Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Skurðarbretti úr gleri Utensils munstur Verð áður kr. 1.995 nú kr. 990 Tesett hvítt víetnamskt Verð áður kr. 3.900 nú kr. 1.500 Diskamottur Pimpernel munstur Apple + fig. Verð áður kr. 2.900 nú kr. 1.450 Stórt Granit mortél Verð áður kr. 6.900 nú kr. 3.450 Parmesan ostarifjárn Verð áður kr. 1.495 nú kr. 745 Klapparstíg 44, sími 562 3614afsláttur af eftirtöldum vörum í dag, föstudag og langan laugardag 50% VEGAGERÐIN hefur til- kynnt til athugunar Skipu- lagsstofnunar tvær mats- skýrslur um tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Tek- ur önnur skýrslan til tvöföld- unar brautarinnar frá Fífu- hvammsvegi í Kópavogi að Álftanesvegi í Garðabæ og hins vegar til tvöföldunar um Hafnarfjörð, frá Álftanesvegi að Ásbraut. Í skýrslunni er lýtur að Hafnarfirði er tekið á um- hverfisáhrifum framkvæmd- anna og færslu vegarins suður fyrir kirkjugarð, ásamt til- heyrandi mannvirkjum. Kemur fram í frétt Skipu- lagsstofnunar af skýrslunni að verkinu sé skipt í fjóra áfanga. Í fyrsta áfanga verði vegurinn lagður frá Sólvangi suður fyr- ir kirkjugarð og á þeim kafla verði hann að mestu niður- grafinn en beðið verði með tvöföldun hans þar til í þriðja áfanga. Tvenn mislæg gatna- mót verða gerð í þessum áfanga, annars vegar við Lækjargötu/Hlíðarberg og hins vegar við Kaldárselsveg. Er áætlað að unnið verði við þennan áfanga á árunum 2002 og 2003. Í öðrum áfanga verður veg- urinn grafinn niður og tvö- faldaður á kaflanum frá Álfta- nesvegi að upphafshluta fyrsta áfanga við Sólvang. Einnig verður steyptur lokað- ur stokkur fyrir fjórar akrein- ar á mislægum gatnamótum við Fjarðarhraun. Er áformað að þessi vinna fari fram á ár- unum 2004 og 2005. Reykjanesbraut verður tvöfölduð á þeim kafla sem fellur undir fyrsta áfanga á árunum 2006 til 2008 og er það þriðji áfangi fram- kvæmdanna. Fjórði áfanginn tekur svo til mislægra gatna- móta Reykjanesbrautar og Álftanesvegar og er gert ráð fyrir að vinna við þau fari fram á árunum 2006 til 2008. Kostnaður við alla fjóra áfanganna er áætlaður 3,1 milljarður króna. Íþróttasvæði við Kapla- krika skerðist Í skýrslunni kemur fram að mengun vegna útblásturs bif- reiða hafi verið athuguð og hún sé innan marka reglu- gerða þar að lútandi. Sömu- leiðis hafi hljóðstig vegna há- vaða frá umferð verið kannað og fundust einstaka staðir þar sem hávaði var yfir viðmiðun- armörkum. Segir að með vax- andi umferð muni hávaði við húsvegg aukast að óbreyttu en með þessum framkvæmd- um, niðurgreftri og tvöföldun Reykjanesbrautar, tengdum mislægum gatnamótum og gerð hljóðmana á nokkrum stöðum verði unnt að halda hljóðstigi til framtíðar innan tilskilinna marka. Helstu neikvæð áhrif sem tilgreind eru í skýrslunni eru skerðing íþróttasvæðis við Kaplakrika, skerðing á fyrir- hugaðri stækku kirkjugarðs- ins og niðurrif nokkurra húsa, m.a. tveggja íbúðarhúsa. Þá munu nokkrar lóðir skerðast. Kemur fram í frétt Skipulags- stofnunar að Vegagerðin muni bæta fyrir jarðrask og eignarnám í samræmi við lög þar að lútandi. Jákvæð áhrif framkvæmd- anna eru í skýrslunni aðallega talin á samgöngur á höfuð- borgarsvæðinu. Kemur fram að allt að 70 prósent af umferð á veginum sé vegna innanbæj- araksturs. Þar sem öll gatna- mót verði mislæg verði leiðin einnig greiðari og öruggari fyrir gegnumakstur. Bættar göngu- og hjólaleiðir og teng- ing nýrra stíga við núverandi stígakerfi bæjarins eru einnig hluti af framkvæmdum og all- ar þveranir á brautinni verða um lokaðan stokk, brú eða um undirgöng. „Greiðari leið verður því fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur milli hverfa og skipulagðra útivist- arsvæða beggja vegna Reykjanesbrautar.“ Er það því niðurstaða fram- kvæmdaaðila að umhverfis- áhrif tvöföldunar og færslu Reykjanesbrautar um Hafn- arfjörð séu ekki umtalsverð. Tvenns konar áfanga- skipting möguleg Í hinni matsskýrslunni er fjallað um tvöföldun Reykja- nesbrautar frá Fífuhvamms- vegi í Kópavogi að Álftanes- vegi í Garðabæ. Er fyrirhugað að leggja nýja tveggja akreina akbraut austan núverandi ak- brautar og að þrenn ný mis- læg gatnamót verði gerð á vegarkaflanum. Er áformað að þau komi við Arnarnesveg, Vífilsstaðaveg og við fyrirhug- aða Urriðaholtsbraut. Í skýrslunni er nefnd tvenns konar áfangaskipting verksins. Annars vegar yrði verkinu skipt í þrjá áfanga þar sem fyrsti áfangi myndi fela í sér tvöföldun vegarins frá Fífuhvammsvegi suður fyrir Arnarnesveg þar sem mislæg gatnamót yrðu gerð. Næsti áfangi yrði suður fyrir Vífils- staðaveg og svo framvegis. „Annars konar áfanga- skipting er að Reykjanes- braut verði tvöfölduð frá Fífu- hvammsvegi að Álftanesvegi og yrðu áfram ljósastýrð stefnugreind vegamót við Arnarnesveg og Vífilsstaða- veg og ný slík við fyrirhugaða Urriðaholtsbraut. Fyrirhugað er að hin síðastnefndu verði einnig mislæg,“ segir í frétt Skipulagsstofnunar af mats- skýrslunni. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 1,9 millj- arðar króna og er stefnt að því að hefja tvöföldunina árið 2003. Aukning umferðar með aukinni uppbyggingu Kemur fram að það sé aukið umferðarálag sem kalli á þessa framkvæmd og gera umferðarspár ráð fyrir að um- ferðin muni aukast úr um 22 þúsund bílum á sólarhring í allt að 55 þúsund bíla á sólar- hring árið 2010 og allt að 72 þúsund bíla árið 2020. „Þegar hefur orðið talsverð aukning á umferð á svæðinu með til- komu mikils verslunarrýmis í Kópavogi og fyrirhugað er að byggja upp Lindir IV austan Reykjanesbrautar. Auk þessa er fyrirhugað að byggja há- tæknigarð í Garðabæ og er áætlað að árið 2020 muni allt að 5.000 manns vinna þar.“ Þá segir að loftmengun af völdum umferðar verði vel innan viðmiðunarmarka og þykir ekki ástæða til að aðhaf- ast neitt í því sambandi. Há- vaðamengun muni hins vegar aukast í nágrenni vegarins og sé fyrirsjáanlegt að hún fari yfir viðmiðunarmörk með- fram Hnoðraholti að hluta. Hið sama eigi við um lóð hestamannafélagsins Gusts. Hávaðamengun við Bæjargil og Sunnuflöt í Garðabæ muni einnig aukast en þó verða inn- an marka. Hið saman muni eiga við um aðra byggð í ná- grenni vegarins. Jákvæð áhrif eru tilgreind þau að samgöngur svæðisins muni batna til muna með til- komu framkvæmdarinnar og langar bílaraðir á álagstímum muni að mestu heyra sögunni til. Er gert ráð fyrir að með- alhraði muni aukast um allt að 10 kílómetra á klukkustund. Sömuleiðis er þess vænst að slysa- og óhappatíðni muni lækka umtalsvert í kjölfar framkvæmdanna en hins veg- ar megi búast við tímabund- inni aukningu umferðarslysa meðan á þeim stendur. Athugasemdafrestur til 5. júlí Skýrslurnar má meðal ann- ars nálgast á heimasíðu Vega- gerðarinnar www.vegagerd- in.is og liggja þær frammi til kynningar til 5. júlí næstkom- andi en þá rennur athuga- semdafrestur jafnframt út. Gert er ráð fyrir að úrskurður Skipulagsstofnunar um skýrslurnar geti legið fyrir 2. ágúst næstkomandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Framkvæmdirnar, sem skýrslan vísar til, eru aðallega taldar hafa jákvæð áhrif á samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Vegagerðin leggur fram umhverfismat Reykjanesbraut TVEIR íbúar við Skógar- hjalla í Kópavogi hafa sent bréf til bæjaryfir- valda vegna vaxandi um- ferðarhávaða og svif- ryksmengunar í suður- hlíðum Kópavogs. Segja íbúarnir að þessi mengun sé komin langt yfir þol- anleg mörk. Segja þeir ástandið hafa orðið sérstaklega slæmt eftir opnun Smára- lindar og gerð mislægra gatnamóta við Nýbýlaveg. Þá segir í bréfi þeirra að hljóðvarnir, sem settar hafi verið upp við Nýbýla- veg og Dalveg, hjálpi ein- göngu gegn sjónmengun en hafi lítið að segja varð- andi hávaða og svifryk. Er í bréfinu vísað til út- reikninga á hávaðameng- un „sem að sögn sýna að hávaðinn sé undir þeim mörkum sem leyfileg eru á þessu svæði“. Segir að stærðfræðilíkön sem not- uð eru við slíka útreikn- inga takmarkist af þeim breytum sem settar eru inn í þau. „Sem dæmi má nefna að ekki er hægt að setja inn í líkönin vindátt eða vindhraða og fleiri at- riði sem hafa afgerandi áhrif á umferðarhljóð sem berst upp hlíðarnar.“ Loks segjast íbúarnir ítrekað hafa óskað eftir að hljóðmælingar verði gerð- ar á staðnum til að stað- festa líkönin en þær beiðnir hafi borið lítinn árangur. „Því leitum við nú til ykkar skriflega og biðjum um að þetta ástand hér verði skoðað af fullri alvöru og röð hljóð- mælinga sett af stað,“ segir í bréfinu og því bætt við að samkvæmt upplýs- ingum umhverfisráðu- neytisins eigi íbúar svæð- isins rétt á slíkum mæl- ingum. Bæjarráð vísaði er- indinu til umsagnar bæj- arverkfræðings sem mun leggja sitt svar fram á fundi bæjarráðs í dag. Kvartað undan mengun í suð- urhlíðunum Kópavogur SKIPULAGS- og bygg- inganefnd Reykjavík- urborgar hefur samþykkt að auglýsa tillögu að nýju deili- skipulagi lóðar Grand hótels, þar sem gert er ráð fyrir 13 hæða viðbyggingu við hót- elið. Í byggingunni er gert ráð fyrir um 190 nýjum hót- elherbergjum. Morgunblaðið greindi frá áformum um bygginguna í desember síðastliðnum en áformað er að hún verði tólf fullar hæðir auk einnar inn- dreginnar. Er gert ráð fyrir að hún verði um 11.200 fer- metrar fyrir utan bíla- geymslu sem verður í kjall- ara en auk þess er gert ráð fyrir fjölgun bílastæða á lóð Grand hótels. Aðkoma að hótelinu verð- ur flutt og verður ekki leng- ur um Sigtún heldur um Engjateig og mun aðal- inngangur þess snúa að Kringlumýrarbraut með nýju viðbyggingunni. Samkvæmt upplýsingum frá skipulags- og bygg- ingasviði Reykjavíkurborgar er stefnt að því að deiliskipu- lagið verði auglýst á föstu- dag í næstu viku og er hægt að skila inn athugasemdum vegna tillögunnar næstu sex vikur eftir það. Hönnuður deiliskipulags- ins og byggingarinnar er Guðjón Magnússon arkitekt hjá Arkform. Tölvugrafík/ONNO ehf. Þessi mynd gefur hugmynd um hvernig hótelið kemur til með að koma út í umhverfi sínu en ekki er búið að hanna endanlegt útlit viðbyggingarinnar. Nýtt deiliskipulag Grand hótels auglýst Tún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.