Vísir - 26.08.1980, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 26. ágúst 1980
Þessi mynd er tekin I slöasta landsleik tslands og Sovétrikjanna I knattspyrnu. Hann fór fram á Leninleikvanginum f Moskvu 1975ogsigruöu heimamenn l:0eftir þrumugóöan leik.
Þaö eru þeir GIsli Torfason og Ólafur Sigurvinsson, sem sjástí baráttu viöSovétmanninn Sakharov.
„ENGIR LELEGIR KEPPI-
NAUTAR í FORKEPPNI HM”
- segir Rlállarl sóvéska landslíéslns I knallspyrnu. sem lelkur hér á Laugardalsvelll I næslu vlku
„Viö höfum búið okkur mjög
vel undir leikinn gegn islandi i
Reykjavlk. Leikmennirnireru vel
likamlega undirbúnir fyrir leik-
inn, en þó margir állti aö Islend-
ingar séu ekki sá keppinautur,
sem frægastur er i riðlinum, þá
hefur reynslan leitt þaö i ljós, að
þaö eru engir lélegir keppinautar
i undanúrslitum heimsmeistara-
keppninnar”.
Þetta segir Konstantin Beskov,
þjálfari sovéska landsliösins i
knattspyrnu, sem leikur hér á
Laugardalsvelli á miðvikudag i
næstu viku fyrri leik Sovétmanna
og Islendinga i forkeppni HM,
Þetta er fyrsti leikur Sovétmanna
I forkeppninni, og er greinilegt,
aðnú veröur ekkert til sparað svo
aö árangur geti oröiö sem bestur.
Sovetmenn voru stórveldi i
knattspyrnu allt fram á árin 1975-
1976, en þá tók að siga á ógæfu-
hliöina h já þeim. Liðið komst ekki
ú úrslitakeppni HM i Argentinu
og heldur ekki I úrslit Evrópu-
keppni landsliða á ítaliu s.l. vor.
En Sovétmenn ætla sér greini-
lega stærri hlut I framtfðinni, og
lið þeirra hefur leikið mjög vel á
þessu keppnistimabili. Nægir að
nefna sigra gegn Búlgariu,
Sviþjóð, Frakklandi, Danmörku
og Brasiliu, þvi til staöfestingar.
Frægir kappar
1 sovéska liðinu eru margir
þekktir kappar, en þeirra fræg-
astur er án alls efa Oleg Blohkin,
frá Dinamo Kiev, en hann var
kjörinn „Knattspyrnumaður
ársins i Evrópu 1975”. Þá má
nefna markvöröinn Renat Dasav
og varnarmanninn Hidijatullin,
en þeir koma báðir frá Spartak.
Og leikmenn eins og félagar
þeirra frá Spartak, Garvilov og
Shavlo, sem eru hættulegustu
sóknarmenn liðsins, eru mjög
þekktir harðjaxlar, sem hrella
hverja vörn, sem þeir leika gegn.
Sem fyrr sagði hefur sovéska
landsliðið búiö sig mjög vel undir
forkeppni HM. Kjarni liðsins hef-
ur haldið saman í langan tima og leika Sovétmenn siðasta „upphit- Moskvu.en eftir þann leik verður næstu viku, sem allt snýst um i
hreppti m.a. bronsverölaun á unarlandsleik” sinn fyrir Islands- það leikurinn gegn tslandi á herbúðum þeirra.
Ólympiuleikunum. Annað kvöld ferðina, gegn Ungverjum i Laugardalsvelli á miðvikudag i APN/gk-.
HREINN OG ÖSKAR VORU
ISTUOI A AKUREYRI
Kastlandsllðið I frjálsum (prétium á Iðrum I landskeppni vlð itail á Sfkiley
Gestirnir þrir, sem tóku þátt i
Akureyrarmótinu i frjálsiþrótt-
Mildö mun mæöa á óskari
Jakopbssyni i kastlandskeppninni
gegn ttöium.
um á Akureyrarvelli um helgina,
náöu mjög góöum árangri þar.
Þeir voru Óskar Jakobsson IR,
Erlendur Valdimarsson IR og
Hreinn Halldórsson KR.
I kúluvarpinu kastaði Hreinn
20,29 metra og Óskar „rauf”
einnig 20 metra múrinn með
20,01 metra kasti. Óskar sigraði
siöan í kringlukasti með 60,95,
Erlendur 59,50.
„Það er gleðilegt, að met mitt i
spjótkasti hefur verið bætt”,
sagði Óskar Jakobsson, er við
ræddum við hann i gær, en eins og
fram kom i Visi i gær, setti Einar
Vilhjálmsson Islandsmet i spjót-
kastinu um helgina. „Ég átti
alveg eins von á, að Sigurður
Einarsson úr Armanni myndi slá
metið, en Einar hefur verið að
koma sterkur upp á siðkastið”,
sagði óskar.
Nú stendur fyrir dyrum kast-
landskeppni við Itali, og fer hún
fram á Sikiley 6. og 7. september.
Þangaðfara fimm islenskir kepp-
endur og er reiknað með hörku-
keppni.
Sigurður Einarsson og Einar
Vilhjálmsson keppa þar i spjót-
kasti, Hreinn og Óskar i kúlu-
varpi, óskar og Erlendur i
kringlukasti, og sennilega þeir
sömu í sleggjukastinu. Þar á
ísland enga möguleika gegn Itöl-
unum, sem eru sterkir i sleggju-
kastinu, en sigurmöguleikar i
hinum greinunum eru góðir.
Tom Watson, golfleikarinn
snjalli, gerir það ekki endasleppt
þessa dagana. Hann hefur nýiokið
við enn eitt stórmótið, þar sem
hann sigraði, sjálfsagt ekki i
fyrsta skipti, sem kappinn vinnur
verðlaun.
1. Verölaunin I þessu móti voru
hvorki meira né minna en 100 þús.
dollarar og fékk hann þá fyrir að
leika 72 holurnar á 270 höggum
eða tveimur höggum betur en
Ray Fioyd, sem varð i ööru sæti
og Le Trevino varö þriðji á 274
höggum.
Þessar þjóðir mættust einmitt i
kastlandskeppni i fyrra, og þá
sigruðu Italirnir með eins stigs
mun. Nú á að vera möguleikiá að
snúa dæminu við.
Það er kannski ekki i frásögur
færandi, að Watson vinni mót, en
meö þessum „vasapeningum”
sem hann fékk fyrir fyrsta sætið
hefur hann unnið sér inn 500 þús.
dollara, það sem af er þessu ári
og hefur enginn annar unnið sér
inn eins miklar „fúlgur fyrir golf-
leik hingað til.
Fyrir allt árið i fyrra halaði
Watson sér inn 462 þús. dali og
ætti þvi ekki að væsa um kappann
á þessum siöustu og verstu
timum..
röp—.
gk-.
watson ekkl ~
íkrðggum