Morgunblaðið - 16.06.2002, Síða 2

Morgunblaðið - 16.06.2002, Síða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ starfsemi deilda hafi verið færð sam- an og séu þær nú á færri stöðum en áður, nýtt skipulag hafi verið tekið upp fyrir geðsviðið, aðhaldi beitt og fækkað stöðum millistjórnenda, einkum á sviði hjúkrunar. Segir Anna þennan fjárhagslega ávinning jafnvel meiri en hún átti von á en ekki sé síður verðmætt að óvissu um framtíðarskipan geðsviðs hafi verið eytt og starfsfólk og stjórnendur geti einbeitt sér að því að halda áfram að veita sjúklingum góða þjónustu. Þá segir hún að eftir margra ára halla á rekstri geðsviðs verði það nú rekið á sléttu á þessu ári. Lagðar voru niður stöður hjúkr- unarframkvæmdastjóra á geðsviði en þær voru 6. Þannig segir Anna að stjórnendum hafi verið fækkað og hlutverk deildarstjóra og yfirlækna skilgreint að nýju. Segir hún þar einkum hafa verið lagða áherslu á faglega og rekstrarlega ábyrgð þeirra. Í fyrra voru setin að með- altali 544 stöðugildi á geðsviði og nefndi Anna sem dæmi um fækkun að í apríl í ár hefðu þau verið 505. SAMEINING deilda á geðsviði Landspítala – háskólasjúkrahúss, skipulagsbreytingar og hagræðing- araðgerðir, sem staðið hafa í nærri tvö ár, leiddu á síðasta ári til um 90 milljóna króna lækkunar á rekstrar- gjöldum geðsviðsins. Í ár er gert ráð fyrir að þessar aðgerðir skili um 50 milljónum króna í lækkuðum út- gjöldum og hefur breytingin því í för með sér um 140 milljóna króna hag- ræðingu á tveimur árum. Eydís Sveinbjarnardóttir, svið- stjóri hjúkrunar á geðsviði, og Hann- es Pétursson, sviðstjóri lækninga á geðsviði, hafa tekið saman greinar- gerð um árangur sameiningarinnar. Hefur hún verið kynnt stjórnar- nefnd LSH. Á fundi stjórnarnefndn- ar í fyrradag voru einnig lagðir fram minnispunktar hjúkrunarforstjóra og sviðstjóra hjúkrunar á geðsviði og komu þessar tölur um fjárhagslegan ávinning sameiningarinnar þar fram. Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri LSH, segir í samtali við Morg- unblaðið að sparnaðurinn sé fyrst og fremst til kominn vegna þess að Hún sagði að legurýmum á geðsviði hefði fækkað en þar hefði sú þróun verið uppi eins og á öðrum sviðum spítalans að innlögnum hefði fækkað en þjónustan aukin á göngu- og dag- deildum. Sagði Anna það skoðun stjórnenda að með þessum breyting- um hefði þjónusta við skjólstæðinga geðsviðsins batnað. Geðsviðið er meðal fyrstu sviða Landspítalans sem lýkur samein- ingu eftir að stóru spítalarnir voru sameinaðir ef frá er talið öldrunar- svið. Sameining á því sviði hófst er Landakot var gert að öldrunarspít- ala. Í framhaldi af þessu segir Anna að árangurinn hafi nú verið skoðaður og í haust verður kannaður árangur af sameiningu deilda í lyflækninga- svið II, sem eru krabbameinsdeildir, sem nú er að ljúka. Sameiningu á barnasviði á að ljúka um áramótin. Endurskipulagning hófst í október 2000 Endurskipulagning geðsviðs hófst í október 2000 þegar tekin var upp sviðaskipting á Landspítala. Mark- mið hennar var samhæfing á starf- seminni, samnýting á sérþekkingu sem var fyrir hendi á nokkrum stöð- um á hinum sameinaða spítala og samþjöppun á starfinu. Þannig segir Anna að almenn göngudeild og göngudeild áfengis hafi verið sam- einaðar við Hringbraut í fyrra, bráðamóttökudeild flutt frá Kleppi að Hringbraut, ein slík lögð niður og hafin sameining bráðamóttökudeilda við Hringbraut. Á þessu ári var end- urhæfing geðsjúkra sameinuð á einn stað, á Kleppi, en þangað var m.a. flutt endurhæfingardeild sem var við Vífilsstaði en á Kleppi eru einnig göngu- og dagdeildir endurhæfing- ar. Einnig hefur farið fram endur- skoðun á starfinu í Arnarholti og Gunnarsholti. Í ár lýkur sameiningu bráðadeilda á Hringbraut og við það lækkar kostnaður vegna bakvakta lækna. Hjúkrunarforstjórinn segir að með auknu samstarfi deilda við barna- og unglingadeildina hafi starf hennar verið eflt og segir hún deild- inni hafa verið hlíft við niðurskurði. Einnig hefur deildin tekið upp sam- starf við Barnaverndarstofu og SÁÁ. Betri nýting og fjárhagslegur ávinningur af sameiningu á geðsviði Landspítala Um 140 milljóna króna hag- ræðing á tveimur árum SJÓMENN á línubátnum Pétri Jakobi SH frá Ólafsvík komust í feitt í Kolluálnum í fyrradag þeg- ar þeir veiddu 29 kg golþorsk, en afli dagsins var samtals um 2,5 tonn. Birgir Stefánsson, rannsóknar- maður hjá útibúi Hafrannsókna- stofnunarinnar í Ólafsvík, segir að um 160 cm langa hrygnu hafi ver- ið að ræða og blóðguð hafi hún vegið 29 kg. Í bók Gunnars Jóns- sonar, Íslenskir fiskar, kemur m.a. fram að í júlí 1940 hafi veiðst 169 cm langur og 40 kg þungur þorsk- ur í Barentshafi og sögur hermi að nærri tveggja m langur og 73 kg þungur þorskur hafi veiðst við Ný- fundnaland 1926. Í apríl 1941 hafi hins vegar veiðst 181 cm langur þorskur á línu í Miðnessjó og það sé lengsti þorskur sem veiðst hafi hér við land. Í júní 1992 hafi veiðst 177 cm þorskur á Íslandsmiðum og ári fyrr 167 cm þorskhængur við Berufjarðarál. Veiddu 29 kg golþorsk Morgunblaðið/Alfons Sæbjörn Vigfússon, starfsmaður fiskmarkaðar Breiðafjarðar, með gol- þorskinn, en Jakob, sem er 9 ára, heldur á venjulegum þorski úr aflanum. ENGAR formlegar kærur hafa borist dómsmálaráðuneytinu vegna aðgerða stjórnvalda um að meina meðlimum Falun Gong að koma til landsins meðan á heimsókn forseta Kína stendur, að sögn Stefáns Eiríkssonar, skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu. Stefán segir að ríflega 100 manns í Evrópu og nokkrum tugum manns í Bandaríkjun- um hafi verið synjað um að fara um borð í flugvélar Flug- leiða í vikunni vegna tengsla þeirra við Falun Gong. Ein- hverjum tugum hafi verið synjað um vegabréfsáritanir hingað og þangað um heiminn í kjölfar þess að send hafi verið út skilaboð til allra sendiráða og ræðisskrifstofa þess efnis að það þyrfti að ráðgast við ís- lensk yfirvöld varðandi áritan- ir. Hins vegar megi áætla að um 150 til 200 meðlimir Falun Gong hafi komið til landsins. Reynt að greiða götu fólks Að sögn Stefáns hefur fólki verið gerð grein fyrir hvers vegna staðið hafi verið að mál- um eins og raun ber vitni. Auk þess hafi verið reynt að greiða götu þeirra ferðalanga sem fyrir misskilning hafi lent á umræddum listum og ferða- áætlanir þeirra þess vegna raskast. Stefán segir að starfsmenn erlendra sendiráða hafi leitað eftir upplýsingum um málið og þegar þeim hafi verið gerð grein fyrir sjónarmiðum og af- stöðu íslenskra stjórnvalda hafi þeir sýnt þeim skilning. Spurður um kröfu Ragnars Aðalsteinssonar, lögmanns iðk- enda Falun Gong, varðandi að- gang að skjölum vegna máls- ins, segir Stefán að þeirri kröfu hafi verið hafnað. Aðgerðir stjórn- valda gagnvart Falun Gong Engar formleg- ar kærur borist TEKIST hefur að fækka endurtekn- um krabbameinum í endaþarmi á síðustu árum með því að beita nýrri aðferð við skurðaðgerðir við þeim og geislameðferð jafnframt. Staðbund- in afturkoma slíkra krabbameina var á árunum 1987 til 1997 23% með- al 134 sjúklinga en enginn 33 sjúk- linga sem gengust undir slíka að- gerð árin 1997 til 2000 hefur enn fengið sjúkdóminn aftur. Þetta kemur fram í rannsókn Tryggva Stefánssonar, sérfræðings á skurðlækningadeild Landspítala í Fossvogi, og fleiri starfsbræðra hans. Könnuðu þeir afdrif sjúklinga sem greindust með kirtilfrumu- krabbamein í endaþarmi árin 1987 til 1997 á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík. Tilgangurinn var að finna tíðni staðbundinnar endur- komu krabbameins í endaþarmi. Hún getur verið allt frá 5% og upp í 65% eftir rannsóknum erlendis að sögn Tryggva. Um helmingur þeirra sem fá endurkomu krabbameinsins fá hana á fyrsta ári eftir aðgerð og um 90% á fyrstu þremur árunum. Skurðaðgerð er aðalmeðferðin við læknanlegu krabbameini í enda- þarmi. Segir Tryggvi bestan árang- ur fást ef skurðlæknar sérhæfa sig í þessum aðgerðum. Af 180 sjúkling- um sem greindust árin 1987 til 1997 voru 134 með skurðtæk eða læknan- leg æxli og fengu 23% þeirra krabbamein að nýju. Segir Tryggvi það vera sambærilegt við tíðni ann- ars staðar þar sem aðgerðirnar eru ekki gerðar af skurðlæknum sem eru sérhæfðir í aðgerðum á ristli og endaþarmi. Tryggvi segir að breski skurð- læknirinn Robert Heald hafi árið 1986 kynnt nýja aðferð við skurð- aðgerð við krabbameini í endaþarmi. Felst hún í algjöru brottnámi enda- þarmshengjunnar, sem er eins kon- ar fitupúði aftan við endaþarminn. Utan um endaþarmshengjuna er himna sem skilur hana frá spjald- hrygg og rófubeini. Þessa himnu þarf að fjarlægja óskemmda með endaþarmshengjunni. Segir Tryggvi það mikilvægt til að koma í veg fyrir að krabbameinsfrumur sem þar kunni að vera sái sér út í umhverfið. Þessa aðferð tók Tryggvi upp hér- lendis árið 1995 eftir sérnám sitt þar sem hann kynntist aðferð Healds. Þeir þrír íslensku sérfræðingar sem hér starfa beita þessari aðferð. Auk þessarar aðferðar segir Tryggvi hafa komið í ljós að geisla- meðferð fyrir aðgerð og lyfjameð- ferð hjá hluta sjúklinganna eftir að- gerð lækki einnig tíðni endurkomu. Hann segir engan þeirra 33 sjúk- linga sem gengust undir þessa að- gerð á Landspítala í Fossvogi árin 1997 til 2000 hafa fengið staðbundna endurkomu á krabbameininu. Tíðni endurtekins krabbameins í endaþarmi fer lækkandi Endurteknum meinum fækkað með nýrri aðferð ÞAÐ dugði ekkert minna en stór- eflis krani til að þvo gluggana á þessu stórhýsi við Skúlagötuna í Reykjavík í gær og eins gott að gluggaþvottamaðurinn þjáist ekki af lofthræðslu. Þegar veðrið er jafnyndislegt og verið hefur að undanförnu er eflaust skemmtilegt að geta notið hins fagra útsýnis yfir Esjuna úr húsunum gegnum speg- ilgljáandi glerið. Morgunblaðið/Jim Smart Glugga- þvottur við sundin blá LÖGREGLAN á Blönduósi stöðvaði í fyrradag 70 ökumenn fyrir of hrað- an akstur í Húnavatnssýslum. Sá sem hraðast fór mældist á 140 km hraða. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Blönduósi er þetta með mesta fjölda ökumanna sem stöðvað- ur hefur verið á einum degi vegna hraðaksturs. Mikil umferð var um Húnavatns- sýslur í gær og fyrradag og sömu sögu sagði lögreglan í Borgarnesi. Þar var þó umferðarhraðinn skapleg- ur. Í umræmi lögreglunnar á Selfossi höfðu nokkrir ökumenn verið mældir á of miklum hraða. Þá voru tveir teknir vegna meints ölvunarksturs í Hafnarfirði í fyrrinótt. 70 stöðvaðir vegna hrað- akstur í Húnaþingi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.