Morgunblaðið - 30.05.2002, Page 57

Morgunblaðið - 30.05.2002, Page 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 57 VERKEFNISSTJÓRN ramma- áætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, í samstarfi við Land- vernd, boðar til kynningafundar um niðurstöður tilraunamats á 15 virkjunarhugmyndum. Fundur- inn verður haldinn í dag, fimmtu- daginn 30. maí, kl. 16.30 í Háskóla Íslands, VRII – stofu 157. Fundurinn verður tengdur fjar- fundabúnaði og þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í fundinum með þeim hætti eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna það til tryggvi@landvernd.is Fjarfundir verða á Akureyri og Egilsstöðum. Fundurinn á Akur- eyri verður í stofu L101 í Háskóla Akureyrar á Sólborg. Fundurinn á Egilsstöðum verður í Þróunar- stofu Austurlands, Miðvangi 2, segir í fréttatilkynningu. Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma 48 STÚDENTAR voru braut- skráðir frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði við hátíðlega athöfn í Víðistaðakirkju laugardaginn 25. maí. Bestum námsárangri stúdenta náði Baldur Páll Magn- ússon en jafnframt því að vera með besta útkomu þá lauk hann prófi af þremur brautum, eðlis- fræði-, hagfræði- og tónlistar- braut. Hann lauk stúdentsprófi með alls 225 einingar. Ekki mun neinn hafa lokið jafnmörgum ein- ingum við skólann. Voru honum veittar margar viðurkenningar sem og öðrum nemendum. Í ræðu sinni kom Einar Birgir Steinþórsson, skólameistari, víða við. Hann lýsti meðal annars því gróskumikla starfi sem fer fram í skólanum og sagði frá nýjungum í námsframboði og væntingum sem uppi eru í húsnæðismálum. Hann vék einnig að þeim stóra hópi nemenda sem skilar afbragðs- góðum árangri við skólann og þakkaði forystu nemendafélagsins fyrir vel unnin störf. 48 stúdentar braut- skráðir frá Flensborg Morgunblaðið/Árni Sæberg TÍU nuddarar, sex lyfjatæknar, þrír sjúkraliðar, átta tanntæknar, níu læknaritarar og 71 stúdent, alls 106 nemendur, voru braut- skráðir frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla laugardaginn 25. maí síðastliðinn. Dúx skólans að þessu sinni var Hanna Lilja Guðjóns- dóttir. 795 nemendur stunduðu nám í dagskóla á þessari önn og 57 nem- endur voru í fjarnámi, en skólinn tók upp kennslu með fjarnáms- sniði á haustönn. Einnig verður boðið upp á sum- arfjarnám og er það í fyrsta skipti sem það er gert hér á landi. Eft- irspurnin hefur verið mikil og getur fólk nú stundað fjarnám allt árið um kring. Fjölbrautaskólinn við Ármúla útskrifar 106 nemendur Morgunblaðið/Kristinn HAFDÍS Gísladóttir er fram- kvæmdastjóri Félags heyrnarlausra en ekki formaður eins og sagt var í blaðinu í gær í frétt um samstarf Vesturhlíðarskóla og Hlíðaskóla. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Vantaði auða seðla og ógilda Í frétt um kosningaúrslit á Vopna- firði í Morgunblaðinu í fyrradag gleymdist að geta um auða seðla og ógilda, en þeir voru fimmtán. Þannig tóku þátt í sveitarstjórnarkosning- unni á Vopnafirði 510 manns, en ekki 495 eins og hermt var í fréttinni. Kosningaþátttakan var því 88,08%. LEIÐRÉTT SENDIRÁÐ Bandaríkjanna býður öllum áhugasömum á opinn fund um skipulagsmál og framtíðarsýn mið- borgarinnar með bandaríska skipu- lagsfræðingnum Ronald Lee Fleming fimmtudaginn 30. maí kl.fimm í A-sal á Hótel Sögu. Ronald Lee Fleming hefur meðal annars verið tilnefndur til Pulitzer- verðlauna fyrir bækur sínar. Hann rekur stofnun undir heitinu Town- scape Institute sem hefur komið að verkefnum í yfir hundrað samfélög- um í tíu löndum ýmist með ráðgjöf, hönnun, hugmyndasmíði eða fræði- mennsku. The Townscape Institute leitast við að leiða saman arkitekta, skipulags- fræðinga, listamenn og sagnfræðinga til að auka gæði umhverfishönnunar hverju sinni. Erindi Ronalds Lee Fleming heitir Borgarhönnun: Að skapa samrýman- legt og sjálfbært hönnunarferli. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Sömuleiðis eru allir skipulagsfræð- ingar, arkitektar og aðrir áhugamenn minntir á morgunverðarfundinn „Miðborgin miðpunktur mannlífs“ á vegum Reykjavíkurborgar í sam- vinnu við Borgarfræðasetur á Grand Hótel í dag, fimmtudaginn 30. maí kl. 8:30–10 en þar mun Ronald Lee Fleming einnig taka til máls ásamt Salvöru Jónsdóttur, sviðsstjóra á Skipulags- og byggingarsviði og Jó- hannesi Kjarval, arkitekt og deildar- stjóra miðborgarverkefna á Skipu- lags- og byggingarsviði. Þátttaka tilkynnist á asakolka@hus.rvk.is. Þátttökugjald er 1000 kr. og er morgunverður innifalinn, segir í frétt frá sendiráði Bandaríkjanna. Opinn fundur um skipu- lagsmál ESKIMO Models hefur borist fjöldi ábendinga, ýmist frá ungum stúlk- um eða foreldrum þeirra, um sím- hringingar sem hafa átt sér stað í nafni Eskimo að undanförnu. Í þeim hefur stúlkum á aldrinum 13– 15 verið boðin þátttaka í fegurð- arsamkeppnum, námskeiðum eða einhverju líku. Því vilja Eskimó Models taka fram, að engar slíkar símhringingar hafa átt sér stað á vegum fyrirtæk- isins. Eskimo Models stendur ekki fyrir fegurðarsamkeppni meðal stúlkna á unglingsaldri og slíkt er ekki fyrirhugað, segir í fréttatil- kynningu frá Eskimo Models. Símhringingar ekki á vegum Eskimo Models FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, fagnar 70 ára afmæli á þessu vori. Af því tilefni heldur félagið af- mælishátíð í Perlunni laugardaginn 1. júní. „Hápunktur hennar verður skemmtilegt fjölskyldurall um byggð- ir og náttúruperlur Reykjaness. Í þessum leik er nauðsynlegt að allir í bílnum, börn og fullorðnir, vinni sam- an að því að leysa ýmis verkefni og að því að komast ferðahringinn innan tímamarka. Fyrsti bíllinn verður ræstur af stað kl. 10 árdegis við Perl- una. Áætlað er að leikurinn taki um þrjár klukkustundir. Inni í Perlunni og utandyra verður bílasýning sem tengist 70 ára sögu FÍB. Meðal sýningargripa er forláta Studebaker-bifreið árgerð 1930 sem var í eigu eins af stofnfélögum FÍB, Ólafs í Fálkanum. Auk þess verða ýmsir bílar sem á sinn hátt mörkuðu tímamót í bifreiðasögu Íslands. Utan- dyra verða nýir bílar af mörgum stærðum og gerðum. Loks kynnir FÍB-Aðstoð nýjan þjónustubíl sem verið er að taka í notkun. Bíllinn er af Toyota RAV- gerð. Við hlið hans verður Land Rov- er árgerð 1962 en þjónustubílar FÍB voru þeirrar gerðar á sjöunda áratug 20. aldarinnar. FÍB-Aðstoð er neyðar- og hjálpar- þjónusta sem stendur félagsmönnum FÍB til boða allan sólarhringinn, alla daga ársins. Sýningin verður opin á laugardag frá kl. 9.30 til 20. Aðgangur er ókeypis,“ segir í fréttatilkynningu frá FÍB. Fjölskyldurall á vegum FÍB BANDALAG kvenna í Reykjavík verður 85 ára í dag, 30. maí. Af því tilefni verður opnuð sýning á ljós- myndum og munum er varpa ljósi á þróun og sögu aðildarfélaga bandalagsins. Sýningin verður opnuð við hátíðlega athöfn í Ráð- húsi Reykjavíkur laugardaginn 1. júní kl. 14. Formaður Bandalags kvenna í Reykjavík, Hildur G. Eyþórsdótt- ir, flytur ávarp og síðan verða ávörp gesta. Söngflokkurinn Grad- uale Nobili flytur nokkur lög. Flytur frumort ljóð Sigurbjörg Þrastardóttir skáld flytur frumort ljóð í tilefni afmæl- isins, Anna Sigríður Helgadóttir syngur við undirleik Jónasar Þóris og Stella Guðnadóttir, formaður afmælisnefndar BKR, afhendir nýjan fána sem gjöf frá aðildar- félögunum. Veislustjóri verður Geirlaug Þorvaldsdóttir, formaður Félags háskólakvenna og Kven- stúdentafélags Íslands. Afmælissýningin verður opin frá 2.–16. júní kl. 10–19, hönnuður sýningarinnar er Stígur Steinþórs- son leikmyndateiknari. Bandalag kvenna í Reykjavík er fjölmennasta sambandið innan Kvenfélagssambands Íslands. Tuttugu aðildarfélög taka þátt í sýningunni og um sex nefndir inn- an bandalagsins, innan þess starfa tólf nefndir, segir í frétt frá Bandalagi kvenna í Reykjavík. Bandalag kvenna í Reykjavík 85 ára BORGFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík verður með opið hús í Borgarseli, bústað félagsins, laugar- daginn 1. júní eftir kl. 14, segir í fréttatilkynningu. Opið hús í Borgarseli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.