Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 57 VERKEFNISSTJÓRN ramma- áætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, í samstarfi við Land- vernd, boðar til kynningafundar um niðurstöður tilraunamats á 15 virkjunarhugmyndum. Fundur- inn verður haldinn í dag, fimmtu- daginn 30. maí, kl. 16.30 í Háskóla Íslands, VRII – stofu 157. Fundurinn verður tengdur fjar- fundabúnaði og þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í fundinum með þeim hætti eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna það til tryggvi@landvernd.is Fjarfundir verða á Akureyri og Egilsstöðum. Fundurinn á Akur- eyri verður í stofu L101 í Háskóla Akureyrar á Sólborg. Fundurinn á Egilsstöðum verður í Þróunar- stofu Austurlands, Miðvangi 2, segir í fréttatilkynningu. Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma 48 STÚDENTAR voru braut- skráðir frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði við hátíðlega athöfn í Víðistaðakirkju laugardaginn 25. maí. Bestum námsárangri stúdenta náði Baldur Páll Magn- ússon en jafnframt því að vera með besta útkomu þá lauk hann prófi af þremur brautum, eðlis- fræði-, hagfræði- og tónlistar- braut. Hann lauk stúdentsprófi með alls 225 einingar. Ekki mun neinn hafa lokið jafnmörgum ein- ingum við skólann. Voru honum veittar margar viðurkenningar sem og öðrum nemendum. Í ræðu sinni kom Einar Birgir Steinþórsson, skólameistari, víða við. Hann lýsti meðal annars því gróskumikla starfi sem fer fram í skólanum og sagði frá nýjungum í námsframboði og væntingum sem uppi eru í húsnæðismálum. Hann vék einnig að þeim stóra hópi nemenda sem skilar afbragðs- góðum árangri við skólann og þakkaði forystu nemendafélagsins fyrir vel unnin störf. 48 stúdentar braut- skráðir frá Flensborg Morgunblaðið/Árni Sæberg TÍU nuddarar, sex lyfjatæknar, þrír sjúkraliðar, átta tanntæknar, níu læknaritarar og 71 stúdent, alls 106 nemendur, voru braut- skráðir frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla laugardaginn 25. maí síðastliðinn. Dúx skólans að þessu sinni var Hanna Lilja Guðjóns- dóttir. 795 nemendur stunduðu nám í dagskóla á þessari önn og 57 nem- endur voru í fjarnámi, en skólinn tók upp kennslu með fjarnáms- sniði á haustönn. Einnig verður boðið upp á sum- arfjarnám og er það í fyrsta skipti sem það er gert hér á landi. Eft- irspurnin hefur verið mikil og getur fólk nú stundað fjarnám allt árið um kring. Fjölbrautaskólinn við Ármúla útskrifar 106 nemendur Morgunblaðið/Kristinn HAFDÍS Gísladóttir er fram- kvæmdastjóri Félags heyrnarlausra en ekki formaður eins og sagt var í blaðinu í gær í frétt um samstarf Vesturhlíðarskóla og Hlíðaskóla. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Vantaði auða seðla og ógilda Í frétt um kosningaúrslit á Vopna- firði í Morgunblaðinu í fyrradag gleymdist að geta um auða seðla og ógilda, en þeir voru fimmtán. Þannig tóku þátt í sveitarstjórnarkosning- unni á Vopnafirði 510 manns, en ekki 495 eins og hermt var í fréttinni. Kosningaþátttakan var því 88,08%. LEIÐRÉTT SENDIRÁÐ Bandaríkjanna býður öllum áhugasömum á opinn fund um skipulagsmál og framtíðarsýn mið- borgarinnar með bandaríska skipu- lagsfræðingnum Ronald Lee Fleming fimmtudaginn 30. maí kl.fimm í A-sal á Hótel Sögu. Ronald Lee Fleming hefur meðal annars verið tilnefndur til Pulitzer- verðlauna fyrir bækur sínar. Hann rekur stofnun undir heitinu Town- scape Institute sem hefur komið að verkefnum í yfir hundrað samfélög- um í tíu löndum ýmist með ráðgjöf, hönnun, hugmyndasmíði eða fræði- mennsku. The Townscape Institute leitast við að leiða saman arkitekta, skipulags- fræðinga, listamenn og sagnfræðinga til að auka gæði umhverfishönnunar hverju sinni. Erindi Ronalds Lee Fleming heitir Borgarhönnun: Að skapa samrýman- legt og sjálfbært hönnunarferli. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Sömuleiðis eru allir skipulagsfræð- ingar, arkitektar og aðrir áhugamenn minntir á morgunverðarfundinn „Miðborgin miðpunktur mannlífs“ á vegum Reykjavíkurborgar í sam- vinnu við Borgarfræðasetur á Grand Hótel í dag, fimmtudaginn 30. maí kl. 8:30–10 en þar mun Ronald Lee Fleming einnig taka til máls ásamt Salvöru Jónsdóttur, sviðsstjóra á Skipulags- og byggingarsviði og Jó- hannesi Kjarval, arkitekt og deildar- stjóra miðborgarverkefna á Skipu- lags- og byggingarsviði. Þátttaka tilkynnist á asakolka@hus.rvk.is. Þátttökugjald er 1000 kr. og er morgunverður innifalinn, segir í frétt frá sendiráði Bandaríkjanna. Opinn fundur um skipu- lagsmál ESKIMO Models hefur borist fjöldi ábendinga, ýmist frá ungum stúlk- um eða foreldrum þeirra, um sím- hringingar sem hafa átt sér stað í nafni Eskimo að undanförnu. Í þeim hefur stúlkum á aldrinum 13– 15 verið boðin þátttaka í fegurð- arsamkeppnum, námskeiðum eða einhverju líku. Því vilja Eskimó Models taka fram, að engar slíkar símhringingar hafa átt sér stað á vegum fyrirtæk- isins. Eskimo Models stendur ekki fyrir fegurðarsamkeppni meðal stúlkna á unglingsaldri og slíkt er ekki fyrirhugað, segir í fréttatil- kynningu frá Eskimo Models. Símhringingar ekki á vegum Eskimo Models FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, fagnar 70 ára afmæli á þessu vori. Af því tilefni heldur félagið af- mælishátíð í Perlunni laugardaginn 1. júní. „Hápunktur hennar verður skemmtilegt fjölskyldurall um byggð- ir og náttúruperlur Reykjaness. Í þessum leik er nauðsynlegt að allir í bílnum, börn og fullorðnir, vinni sam- an að því að leysa ýmis verkefni og að því að komast ferðahringinn innan tímamarka. Fyrsti bíllinn verður ræstur af stað kl. 10 árdegis við Perl- una. Áætlað er að leikurinn taki um þrjár klukkustundir. Inni í Perlunni og utandyra verður bílasýning sem tengist 70 ára sögu FÍB. Meðal sýningargripa er forláta Studebaker-bifreið árgerð 1930 sem var í eigu eins af stofnfélögum FÍB, Ólafs í Fálkanum. Auk þess verða ýmsir bílar sem á sinn hátt mörkuðu tímamót í bifreiðasögu Íslands. Utan- dyra verða nýir bílar af mörgum stærðum og gerðum. Loks kynnir FÍB-Aðstoð nýjan þjónustubíl sem verið er að taka í notkun. Bíllinn er af Toyota RAV- gerð. Við hlið hans verður Land Rov- er árgerð 1962 en þjónustubílar FÍB voru þeirrar gerðar á sjöunda áratug 20. aldarinnar. FÍB-Aðstoð er neyðar- og hjálpar- þjónusta sem stendur félagsmönnum FÍB til boða allan sólarhringinn, alla daga ársins. Sýningin verður opin á laugardag frá kl. 9.30 til 20. Aðgangur er ókeypis,“ segir í fréttatilkynningu frá FÍB. Fjölskyldurall á vegum FÍB BANDALAG kvenna í Reykjavík verður 85 ára í dag, 30. maí. Af því tilefni verður opnuð sýning á ljós- myndum og munum er varpa ljósi á þróun og sögu aðildarfélaga bandalagsins. Sýningin verður opnuð við hátíðlega athöfn í Ráð- húsi Reykjavíkur laugardaginn 1. júní kl. 14. Formaður Bandalags kvenna í Reykjavík, Hildur G. Eyþórsdótt- ir, flytur ávarp og síðan verða ávörp gesta. Söngflokkurinn Grad- uale Nobili flytur nokkur lög. Flytur frumort ljóð Sigurbjörg Þrastardóttir skáld flytur frumort ljóð í tilefni afmæl- isins, Anna Sigríður Helgadóttir syngur við undirleik Jónasar Þóris og Stella Guðnadóttir, formaður afmælisnefndar BKR, afhendir nýjan fána sem gjöf frá aðildar- félögunum. Veislustjóri verður Geirlaug Þorvaldsdóttir, formaður Félags háskólakvenna og Kven- stúdentafélags Íslands. Afmælissýningin verður opin frá 2.–16. júní kl. 10–19, hönnuður sýningarinnar er Stígur Steinþórs- son leikmyndateiknari. Bandalag kvenna í Reykjavík er fjölmennasta sambandið innan Kvenfélagssambands Íslands. Tuttugu aðildarfélög taka þátt í sýningunni og um sex nefndir inn- an bandalagsins, innan þess starfa tólf nefndir, segir í frétt frá Bandalagi kvenna í Reykjavík. Bandalag kvenna í Reykjavík 85 ára BORGFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík verður með opið hús í Borgarseli, bústað félagsins, laugar- daginn 1. júní eftir kl. 14, segir í fréttatilkynningu. Opið hús í Borgarseli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.