Morgunblaðið - 30.05.2002, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 30.05.2002, Qupperneq 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 13 FYRSTU forseta- og þingkosning- arnar, í Sierra Leone eftir að ára- tugalangri borgarastyrjöld lauk, fóru fram þriðjudaginn 14. maí síð- astliðinn og var Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur á staðnum við kosningaeftirlit. Að sögn Hjálmars var hann hluti af sjö manna hópi frá Alkirkjuráðinu og fólst starfið í að kanna hvernig staðið væri að öllum undirbúningi, auk eftirlits við kosn- ingarnar sjálfar og talningu. Leitað var til Hjálparstarfs kirkjunnar hér á landi til að senda fulltrúa til Sierra Leone en Jónas Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri þess, segir að kirkj- urnar hafi í auknum mæli tekið þátt í þróun lýðræðis í Afríkuríkjum og víðar, meðal annars með því að þjálfa fólk til kosningaeftirlits. „Við leituð- um til séra Hjálmars, vegna þess að hann er bæði vanur þingmaður og hefur farið til þróunarlandanna. Það er ekki svo létt að hoppa inn í svona störf og við þær aðstæður sem þarna eru. Hann varð við þeirri beiðni og dvaldist í Sierra Leone í tíu daga,“ segir Jónas. Boðskapnum komið á fram- færi í gegnum útvarp Hjálmar segir útvarpseign í Sierra Leone vera mjög almenna og komu Sameinuðu þjóðirnar á fót út- varpsstöð, þar sem flokkar og fram- bjóðendur gátu komið sínum stefnu- miðum og afstöðu á framfæri. Í landinu er ekkert útbreitt dagblað og kemst því boðskapurinn best til skila í gegnum útvarp. „Áhugi al- mennings á kosningunum fór vax- andi allan tímann og það eina sem stóð í vegi fyrir því að þátttaka yrði 95–100% var að það þurfti að skrá sig í janúar eða febrúar á kjörskrá og þá voru ekki allir almennilega vakn- aðir til þess. Samt sem áður voru um 80% atkvæðisbærra manna á kjör- skrá,“ segir hann. Að hans sögn voru allir alþjóðlegir kosningafulltrúar sammála um að það hefðu verið ýmsir ágallar á kosn- ingunum, sem heimamenn geta lært af, en engir þeir ágallar, hvorki í framkvæmd eða neinu, skipta veru- legu máli. Það voru afgerandi kosn- ingaúrslit og það var niðurstaða allra að þetta voru frjálsar og sanngjarn- ar kosningar. „Einnig var yfirbragð kosninganna miklu friðsamara, há- tíðlegra og glaðara en nokkur bjóst við.“ Hjálmar segir aðspurður að ágall- arnir hafi falist til dæmis í skráning- unni. „Unglingar undir aldri áttu það til að vilja kjósa og komust upp með það í einhverjum tilvikum. Eitthvað yrði sagt við því ef aðeins eitt barn myndi kjósa hér á landi en það er ekkert einfalt að hafa fulla stjórn á þessu í landi sem hefur ekki þjóðskrá sem hægt er að treysta,“ bætir hann við. Kjörskrárnar ekki í stafrófsröð Hann lýsir að kosningarnar hafi hafist klukkan sjö um morguninn, þegar að kjörstaðir voru opnaðir, en þá þegar höfðu fjölmargir beðið í röð í nokkra tíma. 5.200 kjörstaðir voru í landinu og segist Hjálmar hafa orðið sérstaklega var við að kjörstjórarnir voru flestir tiltölulega ungt fólk, oft á tíðum voru það ungar konur. Með þessum fjölda kjörstaða var reynt að tryggja að það væri hægt að finna með sæmilegu móti hvern einstak- ling, þar sem kjörskrárnar voru ekki einu sinni í stafrófsröð. Til þess að koma í veg fyrir að fólk kysi oftar en einu sinni var sett sérstakt blek á þumalfingur kjósenda, sem ekki var hægt að má af. Þetta var merki þess að fólk væri búið að kjósa. Fulltrúar flokkanna voru viðstaddir kosn- inguna á hverjum kjörstað, auk eft- irlitsfulltrúa frá kirkjusambandinu og fleiri samtökum. Eftir að kjörstöðum var lokað klukkan fimm var byrjað að telja. Hjálmar segir að talið hafi verið úti á bersvæði, þar sem hundruð manna fylgdust með að jafnaði á hverjum kjörstað. „Þannig að ég sannfærðist um það að kosningarnar færu vel fram. Það hefðu margir tekið eftir því ef reynt hefði verið að hafa rangt við og það kom ekki fram neinn sér- stakur áhugi á slíku. Það fóru tveir kassar á flakk, þeim var stolið en þeir náðust fljótlega og maðurinn var handtekinn. Kosningarnar voru virkilega fyrir opnum tjöldum,“ nefnir hann og lýsir hvernig starfs- fólk kosninganna setti kjörkassana á höfuðið eftir að talningu var lokið og gekk á talningarstaðinn, þar sem að öllu var safnað saman í hverju kjör- dæmi. Þar var talið aftur eftir að kjörgögnin höfðu skilað sér en alls var landinu skipt í átta kjördæmi. „Ég hitti fólk um nóttina á talning- arstaðnum, sem hafði gengið í allt að fimm klukkutíma með kassana á höfðinu til að skila þeim. Fólkið gekk í fylgd með aðstoðarmönnum sínum og alltaf var vopnaður lögreglumað- ur með í för. Mér fannst í þessu eina atriði að lið Sameinuðu þjóðanna hefði getað staðið sig betur. Það hefði átt að safna saman kössunum og sækja fólkið á kjörstaðina í stað- inn fyrir að láta það ganga alla þessa leið,“ nefnir Hjálmar. Hann segir hins vegar andrúmsloftið hafa verið létt og engu líkara en það væri þjóðhátíð. „Að kvöldi kosningadags- ins, þegar verið var að telja í gömlu íþróttahúsi í borginni Kenema, þar sem ég var við talninguna, þá fór raf- magnið reglulega af. Þá heyrðust andvörp, stundum hlátur en fólk var ekkert að fárast yfir því, vasaljósin voru bara tekin fram og kveikt á kertum.“ Allsherjartalning í kjördæmunum tók tvo sólarhringa og voru úrslitin birt 17. maí. Ahmed Tejam Kabbah var kjörinn forseti með gífurlegum yfirburðum og flokkur hans, Þjóðar- flokkurinn (SLPP), vann einnig stór- sigur í þingkosningunum. Kabbah hefur ríkt síðan 1996 og segist Hjálmar hafa orðið var við vinsældir hans hvarvetna. „Fólkið telur að það geti treyst friðinn í sessi með því að veita sterkasta aflinu brautargengi. En mér fannst eiginlega vera vakn- ing í gangi þannig að fólkið ætlaði sér sannarlega að nota tímann til þess að tryggja lýðræðið á næstu ár- um. Fólki þykir vænt um Kabbah og vill hafa hann. Ég var alveg hissa á hvað þetta var eindregið,“ segir hann. Hjálmar telur að það sem þurfi að breytast núna í Sierra Leone sé hugarfarið. „Það skiptir gríðarlega miklu máli að alþjóðasamfélagið haldi áfram með þróunar- og hjálp- arstarf í landinu. Aðeins nokkrir mánuðir eru síðan 10 ára hryllilegu borgarastríði lauk og það er langt í frá gróið um heilt. En ef allt gengur vel næstu árin vex þjóðinni fiskur um hrygg með bættu efnahags- og fé- lagskerfi,“ segir hann og bendir á að kosningarnar hafi gefið íbúum Sierra Leone góða von og það sem meira er sjálfstraust. „Við getum þetta, við réðum við þetta,“ segir hin stríðsþjáða þjóð, sem sameinaðist um að kjósa með friðnum. Hjálmar Jónsson var eftirlitsmaður við kosningarnar í Sierra Leone Gengið með kjörkassana á höfðinu Morgunblaðið/Golli Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur og Jónas Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Ljósmynd/Hjálmar Jónsson James Nikol starfsmaður kirkjusambands Sierra Leone á kjörstað. Ljósmynd/Hjálmar Jónsson Langar biðraðir mynduðust við kjörstaðina þegar að morgni kjördagsins. Kjörstaðirnir voru 5.200. JÓHANN Hauksson, forstöðumaður svæðisútvarpsins á Austurlandi, hef- ur verið ráðinn dagskrárstjóri Rásar 2. Jóhann verður með aðsetur á Ak- ureyri og verður jafnframt forstöðu- maður Útvarps Norðurlands og yfirmaður svæð- isútsendinga út- varpsins. Upphaflega voru fimm umsækjend- ur um starfið, þar á meðal Sigurður Þór Salvarsson, núver- andi forstöðumaður Útvarps Norður- lands. Á fundi útvarpsráðs 30. apríl sl. var ákveðið að framlengja umsóknar- frestinn til 19. maí og bættust þá þrettán umsækjendur við. Dóra Ingvadóttir, framkvæmdastjóri Rík- isútvarpsins, segir að ástæðan hafi verið að útvarpsráð hafi viljað hafa úr fleiri umsækjendum að velja. Ráðning Jóhanns tekur gildi 1. júní og segir Dóra að ekki sé vitað hvenær dagskrárstjórnin verður flutt norður, eftir sé að ganga frá ýmsum skipu- lagsmálum. Auglýst verður eftir arf- taka í stöðu Jóhanns hjá svæðisút- varpinu á Austurlandi, en annar dag- skrárgerðarmaður, Haraldur Bjarna- son, starfar á vegum Ríkisútvarpsins á því svæði. Dóra segir að Sigurður Salvarsson sé í leyfi, hann komi aftur til starfa í ágúst. Sex útvarpsráðsmenn sátu fund með útvarpsstjóra á þriðjudag, þar sem gengið var frá ráðningunni. Fimm þeirra greiddu atkvæði með ráðningunni, en Kristín Halldórsdótt- ir sat hjá vegna gagnrýni á feril máls- ins. Hún sat einnig hjá þegar ákveðið var að framlengja umsóknarfrestinn, að sögn Dóru. Jóhann Hauksson ráðinn dag- skrárstjóri Rásar 2 Jóhann Hauksson  ÁRNI Kristjánsson varði doktors- ritgerð í taugasálfræði við Harvard- háskóla í Massachusetts í Bandaríkj- unum 17. maí síðastliðinn. Titill rit- gerðarinnar er „A primitive memory system for the deployment of trans- ient attention“. Fjallar ritgerðin um rannsóknir á samspili sjón- skynjunar og eft- irtektar, með sér- stöku tilliti til þeirra tauga- brauta sem fást við þessa sam- verkun. Rann- sóknir að baki doktorsritgerðinni hafa verið birtar í ýmsum erlendum vísindatímaritum: Nature Neuroscience, Psychological Science, Cognition, Perception and Psychophysics og víðar. Árni hefur nú hafið störf við Inst- itute of Cognitive Neuroscience við University College London í Bret- landi. Rannsóknir hans þar eru styrktar af Human Frontiers Science Program, vísindasjóði á vegum sam- taka sjö helstu iðnríkja heims. Árni útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1990. Árið 1996 lauk hann BA- prófi í sálfræði, með heimspeki sem aukagrein, frá Háskóla Íslands. Haustið 1997 hóf hann síðan dokt- orsnám við Harvard-háskóla, Rann- sóknarstofu í sjónskynjun (Vision Lab). Árni er kvæntur Önnu Maríu Hauksdóttur og eiga þau þriggja ára dóttur. Doktor í taugasálfræði Árni Kristjánsson STUTT ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.