Morgunblaðið - 16.06.2002, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 11
„MÉR líkar þessi vinna mjög vel,“
segir Pétur Bjarnason, sem starfar
með flugnámi í Flugskóla Íslands
við umönnun aldraðra á Sólvangi.
„Ég var atvinnulaus að bíða eftir
að komast í skóla þegar þessi
vinna bauðst. Ég ákvað að taka
henni og mér hefur líkað vel frá
upphafi.“
Pétur vinnur á hjúkrunardeild,
þar sem 90% vistmanna þurfa að-
hlynningu allan sólarhringinn.
Þetta er vaktavinna og segist Pét-
ur ekki vera ánægður með launin
miðað við hvað vinnan er erfið.
Aðstaða til fyrirmyndar
Aðstaða starfsmanna á Sólvangi
er að hans mati til fyrirmyndar.
Boðið er upp á morgun- og hádeg-
ismat í skemmtilegum matsal.
Hann bendir hins vegar á að af-
drep vanti fyrir þá starfsmenn sem
ekki fari í matsalinn þegar þeir
taki sér hvíld frá störfum inni á
deildum. „Annars er andinn meðal
starfsmanna mjög góður og það er
vel hugsað um okkur,“ sagði hann.
Hann nefnir sem dæmi að allir
starfsmenn fá samskonar jólagjafir
hvort sem um er að ræða yfirmenn
eða almenna starfsmenn.
„Á minni deild greiða þeir, sem
vilja, í sérstakan sjóð, sem tekið er
úr þegar greitt er fyrir ýmsar
uppákomur meðal starfsmanna,
svo sem leikhúsferðir eða þegar
haldnar eru skemmtanir. Þannig
er reynt að halda hópnum saman
og hressa upp á starfsandann. Það
þekkjast því allir mjög vel,“ sagði
hann.
Sjö tungumál
Pétur segir að á þeim stutta
tíma sem hann hafi unnið á Sól-
vangi hafi erlendu starfsfólki fjölg-
að jafnt og þétt. „Það er eins og
Íslendingar fáist ekki til starfa við
umönnun,“ sagði hann. „Á minni
deild eru t.d. töluð sjö tungumál.
Gamla fólkið spyr stundum hvaða
tungumál eigi að tala í dag. Ég
verð að viðurkenna að þetta er erf-
itt upp að vissu marki en erlendu
starfsmennirnir eru fljótir að læra
íslensku, sem betur fer.“
Pétur segir að mikil bót sé að
nýju hjálpartækjunum, sem auð-
veldi mjög starfið. „Það er til veru-
legra bóta hvað hjálpartækjum
hefur fjölgað, t.d. lyfturum, sem
hjálpa þeim að standa uppréttum,
sem ekki geta staðið í fæturna og
eins þegar þarf að færa gamla
fólkið úr rúmi yfir í stól,“ sagði
hann. „Ellin er mörgum erfið og ég
hef oft samúð með öldruðum. Til
dæmis þegar tveir eða þrír, sem
ekkert þekkjast, eru settir saman í
herbergi. Það er öllum erfitt og þá
sérstaklega í byrjun. Það eiga ekki
allir saman og þegar þriðji mað-
urinn er settur í herbergið þá eru
þeir sem fyrir eru ekki alltaf reiðu-
búnir að kynnast nýja manninum.“
Morgunblaðið/Ásdís
Pétur Bjarnason aðstoðar Friðrik Guðmundsson á Sólvangi við lesturinn.
Samúð með
öldruðum
„AÐ vinna með
öldruðum er
mjög gefandi,“
segir Ída Atla-
dóttir, hjúkrun-
arfræðingur og
deildarstjóri á
deild L-4 á
Landakoti, en
þar er veitt sér-
hæfð þjónusta
fyrir fólk með
minnissjúkdóma.
„Fylgifiskar
minnissjúkdóma
eru ýmis geðræn
einkenni og hegð-
unartruflanir.
Má þar nefna
áhugaleysi,
svefntruflanir,
kvíða, eirðarleysi, þunglyndi,
ranghugmyndir og ofskynjanir.
Ýmis úrræði má bjóða uppá til að
draga úr slíkum einkennum.
Þjónustan er því einstaklings-
bundin og sérhæfð fyrir hvern og
einn.“
Ída segir að samvinna við að-
standendur sé mjög mikilvæg for-
senda fyrir árangri og er lögð
áhersla á góð tengsl við þá. Að
þjónustunni koma ýmsir starfs-
hópar, hjúkrunarfræðingar,
sjúkraliðar, ófaglærðir starfs-
menn, læknar, sjúkra- og iðju-
þjálfar, félagsráðgjafar, prestar
og tannlæknar, svo fátt eitt sé tal-
ið.
Ánægjulegt og gefandi
„Ég lít ekki á neitt sem vanda-
mál í samskiptum við sjúklinga og
aðstandendur,“ segir hún. „Þetta
eru frekar misjafnlega krefjandi
og orkufrek viðfangsefni. Starf í
þágu aldraðra er fyrst og fremst
ánægjulegt og gefandi.“
Ída segist lengst af hafa gegnt
stjórnunarstöðu í hjúkrun og
kunna því vel. „Það felur í sér að
sjá til þess að sjúklingurinn fái þá
þjónustu, sem hann þarf og læt ég
einskis ófreistað til að svo megi
verða.“ Miðað við stjórnunar- og
rekstrarábyrgð sem fylgir starfi
deildarstjóra mættu launakjörin
vera betri að mati Ídu, en þau
mætti bæta með aukinni menntun
og meiri ábyrgð.
„Starfsaðstaðan á Landakoti er
góð en það er þörf fyrir fleiri fag-
menntaða starfsmenn til að bæta
þjónustuna,“ segir hún.
Spennandi verkefni
Ída hefur unnið við öldrunar-
þjónustu í 14 ár og segir nauðsyn-
legt að skoða rekstur öldrunar-
deilda spítalans í samhengi við
alla þá þjónustu sem aldraðir
þurfa á að halda í þjóðfélaginu. Í
ljósi þess sé spennandi að taka
þátt í fjölbreytilegum verkefnum
á vegum spítalans. „Starfið á öldr-
unardeild reynir á flesta þá þætti
í hjúkrun, sem hentar mér vel,“
sagði hún. „Þar á ég við mannleg
samskipti í víðum skilningi með
áherslu á gleði, samstarf, lagni,
lempni, ákveðni, samviskusemi og
einlægni. Upplýsingatæknin mun
stuðla að betri þjónustu fyrir
aldraða, möguleika á að veita
meiri þjónustu fyrir minna fé og
skapa aukin atvinnutækifæri fyr-
ir ungt fólk.
Það er mikil gróska í mennt-
unarmálum heilbrigðisstétta, þar
sem öldrun og félagslegir þættir
tengdir öldrun hafa fengið aukið
vægi. Ég er því bjartsýn á framtíð
aldraðra á Íslandi meðan við höld-
um vöku okkar og sýnum þeim í
verki þann sóma sem þeim ber.“
Sýnum þeim
sóma í verki
Morgunblaðið/Þorkell
Ída Atladóttir hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á
deild L-4 á Landakoti.
GUNNHILDUR Gróa Jónsdóttir
starfar við umönnunarstörf á Skóg-
arbæ, hjúkrunarheimili fyrir aldr-
aða í Breiðholti. Gunnhildur starf-
aði á leikskóla í átján ár áður en
hún ákvað að breyta til og taka
nokkrar vaktir á öldrunardeild
Borgarspítalans. „Nú eru sautján
ár síðan ég tók fyrstu vaktirnar svo
það má með sanni segja að ég hafi
verið að vasast með fólk alla mína
starfsævi,“ sagði Gunnhildur Gróa.
Hún sagðist hafa fengið góða
starfs- og verkþjálfun þegar hún
hóf störf á deildinni enda væri
þjálfun afar nauðsynleg þegar
sinna á mikið veikum eða jafnvel
deyjandi sjúklingum.
Erfitt en gefandi
Deildin sem Gunnhildur Gróa
vinnur á er ætluð andlega og lík-
amlega fötluðum einstaklingum.
„Starfið er því erfitt en geysilega
gefandi,“ sagði hún. „Ég fór í nám
á vegum starfsmannafélagsins
Sóknar, nú Eflingar, sem ófaglærð-
um félagsmönnum var boðið upp á
og seinna þegar þessu formi var
breytt og Námsflokkarnir tóku við
hef ég verið þar á skipulögðum
námskeiðum í grunn- og fram-
haldsnámi í öldrunar- og uppeld-
isfræðum en fræðslusjóður Efl-
ingar greiðir niður allt að 90% af
námskostnaði félagsmanna. Ég er
svo gráðug í fróðleik að ég tek
þetta allt. Fræðslumappan mín er
því orðin ansi þykk því möguleik-
arnir á símenntun eru miklir.“
Miklar framfarir
Gunnhildur Gróa sagði að miklar
framfarir hafi átt sér stað í aðbún-
aði hjúkrunarheimilanna á und-
anförnum árum. Hjálpartækjum
hafi fjölgað til hagsbóta fyrir
starfsfólk og vistmenn og benti hún
á að fyrir áratug hafi þau ekki þótt
jafn sjálfsögð og nú. „Maður varð
að lyfta þeim sem voru ósjálfbjarga
úr rúminu yfir í hjólastóla, sem er
mjög erfitt en nú eru komin hjálp-
artæki, lyftarar, sem auðvelda
störfin en þó að hjálpartækjum
fjölgi þá fylgir þessu starfi mikið
líkamlegt erfiði,“ sagði hún. Starfs-
menn eiga kost á að sækja nám-
skeið í líkamsbeitingu hjá sjúkra-
þjálfurum á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi, sem hún segist
hafa nýtt sér.
Einbýli sjálfsögð mannréttindi
„Viðhorf til aldraðra hefur breyst
verulega til batnaðar á undan-
förnum árum að mínu mati,“ sagði
hún. „Það þykja sjálfsögð mann-
réttindi í dag að aldraðir búi einir í
herbergi á nýju hjúkrunarheim-
ilunum. Þessi fjölbreytti hópur
aldraðs fólks er með misjafnar
þarfir, væntingar og kröfur. Mín
reynsla er sú að með góðri sam-
vinnu starfsfólks er unnt að auka
lífsgæði þessa fólks. Það er ekki lít-
ið átak fyrir aldraðan einstakling
að yfirgefa heimili sitt, flytja á nýj-
an stað og aðlagast því að búa í
sambýli með bláókunnugu fólki.
Það þarf ekki að hafa mörg orð um
hversu mikilvægt það er að starfs-
fólkið sé samhent og traust til að
auðvelda þessum einstaklingum að
aðlagast nýju umhverfi. Í lang-
flestum tilfellum mætum við þakk-
læti, ekki síst frá aðstandendum.“
Maður verður að lifa lífinu
„Hjá mér hefur hver dagur verið
lífsreynsla, hvort sem ég hef unnið
með börnum eða öldruðum,“ sagði
hún. „Börnin eru til í allt, þyrst í
fróðleik og ævintýri og mjög gef-
andi að hjálpa og styrkja þetta litla
fólk. Gamla fólkið hefur byggt upp
sinn dýrmæta reynsluheim, leik-
urinn hefur harðnað og misauðvelt
er að mæta óskum þeirra og vænt-
ingum.
En það eru margar perlur sem
ég geymi í minningunni eftir sam-
ræður við þessa vini mína. Ég man
eftir tveimur hressum vinkonum á
elliheimili, þar sem ég vann. Önnur
var 91 árs en hin var 82 ára. Þær
hittust oft á kvöldin inni hjá ann-
arri og fengu sér fótabað í sitt
hvoru vaskafatinu og borðuðu
ávexti. Eina kvöldstund sat ég með
þeim og önnur var að segja frá
Ameríkuferðinni sinni. Hún var
mállaus á enska tungu, heyrði mjög
illa en var sú hressasta gamla kona
sem ég hef kynnst. Dóttir hennar
bjó í Kaliforníu og ákvað hún að
heimsækja hana og skoða landið í
leiðinni. Hún flaug til Orlando og
tók sér rútu þaðan og var í tvær
vikur á flakki. Þegar hún náði á
leiðarenda lét hún dótturina fyrst
vita að hún væri komin. „Já, maður
verður að lifa lífinu,“ sagði sú
gamla með glampa í augunum. Hin
kinkaði kolli og sagði svo eftir smá
stund, „Ég var að læra að dansa í
dag hjá honum Sigvalda. Það vant-
aði karla í hópinn svo ég dansaði
bara við kústskaft.“ Svo dilluðu
þær af hlátri og hver segir að ellin
sé ekki skemmtileg.“
Hver dagur er ný lífsreynsla
Morgunblaðið/Kristinn
Gunnhildur Gróa Jónsdóttir ræðir við Hróðnýju Einarsdóttur á Skógarbæ.
Á VEFTORGINU,
www.ellismellur.is er að finna
upplýsingar um umönnunar-
störf í öldrunarþjónustu,
starfandi hjúkrunarheimili og
þá menntunarmöguleika sem í
boði eru innan heilbrigðis-
þjónustunnar. Þar er einnig að
finna dæmi um kaup og kjör
og umsóknareyðublöð fyrir
umönnunarstörf.
Sem dæmi má nefna laun 21
árs einstaklings, sem starfar
við umönnun aldraðra á hjúkr-
unarheimili. Hann fær kr.
99.521 í grunnlaun og kr.
20.059 í vaktaálag. Með
nokkrum aukavöktum fær
hann kr. 180.879 í mánaðar-
laun. Atvinnurekandi hans
greiðir síðan að auki kr.
23.540 í launatengd gjöld.
Tvítugur einstaklingur í
40% vinnu á kvöldin og um
helgar með námi hefur kr.
120.865 í laun með vaktaálagi
og smáaukavinnu. Atvinnu-
rekandi hans greiðir að auki
kr. 15.730 í launatengd gjöld.
47 ára gamall hjúkr-
unarfræðingur í 80% starfi
fær kr. 176.741 í grunnlaun,
kr 28.323 í vaktaálag og kr.
24.605 fyrir yfirvinnutíma og
kaffitíma eða alls kr. 229.669 í
mánaðarlaun. Atvinnurekandi
hans greiðir að auki kr. 45.271
í launatengd gjöld.
Þrítugur sjúkraliði í fullu
starfi hefur kr. 147.144 í mán-
aðarlaun, vaktaálagið er kr.
7.963 og yfirvinna/kaffitími er
kr. 15.541 eða samtals kr.
170.648 á mánuði. Atvinnurek-
andi hans greiðir að auki kr.
45.271 í launatengd gjöld.
Rétt rúmlega fimmtugur
einstaklingur í fullu starfi við
umönnun í vaktavinnu, sem
tekur auk þess margar auka-
vaktir og hefur lokið við öll
námskeið á vegum Eflingar
fær kr. 210.000 á mánuði.
Einstaklingur í heimaþjón-
ustu, sem er í 100% vinnu, með
lengstan starfsaldur eða 45
ára og eldri og hefur lokið við
öll námskeið, fær greidda
kaffitíma í yfirvinnu og nær
kr. 125.000 í mánaðarlaun.
Dæmi
um kaup
og kjör