Vísir - 26.08.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 26.08.1980, Blaðsíða 8
vlsm Þriöjudagur 26. ágúst 1980 8 utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davfð Guómundsson. Ritstiórar: úiafur Ragnarsson og Ellert B. Schram,-. 'iRitstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup,' Frlða Astvaldsdóttlr, Halldór Reynlsson, lllugl Jökulsson, Jónina Mlchaelsdóttir, Kristln Porsteinsdóttlr, Magdalena Schram, Páll Magnússon, Slgurjón Valdimarsson, Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn J. Hafstein. Blaðamaður á Akureyri: Gisll Sigur- geirsson. Iþróttir: Qylfi Krlstjánssoa Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi ' Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. úflit og hönnuhV Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Ólafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúla 14 slmi 8óóll 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 slmar 8óól 1 og 822Ó0. Afgreiðsla: Stakkholti2-4slmi8óóll. Askriftargjald er kr.5000 á mánuði innanlands og verð f iausasölu 250 krónur ein- íakið. Visirer prentaður f Blaðaprenti h.f. Sföumúla 14. SKYNSEMIN FÆR ENGII RÁÐHI Fliklsklpaflotlnii cr allt of afkaaUmiklll fyrlr flakatofna okkar. RfkiaatJArnin fyriraklp- ar, aö togararnir aén frá veiftum mánuðum saman á hverju ári, — en gefur samt leyfi til að flotinn verði stækkaður verulega. Er þetU hægt? Þaö hefur eflaust hljómað heldur einkennilega í eyrum tog- ar|asjómanna/ sem eru frá veið- um vegna þorskveiðibanns, að heyra þá frétt í útvarpinu á dög- unum, að ákveðið væri að bæta hvorki meira né minna en 11 tog- urum við fiskiskipaf lotann. Slíkt þýðir einfaldlega.að þorskveiði- bönn verða lengri en áður og minna af þorskafla kemur í hlut hvers skips, því að ekki eykst þorskmagnið í sjónum í hlutfalli við stækkun togaraf lotans, því er nú verr. En það hafa ýmsir fleiri en ó- breyttir útvarpshlustendur hrokkið við, þegar þeir heyrðu um þessa viðbót við f lotann. Einn þeirra er sjávarútvegsráðherra, Steingrímur Hermannsson. „Þessi frétt um að 11 togarar séu væntanlegir er öll meira og minna vitlaus", sagði ráðherra í Vísi á miðvikudaginn. Hann sagði, að væntanlegir væru sex eða sjö togarar, „en ég veit ekki hvar hinir f jórir eða fimm eru", sagði ráðherrann í viðtalinu. Hann lýsti því yfir, að tveir togarar færu úr landi fyrir þessa sex eða sjö, þannig að fjölga myndi í raun um fjóra togara. Um það sagði ráðherrann: „Þetta er auðvitað uggvænleg þróun". Því er Vísir sammála. Það væri nógu slæmt, ef þetta væri öll viðbótin, en svo er ekki. Starfsmenn sjávarútvegsráðu- neytisins tóku sig nefnilega til um síðustu helgi og fóru að kanna málið og telja togarana, sem búið er að samþykkja, að keyptir verði. Þá kom í Ijós, að skýrslugerð ráðuneytisins staðfesti fréttina um togarana ellefu. Samkvæmt yfirlitinu hefur Fiskveiðasjóður samykkt kaup á átta skuttogur- um, sjö sem eru í smíðum, og ein- um notuðum. Ríkisstjórnin hefur svo sjálf samþykkt kaup á þrem- ur öðrum togurum. Sjávarút- vegsráðherrann ætti því að sjá „hvaðan þessi vitleysa kemur", svo hans eigin orð séu notuð. í þessu sambandi er rétt að hafa það í huga, að þegar hafa verið skrásettir hér á landi f jór- ir skuttogarar, það sem af er þessu ári. Þeir ellefu, sem um var rætt hér á undan, munu svo bætast við togaraf lotann á þessu ári og því næsta, þannig að hér er um að ræða kaup á 15 skuttogur- um frá og með síðustu áramót- um. Þótt gert sé ráð f yrir, að notuð ■ skip séu seld úr landi í stað ein- hverra þessara nýkeyptu skipa, verður það ekki nema í nokkrum tilvikum. Ef að líkum lætur, eru það mun minni skip en þau, sem keypt eru, og eins og dæmin hafa sannaðallt niður í forgamla og úr sér gengna koppa, sem ekki hafa verið til neins nýtir lengur. Það er undarlegt, hve ríkis- stjórnin á erfitt með að stjórna þessum málum, og hve mjög ráðamenn láta undan atkvæða- þrýstingi úr kjördæmum sínum, þegar menn heimta skuttogara. Hópur sérfræðinga lagði til við þessa sömu ríkisstjórn í vor, að komið yrði i veg fyrir endurnýjun á stórum hluta þess skipaflota, sem við eigum, en sú endurnýj- um, sem þörf væri á næstu árin, færi fram hjá innlendum skipa- smíðastöðvum. Það væri hið eina rétta. En skynsemin fær engu ráðið: Samtals 15 stórvirkir togarar eru komnir frá áramótum eða vænt- anlegir til landsins. j Riskupskjðr og • frjáls Kirkja Þar sem ég er ekki sérlega sterkur I útlensku, brá mér nokkuö er ég las fyrirsögn aö smá-viötali viö séra Gunnar Björnsson á Bolungarvik i dag- blaöi nýlega. Þar sagöi Gunnar; „Ég er konservativur i þessu máli”. Mér fannst konservatlvur þýddi niöursoöinn og raunar mátti marka af viötalinu aö séra Gunnar vildi fá aö vera i viö- komandi máli eins og sardina i dós. M.ö.o. honum fannst sem leik- menn ættu ekki aö skipta sér af kjöri biskupsins yfir Islandi. Væru islenskir prestar allir sama sinnis væru vissulega viö hæfi aö likja þeim viö sardinur i dós, en svo er ég kunnugur fjöl- mörgum prestum aö ég veit aö fjöldi þeirra er hvorki niöursoö- inn né ihaldssamur og margir sérlega elskulegir og frjáls- lyndir fulltrúar almættisins. Biskupskjör. Þaö sem hér um ræöir, er hvort leikmenn skuli hafa áhrif á kjör biskups eöa ekki. Séra Gunnar á Bolungarvik lýsir sig Ihaldssaman I málinu, en þaö þýöir aö þessum unga presti finnst þaö ekki koma almenningi viö. hver veröur biskup yfir lslandi. neöcmmcxls Kristinn Snæland skrifar í tilefni af biskupskjöri og vill að almenningur fái að hafa áhrif þar á, auk þess sem hann hvetur til þess að hið ipinbera hætti stuðningi við kirkjulegt starf. Biskup tslands er i augum Gunnars fyrst og fremst yfir- maöur presta og skal þvi valinn til embættis af þeim. Nú má meö likum rökum segja aö forseti landsins sé fyrst og fremst yfirmaöur alþingis- manna og embættismanna. Þó er þeim ekki faliö aö velja sér þennan yfirmann, heldur velur þjóöin hann öll I lýöræöis- legum kosningum. Hversvegna séra Gunnxr vill ekki una sama hætti varöandi sinn yfirmann, er mér óskiljan- legt, jafnvel þó séra Gunnar sé ofurlitið niöursoöinn. Frjáls kirkja. Væntanlegt biskupskjör er ágætt tilefni til þess að vekja upp umræöur um frjálsa kirkju eöa rikiskirkju. Frjáls kirkja er i minum aug- um kirkja þeirra, sem standa meö frjálsum framlögum undir starfssemi sins safnaöar, þar meö talin laun prests, viöhald °8 bygging kirkna og embættis- bússtaöa. Þaö er heldur ekki þvi aö leyna aö viö guösþjónustur frjálsra safnaöa viröist oft meiri gleöi og kraftur rikjandi en innan rikiskirkjunnar. Þaö er lika einkenni hinna frjálsu safnaða, aö þeir fara út til fólksins til aö boöa guös orö, þeir stunda uppakomur ef svo má segja, fara syngjándi og predikandi um landiö. Einkenni rikiskirjunnar er hiö gagnstæöa, prestar hennar segja: Komiö til okkar og viö skulum lesa yfir ykkur og þó þeir standi yfir tómum og hálf- tómum kirkjum, dettur þeim ekki i hug aö ganga á torg og predika eöa syngja yfir lýönum. 1 lýöræöislegum söfnuði rikis- kirkjunnar getur prestur kjör- inn i daufum áhuga safnaöarins oröiö ellidauöur I starfi þó svo hann aldrei hrifi söfnuðinn meö sér i tilbeiöslu til guös. Þá vaknaði biskupinn Ekki er nú fallega sagt að biskupinn okkar hafi þá fyrst vaknaö. er hann talaði sem skörulegast yfir skáldum og fleirum I Skálholti nýlega. Þaö er hinsvegar spurning hver hefbu orðiö áhrif þessa manns, ef hann heföi haldiö Skálholtsræöuna i upphafi sins starfs sem yfirmaður prestanna fyrir hönd almúgans. Ahrif þessarar ræöu i upphafi biskupsdóms heföu varaö svo lengi. sem bryddaö heföi á óskáldlegri og andlega geldri tiö. Viö brottför úr embætti veröa þessiorö aöeins kveöja, en heföi þessi sami maöur, þessi biskup sagt þessi orö i upphafi starfs, þá heföu tónlistarmenn, skáld og aðrir andans menn hugsan- lega unniö meö öörum hætti. Þá hefbu tónskáld vor kannski samið ljúf lög.sem sameinast þjóöarsálinni, likt og gömlu tón- skáldin i staö þess að misþyrma eyrum vorum. Þá fengjum við kannske ljúf- ar, sannar og jafnvel rómantiskar sögur i staö sora og sóöaskapar margra vorra nú- timahöfunda. Orö biskupsins voru vel sögö, þó seint væri. Frelsum kirkjuna Ég vil meb þessu greinarkorni hvetja til þess aö ríkiskirkja veröi afnumin, aö rikissjóöur og sveitarfélög hætti fjárstubningi viö kirkjulegt starf. Hin frjálsa kirkja sýnir svo mikla gleöi I trúnni og svo öflugt safnaöarstarf, aö enginn trúaöur ætti aö óttast hnignun, heldur mætti vænta hins gagnstæöa og þá mætti biskup vor gleöjast I ellinni. Kristinn Snæland.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.