Morgunblaðið - 16.06.2002, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
AÐEINS eru til tíumyndir frá Íslandi semeru eldri myndunum úrför Shaffners. Þærelstu eru aðeins fjórtán
árum eldri, frá 1846, og því ljóst að
þeir tugir mynda sem teknir voru í
leiðangrinum auka ljósmyndaarf
þjóðarinnar á þessum upphafsárum
miðilsins til muna.
Myndirnar uppgötvaði Inga Lára
Baldvinsdóttir, deildarstjóri
myndadeildar Þjóðminjasafns Ís-
lands, í heimsókn til Konunglega
landfræðifélagsins, Royal Geo-
graphical Society, í Lundúnum fyr-
ir tveimur árum. Afrakstur þeirrar
uppgötvunar er rauði þráðurinn í
sýningunni Ljósmyndir úr Fox-leið-
angrinum 1860 sem opnuð verður í
Þjóðmenningarhúsinu í kvöld. En á
sýningunni hefur verið leitast við
að setja myndirnar í víðara sögu-
legt samhengi og því geymir sýn-
ingin einnig búninga frá þessu
tímabili, sem og sögur af leiðangr-
inum og leiðangursmönnunum
sjálfum, auk þess sem stiklað er á
sögu símans með aðstoð muna sem
fengnir voru að láni frá Fjarskipta-
safni Símans.
„Ég var í heimsókn hjá land-
fræðifélaginu í öðrum erindagjör-
um þegar mér voru sýndar mynd-
irnar og ég spurð hvort ég
kannaðist eitthvað við þær. Þar
vissu menn eingöngu að þær væru
frá norðlægum slóðum, en ég vissi
strax um hvaða myndir var að
ræða þar sem eftirprentanir af níu
myndum úr leiðangrinum eru í eigu
Konunglegu bókhlöðunnar í Kaup-
mannahöfn,“ segir Inga Lára. Í
kjölfar þessara upplýsinga kom í
ljós að dagbókardrög ljósmyndar-
ans, Breta að nafni John E. Tenny-
son Wood, voru einnig í eigu félags-
ins en höfðu orðið viðskila við
myndirnar. Lítið er hins vegar vit-
að um Wood, utan þess að hann var
steinafræðingur sem ráðinn var í
leiðangur Shaffners sem ritari hans
og ljósmyndari.
Sérfræðingur í símamálum
Taliaferro Preston Shaffner var
bandarískur ofursti, rithöfundur og
sérfræðingur í símamálum. Hann
gaf m.a. út leiðbeiningarit um síma-
mál í Ameríku og var ritstjóri tíma-
rits um símamál í álfunni. Er farið
var að ræða möguleikana á að
leggja sæsímastreng milli Evrópu
og Bandaríkjanna kom hann með
þá hugmynd að strengurinn yrði
lagður yfir Færeyjar, Ísland og
Grænland. Vegna tæknilegra örð-
ugleika var ekki hægt að hafa
strenginn mjög langan og því var
nauðsynlegt að brjóta upp leiðina á
milli meginlands Evrópu og Banda-
ríkjanna. Tveir aðrir kostir, utan
Íslands, voru einnig í boði – að
strengurinn yrði lagður um Írland
og Nýfundnaland, og varð sú hug-
mynd endanlega ofan á, eða að
hann lægi miklu sunnar í álfunni og
færi yfir Grænhöfðaeyjar á leið til
Brasilíu.
Shaffner var hins vegar sann-
færður um Íslandsleiðina, enda
styst milli Bandaríkjanna og Evr-
ópu um þetta svæði. Hann fékk því
konunglegt leyfi strax árið 1854 til
að leggja yfir lönd Danakonungs þó
ekkert hafi orðið af leiðangrinum
árin á eftir. Á þeim tíma reyndu
aðrir aðilar hins vegar að leggja
sæsímastreng milli Írlands og Ný-
fundnalands. Sá strengur hélt þó
aðeins stutta stund áður en hann
rifnaði í sundur. „Eftir þær hrak-
farir er eins og Shaffner eflist allur
og ákveði að halda hugmynd sinni
til streitu. Hann heldur til Græn-
lands árið 1859 og það er mjög gott
ár, hérumbil enginn hafís. Hann ýt-
ir því til hliðar öllum efaröddum
um að erfitt verði að leggja við
Grænland,“ segir Inga Lára. Hug-
myndir Shaffners gerðu meira að
segja ráð fyrir að strengurinn yrði
lagður yfir Grænlandsjökul, sem
síðar kom svo í veg fyrir fram-
kvæmdina, auk þess sem stríð milli
Dana og Þjóðverja og suður- og
norðurríkja Bandaríkjanna á árun-
um á eftir settu einnig strik í reikn-
ingin.
„Shaffner varð enn sannfærðari
um ágæti hugmyndar sinnar í kjöl-
far frumrannsóknanna á Grænlandi
og leggur breska stjórnin honum
því til tvö skip sem halda árið eftir
í leiðangurinn um Færeyjar, Ísland
og Grænland. Annað skipanna heit-
ir Bulldog og er fyrst og fremst í
sjávardýptarmælingum, á meðan að
skipverjar um borð í Fox sjá um að
kanna landtökuna fyrir strenginn
og landlögnina.“
Leiðangurinn kynntur í Þjóðólfi
Alls fara 38 menn í leiðangurinn
með Fox, og halda nokkrir þeirra,
auk Wood, dagbók. Má þar nefna
bæði skipstjórann og kanadíska
landkönnuðinn John Rae, sem er
líklega þekktastur þátttakenda. En
mikilvægi Rae sem landkönnuðar
hefur verið endurskoðað hin síðari
ár líkt og vinsældir nýútgefinnar
ævisögu hans eru til vitnis um.
Tveir fulltrúar Danakonungs
voru einnig með í för. Maður að
nafni Zeilau sem kom úr danska
hernum og Arnljótur Ólafsson al-
Elsta þekkta ljósmyndin frá Hafnarfirði. Verslunarhúsin í Akurgerði. Enn stendur Sívertsenhús, íbúð-
arhúsið sem næst er á myndinni. Auk Hafnarfjarðar myndaði Wood einnig Reykjavík og nágrenni hér
fyrir sunnan og Djúpavog, þar sem Fox kom að landi, fyrir austan.
Ljósmynd/ © Royal Geographical Society
Fólk við apótekið við Austurvöll í Reykjavík. Á myndinni eru Niels A. S. Randrup apótekari og kona
hans Frederikke. Með þeim eru líklega dætur Frederikke og fyrri manns hennar, Johans G. Möller
apótekara.
Fyrstu tísku-
myndir
landsmanna
Árið 1860 lagði Bandaríkjamaðurinn Taliaferro Preston
Shaffner í rannsóknarleiðangur til að kanna hvort leggja
mætti sæsímastreng milli Bandaríkjanna og Evrópu yfir
Færeyjar, Ísland og Grænland. Ekkert varð af lögninni en
myndirnar úr leiðangri Shaffners má sjá á sýningu á veg-
um Þjóðminjasafns Íslands í Þjóðmenningarhúsinu.
Neðsti hluti Laugavegs. Timburhúsið er elsta uppistandandi hús við Laugaveg - Laugavegur 1 sem byggt var 1848. Hér
sést Hollenska myllan frá nýju sjónarhorni, en myndin er tekin af túnunum ofan við Arnarhól. Allar myndir Woods eru
stereóskópmyndir, sem felur í sér að tvær myndir eru teknar frá sama sjónarhorni með þumlungs millibili til þess að
hægt sé að ná fram þrívídd við að skoðun myndanna. Hægt var að skoða myndirnar með sérstökum hætti til að ná fram
þessum þívíddaráhrifum, en seinna var fundinn upp sérstakur kíkir til að skoða slíkar myndir í og urðu þær þá þrívíðar.
Börn við grindverk, líklega á prestsbústaðnum í Qaqortoq/Julianehåb í Græn-
landi. Shaffner heimsótti Grænland ári áður en hann lagði í Fox-leiðangurinn.
Veður var þá mjög gott og sannfærðist hann um á́gæti ráðagerðar sinnar.
Hugmyndin að leið-
angri Shaffners var
kynnt í Þjóðólfi fyrir
komu skipsins og
voru landsmenn þar
beðnir um að taka
vel á móti ofurst-
anum við komuna til
landsins.