viðast hvar hægt aö losna úr tölvustress- inu með þvi að aka á meira og minna tölvuvæddum bilnum upp i sveit og njóta náttúrunnar. En hvað veröur það lengi? Nú er verið að gera athuganir með tölvuvæddar kýr! Tækni nú- tímans ber nefnilega enga virð- ingu fyrir óspilltri náttúru. A Bridgets rannsóknarbúgarð- inum nálægt Winchester i Hampshire i Englandi er verið að gera tilraunir meö tölvuvæddan mjólkurbúskap. 260 kýr eru not- aðar við rannsoknir á þvi, hvern- ig sjálfvirkni og tölvubúnaöur getur aukiö afköst hversdags- legrar mjólkurkýr. Hjörðinni er stjórnað i gegnum sendi, sem hangir um háls kúnna eins og hálsband. Þessi senditæki gefa hvert um sig frá sér merki, sem t'diva i stjórnstöð nemur. A þann hátt er hægt að fylgjast með hverri kusu fyrir sig, hversu mik- ið hún étur er stjórnað af tölvunni, en hún er mötuð á sér- stöku mataræði. Mjólkurmagn- inu, sem kýrin gefur af sér, er einnig stjórnað af tölvunni á svip- aðan hátt. Stjórnstöðin er i litlu herbergi við hliða mjólkurbúsins. Skermar við hvern bás eru tengdir tölv- unni, þannig aö kúahirðirinn get- ur fengið upplýsingar um ástand hverrar kýr, mataræði og hvað hún mjólkar mikið. Þá er á þenn- an hátt einnig hægt að fá upplýs- ingar um hugsanlega lyfjameð- ferö og efnagreina sýnishorn af mjólkinni. Þessum upplýsingum er öllum safnað saman i linurit, sem sýna ástand hverrar kýr yfir daginn, vikuna og mánuðinn. Og það eru ekki bara kýrnar, sem verða tölvuvæddar i framtið- inni. Nú er veriö að gera rann- sóknir á þvi hvernig megi auka uppskeruna. Ekki þannig þó, að sérstakir sendar séu hengdir á hvert grasstrá. Sérstakt tæki, mælir hita og raka loftsins og vætu yfirborðs jarðarinnar á 20 minútna fresti og mælir siöan út hættuna á sjúkdómum i uppsker- unni, svo sem korni, kartöflum og baunum, og spáir fyrir um uppskerumagnið. Við þurfum ef til vill ekki að ótt- ast örtölvubyltingu I náttúrunni alveg á næstu árum, en það er þó ljóst, aö tæknilega séð er ekkert sem kemur i veg fyrir hana. Enn eru tækin of dýr fyrir venjulega bændur og bændur eru oft frekar ihaldssamir þannig að enn gætu liðið mörg ár þar til landbúnaður- inn yrði tölvuvæddur að einhverju gagni. Það skyldi þó aldrei fara svo að menn rækjust einhvern tima á skilti við nýsleginn og fallega grænan haga, þar sem á stæði: „Bannað að ganga á transistorunum!! VÍSI erlu dauðurl Kaupsýslumaöur i Perú, Eduardo Sotelo, fær ekki að kjósa og getur ekki tekið peninga sina út úr banka þar sem hann getur ekki sannað að hann sé á lifi. Eduardo Sotelo skýrði kvöld- blaðinu Ultima Hora frá erfið- leikum sinum nýlega og tilraun- um til að fá dánarvottorðið numiö úr gildi, en þaö hefur engan árangur borið enn sem komiö er. Lögregluyfirvöld segjast álita að Sotelo sé talinn dauður, þar sem nafnskirteini hans fannst á manni, sem lést i umferðarslysi fyrir tveimur mánuðum. Kínverjar safna kornblrgðum Kinverjar hafa keypt enn eina kornsendinguna frá Bandarikjun- um, að þessu sinni um 259 þúsund tonn. Kinverjar hafa þvi keypt um 2,78 milljón lestir af korni á þessu uppskeruári, sem hófst 1. júni. Siðasta salan þýðir, aö kornkaup Kinverja á þessu uppskeruári eru þegar oröin milljón tonnum meiri en á öllu siöasta uppskeruári. Fréttaskýrendur telja að mikil kornkaup Kinverja stafi af upp- skerubresti i Kina vegna óhagstæörar veöráttu. Þeir segja einnig, að þessi miklu kaup geti verið vegna hagstæðs heims- markaðsverðs og mikillar áherslu, sem kinversk stjórnvöid hafa lagt á aö safna kornbirgðum. Auk kaupanna I Bandarikjun- um hafa Kinverjar keypt stórar sendingar af kanadisku korni og munu gera einhver kornkaup i Efnahagsbandalagslöndunum I sumar. Jökull hamlar sigiingum Hætta er á þvi, að jökull i Alaska muni springa og breytast i fjölmarga borgarisjaka, sem myndi eyðileggja siglingaleiðir oliuskipa um þetta svæði. Til þessa hafa isjakar ekki valdið teljandi vandræöum á Prince William-sundi, en um það hafa oliuskip flutt meira en eina milljón tunna af oliu daglega. Jöklafræðingar segja, aö hinn 65 kflómetra langi Columbia jök- ull sé „sérstaklega ótryggur þar sem hann sé siðasti jökulhnn I N- Ameriku, sem slúti yfir og fylli djúpan fjörð. Ekkl dauður úr öilum... Fred Astaire, sem er oröinn 81 árs gamall, er greinilega ekki dauður úr öllum æðum. Fred og vinkona hans, Robyn Smith, 35 ára gömul, hafa nefnilega fnegið leyfisbréf, sem þýöir að þau ætla að eigast innan tiöar. Ungfrú Smith og Fred Astaire hafa sést mikið saman undanfar- in ár, og koma þessar fréttir greinarhöfundum i Hollywood þvi Htið á óvart. Fred missti konu sina, sem hét Ava, árið 1954, og áttu þau tvö börn. Robyn Smith hefur aldrei gifst áöur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.