Vísir


Vísir - 26.06.1980, Qupperneq 8

Vísir - 26.06.1980, Qupperneq 8
8 VÍSIR Fimmtudagur 26. júni 1980. Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarsfjóri: Siguröur R. Pétursson. Ritstjórn: Síðumúla 14 slmi 86éll 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 slmar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 sími 86611. Askriftargjald er kr.5000 á mánuöi innanlands og verö i lausasölu 250 krónur ein- takið. Visirer prentaöur i Blaöaprenti h.f. Siöumúla 14. Viöurkennd vísindaleg aðferð wmm ufgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson. ' Rjtstjórar: Olafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. . Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guömundsson, Elías Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Frlða Astvaldsdóttir, Halldór Reynlsson, lllugi Jökulsson, Jónlna Michaelsdóttir, Kristin Þorstelnsdóttlr, Magdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sæmundur Guövlnsson, Þórunn J. Hafstein. Blaöamaöur á Akureyri: Gfsli Sigur- gelrsson, Iþróttir: Gylfl Krlstjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Fulltrúar frambjóöenda kynntu sér grundvöll og framkvæmd skoOanakönnunar Vlsis, sem var svonefnd ,,panel”könnun. Sllkar kannanir hafa tiOkast erlendis um árabil og eru viöurkennd visindaleg aöferö til aö kanna breytingar á afstööu ákveöins afmarkaös hóps. Einkennileg viðbrögð ýmissa forsetaframbjóðenda og stuðn- ingsmanna þeirra við niðurstöð- um þeirrar skoðanakönnunar VísiS/ sem birt var í fyrradag, benda til vanþekkingar á eðli og framkvæmd slíkra kannana. Skoðanakönnun Vísis um síð- ustu helgi miðaði að því að kanna hvaða breytingar hefðu orðið á fylgi frambjóðenda innan af- markaðs hóps frá því að síðasta skoðanakönnun blaðsins um for- setakosningarnar var gerð, en jafnframt átti þessi könnun að leiða í Ijós hvaða afstöðu þeir, sem óákveðnir voru f yrir þremur vikum, hefðu nú tekið. Slíkar kannanir hafa tíðkast um árabil erlendis og eru nefnd- ar „paner'-kannanir. Þetta er viðurkennd vísindaleg aðferð til að kanna af stöðubreytingu ákveðins hóps á tilteknu tíma- bili. í Vísiskönnuninni er hópur- inn, sem haft var samband við,sá hluti úrtaks Reiknistofnunar Há- skólans úr kjörskrá, er til náðist þegar upphafskönnunin var gerð fyrir þremur vikum. Þegar talað var við þetta fólk á ný var sérstaklega tekið f ram, að öl! svargögn úr fyrri könnuninni hefðu verið eyðilögð, þannig að útilokað væri að sjá hvort afstaða einstaklinganna væri önnur en í upphafskönnuninni. Slíkt hvarflaði heldur ekki að þeim, sem að könnuninni stóðu, heldur vakti einungis fyrir þeim að gera samanburð á afstöðu hópsins á áðurnefndu tímabili innan einstakra kjördæma og á landinu í heild. Og minnt skal á að unnið var f yrir opnum tjöldum og fulltrúum forsetaframbjóð- endanna gef inn kostur á að fylgj- ast með framkvæmd könnunar- innar. Þeir þáðu það nú eins og þegar upphafskönnunin var gerð og gerðu engar athugasemdir. Tal eins frambjóðandans í sjónvarpinu um persónunjósnir í þessu sambandi er af þessum ástæðum og öðrum gersamlega út í hött. Annars ætti það að vera lág- markskrafa, sem hægt væri að gera til þeirra, sem gefa kost á sér til æðsta embættis þjóðarinn- ar, að þeir kynni sér þau mál, sem þeir hyggjast leggja dóm á áður en þeir segja álit sitt frammi fyrir alþjóð. Einn þeirra manna, sem fróð- astir eru um skoðanakannanir hér á landi, Haraldur Olafsson, lektor í félagsvisindadeild Há- skóla fslands segir meðal annars I viðtali við Vísi í dag um skoð- anakönnunina að við könnun af því tagi, sem Vísir stóð fyrir, sé fullkomlega eðlilegt að nota sama úrtakið og áður og hafa einungis samband við þá, sem svöruðu síðast. „Það sem verið er að gera, er að nota hluta af upphaflegu úrtaki sem svokall- aðan „panel" og ég get ekki séð neitt athugavert við það", sagði Haraldur. Hann gat þess enn fremur, að miðað við yfirlýstan tilgang Vísiskönnunarinnar gæti hann ekki séð annað en að tækni- lega séð væri hún í lagi. Það hvort allir hlutaðeigandi aðilar geta svo sætt sig við þá þróun og stöðu i kosningabarátt- unni, sem könnun Vísis lýsir, er svo allt annað mál. ABÉINS tVÉG GJÁ Þá er lokiö siBustu marktæku skoðanakönnuninni, sem gerð verður fyrir forsetakosningarn- ar á sunnudaginn. Niðurstööur hennar voru þær sömu og hinna fyrri, raunar aðeins staöfesting á þvi sem vitað hefur verið frá upphafi kosningabaráttunnar. Allt frá þvi aö ljóst var hverjir yrðu i kjöri i forsetakosningun- um hefur baráttan staðið milli' Guðlaugs Þorvaldssonar og Vigdisar Finnbogadóttur. Þótt tveir aörir mætir menn séu I kjöri hafa þeir af einhverjum orsökum ekki náð þvl fjöldafylgi sem nægir. Þetta hefur verið auðvelt að finna i samtölumvið fólk á vinnustöðum og manna- mótum. Niðurstöður skoðana- kannanna eru aðeins staðfesting á þessu Eðli forsetakosninga Nauðsynlegt er iyrir Kjösend- ur aö gera sér grein fyrir þeim reginmun, sem er á forseta- kosningum og öðrum almennum kosningum i landinu. 1 forseta- kosningum sigrar sá einn, sem flest atkvæði fær. Skipting at- kvæða milli hinna frambjóöend- anna skiptir engu máli. Þar er ekki um hlutfallskosningar af neinu tagi að ræöa. Þaö hefur engin áhrif á æðstu stjórn rikis- ins, hvemig atkvæðin skiptast milli þeirra þriggja, sem ekki ná kjöri, aðeins hver veröur kosinn. Þeir sem greiða fram- bjóðendum er enga von hafa um að ná kjöri atkvæöi sitt, eru þvi i raun aö afsaia sér rétti sinum til þess að hafa áhrif á þaö hver situr i embætti forseta tslands. Þetta er vafalaust harkaleg niðurstaöa I margra augum, en hún er sett fram I fullri hrein- skilni, og hana þurfa menn að skilja. Þegar atkvæði er einu sinni komið ofan I kjörkassann veröur ekki aftur snúið. Það er of seint að iðrast, þegar kosn- ingatölur birtast. Fordómar gagnvart skoðanakönnunum Mér hefur þótt undarlegt að sjá hvernig sumt fólk bregst við niöurstöðum skoöanakannana hérlendis. Sumir telja þær af hinu illa, aðrir bregðast reiðir neöanmóls Magnús Bjarnfreðson segir um forseta- kosningarnar í þessari grein sinni: „Þar er ekki um hlutfallskosningar af neinu tagi að ræða. Það hefur engin áhrif á æðstu stjórn ríkisins, hvernig atkvæðin skiptast milli þeirra þriggja, sem ekki ná kjöri, aðeins hver verður kosinn. Þeir, sem greiða frambjóðendum, er enga von hafa um að ná kjöri atkvæði sitt, eru því í raun að afsala sér rétti sínum til þess að hafa áhrif á það, hver situr í embætti forseta islands." við og segja þær marklausar ef þeim lfkar ekki við niður- stöðurnar. Einkum finnst mér þessi viðbrögð undarleg meðal fólks, sem sækist eftir þjóöhöfö- ingjaembætti lýðræöisrikis. Skoðanakannanir eru nú á dög- um taldar sjálfsagöur hlutur i lýöræðisrikjum, en mér er ekki kunnugt um aö þær séu liðnar i rikjum með annaö stjórnarfar. Segir það nokkra sögu. Hins vegar má aldrei teija skoöana- kannanir eitthvað annað en þær eru. Þær gefa aðeins til kynna skoðanir ákveðins hóps á ákveö inni stundu. Þær eru hvorki kosningar né kosningaspá. Annaö einkenni þeirra er aö þær hafa sin skekkjumörk. Skoöanakönnun Visis sfðastlið- inn þriðjudag, segir til dæmis ekki til um það hvort fylgi Vigdisar eöa Guölaugs, er meira með þjóðinni. Þótt Guð- laugur fái einu prósenti meira i skoöanakönnuninni getur fylgi Vigdisar i raun verið eitthvað meira en hans á þeim dögum sem könnunin er gerö. Munur- inn milli þeirra tveggja og hinna tveggja veröur hins vegar aö teljast marktækur Hver er hæfastur Hver frambjóöendanna er hæfastur til að gegna virðuleg- asta embætti islensku þjóðar- innar? Þvf getur sjálfsagt eng- inn svarað svo óyggjandi sé. Allir hafa frambjóðendurnir nokkuö til sins ágætis. Ég er einn þeirra mörgu sem tóku þá ákvörðun að óska eftir Guðlaugi Þorvaldssyni I framboð, strax og ljóst varð aö dr. Kristján Eldjárn myndi ekki lengur gefa kost á sér. Þvi réöi fyrst og fremst tvennt. Annars vegar ánægjuleg persónuleg kynni, hins vegar aö mér var ljóst aö hann hafði gegnt þýöingarmiklúm ábyrgð- KOSTA VÖL arstöðum meö miklum sóma. Ég hafði sem blaðamaöur fylgst meö störfum hans og vissi aö þar var hvergi snöggan blett að finna, þar þurfti aldrei neitt aö fela og þar var öllu svaraö hispurslaust. Ég hafði séö hann umgangast fólk úr öllum stétt- um þjóöfélagsins og vissi að það var honum jafnauövelt hver svo sem I hlut átti. Ég hafði heyrt hann tala um skóla iifsins, með sömu viröingu og æöstu menntastofnun þjóðarinnar, sem hann var I forsvari fyrir. Þetta vissu margir. Þess vegna sameinuðust menn úr öll- um stéttum og öllum stjórn- málaflokkum um að skora á til skraust. Þá er jafnvel lagst svo lágt að reyna aö klína þvi á framboöiB að það sé til komiö vegna pólitiskrar samtrygg- ingar, eins og lesa hefur mátt i margendurteknu rugli skóla- stjóra nokkurs hér I blaöinu. Þjóðarsátt Að kvöldi sunnudags veröa sverö sliðruð. Þá lýkur kosn- ingabaráttu sem meö fáum undantekningum hefur veriö drengileg. Þá mun þjóðin fylkja sér bak við sigurvegara kosn- inganna, sem veröandi forseta sinn, hver sem hann verður. Vonandi taka sem flestir -saííiWw MlKiarsnBlliurátytgllr ^^^rBlnstöKutnKiördæmuni: íEKKI MARKrftKUR « 1‘rUÐLAU! að straum- urinit öugi -s«wréiíf i ftWWÚMSOT Magnús telur, að þótt ekki sé marktækur munur á fylgi Guðlaugs og Vigdisar I skoöanakönnun Vfsis verði munurinn milli þeirra annars vegar og hinna tveggja Alberts og Péturs hins vegar að teljast marktækur. Guðlaug að gefa kost á sér og mæltu með framboöi hans, meðal annars margir stjórn- málamenn úr öllum flokkum. Sumum viröist svlöa það aö engum flokkspólitlskum stimpli verður komiö á framboö Guðlaugs Þorvalds Þorvaldssonar. Að framboði hans standa engir flokkspólitlsir kjarnar með tungl og vlgahnetti raunhæfan þátt I kosningunum, svo úrslit fari ekki á milli mála. Hvorki þeim sem vinnur, né hinum þremur sem tapa, er greiði geröur með þvi aö forseti verði kosinn með t.d. þriöjungi' atkvæöa. Þvl skulum viö fylkja liöi á kjörstað og gera sigur Guðlaugs Þorvaldssonar glæsi- legan. Magnús Bjarnfreðsson. J

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.