Vísir - 02.07.1980, Qupperneq 22
- Ibúarnir tóku sig saman og héldu „gölugrill"
8
I
I
I
1
1
I
i
1
I
1
I
I
í
a
a
i
i
vtsm
Miðvikudagur 2. júli 1980.
Óskirður sonur Guðrfðar Frið-
finnsdóttur og Hermanns Arna-
sonar fékk einnig að vera með.
Haft var á orði að rétt væri að
skira hann Goða.
Húllum hæ i Goðabyggö
Fyrsta grillveislan var fyrir 5
árum. Þá tóku ibúar i nokkrum
húsum við götuna sig saman og
héldu grillveislu. Siðan hafa
íleiri bæst i hópinn ár frá ári og
nú var skrefið stigið til fulls:
allir ibúar við götuna voru með.
Og „götugrill ’80” fór fram
með pompi og prakt og tókst
með ágætum. Fyrst var götunni
lokað i samráði við lögregluna.
Slðan voru lambaskrokkar grill-
aöir i heilu lagi og allir „goðar”
við Goðabyggð settust að blóti
við mikil langborö hlaðin krás-
um.
Borði var strengdur yfir göt-
una, sem á stóö „grill’80” og
Það var glatt á hjalla hjá
ibúum við Goðabyggð á Akur-
eyri sl. laugardag. Þá var hald-
ið „götugrill ’80” með grill-
| veislu, söng og leikjum með
þátttöku ibúa við götuna, jafnt
ungum sem gömlum. Um 70
manns tóku þátt i veislunni þeg-
ar flest var.
ýmislegt fleira gert til hátiða-
brigða. Þegar boröhaldinu var
lokið var ýmislegt gert til
skemmtunar. Haukur Ingi-
marsson, harmonikkuleikari,
sem lengi hefur leikið undir
fyrir gömlu dönsunum fyrir
norðan ásamt Kalla félaga sin-
um, kom með nikkuna sina og
um stund var stiginn dans á göt-
unni.
Siðan var tekið lagið við gitar-
undirleik, aðrir fóru i borðtennis
eða fótbolta, enda nóg pláss á
götunni. Var mikið lif og fjör i
Goðabyggð og tókst allt með
miklum ágætum, enda besta
veður. G.S.
Þau spiluöu á gitar og sungu: Guðriöur Friöfinnsdóttir og Friörik Bjarnason.
Sumir spiluðu borötennis enda nóg pláss á götuniu.
Unga fólkiö lét sitt ekki eftir liggja.
,Það var kátt hérna á laugardagskvöldið á Gili’