Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 27 HRINGSNÚRUR Hringsnúrurnar vinsælu eru komnar aftur. Mikið úrval „Leiðin til að leysa vandann er einkavæðing,“ sagði Yu við þing- heim. Slíkt myndi bæta stjórnun og rekstur félagsins, sem hefur haft á sér það orð að vera eitt óör- uggasta flugfélag í heimi. Stjórn- völd munu leggja fram áætlun um umbætur á fyrirtækinu innan þriggja vikna, sagði Yu ennfremur. Hálfopinber stofnun, Kínverska flugþróunarstofnunin, á 71% hlut í YU SHYI-KUN, forsætisráðherra Taívan, hefur gefið stofnuninni sem stjórnar China Airlines skipun um að selja einkafjárfestum nokk- uð af hlutabréfum stofnunarinnar í félaginu í kjölfar þess að ein þota þess fórst um síðustu helgi – var það fjórða mannskæða slysið hjá félaginu á átta árum. Yu tilkynnti þetta á þinginu eftir að hann var spurður hvað stjórn- völd hygðust gera vegna slyssins, er Boeing 747-200 þota flugfélags- ins brotnaði í fernt 20 mínútum eft- ir flugtak frá Taípei sl. laugardag með þeim afleiðingum að 225 manns fórust. Orsakir slyssins eru enn ókunnar, en í gær greindist merki frá flugritum vélarinnar, er liggja á hafsbotni, og munu kafarar sækja þá þegar veður leyfir. Um níutíu lík hafa náðst á land. flugfélaginu, sem áður var í rík- iseigu. Margir stjórnarmenn stofn- unarinnar eru opinberir embætt- ismenn á eftirlaunum. Umfangsmikil og dýr flug- mannaþjálfun var hafin á vegum China Airlines fyrir átta árum eftir að Airbus A300-600 félagsins fórst með 264 í Japan. Voru einnig fengnir erlendir ráðgjafar til að að- stoða við umbætur. En önnur, samskonar þota fórst 1998 og með henni 202. Er China Airlines eina flugfélagið í heiminum sem hefur með þessum hætti misst tvær A300-600 þotur. Þrír fórust 1999 er MD-11 þotu félagsins hvolfdi í nauðlendingu í illviðri í Hong Kong, og eldur kom upp í þotunni. Áætlun um einkavæðingu félags- ins, sem stjórnvöld lögðu fram í kjölfar slyssins 1998, fór út um þúfur. Áhrifamenn í stjórn félags- ins hafa lagst gegn einkavæðingu og segja að reksturinn hafi batnað verulega vegna umbóta stjórnar þess. Síðan slysið varð á laugar- daginn hafa margir ferðamenn af- pantað far með félaginu. Sumir þingmenn hafa lagt til að nafni félagsins verði breytt, því að orðinu „Kína“ fylgi ógæfa. Flug- félagið heitir China Airlines (Flug- félag Kína) vegna þess að opinbert nafn Taívans er Lýðveldið Kína. Það nafn var notað yfir meginland Kína fyrir byltinguna 1949 er kommúnistar tóku völdin en Taív- an neitaði að lúta stjórn þeirra. Boða umbætur á China Airlines Taípei. AP. Flugritarnir fundnir FUNDIST hefur ís á stórum svæðum á Mars, rétt undir yf- irborðinu. Getur það breytt mjög skoðunum vísindamanna á Rauðu plánetunni og á því hvort þar hafi einhvern tíma verið að finna líf. Snemma í mars síðastliðnum tilkynntu vísindamenn banda- rísku geimvísindastofnunarinn- ar, NASA, að Odyssey-geim- farið hefði fundið frosið vatn á Mars. Var það mest við suður- skautið en talið er, að það sé einnig að finna við norður- skautið. Frá geimfarinu hafa einnig borist myndir af því, sem virðist vera uppþornaðir árfar- vegir og setlög, og þykir það auka líkur á, að líf hafi einhvern tíma þrifist á reikistjörnunni. Ís finnst á Mars Washington. AFP. BRESK kona sem dæmd var í fang- elsi fyrir að hafa ekki séð til þess að dætur hennar mættu í skólann segir í viðtali við BBC að hún hafi átt skilið að vera sett í fangelsi og hún og dætur hennar muni njóta góðs af fangavist hennar. Konan, Patricia Amos, sagði í við- talinu að í fangels- inu hefði hún gert sér grein fyrir því að hún væri for- eldri og bæri ábyrgð. Hún var upp- haflega dæmd í tveggja mánaða fangelsi en er nú laus eftir að hafa áfrýjað úrskurðinum og fengið refs- inguna mildaða í síðustu viku. Bresk stjórnvöld vona að þetta mál hafi orðið öðrum foreldrum, sem leyfi börnum sínum ítrekað að skrópa í skólanum, víti til varnaðar. Amos sagði að sig hefði grunað að dætur sínar skrópuðu, en hún hefði átt við erfiðleika að etja því hún hefði nýlega misst móður sína. Amos við- urkenndi líka að hafa fiktað við heró- ín, en hefði aldrei notað það að dætr- unum viðstöddum og ekki snert það sl. eitt og hálft ár. Sá að sér í fangelsinu Amos
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.