Vísir - 26.06.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 26.06.1980, Blaðsíða 13
12 VÍSIR Fimmtudagur 26. júni 1980. — „Forsetinn á aö vera hreinskilinn og heiðarlegur maður og það er nauðsynlegt að hann sé mannþekkjari. Hann þarf að hafa víðtæka reynslu í farangrinum. öll reynsla er góð, en ég held að pólitísk reynsla sé nauðsynleg I þessu embætti", — sagði Albert Guðmundsson m.a. í kynningarviðtali í Vísi 29. janúar s.l. Albert Guðmundsson er fæddur í Reykjavík 5. október 1923. Hann er sonur Guðmundar Gislasonar, gullsmiðs í Reykjavík sem lést árið 1935. Kona hans og móðir Alberts var Indíana Katrín Bjarnadóttir. Eftir lát föður síns ólst Albert að mestu upp hjá ömmu sinni Ingibjörgu Guðmundsdóttur sem bjó á Smiðjustíg 6 í Reykjavík. Albert brautskráðist frá Samvinnu- skólanum 1944. Hann hélt til náms í verslunarfræðum við Skerry's College í Glasgow og lauk þaðan próf i árið 1946 og frá Glasgow hélt hann til framhalds- náms í London. Albert varð atvinnumaður i knatt- spyrnu fyrstur Norðurlandabúa og var hann einn þekktasti knattspyrnumaður Evrópu á sinum tíma. Albert sneri heim til islands árið 1956 og sneri sér aö kaupsýslu og varð jafn- framt áhrifamaður í íþróttahreyfing- unni og hefur hann verið formaður og í stjórn margra félaga og félagasamtaka. Albert hefur átt sæti í borgarstjórn Reykjavíkur i fjölda ára og tók sæti á Alþingi sem þingmaður Reykvíkinga árið 1974. Albert er kvæntur Brynhildi Jóhanns- dóttur og eiga þau þrjú börn, Helenu Þóru f. 1947, Inga Björn f. 1952 og Jóhann Halldór f. 1958. ALBERT GUÐMUNDSSON PÉTUR THORSTEINSSON „Forsetinn á að vera hreinskilinn og sannorður en þó orðvar. Heilsteyptur, þannig að tortryggni gæti ekki í sam- skiptum við hann. Hann þarf að hafa menntun og þekkingu bæði varðandi innanlandsmál og málefni annarra landa. Og forseti islands á að vera góður íslendingur." — Þannig fórust Pétri J. Thorsteinssyni m.a. orð I kynningarvið tali við Vísi 29. janúar s.l. Pétur er fæddur í Reykjavík 7. nóvember 1917. Hann ber nafn afa síns, Péturs J. Thorsteinssonar, sem um langt skeið rak útgerð og fiskverkunarstöð á Bíldudal við Arnarf jörð. Pétur lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1937, viðskipta- prófi frá Háskóla Islands 1941 og lögfræðiprófi 1944. Pétur réðst til starfa I utanríkisþjón- ustunni árið 1944 og hefur f rá þeim tfma helgað starfskrafta sína utanrfkis- og viðskiptamálum íslands. Hann var skipaður sendiherra f Moskvu 1953, þá 35 ára gamall og starfaði hann þar til árs- ins 1961. Eftir það var hann sendiherra í Bonn, Parfs og Washington en kom heim árið 1969 og tók við stöðu ráðuneytis- stjóra í utanrfkisráðuneytinu sem hann gegndi i sjö ár og var hann jafnframt ritari utanrfkismálanefndar Alþingis. Frá árinu 1976 hefur Pétur verið sendi herra Islands f átta Asíulöndum með aðsetur á tslandi. Pétur hefur setiö f jöl- margar ráðstefnur og fundi fyrir islands hönd og verið nefndarformaður í samn- ingum við erlend ríki. Eiginkona Péturs er Oddný Thorsteinsson og eiga þau þrjá syni, Pétur Gunnar f. 1955, Björgólf f. 1956 og Eirík f. 1959. 13 VÍSIR Fimmtudagur 26. júni 1980. GUDLAUGUR ÞORVALDSSON VIGDÍS FINNBOGADÖTTIR „Forsetinn þarf að vera hógvær og prúður en þó með nokkra reisn. Auk þess þarf hann að vera mannkostamaður og menn ætlast til að hann sé réttsýnn og sanngjarn þótt það sé kannski erfitt að skilgreina slík hugtök. Hann verður einnig að vera sæmilega menntaður þvf að það reynir á það í þessari stöðu," — sagði Guðlaugur Þorvaldsson m.a. f kynningarviðtali við Vísi 29. janúar s.l. Guðlaugur er fæddur 13. október árið 1924 f Grindavfk þar sem hann ólst upp. Hann er sonur Þorvaldar Klemenssonar og Stefaníu Tómasdóttur og rekur ættir sínar til sjómanna og bænda á Suður- nesjum. Guðlaugur stundaði nám f Menntaskólanum á Akureyri og lauk þaðan stúdentspróf i árið 1944 og næsta ár kenndi hann við Héraðsskólann að Núpi i Dýrafirði. Guðlaugur lauk prófi i viðskiptafræðum frá Háskóla islands árið 1950 en á háskólaárunum stundaði hann ýmis störf Guðlaugur starfaði á Hagstofu Islands i 15 ár og vann þá jafnframt mikið fyrir f jármálaráðuneytið, einkum f sambandi við fjáriagagerð. Þá var Guðlaugur stundakennari við Verslunarskóla islands í n ár. Hann var ráðuneytisstjóri í f jármálaráðuneytinu um eins árs skeið er hann tók við prófessorsstöðu við Háskóla islands. Arið 1973 var Guð- laugur kosinn rektor Háskóians og gegndi hann því starfi uns hann var skipaður ríkissáttasemjari á s.l. ári. Guðlaugur er kvæntur Kristínu Krist insdóttur og eiga þau þrjá syni, Sfeinar Þór f. 1951, Þorvald óttar f. 1959 og Styrmi f. 1964 — „Ég held að forsetinn hljóti að vera nokkurs konar spegilmynd þeirrar manneskju sem þjóðin telur sig vera sjálf — mynd sem stór hluti þjóðarinnar sættir sig við. Hvort ég er sú mynd eða ekki verða aðrir að dæma um en ég", — sagði Vigdis Finnbogadóttir m.a. í viðtali við Vísi 27. mars s.l. skömmu eftir að hún hafði gefið kost á sér i embætti forseta islands. Vigdís er fædd 15. apríl 1930 f Reykja- vík og þar ólst hún upp en sem barn var hún einnig i sveit á sumrin austur í Gnúp- verjahreppi. Húnerdóttir Finnboga Rúts Þorvaldssonar hafnarverkfræöings og síðar prófessors í verkfræði við Háskóla Islands og Sigrfðar Eiríksdóttur hjúkrunarkonu, sem lengi var formaður Hjúkrunarfélags Islands. Vigdis varð stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavfk árið 1949, en hélt síðan til náms í Frakklandi þar sem hún dvaldi á f jórða ár. Einnig stundaði hún nám við Háskóla islands og hefur hún háskóla- próf í frönsku og frönskum bókmenntum og f ensku. Vigdís stundaði einnig nám um skeið í leikhúsf ræðum við Kaupmannahafnarháskóla. Kjördóttir Vigdísar er Ástrfður, sjö ára gömul og er meðfylgjandi mynd tekin af þeim mæðgum á heimili þeirra að Ara- götu 2 í Reykjavfk.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.