Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 35 BJÖRN Bjarnason, borgar-fulltrúi Sjálfstæðisflokks-ins, hefur lýst sig algjör-lega andvígan því að löggæslumál flytjist frá ríki til sveit- arfélaga en Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri segir að stað- bundin löggæsla eigi að færast yfir til borgarinnar þar sem ríkisvaldið hafi ekki tekið tillit til óska borgar- innar um eflingu löggæslunnar. Björn Bjarnason segir að út frá öryggissjónarmiði sé ekki skynsam- legt að láta sveitarfélögin taka við löggæslumálum og bendir á mikil- vægi þess að lögreglan lúti miðlægri stjórn í takt við þróun mála á al- þjóðavísu. „Alþjóðasamstarf lög- regluliða eykst ár frá ári og við höf- um með Schengen-aðild og öðru slíku, tekið þátt í alþjóðlegu sam- starfi á sviði lögreglumála sem er víðtækara en nokkru sinni fyrr,“ segir hann. „Þá er ekki skynsamlegt frá öryggissjónarmiði að deila þessu upp hér innanlands eftir sveitar- félögum. Það tel ég ekki að sé skyn- samlegasta leiðin til að halda uppi löggæslu í landinu því að angar al- þjóðlegrar glæpastarfsemi teygja sig ekki síður inn í sveitarfélögin heldur en inn fyrir landamæri ríkja.“ Betra samband við borgarana Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að borgin hafi, eftir margra ára til raunir við að fá ríkisvaldið til að efla löggæsluna, ekki haft árangur sem erfiði og því hafi það þótt fullreynt og ekki annað unnt en að mælast til þess að borgin taki yfir staðbundna löggæslu. „Við teljum að borgaryf- irvöld séu í betra sambandi við borg- arana og að við vitum betur hvaða áherslur þeir leggja á málin og hverjar þarfir þeirra eru fyrir lög- gæslu. Við viljum gjarnan hafa áhrif á hvernig mannskap lögreglunnar er beitt í borginni. Í öllum hverfum borgarinnar eru uppi miklar óskir um hverfalöggæslu og að löggæslan verði sýnilegri. Það yrði gott að tengja hana betur við skólana og fé- lagsmiðstöðvarnar og þá þjónustu sem við erum með í hverfunum. Þá finnst mér mikilvægt að bæta eft- irlitið með miðborginni og skemmti- stöðum borgarinnar. Mér finnst fyllilega koma til álita að kanna hvort gera eigi allt höfuðborgarsvæðið að einu lögregluumdæmi og hvort sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eigi að sameinast um rekstur lögreglunnar á líkan hátt og gert er með Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins.“ Sigurður Geirdal, bæjar- stjóri í Kópavogi, telur að löggæslu- málum sé betur komið innan sveitarfélagsins, þ.e. hverfa- og um- ferðargæsla eða það sem hann telur til nærþjónustu sveitarfélaga. Ann- að yrði á hendi ríkislögreglu. „Sveit- arfélögin geta þróað starfsemi s.s. lögreglu og heilsugæslu að sínum staðbundnu þörfum. En þegar not- ast er við eitt kerfi yfir allt landið, verða sveitarfélögin að laga sig að því. Ég hef ekki trú á því að ráðu- neytisfólk í Reykjavík þekki betur þarfirnar á stöðum eins og Neskaup- stað eða Bolungarvík en heimafólk þar. Menn hafa meiri tilfinningu fyr- ir þessu sem eru í þessu dag frá degi,“ segir hann. Ólafur F. Magnússon, borgar- fulltrúi Frjálsra og óháðra, segir að stærri sveitarfélög geti vel ráðið við að taka yfir löggæslumálin en fyr- irvara þurfi að setja við málin í litlum sveitarfélögum. „Það væri mjög eft- irsóknarvert fyrir Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög á höfuðborg- arsvæðinu að taka yfir sameiginlega löggæslu á höfuðborgarsvæðinu, enda myndi sú tilhögun færa þjón- ustuna nær íbúunum og stuðla að betri löggæslu í hverfum borgarinn- ar,“ segir Ólafur. Ætti frekar að fækka lögregluembættum Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, segist mótfallinn því að lögreglan færist yfir til sveitarfélaganna og segir meginrökin þau, að frekar ætti að fækka lögregluembættum og sameina þau í stað þess að dreifa þeim niður á sveitarfélögin. „Ég held að það væri mikill skaði ef lögreglan kvarnaðist niður á sveitarfélögin sem hafa mismunandi áherslur. Lögreglan veit hvaða þjónustu hún á að veita og þarf stundum að forgangsraða hjá sér eftir verkefna- stöðu hverju sinni. Það er ekki víst að sveitarfélögin skilji það og vilji fremur að lögreglumenn séu á ákveðnu svæði. Lögreglan telur að hún þurfi jafna sér niður á allt sveit- arfélagið og veita þjónustu miðað við verkefnastöðuna og hvað fólk er að biðja um,“ segir hann. Hann telur þá að íslenska þjóðfé- lagið sé of lítið til að halda úti bæði lögreglu á vegum sveitarfélaga og ríkislögreglu eins og gert var fram til ársins 1973. „Ég held að menn hafi séð að það gekk ekki upp. Lög- reglan þarf að vera miðstýrð til að samhæfa og samræma löggæslu á landinu öllu.“ Meðal þeirra galla sem Geir Jón segir að hafi fylgt gamla kerfinu voru þeir, að sveitarfélögin höfðu mismunandi hugmynd um hvað þættu lögreglustörf. „Sums- staðar voru lögreglumenn notaðir til starfa sem að mati lögreglumanna voru ekki hefðbundin lögreglustörf,“ segir hann og nefnir t.d. innheimtu- störf og flutninga ýmiss konar. Hann segir að löggæslan verði ekki betri við að flytjast yfir til sveitarfé- laganna heldur skipti fjármagnið til málaflokksins mestu máli og segist hann ekki sjá fyrir sér að fjármagn muni aukast við tilfærsluna nema síður sé. Jónmundur Kjartansson, yfirlög- regluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að það þjóni hvorki hagsmun- um sveitarfélaganna né lögreglunn- ar, að flytja löggæslumál til sveitar- félaganna. Að hans mati hafa engar forsendur breyst sem réttlæta að snúið verði aftur til þess tíma er sveitarfélögin voru með eigin lögreglu. „Ég hef ekki heldur heyrt sveit- arstjórnarmenn lýsa því yfir að þeir séu reiðu- búnir að að verja meiru fé til löggæslumála en nú er gert, þvert á móti finnst mér þeir hika þeg- ar spurt hefur verið um slíkt,“ segir hann. „Í þessu sambandi er einnig rétt að minnast á þá breyttu heimsmynd sem við búum við og aukið öryggishlutverk lög- reglunnar. Hvað með löggæslu- kostnað við opinberar heimsóknir? Eru sveitarfélögin tilbúin að standa straum af þeim? Eru sveitarfélögin tilbúin til að standa straum af sam- starfi við erlend lögregluyfirvöld, gæslu við erlend sendiráð o.s.frv. Ég tel svo ekki vera.“ Réttarkerfið byggist á núverandi fyrirkomulagi Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir að hafa verði í huga, þegar rætt er um til- færslu löggæslumála, að íslenska laga- og réttarumhverfið sé byggt upp í kringum það fyrirkomulag að lögreglan sé hjá ríkinu, samanber fyrirkomulag hins opinbera réttar- fars. Því væri nauðsynlegt að gera grundvallarbreytingar í réttar- kerfinu ef færa ætti lögregluna frá ríkinu til sveitarfélaganna. Hann bendir einnig á að lögreglan í landinu standi mjög vel og hafi veg- ur hennar farið mjög vaxandi á síð- ustu árum. Það megi m.a. sjá í skýrslu dómsmálaráðherra til Al- þingis um stöðu og þróun löggæslu. Þar komi m.a. fram að 30% raun- hækkun hafi orðið á framlögum til löggæslu á tímabilinu 1997–2001. Lögreglumönnum hafi fjölgað um- talsvert, t.d. um 10% í Reykjavík á undanförnum árum, og samanburð- ur á fjölda lögreglumanna milli Norðurlanda sýni að hérlendis séu hlutfallslega flestir lögreglumenn. Stefán segir að ef breyta eigi fyr- irkomulaginu, verði að íhuga vand- lega hvort Íslendingar geti staðið við alþjóðlegar skuldbindingar sem þeir hafi gengist undir á sviði löggæslu- mála. „Íslensk lögregluyfirvöld eru þátttakendur í umfangsmikilli al- þjóðlegri lögreglusamvinnu, þar sem ríkislögreglustjóri og alþjóða- deild embættisins gegna lykilhlut- verki. Það eru gerðar skýrar kröfur um samræmd vinnubrögð og skipu- lag um land allt, t.d. um landamæra- eftirlit. Það má heldur ekki gleyma því að fyrirkomulag löggæslunnar hérlendis er ekkert einsdæmi, enda lítum við mjög til Norðurlandanna með skipulag þessara mála. Það væri því úr takti við þróun mála í ná- grannalöndum okkar að gera breyt- ingar á löggæslumálunum,“ segir hann. Hann nefnir reynslu Belga í þessu sambandi en þar í landi var löggæsla á höndum sveitarfélaga auk sér- stakrar ríkislögreglu sem hafði sam- ræmingarhlutverki að gegna. „Þetta fyrirkomulag gerði það að verkum að það var enginn samgangur á milli lögregluliða og lítil samvinna. Eftir að hið óhugnanlega mál barnaníð- ingsins Dutroux kom upp fyrir nokkrum árum var þess krafist að skipulagi lögreglunnar yrði breytt. Það var gert og nú hefur lögreglan verið flutt frá sveitar- félögum yfir til ríkisins.“ Fram hefur komið að talsmenn þess að lög- gæslumál fari yfir til sveitarfélaganna eigi fyrst og fremst við stað- bundna löggæslu, s.s. grenndar- gæslu, umferðareftirlit og þess hátt- ar, en ekki meiriháttar glæparann- sóknir og önnur stærri verkefni. Stefán segir það ekki nægilega gild rök. „Grenndarlöggæsla tengist inn í almennar deildir lögreglunnar og inn í rannsóknardeildir, þannig að upplýsingum sem er safnað við grenndargæsluna er komið á fram- færi við þá aðila í lögreglunni sem sinna öðrum verkefnum. Ef við ætl- um að aðskilja þessi mikilvægu verkefni, þannig að þau dreifist á hendur mismunandi aðila, þá held ég að við séum að búa til kerfi sem gæti fært okkur nokkur skref afturábak.“ Skiptar skoðanir um hvort löggæslu sé betur komið hjá ríki eða sveitarfélögum Morgunblaðið/Júlíus Bent hefur verið á að gera þurfi breytingar í réttarkerfinu ef færa eigi löggæslumálefni frá ríki til sveitarfélaga. Betra sam- band við íbúa eða afturhvarf til fortíðar? Sumir telja að löggæslumálum sé betur komið í höndum sveitarfélaganna þar sem þau þekki betur þarfir sínar fyrir löggæslu en ríkisvaldið. Aðrir benda á mikilvægi samræmingar lögreglustarfa á landsvísu eins og Örlygur Steinn Sigurjónsson greinir frá í samantekt um málið. Tilfærslan þjónar hvorki hagsmunum sveitarfélag- anna né lög- reglunnar Í öllum hverfum eru uppi óskir um hverfalög- gæslu og sýni- legri löggæslu því hins vegar fram að þetta séu vandamál sem palestínsk yfirvöld hafi skapað. Þá sagði hann ljóst að það væru engar hugmyndir á borð- inu sem væru líklegar til að leiða til lausna á næstunni. „Ísraelar eru meira að leita að bráðabirgðalausn- um sem geta gefið tíma og stöðvað þessi hryðjuverk,“ sagði hann. Halldór sagði ísraelska ráðamenn einnig upptekna af þeirri umfjöllun sem hafi verið um atburðina í Jenin. Þeir fullyrði að þar hafi fallið sjö al- mennir borgarar og að þeir harmi það, en þær sögur sem hafi verið sagðar í alþjóðlegum fjölmiðlum eigi ekki við rök að styðjast. „Það hefur verið mjög fróðlegt að hlusta á þeirra hlið á málinu og þeir hafa tek- ið gagnrýni vel,“ sagði Halldór. „Það kom hins vegar skýrt fram hjá for- sætisráðherranum að Ísraelar muni aldrei ganga að málamiðlunum um eigið öryggi.“ Hafa litla trú á Sameinuðu þjóðunum Utanríkisráðherra sagðist einnig hafa rætt um samskipti landanna við Sharon og um það að viðskipti þeirra gætu verið meiri. Þá segir hann Sharon hafa lýst mikilli að- dáun á íslensku þjóðinni, sérstak- lega í sambandi við baráttu hennar fyrir fiskveiðiréttindum og nýtingu þeirra auðlinda. Einnig segir hann að töluvert hafi verið rætt um Atl- antshafsbandalagið og nýtt hlutverk þess í samfélagi þjóðanna en Ísrael- ar hafi meiri trú á samvinnu landa eins og Banda-ríkjanna, Rússa, Evrópusambandsins og arabaríkj- anna en Sameinuðu þjóðunum þar sem þeim finnist stór hluti Samein- uðu þjóðanna vera sér andvígur og að því geti ekki skapast nægilegt traust á þeim vettvangi. dum ekki vera í sjónmáli n fyrir kum Reuters es, utan- ð góðan. ún Birna rúsalem. ýra fyrir menn sáttur við yna að sstjórn- ekki allt- ann sagði nn í Ísr- Vinstri- að lýsa að þá teldi ist ekki nar vildi na að gt væri að sannfæra þjóðina um að velja frið. Villu hægrimanna sagði hann hins vegar liggja í því að þeir teldu sig geta samið um frið við araba án aðildar araba. Þeir Halldór og Peres voru spurðir að því hvort Ísland gæti haft áhrif á gang mála í Miðaust- urlöndum. Halldór sagðist vera nýkominn frá Róm þar sem hann hefði tekið þátt í öryggismála- umræðum NATO en starfsemi bandalagsins virðist vera að bein- ast í þá átt að berjast gegn hryðjuverkum. Peres tók í sama streng og sagði að heimurinn væri ein efnahagsleg og stjórn- málaleg heild og því væru sam- skipti þjóðanna mikilvæg. ð Shimon Peres Morgunblaðið/Sigrún Birna himon Peres eftir fund þeirra í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.