Morgunblaðið - 16.06.2002, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 16.06.2002, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐMINJAVARSLAN var töluvertgagnrýnd í viðtali sem Morgunblað-ið átti við dr. Margréti HermannsAuðardóttur fornleifafræðing ogbirtist sl. sunnudag. M.a. að Þjóð- minjasafnið hefði ekki leiðbeint framkvæmda- aðilum um hvernig forðast mætti röskun forn- leifa og að skil á niðurstöðum úr forn- leifarannsóknum sem safnið hafi komið að hafi verið slæleg síðustu árin. Eins að Þjóðminja- safn og þjóðminjavörður hafi átt þátt í að Mar- gréti hafi ekki verið veitt leyfi til að halda áfram fornleifarannsóknum að Gásum. Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, segir að af hálfu Þjóðminjasafns hafi ekki verið brotið á dr. Margréti Hermanns Auðardóttur. „Þjóðminjasafnið hefur lagt sig fram við að eiga samstarf við hana í gegnum tíðina. Til dæmis sat hún í stöðu Kristjáns Eldjárns í þrjú ár og var þann tíma sem hún kaus með vinnu- aðstöðu á Þjóðminjasafni. Eins hefur hún verið í rannsóknaverkefnum í tengslum við Þjóð- minjasafn.“ En hvað um þá gagnrýni að fornleifaverndin hafi verið hornreka hér á landi? Margrét segir að vissulega megi ýmislegt að vörslu fornminja finna í gegnum tíðina. Með lagabreytingu árið 1989 hafi minjavarslan tek- ið stakkaskiptum. Enn hafi orðið bót með lög- um um mat á umhverfisáhrifum árið 1995. Síð- an hafi allar stærri framkvæmdir verið undir eftirliti þjóðminjavörslunnar. „Það er misskilningur að fornleifar hafi ekki verið friðlýstar síðustu áratugi. Samkvæmt þjóðminjalögum frá 1989 eru allar fornleifar 100 ára og eldri friðaðar,“ segir Margrét. „Í fyrra var gert sérstakt átak í að fara yfir frið- lýstar minjar og fór Þjóðminjasafnið yfir þriðj- ung þeirra og kannaði ástand. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á menningar- minjadegi Evrópu þann 21. september sl. Átakið var unnið með tilstyrk Landsvirkjunar. Þessir staðir voru allir merktir og sett upp vegleg fræðsluskilti á völdum stöðum. Jafn- framt var gert átak í friðlýsingu kirkjugripa í kirkjum landsins. “ Mikil áhersla á fornleifavernd Margrét segir að Þjóðminjasafn hafi lagt mjög mikla áherslu á fornleifaverndina und- anfarin ár og sérstaklega frá árinu 1995. Forn- leifadeild safnsins hafi haft það sem aðalverk- efni síðan þá að leiðbeina framkvæmdaaðilum og gert það samhliða rannsóknum og öðrum verkum. „Þjóðminjasafn er opinber stofnun sem sinnir mjög fjölþættu lögbundnu hlut- verki. Þar má nefna rannsóknir, framkvæmda- eftirlit, leiðbeiningar til framkvæmdaaðila og umsagnir um mat á umhverfisáhrifum. Þar á meðal er fornleifavernd sem safnið sinnti þar til Fornleifavernd ríkisins kom til sögunnar nýlega.“ Varðandi staðlaða skráningu fornminja seg- ir Margrét að árin 1995-96 hafi Þjóðminjasafn- ið unnið að gerð skráningarstaðals. Langflestir fornleifafræðingar hér á landi hafi síðan skráð eftir þeim staðli. „Í liðinni viku kynntum við alhliða menning- arsögulegan gagnagrunn þjóðminjavörslunn- ar, Sarp, sem þróaður hefur verið á vegum Þjóðminjasafns í samvinnu við hugbúnaðarfyr- irtækið Hugvit og með tilstyrk Rannís. Þetta verkfæri er þegar mikið notað í fornleifaskrán- ingu og þjóðminjavörslu almennt. Gagna- grunnurinn er einstakur, sé litið til nágranna- landanna. Það er hvergi til svona alhliða gagnasafn með jafn víðtækar upplýsingar á sviði þjóðminjavörslu. Í Sarpi eru m.a. skráðar fornleifar, forngripir, munir, myndir, hús, list- gripir, þjóðhættir, kirkjur, örnefni og fleira. Það eiga margir aðild að gagnagrunninum auk Þjóðminjasafns, meðal annars Húsafriðunar- nefnd, Landmælingar, Fornleifavernd og Ör- nefnastofnun. Með tengingu þessara gagna fæst góð yfirsýn yfir þjóðminjar á Íslandi.“ Þann 21. júní nk. verður stofnað rekstrarfélag notenda Sarps. Undanfarin misseri hafa ýmsir skráð um 450 þúsund færslur í gagnagrunninn. Margrét segir að síðustu áratugi hafi mikið verið unnið í þjóðminjavörslu og verndun forn- leifa. „Við erum ekki búin að ná nágrannalönd- um okkar en það er unnið markvisst að því með uppbyggingu og stefnumótun.“ Margrét segir að fagmennska hafi verið aukin hér á landi, lagaumhverfi bætt, aðstaða Þjóðminjasafnsins bætt og svo mætti lengi telja. Menntuðum að- ilum á sviði þjóðminjavörslu fjölgi einnig og reynslan aukist. Skil á rannsóknarniðurstöðum Dr. Margrét Hermanns Auðardóttir gagn- rýndi að hægt gengi að skila heildarniðurstöð- Þjóðminjavarslan mun vaxa Morgunblaðið/Arnaldur Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður segir í samtali við Guðna Einarsson að þjóðminja- varsla hafi gengið í gegnum mikla endurnýjun undanfarin ár. Hún segir að af hálfu Þjóðminjasafns hafi ekki verið brotið á dr. Margréti Hermanns Auðardóttur. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminja- vörður lauk fil. kand.-prófi í fornleifafræði frá Stokkhólmsháskóla 1987. Hún stundaði framhaldsnám í fornleifafræði við Stokk- hólmsháskóla 1987–89. Cand. mag. í sagn- fræði frá Háskóla Íslands 1993. Margrét var aðstoðarkennari í forn- leifafræði við Stokkhólmsháskóla 1987. Safnvörður á Árbæjarsafni 1987–89 og stjórnaði m.a. fornleifarannsóknum við Að- alstræti 8 og í Viðey. Borgarminjavörður frá 1. nóvember 1989. Í fornleifanefnd ríkisins frá 1990 og formaður frá 1999. Stundakenn- ari í fornleifafræði og minjavörslu við Há- skóla Íslands; 1993, 1995, 1998 og 2000. Þjóð- minjavörður frá 12. apríl 2000. FORNLEIFAVERND ríkisins varstofnuð samkvæmt þjóðminjalögum,sem sett voru í fyrra, og tók til starfa íoktóber á liðnu hausti. Samkvæmtlögunum fjallar Fornleifavernd ríkis- ins um og veitir leyfi til allra staðbundinna og tímabundinna fornleifarannsókna. Hún er söfn- um og öðrum hlutaðeigandi aðilum til ráðgjafar um varðveislu og kynningu menningarsögu- legra minja er heyra undir starfssvið hennar. Þá hefur hún eftirlit með öllum fornleifarannsókn- um og veitir ráðgjöf um skráningu, rannsóknir og varðveislu fornleifa, þeirra á meðal minning- armarka í kirkjugörðum. Dr. Kristín Huld Sigurðardóttir var ráðin for- stöðumaður Fornleifaverndar. Höfuðstöðvar Fornleifaverndar eru í Garðabæ, með þremur fastráðnum starfsmönnum, en fjórir minjaverð- ir starfa í Stykkishólmi, Glaumbæ í Skagafirði, Akureyri og á Egilsstöðum. Erfitt að bjóða út vísindarannsóknir Í þjóðminjalögum segir að Fornleifavernd ríkisins skuli „leitast við að bjóða út þær forn- leifarannsóknir sem hún telur nauðsynlegar á hverjum tíma“. Eru fornleifarannsóknir boðnar út? „Eins og við túlkum lögin teljum við að á þessu stigi málsins höfum við enga getu til að bjóða út fornleifarannsóknir,“ segir Kristín Huld. „Þeir sem stunda rannsóknir í sumar sóttu allir um styrki áður eða um það leyti sem Fornleifavernd ríkisins var að verða til. Nú ríkir millibilsástand. Ég tel ekki að ég geti tekið fram fyrir hendurnar á fólki sem vill stunda rann- sóknir eða sagt því hvað á að rannsaka. En ef einhver framkvæmdaaðili biður okkur að ann- ast útboð fyrir sig tel ég það falla undir hlutverk stofnunarinnar.“ Kristín telur að sé þess krafist að bjóða út fornleifarannsóknir, vegna þess að þær séu styrktar af ríkinu, þurfi hið sama að gilda um rannsóknir á öðrum sviðum vísinda. Hún segist ekki sjá fyrir sér að t.d. Rannís fari að bjóða út allar sínar rannsóknir, í læknisfræði, líffræði eða guðfræði svo nokkuð sé nefnt. Það sé einfaldlega erfitt að bjóða út vísindarannsóknir. Öðru máli gegndi ef Fornleifavernd fengi nægilegt fjármagn til rannsókna, þá væri vel mögulegt að ákveða tilteknar fornleifarann- sóknir og bjóða þær út. „En ég fæ ekki séð á þessu stigi málsins að ég geti með beinum hætti stjórnað fjármagni frá öðrum aðilum, sjóðum eða þess háttar.“ Dr. Margrét Hermanns Auðardóttir gagn- rýndi í samtali við Morgunblaðið um síðustu helgi að hér á landi væri þess krafist að fé til rannsókna væri tryggt áður en gefið væri út rannsóknarleyfi. Í öðrum löndum væri þessu öf- ugt farið. „Hvað varðar þetta atriði þá byggja reglur um veitingu leyfa til fornleifarannsókna á eldri íslenskum reglum, en þær voru lagaðar að er- lendum reglum sem finna má t.d. í riti P.J.O- ’Keefe & L.V. Prout; Law and the Cultural Her- itage. Þar er umfjöllun um flest lög og reglur varðandi menningarminjar sem í gildi eru í heiminum,“ segir Kristín Huld. Í þjóðminjalögum og reglum um veitingu leyfa til fornleifarannsókna er þess krafist að stjórnandi fornleifarannsóknar hafi „tilskilda menntun í fornleifafræði“. Er nánar skilgreint einhvers staðar hvað það er? „Tilskilin menntun í fornleifafræði er mennt- un sem talin er gild við þann háskóla sem ein- staklingurinn hefur menntunina frá,“ segir Kristín. En hvað þarf mikla menntun í fornleifafræði til að stjórna rannsókn? „Þar sem ég þekki til nægði lengi vel mennt- un sem samsvaraði BA-prófi til þess að stunda fornleifarannsóknir. Við erum mjög fá á Íslandi og þess vegna hefur það verið talin nægileg menntun. Sum okkar, sem erum á miðjum aldri nú, vorum farin að stjórna fornleifarannsóknum áður en lokið var fil.kand.-prófi. Þannig var þetta fyrir þrjátíu árum. Mér finnst einnig skipta máli í sambandi við hver stjórnar forn- leifarannsóknum að einstaklingarnir geti lesið íslensku, að þeir þekki og geti túlkað jarðlögin rétt og hafi þekkingu á norrænni fornleifafræði – það er fornleifafræði Norður-Atlantshafs- svæðisins – og viti á hverju má eiga von.“ Eftirlit með fornleifarannsóknum Hvernig er eftirliti með fornleifarannsóknum háttað hér á landi? „Minjaverðirnir hafa eftirlit með fornleifa- rannsóknum. Þeir eru allir fornleifafræði- menntaðir utan einn, en sá hefur stundað forn- leifarannsóknir. Minjaverðirnir vinna náið saman og aðstoða hver annan ef einhver vafa- atriði koma upp.“ Það er gagnrýnt að skil á rannsóknaniður- stöðum hafi verið slæleg. Hvernig er gengið eft- ir skilum á niðurstöðum? „Í framtíðinni verður það okkar hlutverk að ganga eftir heildarniðurstöðum. Nú höfum við veitt leyfi til níu fornleifarannsókna. Þau sem hafa sótt um og eru að sækja um framhalds- rannsóknir hafa öll sent inn bráðabirgða- skýrslur og staðið við skýrsluskrif.“ Margrét Hermanns Auðardóttir segir að Minjasafnið á Akureyri hafi tekið sér vald sem það hefur ekki gagnvart Gásaminjum og hvorki Fornleifavernd né aðrir geri neitt í því. „Minjasafnið á Akureyri er aðilinn sem ákvað að stunda rannsóknir þarna, en réð annan til starfsins. Þjóðminjasafnið kemur að ýmsum rannsóknum í sumar, reyndar í samvinnu við aðra. Öll söfn landsins geta ákveðið að fara í rannsóknir og sótt um fjármagn. Reyndar verð- ur umsækjandinn að vera búinn að ákveða hver á að framkvæma rannsóknina, því rannsókna- leyfið er gefið út á stjórnanda rannsóknarinn- ar.“ Margrét gagnrýnir einnig að á Gásum eigi að moka burt mikilvægum minjum. „Ég veit að þeir sem hafa leyfi til rannsókna á Gásum munu vanda til verksins og markmið þeirra er ekki að moka burt mikilvægum minj- um. Rannsóknaráætlun Margrétar Hermanns Auðardóttur um Gása var mjög vel unnin. Málið var einfaldlega að það voru aðrir komnir með rannsóknarleyfið. Það er lagaleg skylda okkar að virða þá leyfisveitingu.“ Því hefur verið haldið fram að fornleifavernd í landinu hafi verið hornreka. Er það svo? „Hún var það á árum áður,“ segir Kristín. „Fornleifaverndin á Íslandi byrjar í upphafi 19. aldar. Þá var sett á laggirnar nefnd í Danmörku sem beitti sér fyrir verndun fornleifa og safnaði gripum fyrir það sem síðar varð þjóðminjasafn Dana. Þjóðminjasafnið var stofnað 1863 og eftir að Matthías Þórðarson varð þjóðminjavöröur 1908 fékk hann Brynjólf Jónsson frá Minna- Núpi til að gera skrá yfir fornleifar sem síðar voru friðlýstar. Við endurskoðun nú hefur kom- ið í ljós að í sumum tilvikum var verið að vernda eitthvað sem ekki var fornleifar, eða að fornleif- arnar höfðu eyðst.“ Kristín Huld segir að á þriðja áratug 20. aldar hafi verið þinglýst vernd á ógrynni af fornleifum víða á Íslandi en síðan hafi lítið gerst þar til fór að nálgast 10. áratuginn. Kristín segir að taka verði tillit til þess að fáir hafi unnið við forn- leifaverndina lungann úr síðustu öld. Upp úr 1970 fór hópur ungs fólks í nám í fornleifafræði og síðan margir eftir það. Þetta hafi verið að skila sér í stórauknum fornleifarannsóknum. „Minjaverðirnir gegna mikilvægu hlutverki við eftirlit með fornminjum. Ástand fornleif- Vernd í sátt við þjóðina Dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifavernd- ar ríkisins, segir í samtali við Guðna Einarsson að Fornleifa- vernd eigi ekki hægt um vik að bjóða út fornleifarannsóknir. Hún vísar á bug gagnrýni dr. Margrétar Hermanns Auðardóttur á framkvæmd fornleifarannsókna hér á landi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.