Vísir - 26.08.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 26.08.1980, Blaðsíða 5
. Umsjón: Guðmundur Pétursson vtsm Þriöjudagur 26. ágúst 1980 Pólska stlórnln og verklallsmenn taka vlóræðurnar upp að nýju Kratar ætla að fella stjórn Fáiidins vegna skanahækkana „Viö viljum nýjar kosningar,” sagöi Olof Palme, fyrrum for- sætisráöherra og nú leiötogi stjórnarandstööunnar i Sviþjóö, eftir aö sænska þingiö haföi veriö kallaö saman til tveggja vikna þinghalds á milli þinga. Palme lýsti þvi yfir, aö sósial- demókratar hans mundu reyna aö fella stjórnina vegna áætlana hennar um aö hækka viröisauka- skattinn. Enda er þingmeirihluti rlkisstjórnarínnar ekki nema eitt þingsæti. Stefna stjórnarinnar er sú meö þvi aö hækka skattinn og um leiö auka skatta á bensini, áfengi og tóbaki, aö draga úr almennri neyslu, meöan reynt er aö sporna viö • versnandi viöskiptajöfnuöi viöútlönd. — Viöskiptahallinn viö útlönd jókst um 1.6 milljarö á fyrstu sjö mánuöum þessa árs, miöaö viö sama timabil i fyrra. Afengisverslanir eru lokaöar í dag, en þingiö mun taka til at- kvæöagreiöslu tillöguna um hækkun á áfengi og tóbaki. Hiíbner mætir Korchnoj Vestur-þýski stórmeistarinn, Robert Húbner, tryggöi sér sigurinn i gær i einvigi sinu viö Ungverjann, Lajos Portisch, meö jafntefli á elleftu einvigisskák þeirra. Hubner, sem naut aðstoöar Guömundar Sigurjónssonar stór- meistara, vann tvær skákir i ein- viginu, meöan hinar uröu allar jafntefli. Fóru þvi leikar 6 1/2-4 1/2 honum i vil. Hubner mun næst tefla vö Vik- tor Korchnoi, sem sigraöi Polugayevsky i einvigi, meöan þeir áttust viö Portsich og Hub- ner. Sigurvegarinn úr einvigi þeirra Korchnois og Hubners öðlast réttinn til þess aö skora á Anatoly Karpov heimsmeist- ara. Heimsmeistaraeinvigiö veröur teflt á næsta ári. Beinar viöræöur milli pólskra stjórnvalda og verkfallsmanna munu aö likindum veröa teknar upp aftur I dag, eftir aö yfirvöld hafa aflétt fjarskiptabanni af Gdansk. Stjórnvöld hafa þegar látiö undan kröfum verkfallsmanna i ýmsum mikilvægum atriöum. Kröfum, sem fyrir fáum dögum voru kallaðar „gjörsamlega óaö- gengilegar” af hálfu þess opin- bera. Alls munu um 7.800 vietnamskt bátafólk hafa komiö til landa i Suöaustur-Asiu i júlimánuöi. Er þaö töluvert færra en i júni, en þá komu 10200. Flóttamannahjálp Sameinuöu þjóðanna upplýsir, aö á þessum sama tlma hafi 19596 flóttamenn úr indókina losnaö úr flótta- mannabúöum og fengiö fasta-staö i þriöja landi. Er þaö þúsund fleiri en fjölgunin i búöunum. Menn vita ekki með vissu, hvaö veldur þvi, aö dregiö hefur úr flóttamannastraumnum i sumar, en ætla, að veöriö eigi einhvem þátt I þvi. Einnig hefur verið gengist inn á, að hluta samningaviöræönanna verði útvarpaö I sjónvarpi og út- varpi. — Þykir liklegt, aö erfiöast veröi aö ná sáttum um réttinn til þess aö stofna óflokksháö verka- lýössamtök. Viðbrögö erlendis viö verkföll- unum i Póllandi hafa speglast mest I umfjöllunum fjölmiöla. Austantjalds var viðast i gær sagt frábreytingunum, sem oröiö hafa i pólsku rikisstjórninni, en þagaö var yfir því, aö pólskum verka- Samkvæmt upplýsingum flótta- mannahjálparinnar eru nú um 150 þúsund manns i þeim búöum, sem njóta stuönings Sameinuöu þjóöanna og eru viö landamæri Thailands og Kambodiu. Kambodiumenn, sem flúöu til Thailands eftir innrás Vietnama I heimaland þeirra, hafa ekki ööl- ast viöurkenningu sem flóttafólk. Hafa Thailendingar sagt, aö þeir muni senda þaö fólk aftur til Kambodiu, ef ekkert annaö land veröur til þess aö veita þeim mót- töku. — Alls munu um 9.000 hafa snúiö aftur tii heimalands sins úr flóttamannabúöunum i júni meö aöstoö S.Þ.. mönnum hefur veriö lofaö frjáls- um kosningum innan verkalýös- samtakanna. Mestu viðbrögö kommúnista- rikis voru f Júgóslaviu, þar sem aöalmálgagniö fordæmdi þá ráöherra, sem véku úr pólsku stjórninni, og kallaði stalinista og harðlinumenn. 1 V-Evrópu hafa stjórnvöld við- haldiö diplómatiskri þögn um verkföllin, en Helmut Schmidt, kanslari V-Þýskalands, hefur lát- iö þó i ljós áhyggjur vegna máls- ins. Stjórnarandstaðan I V- Þýskalandi fagnaöi samt hreins- uninni innan pólsku stjórnarinn- ar, sem Edward Gierek boöaöi I fyrrakvöld, og kölluöu kristilegir hana nýja von fyrir alla Evrópu. Flytja Róttæku „námsmennirnir” eins og þeir eru kallaðir enn, sem hafa bandarisku gislana 52 á valdi sinu, tilkynntu i gær, aö þeir hygöust flytja til i prisundinni einhverja af gislunum. Vöruöu þeir Carter forseta viö aö stofna lifi gislanna i hættu meö annarri björgunartilraun. Aréttuöu þeir fyrri hótanir sin- ar um aö drepa glslana, ef Cart- erstjórnin i hita kosningabar- áttunnar reyndu aö leysa þetta niu mánaöa gamla þrætumál meö gíslana hernaöarlegum aögeröum. Sagt var, eftir hina misheppn- uöu tilraun hersins i april f vor, aö gislunum heföi veriö dreift um allar jaröir i íran. 1 gærkvöldi sögöu fangaveröir gislanna, aö gislar i bæjunum Shiraz, Gorgan, Zazvin og Zanjan heföu veriö fluttir til annarra staöa, ónafn- greindra. Gáfu þeir i skyn, aö Carter lumaöi á ráöageröum um aö slá sér upp i kosningabarátt- unni meö þvi aö reyna aö bjarga gislunum. Anderson biðlar til trjáls- lyndra John Anderson, sem býöur sig fram utan flokka til forseta- kosninganna I Bandarikjunum, hefur nú tilnefnt meðframbjóö- anda sinn til varaforsetaem- bættisins. Sá er Patrick Lucey, 62 ára aö aldri, fyrrum rikisstjóri Wis- consin og áöur stuöningsmaöur Kennedybræöranna. — Lucey hefur verið eindreginn gagnrýn- andi Carters aö undanförnu og eftir aö hafa starfaö ötullega i forkosningabaráttu Teds Kennedy, gekk hann af landsþingi demókrata, þegar Kennedy lýsti yfir stuöningi viö Carter. Meö vali sinu á Lucey fer Anderson ekki lengur i launkofa meö vonir sinar um aö vinna á sitt band frjálslynda demókrata. Bátafðlkið Bátaflóttafólkiö streymir stööugt frá Vietnam.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.