Morgunblaðið - 30.05.2002, Page 27

Morgunblaðið - 30.05.2002, Page 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 27 HRINGSNÚRUR Hringsnúrurnar vinsælu eru komnar aftur. Mikið úrval „Leiðin til að leysa vandann er einkavæðing,“ sagði Yu við þing- heim. Slíkt myndi bæta stjórnun og rekstur félagsins, sem hefur haft á sér það orð að vera eitt óör- uggasta flugfélag í heimi. Stjórn- völd munu leggja fram áætlun um umbætur á fyrirtækinu innan þriggja vikna, sagði Yu ennfremur. Hálfopinber stofnun, Kínverska flugþróunarstofnunin, á 71% hlut í YU SHYI-KUN, forsætisráðherra Taívan, hefur gefið stofnuninni sem stjórnar China Airlines skipun um að selja einkafjárfestum nokk- uð af hlutabréfum stofnunarinnar í félaginu í kjölfar þess að ein þota þess fórst um síðustu helgi – var það fjórða mannskæða slysið hjá félaginu á átta árum. Yu tilkynnti þetta á þinginu eftir að hann var spurður hvað stjórn- völd hygðust gera vegna slyssins, er Boeing 747-200 þota flugfélags- ins brotnaði í fernt 20 mínútum eft- ir flugtak frá Taípei sl. laugardag með þeim afleiðingum að 225 manns fórust. Orsakir slyssins eru enn ókunnar, en í gær greindist merki frá flugritum vélarinnar, er liggja á hafsbotni, og munu kafarar sækja þá þegar veður leyfir. Um níutíu lík hafa náðst á land. flugfélaginu, sem áður var í rík- iseigu. Margir stjórnarmenn stofn- unarinnar eru opinberir embætt- ismenn á eftirlaunum. Umfangsmikil og dýr flug- mannaþjálfun var hafin á vegum China Airlines fyrir átta árum eftir að Airbus A300-600 félagsins fórst með 264 í Japan. Voru einnig fengnir erlendir ráðgjafar til að að- stoða við umbætur. En önnur, samskonar þota fórst 1998 og með henni 202. Er China Airlines eina flugfélagið í heiminum sem hefur með þessum hætti misst tvær A300-600 þotur. Þrír fórust 1999 er MD-11 þotu félagsins hvolfdi í nauðlendingu í illviðri í Hong Kong, og eldur kom upp í þotunni. Áætlun um einkavæðingu félags- ins, sem stjórnvöld lögðu fram í kjölfar slyssins 1998, fór út um þúfur. Áhrifamenn í stjórn félags- ins hafa lagst gegn einkavæðingu og segja að reksturinn hafi batnað verulega vegna umbóta stjórnar þess. Síðan slysið varð á laugar- daginn hafa margir ferðamenn af- pantað far með félaginu. Sumir þingmenn hafa lagt til að nafni félagsins verði breytt, því að orðinu „Kína“ fylgi ógæfa. Flug- félagið heitir China Airlines (Flug- félag Kína) vegna þess að opinbert nafn Taívans er Lýðveldið Kína. Það nafn var notað yfir meginland Kína fyrir byltinguna 1949 er kommúnistar tóku völdin en Taív- an neitaði að lúta stjórn þeirra. Boða umbætur á China Airlines Taípei. AP. Flugritarnir fundnir FUNDIST hefur ís á stórum svæðum á Mars, rétt undir yf- irborðinu. Getur það breytt mjög skoðunum vísindamanna á Rauðu plánetunni og á því hvort þar hafi einhvern tíma verið að finna líf. Snemma í mars síðastliðnum tilkynntu vísindamenn banda- rísku geimvísindastofnunarinn- ar, NASA, að Odyssey-geim- farið hefði fundið frosið vatn á Mars. Var það mest við suður- skautið en talið er, að það sé einnig að finna við norður- skautið. Frá geimfarinu hafa einnig borist myndir af því, sem virðist vera uppþornaðir árfar- vegir og setlög, og þykir það auka líkur á, að líf hafi einhvern tíma þrifist á reikistjörnunni. Ís finnst á Mars Washington. AFP. BRESK kona sem dæmd var í fang- elsi fyrir að hafa ekki séð til þess að dætur hennar mættu í skólann segir í viðtali við BBC að hún hafi átt skilið að vera sett í fangelsi og hún og dætur hennar muni njóta góðs af fangavist hennar. Konan, Patricia Amos, sagði í við- talinu að í fangels- inu hefði hún gert sér grein fyrir því að hún væri for- eldri og bæri ábyrgð. Hún var upp- haflega dæmd í tveggja mánaða fangelsi en er nú laus eftir að hafa áfrýjað úrskurðinum og fengið refs- inguna mildaða í síðustu viku. Bresk stjórnvöld vona að þetta mál hafi orðið öðrum foreldrum, sem leyfi börnum sínum ítrekað að skrópa í skólanum, víti til varnaðar. Amos sagði að sig hefði grunað að dætur sínar skrópuðu, en hún hefði átt við erfiðleika að etja því hún hefði nýlega misst móður sína. Amos við- urkenndi líka að hafa fiktað við heró- ín, en hefði aldrei notað það að dætr- unum viðstöddum og ekki snert það sl. eitt og hálft ár. Sá að sér í fangelsinu Amos

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.