Vísir - 25.09.1980, Qupperneq 9
VÍSIR
Fimmtudagur 25. september 1980.
9
„Hin nýja þróun veröur ekki stö&vuö. Aö berjast gegn henni er sama og byggja stlflu I á
og brestur,” segir Magnús Bjarnfreösson.
án þess aö hafa yfirfal! e&a op fyrir straumþungann. Fyrr e&a siöar kaffærist sllk stifla
VlfiVORUNARMERKI
Þegar þetta er skrifaö er Ijóst
a& sáttasemjari og sáttanefnd
hafa náö verulegum árangri f
þvi þjóöþrifastarfi aö grisja
frumskóg launataxta á vinnu-
markaönum, þrátt fyrir ýmis
upphlaup, asnaspörk og axar-
sköft beggja samningsaöila. Svo
viröist líka aö horfur séu á til-
tölulega hóflegum kjarasamn-
ingum, þaö er aö segja aö samiö
veröi um lægri falska kaup-
hækkun en oft áöur. Um raun-
verulega kjarabót veröur vart
aö ræöa fyrr en viö förum aö
sinna atvinnumálum af skyn-
semi og hverfum af nýlendu-
stiginu, förum aö framleiöa full-
unna vöru I staö þess aö flytja
stööugt út hráefni fyrir iönaö
annarra þjó&a.
Nú hefur hins vegar dregiö
bliku á loft I samningunum,
bliku sem hlaut aö myndast
fyrr eöa siöar. Þar á ég viö deilu
samningsaöila i prentiönaöi.
Þótt miklu varöi aö hófleg lausn
náist i aöalkjarasamningunum
kann aö reynast enn mikilvæg-
ara aö ná farsælli lausn I þessari
deilu, sé til lengri tfma litið en
næsta árs.
Flóðbylgja nýs tima.
Þaö sem þarna er að gerast er
einfaldlega þaö aö fló&byggja
nýs tlma er aö berast aö strönd-
um okkar. Framveröir hennar
hafa raunar sótt okkur heim, en
þeireru aöeins lltiö sýnishorn af
þvi sem koma skal. Vandamál
þau sem prentarastéttin stend-
ur nú frammi fyrir er aðeins
vasaútgáfa af þvi vandamáli
sem fjölmargar stéttir munu
standa frammi fyrir á komandi
árum.
beir menn, sem fjalla um
framtlð mannkyns erlendis,
telja að framundan séu gifur-
legar breytingar á lifnaðarhátt-
um fólks, breytingar sem I raun
eru gerbylting á þjóöfélögum
nútimans. Mörgum þykir nóg
um þær miklu breytingar sem
orðiðhafa siðustu áratugina, én
þvi er spáð aö þær séu aðeins
forleikur mjög hraðrar at-
burðarásar sem við þurfum að
horfast I augu við næstu áratug-
ina. Hún mun fyrst hafa áhrif i
hinum tæknivæddu þjóðfélögum
vesturlanda en þau munu siðar
berast til hins svokallaða þriðja
heimsog geta oröið hinum fátæ-
ari og lakar menntuöu þjóðum
til mikillar blessunar, ef rétt er
á málum haidið.
Stórt EF.
En þetta EF er lika stórt,
raunar bæöi á vesturlöndum og
annars staöar. Þegar þróun er
mjög hröð og veldur gerbylt-
ingu í lifnaðarháttum, er ávallt
mikil hætta á röngum viðbrögö-
um.sem stafa bæði af vanþekk-
ingu og ótta. Sagan geymir
mörg sllk sæmi okkur til viðvör-
unar. Vegna meiri tækni, bætt-
rar fjölmiðlunar og aukinnar
menntunar ættum við aö geta
siglt framhjá mörgum þeim
blindskerjum sem forverar
okkar steyttu á.
Sú bylting, sem hér er um rætt
er oft kölluö örtölvubyltingin.
Einhverra hluta vegna hafa
Islenskir fjölmiðlar — að sjón-
varpinu þó undanskildu aö
nokkru leyti — ekki séö mikla
ástæðu til þess að fjalla um
hana. Þess vegna er almenn-
ingur hér ekki mikiö upplýstur
um Jjað, sem I vændum er. það
neöanmóls
Magnús Bjarnfreðsson
segir að fljóðbylgja nýs
tima sé nú að berast að
ströndum okkar,og
vandamal þau, sem
prentarastéttin standi nú
frammi fyrir séu eins og
vasaútgáfa af þvi vanda-
máli, sem fjölmargar
stéttir muni standa
frammi fyrir á komandi
árum. Sú bylting, sem hér
sé um rætt sé oft kölluð
örtölvubyltingin.
er skrifað og talaö um þessa
hluti eins og þeir séu gamansöm
atriði 1 vísindaskáldsögum,
enda þótt þeir séu þegar orðnir
áþreifanlegir og þau tæki, sem
byltingunni valda séu komin i
fjöldaframleiðslu.
Þjóðfélag fræðslu oj*
tómstunda.
Hin nýja örtölvutækni mun
leysa mannshöndina af hólmi I
fjölmörgum störfum. Vinnutlmi
mun styttast, bæði vikulegur
vinnutlmi og starfsaldur.
Frlstundir munu aukast að
miklum mun og hiö svokallaða
unglingavandamál athafna- og
eirðarleysis getur orðið vanda-
mál allra kynslóða, ef viðbrögð-
in verða röng. Hin nýja tækni
verður svo ódýr að kjör manna
eiga ekki að versna, þrátt fyrir
stuttan vinnutima. Hún gerir
það kleift að miðla fræðslu og
þekkingu til allra manna, hún
getur gert nám að skemmtileg-
um leik og hún á aö geta dregið
úr misrétti snauðra og rikra
þjóðfélaga. En þvi aðeins að
menn bregðist rétt við henni.
Hin nýja tækni mun gera fjöl-
mörg störf óþörf. Sú stétt
manna, sem hún beinist liklega
hvaö fyrst aö, eru prentarar.
Þess vegna er eðlilegt aö þeir
horfi kviðnir fram á veginn. Þvi
erspáö aðdagar prentlistar séu
senn taldir. Dagblöð og bækur
verða gefin út á litlum silikon-
fllsum, og þetta veröur lesið af
sjónvarpsskermi lítillar vasa-
tölvu.sem gefur lesendum
sinum kost á mörgumleturgerð-
um og stæröum, auk þess sem
hún mun I framtlöinni snúa
„bókum” af erlendum málum
yfir á mál lesandans. Erlendis
er hin nýja tækni farin að hafa
áhrif i fleiri stéttum. TÖÍvu-
stýrðar vélar leysa æ fleiri
verkefni, sem marga menn
þurfti áður til. Gott dæmi um
þetta eru t.d. bflaverksmiðjur
og margskyns vélaverkstæði.
Enginn stöðvar timans
þunga nið...
Hin nýja þróun verður ekki
stöövuö. Að berjast gegn henni
er sama og byggja stlflu I á, án
þess aö hafa yfirfall eöa op fyrir
straumþungann. Fyrr eða siðar
kaffærist slík sti'fla og brestur.
Þeir sem velja þann kostinn aö
berjast viö þróunina munu
veröa þeir sem tapa á hinni nýju
tækni. Þeir sem hagnýta sér
hana og aölagast henni munu
græða. Þar gildir hiö sama um
einstaklinga og þjóðir. Þess
vegna veltur á miklu að við
leysum farsællega fyrsta
vandamálið vegna hinnar nýju
tækni sem upp á samningaborö
kemur. Prentarastéttin mun
grisjast á komandi órum.Þaö
er fráleitt að láta sér detta I hug
að fjögurra ára iðnnám veiti
forréttindi til að skrifa á ritvél.
Þetta verða prentarar að skilja.
Asama hátt verða viösemjend-
ur þeirra að skilja aö menn sem
hafa valiö sér ævistarf og
menntað sig undir þaö eruekki
hýrir yfir þvl aö mega búast við
að störf þeirra verði úrelt.
Stéttin hlýtur aö lokast og eitt
helsta hagsmunamálið hlýtur
að vera margs kyns endurhæf-
ing og endurmenntun, til aö
bregðast rétt við breyttum þjóð-
félagsháttum.
En þetta á ekki aöeins við
prentarastéttina. Þetta mun
eiga við æ fleiri stéttir á kom-
andi árum. Við verðum aö fara
aöhugsa og tala um þessi mál I
alvöru. Viðverðum að undirbúa
okkur undir gifurlegt átak I full-
orðinsfræðslu, sem auðveldar
fólki að skipta um störf. Stjórn-
völd verða að gera sér grein
fyrir það hér getur verið um að
ræða hvort við veröum í hópi
iðnvæddra menningarríkja i
upphafi næstu aldar eða hvort
við verðum þá I hópi þeirra
þjóöa sem böröust gegn þróun-
inni og töpuðu.
Magnús Bjarnfreösson
SLÁTUR-
TÍÐIN
ÍÁR
Fjóröungur þess dilkakjöts
sem kemur á markaöinn nú I
sláturti&inni veröur aölikindum
seldur erlendis.
Aö sögn Jóhanns Steinssonar,
deildarstjóra búvörudeildar
SÍS, má gera ráö fyrir 3000-3500
tonna útflutningi I þessari
sláturtlö, en hann var um 400
tonn I fvrra. Heildarmagn sem
kemur á markaöinn er áætlaö
12.500 tonn svo hér er um
li&legan fjóröung a& ræöa.
Samkvæmt upplýsingum
Fjópöungup fpamleiðsl-
unnap selúur úr landi
Andrésar Jóhannessonar, sem
sér um kjötmat landbúnaðaraf-
urða, er ráðgert að vegna hag-
stæðs tiöarfars i ár, fari um
80-90% kjöts I 1. gæðaflokk. Þá ’
er ráögert að innan viö 1% fari i
sérstakan stjörnuflokk sem er
hæsti gæðaflokkur og var komið
á fyrir um 3 árum. 1 fyrra fóru
rétt um 80% i 1. flokk.
Að sögn Jóhanns Steinssonar
er stjörnuflokkur ekki fluttur
út en það kjöt sem selt er
úp landi,.erallt úr 1. gæðaflokki.
Til þess að fullnægja kröfum
erlendra aðila um þyngdar-
flokka og hreinlæti er kjöt þetta
flokkað sérstaklega og stimplað
með „Iceland” stimpli, sem
aðeins útflutt kjöt fær. Að sögn
Jóhanns er alla sláturtíðina
veriö að velja útflutningskjöt,
svo það er ekki valið sérstak-
lega áður en kjötið sem fer á
innlendan markað, eins og
ýmsir hafa talið. Hins vegar
gera aðrar kröfur erlendra
kaúpendá það að verkum að
meðferð og flokkun verður önn-
ur. — AS.