Vísir - 25.09.1980, Side 14

Vísir - 25.09.1980, Side 14
vtsm r™ Fimmtudagur 25. september 1980. Staldrab vift Hrauneyjaríoss enhann mun hverfa þegar Hrauneyjarfossvirkjun kemst Igagnib. ! Grjötburður í ! Landmannaiaugum Oröatiltækiö ,,aö leita langt yfir skammt” hefur svo sannarlega átt viö islendinga siöasta áratuginn. Þegar enginn var maöur meö mönnum nema hann heföi fariö til Spánar eöa annara álika staöa. Þessi ára- tugur gæti þvi alveg eins veriö kallaöur áratugur sólarlanda- feröanna eöa álika skemmtilegu nafni I islandssögunni. En nú á þessum siöustu og verstu veröbólgutimum viröist þróunin vera að breytast, fólk streymir ekki eins mikiö til sólarlanda heldur viröist fólk frekar vilja staldra viö og skoöa náttúru landsins i rikara mæli en áöur var. Hvort þaö er vegna peningaleysis eöa skorts á áhuga fyrir sólarlandaferðum skal ósagt látið enda eru liklega skiptar skoöanir á þvi eins og öllu ööru. Aftur á móti er þaö ekki vist hvort þessi þróun sé til góös fyrir land og þjóö. Aö visu sparast verömætur gjaldeyrir a þennan máta, en viökvæm náttúra þolir ekki alltaf mikinn straum af ferðamönnum sem oft hugsa aðeins um sjálfa sig en ekki þá sem á eftir komá. Landmannalaugar eru vin- sæll ferðamannastaður og þar er mjög falleg og viðkvæm náttúra. Fyrir nokkru bauð Texti og myndir Gunnar Þór Gislason. Náttúruverndarráð og Feröa- málaráö Ferðafélaginu Görpum I Hlíöaskóla i vinnuferö i Land- mannalaugar og nú um siöustu helgi var haldiö af stað. Lagt var frá Hliðaskóla á föstudagskvöldið i langferöabif- reið meö um 30 félaga úr Ferða- félaginu Görpum ásamt þrem kennurum og Braga Þórarins- syni frá Náttúruverndarráöi. Ótrúlegt úrval af leikfimi- bolum Danskir bolir • allar stærðir • fjölmargar gerðir • verð frá kr. 3.950.- Leikfimiskór og bal/ettvörur SPORTVAL ILAUGAVEGI 116. VIO HLEMMTORO SIMAR 14390 Et 26690 Þegar komið var i Landmanna- laugar var oröið það áliöið aö litið var hægt ab gera annað en aö ganga til náöa. Þegar risið var úr rekkju árla á laugar- dagsmorgun leist fólki ekki á blikuna enda sást ekki til sólar fyrir henni. En upp var risiö og maginn mettur og siðan var skipað i vinnuhópa og unnið fram aöhádegi við aðútbúa nýtt tjaldsvæöi viö Feröafélagsskál- ann og hreinsa eldri tjaldsvæöi. Eftir aö hafa matast i hádeginu fór hópurinn i leiki sem sumum hefðu þótt of ofbeldisfullir. En eftir hádegi var gamaniö brátt á enda og alvara vinnunnar aftur á dagskrá. Þegar liða tók á daginn voru sumir farnir aö lýjast og alltaf var fariö aö styttast milli hvild- anna, en áfram var haldið enda sáu kennararnir, sem eru þekktir fyrir allt annað en aö gefa nemendunum fri, um aö halda krökkunum viö efnið. Þó fór að fara um þá þegar nemendurnir fóru að kyrja þrælasöngva, enda var það haft á orði, frekar i gamni en i alvöru, að þessi vinna liktist vinnunni i ónefndum sjónvarps- þætti sem vakti mikla athygli og umtal er hann var sýndur hér i sjónvarpinu fyrir stuttu. Þó að vinnan i grjótburöinum væri erfiö var þaö þó frekar hópurinn sem var aö tina rusl sem kvartaði, enda voru stúlkur þar i meirihluta, og var það haft á orði aö eina leiðin til að losna við ruslið úr hraungjót- unum væri aö eldgos hæfist og nýtt hraun rynniyfir þaö gamla. Þvi að þótt að rusl væri tint i átta stóra ruslapoka sást varla högg á vatni. Þegar stjórnendur vinnu- flokkanna höfðu loks séö aum- um á „þrælum” sinum var haldið til skála og þar fengu lúin bein hvild en allir heitt kakó. Eftir nokkra hvild var kominn órói á mannskapinn og var tekiö á þaö ráö aö senda nokkra garpa uppá Bláhnjúk til aö virða fyrir sér útsýniö, en öör- um var skipað i laugina til harö- sperruúrtöku. Þaö vakti mikla og verðskuldaða athygli aö eng- inn stúlka skyldi treysta sér i fjallgöngu eftir erfiöi dagsins. Eftir mikiö erfiöi komust nokkrir garpar uppá topp Blá- hnjúksen eftir skamma viödvöl fuku þeir niöur aftur. Sást litið af þeim á niðurleið en þó er taliö aö þeir hafi rúllaö niöur i óreglulegri röö. A sunnudags- morgun var Brandsgil skoðað af mikilli visindalegri ná- kvæmni, en niöurstööur úr þeim rannsóknarleiöangri lágu ekki fyrir þegar þessar linur eru skrifaðar. Um hádegiö var siö- an lagt af staö úr Landmanna- laugum eftir gott baö. Vignir Diego mundar hér hakann en Halldór Eyjólfsson og Björgvin Ingvarsson fylgjast spenntir meö. A leibinni til Eeykjavikur var ekið framhjá Hrauneyjarfoss- virkjun og sjálfur Hrauneyjar- foss var skoöaöur en hann mun hverfa eftir nokkra mánuði þeg- ar virkjunin verður tekin i notk- un. Siðan var Háifoss skoðaður og haldið beinustu leið i bæinn meö smá stoppi á Selfossi. Komið var i bæinn um kvöld- matarleytið og voru allir glaðir og þakklátir Náttúruverndar- ráði og Ferðamálarráði fyrir aö hafa gefið kost á þessari vinnu- ferð. Unnið viö nýtt tjaldsvæöi. Háifoss skoöaöur af mikilli athygli. Leiöangur i Brandsgili.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.