Morgunblaðið - 16.06.2002, Side 25

Morgunblaðið - 16.06.2002, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 25 um um fornleifarannsóknir sem Þjóðminjasafn hefur komið að. T.d. á Bessastöðum og Stóru- Borg undir Eyjafjöllum. „Þessi verkefni eru enn í úrvinnslu. Um Bessastaði liggja fyrir bráðabirgðaskýrslur frá ákveðnum stigum uppgraftrarins. Þetta var gríðarstórt verkefni. Það tekur langan tíma að vinna úr þessum gögnum, en við ger- um ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir á næstu tveimur árum. Auk úrvinnslu Bessastaðarann- sóknar hefur Þjóðminjasafnið sinnt samhliða stóraukinni áherslu á framkvæmdaeftirlit og umsögnum um mat á umhverfisáhrifum frá gildistöku þeirra laga 1995. Það má líka geta þess að rannsóknin á Bessastöðum fer fram þegar eftirlit með forn- leifum á framkvæmdastað er að mótast. Þar var því unnið ákveðið brautryðjendastarf líkt og í Viðey á sínum tíma. Framkvæmdaaðilinn greiddi fyrir uppgröftinn en það þurfti að ná samkomulagi við alla aðila um að úrvinnslan væri jafn mikilvæg og kostaði líka sitt. Ég tel að þarna hafi náðst góður árangur miðað við aðstæður. Nú þykir sjálfsagt að fornleifum sé ekki raskað þegar framkvæmt er á minjastað. Dæmi um það er framkvæmdin í Aðalstræti í Reykjavík nýlega. Sama er að segja um rannsóknirnar á Stóru- Borg. Það hafa komið nú í nokkur ár fjárveit- ingar til úrvinnslu þessara rannsókna til Þjóð- minjasafnsins. Unnið er að því á vegum Forn- leifastofnunar Íslands, með styrk frá Þjóðminjasafninu, að ganga frá þeim niður- stöðum. Gert er ráð fyrir að úrvinnslu rann- sóknanna á Stóru-Borg ljúki á næsta ári, fáist fjárveiting til síðasta áfanga.“ Margrét segir að rannsóknin á Stóru-Borg hafi verið björgunaraðgerð og einnig braut- ryðjandastarf á sviði fornleifafræði. Þar var gamall bæjarhóll að fara út í sjó og Þjóðminja- safnið ákvað að bjarga honum þótt ekki væri fjárveiting til verksins. Þórður Tómasson safn- vörður í Skógum var þá búinn að bjarga allt að sex þúsund gripum. Þessi rannsókn stóð í 13 sumur undir stjórn Mjallar Snæsdóttur. „Reykholtsrannsóknin er í fullum gangi á vegum Þjóðminjasafnsins og hafa niðurstöður hennar birst í skýrsluröð Þjóðminjasafnsins árlega. Einnig er von á niðurstöðum Adolfs Friðrikssonar, sem unnið hefur að rannsókn- um á heiðnum greftrunarsið á Íslandi í rann- sóknarstöðu Kristjáns Eldjárns. Skýrslurnar sem Þjóðminjasafnið hefur gefið út síðustu tíu árin skipta orðið hundruðum. Þessar rann- sóknarniðurstöður eru öllum aðgengilegar hjá Þjóðminjasafninu.“ Þegar Þjóðminjasafnið opnar á ný er stefnt að því að gera grein fyrir helstu niðurstöðum stærstu rannsókna fornleifafræðinga hér á landi með nýjum sýningum um sögu Íslands. Margrét segir að Þjóðminjasafnið sinni að sjálfsögðu miklu fleiri verkefnum en þessum. „Við vinnum eins og fjárveitingar leyfa, á ábyrgan hátt samkvæmt lögbundnu hlutverki og árangursstjórnunarsamningi. Það er því fráleitt að væna safnið um óráðsíu. Ef fjárveit- ing leyfir ekki úrvinnslu þá verður hún að taka lengri tíma. Þjóðminjasafnið hefur lengi verið undirmannað með hliðsjón af þeim verkefnum sem því er ætlað að sinna samkvæmt lögum. Í uppbyggingu Þjóðminjasafnsins er unnið markvisst að því að efla alla þætti starfsem- innar.“ Margrét segir að lögin um umhverfismat frá 1995 hafi lagt Þjóðminjasafni miklar skyldur á herðar, án þess að fjárveiting hafi fylgt til að mæta þeim. „Undanfarin sex ár hefur Þjóð- minjasafnið því verið að leggja grunninn að því starfi sem Fornleifavernd ríkisins hefur nú að hluta tekið við. Árangur af þessari vinnu má meðal annars sjá í nýju þjóðminjalögunum.“ Gásir og Minjasafnið Hvernig er háttað samstarfi Þjóðminjasafns og Minjasafnsins á Akureyri um fornleifarann- sóknir á Gásum í Eyjafirði? „Fjárveitingu til Gásarannsókna var veitt beint til Minjasafnsins á Akureyri. Um það var ekki deilt. Það er auðvitað gagn í þeirri vinnu sem Margrét Hermanns Auðardóttir innti af hendi, en það þýðir ekki að hún eigi ein rétt á rannsóknum á þessum friðlýstu minjum. Mik- ilsvert er að einstaklingar hefti ekki rannsókn- ir þar sem aðstæður eru til að sinna þeim. Minjasafnið á Akureyri er sá aðili á Norður- landi sem rökrétt er að beri ábyrgð á rannsókn og þá í samstarfi við fleiri. Hlutverk byggða- safna, samkvæmt lögum, er meðal annars að rannsaka sögu og minjar viðkomandi svæðis. En hvað um framsal rannsóknarinnar á Gás- um til Fornleifastofnunar Íslands? „Minjasafnið á Akureyri fór í það 1995 að skrá allar fornminjar á Eyjafjarðarsvæðinu og fékk Fornleifastofnun til verksins. Fornleifa- stofnun var beðin að gera tillögur að því hvaða minjar ætti að friðlýsa sérstaklega og minjar sem ætti að leggja áherslu á vegna ferðamanna og íbúa á svæðinu. Þá gerði Fornleifastofnun skýrslu um Gásasvæðið. Það var einnig stofnað áhugamannafélag, Gásafélagið, sem vill halda þessum stað á lofti. Minjasafnið gerði síðan samning við Fornleifastofnun um að annast uppgröftinn, en ber hins vegar ábyrgð á verk- efninu eftir sem áður.“ Er verið að hnupla rannsóknaráætlun Mar- grétar fyrir Gásasvæðið? „Það er misskilningur. Þær rannsóknar- áætlanir sem unnið er eftir eru ekki frá henni. Minjasafnið fékk fjárveitingu til að hefja Gása- rannsóknir. Eftir það var reynt að fá Margréti til þátttöku. Þjóðminjasafnið vann m.a. að því, en þær tilraunir báru ekki árangur.“ Skapar það ekki einhvern rétt þegar tiltek- inn aðili hefur fornleifarannsókn. Á hann ekk- ert tilkall til að halda því starfi áfram? „Miðað við siðareglur sem Félag íslenskra fornleifafræðinga styðst við hefur fornleifa- fræðingur slíkan rétt í 5 ár eftir að rannsókn lýkur. Nú eru liðin meira en 15 ár frá því Mar- grét gerði fornleifakannanir á Gásum. Það var mat Minjasafnsins og Gásafélagsins að aðrir væru hæfari til að stjórna rannsókninni á Gás- um. Kristnihátíðarsjóður og Fjárlaganefnd sýndu Minjasafninu traust og Fornleifanefnd og Fornleifavernd veittu Fornleifastofnun, sem ber ábyrgð á uppgreftrinum, leyfi til rann- sóknanna. Það var fullur vilji fyrir því að fá Margréti til liðs í Gásarannsóknum, en það tókst ekki.“ Hvað um þá gagnrýni að til standi að moka merkum fornleifum burt á Gásum? „Maður vísar svona dylgjum einfaldlega á bug. Þeir fornleifafræðingar sem fá leyfi til rannsókna á Íslandi eru auðvitað hæfir til þess. Það býr vönduð vinna að baki leyfisveitingu. Eins er vandað til uppgraftrar og teknar yf- irvegaðar ákvarðanir um hvar eigi að grafa og hvað eigi að varðveita. Það verður gert að Gás- um og mörkuð stefna um hvað við viljum eiga stóran hlut af Gásasvæði óraskaðan. Ég held að það sé samstaða um að raska ekki stórum hluta svæðisins. Að mínu mati er Fornleifa- stofnun traustsins verð enda býr stofnunin yfir mikilli reynslu á sviði fornleifarannsókna Skil fornmuna eru mikilvæg Í lögum eru ákvæði um skilaskyldu á forn- munum til Þjóðminjasafnsins. Hvernig er henni fylgt eftir? „Fornleifar sem finnast við uppgröft eru sameign þjóðarinnar og þær ber að varðveita við bestu skilyrði. Reglan er sú að rannsókn- araðilar skili gripum og gögnum ekki síðar en fimm árum eftir að rannsókn lýkur. Að sjálf- sögðu veitir Þjóðminjasafnið aðstöðu til að skoða muni í vörslu safnsins eftir því sem fræðimenn þurfa. Til að fá framhaldsleyfi til rannsókna verður að sýna fram á að gripirnir hafi verið forvarðir á milli ára. Margrét Her- manns Auðardóttir skilaði árið 2001 gripunum sem grafnir voru upp á Gásum 1986-7. Það sama á við um gripi frá Herjólfsdal. Bestu geymsluskilyrðin fyrir forngripi er að finna á Þjóðminjasafninu. Þar er búið að koma upp mjög góðum geymslum þar sem er fyrirmynd- ar aðstaða til varðveislu, forvörslu og rann- sókna fornminja. Nýjar geymslur Þjóðminja- safnsins eru eins og best gerist í Evrópu. Að geyma fornleifar í heimahúsum eða skrifstofu- húsnæði við óstöðugt raka- og hitastig er óá- byrgt.“ Margrét segir að nú sé verið að byggja upp öfluga forvörslu við Þjóðminjasafnið. Þar er m.a. sinnt forvörslu fyrir fornleifafræðinga sem vinna að rannsóknum um allt land með til- styrk Kristnihátíðarsjóðs. „Safnið leggur áherslu á góða þjónustu við alla þessa aðila um forvörsluna. Þjóðminjasafnið á m.a. aðild að rannsóknunum á Hólum, í Skálholti og á Þing- völlum.“ Kennsla í fornleifafræði Það hefur spunnist töluverð umræða um kennarastöðu í fornleifafræði við Háskóla Ís- lands. Hefur Þjóðminjasafnið eitthvað haft um það mál að segja? „Við viljum vekja athygli á mikilvægi þjóð- minjavörslunnar, fornleifaverndar og forn- leifarannsókna og viljum gjarnan sjá kennslu í fornleifafræði við Háskóla Íslands sem allra fyrst. Ég sat í undirbúningsnefnd kennara- stöðu í fornleifafræði sem þjóðminjavörður en ég hef líka sinnt stundakennslu í fornleifafræði við sagnfræðiskor á liðnum árum. Annar starfsmaður Þjóðminjasafns, Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur, kom einnig þarna að sem stundakennari og fulltrúi Félags íslenskra fornleifafræðinga. Það var leitað álits víða, meðal annars frá Margréti Hermanns. Ég sem þjóðminjavörður vil gjarnan sjá fornleifafræðinám fara af stað við háskólann. Ég held að það sé grundvallaratriði fyrir frek- ari framfarir innan þjóðminjavörslunnar, rannsóknir í þessari grein og almennt fyrir hið faglega umhverfi fornleifafræðinnar á Íslandi. Í því sambandi hefur verið rætt um samstarf Þjóðminjasafnsins og Háskólans. Hlutverk safnsins væri m.a. að veita nemendum aðgang að gögnum og aðstöðu til náms og rannsókna. Ég sé fyrir mér að fornleifafræðin og þjóð- minjavarslan muni vaxa til muna þegar farið verður að bjóða upp á þetta nám. Það væri leitt að sjá ágreining tefja fyrir þeim áætlunum. “ Ísland á heimsminjaskrá Þjóðminjasafnið og Náttúruvernd ríkisins vinna nú að því að koma Þingvöllum og Skafta- felli á heimsminjaskrá UNESCO. „Takist það mun það skipta sköpum við að koma Íslandi á kort menningartengdar ferðaþjónustu á al- þjóðavísu. Það mun einnig koma minjavernd- inni til góða.“ TENGLAR ................................................................... Þjóðminjasafn: www.natmus.is anna er kannað og hvort lagfæra þurfi þær. Í sumum tilvikum þarf að ákvarða hvort minjar séu í raun til staðar. Ef svo er ekki þarf að af- létta friðlýsingu. Í tengslum við þessa vinnu hef- ur starfsmaður á fornleifadeildinni verið í nor- rænum samstarfshópi sem útbýr vöktunarblað fyrir rústir. Útbúnir eru staðlar sem notaðir verða alstaðar á Norðurlöndum. Þannig er hægt að hafa samræmt eftirlitskerfi með fornleifum.“ Kristín Huld segir að Fornleifavernd hafi í raun tekið við þverfaglegum samstarfshópi um fornleifavernd og landnýtingu. „Við teljum nauðsynlegt að vera í góðu sambandi við bænd- ur og þá sem stunda skógrækt og landgræðslu, vegna þess hvaða rústir á að verja. Okkur er ljóst að það er ekki hægt að verja allt. Allar minjar eða leifar af húsum sem eru 100 ára og eldri eru fornleifar. En við verðum að vega þær og meta. Eins erum við að fara af stað með stefnumörkun í fornleifavernd.“ Gott samstarf við skipulagsyfirvöld Agnes Stefánsdóttir fornleifafræðingur hefur ásamt Kristni Magnússyni fornleifafræðingi sinnt samskiptum Fornleifaverndar við Skipu- lagsstofnun og Náttúruvernd ríkisins vegna fornleifamála. „Skipulagsstofnun hefur auga með því ef verið er að skipuleggja á jörðum þar sem friðlýstar fornleifar eru og lætur okkur vita,“ segir Agnes. „Eins fylgjumst við með aug- lýsingum um skipulag og gerum athugasemdir ef þurfa þykir, en oft hafa skipulagsyfirvöld samband við okkur áður en kemur að auglýs- ingu, til að fullvissa sig um að ekki sé verið að skipuleggja á fornleifasvæði. Þá eru minjaverð- irnir úti á landi í sambandi við byggingarfulltrúa hver á sínu svæði. Við erum komin með ágætis net, nánast um allt land. Í Reykjavík sér borg- arminjavörður um þessi mál í samvinnu við borgarskipulag og þeir veita okkur allar upplýs- ingar sem við þurfum.“ Allar framkvæmdir sem fara í umhverfismat eru sendar til umsagnar hjá Fornleifavernd. Það sama á við þegar kannað er hvort fram- kvæmdir eigi yfirleitt að fara í umhverfismat. „Við erum að taka við af Þjóðminjasafni, en þar var aðstaðan önnur. Þeir fornleifafræðingar sem voru í þessu þar sinntu líka öðrum verk- efnum, en við getum einbeitt okkur að þessum stjórnsýsluþætti, sem er markvissara.“ Er nokkur leið að gera sér grein fyrir því hve miklu af fornminjum hefur verið eytt á síðustu áratugum? Kristín Huld telur erfitt að áætla raunhæfar tölur. Auk þess sem náttúruöflin eigi sinn þátt í eyðingunni þá eyðileggist minjar oft vegna framkvæmda. Agnes segir að ef fólk hafi samband áður en farið sé að byggja sé oft hægt að hliðra til svo komist verði hjá því að skemma fornleifar. Kristín Huld segir Fornleifavernd ekki líta á það sem hlutverk sitt að refsa fólki, heldur að leiðbeina því. „Við viljum vernda í sátt við fólkið í landinu. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að eiga minjar um sögu okkar.“ Fornleifar og menningartengd ferðaþjónusta Kristín Huld segir að Fornleifavernd ríkisins vilji einnig vekja athygli á mikilvægi fornleifa í tengslum við menningartengda ferðaþjónustu. „Við þyrftum að bæta merkingu fornleifa, bæði friðlýstra og annarra og setja upp upplýsinga- skilti á fornleifastöðum. En við höfum ákaflega takmarkað fjármagn fyrir utan daglegan rekst- ur og eiginlega ekkert rekstrarfé fyrir minja- verðina. Ef við hefðum meira fjármagn fyrir þá gætu þeir unnið meira sjálfstætt. Okkur er ljóst að við erum að byrja og vonum að aðrir sýni því skilning.“ Agnes segir að góð fornleifaskrá sé mikilvægt tæki, til dæmis vegna samstarfsins við Skipu- lagsstofnun. Töluvert hafi verið unnið í forn- leifaskráningu, bæði af Þjóðminjasafni, Forn- leifastofnun og Eldstáli ehf., en mikið sé óunnið. Hún áætlar að búið sé að skrá um 20% af ætl- uðum fjölda fornleifa í landinu. „Þessi vinna er tímafrek og fornleifafræðingar eru fáir. Hér á landi starfa aðeins rúmir tveir tugir fornleifa- fræðinga.“ Kristín Huld segir að heilmikið af fornleifum komi ekki í ljós fyrr en við framkvæmdir. „Við vitum meðal annars að í kirkjugörðum finnst ýmislegt, veggir og hleðslur, þegar teknar eru grafir. Við vildum gjarnan vita meira af þessu, þótt ekki væri nema upp á staðsetningu.“ Fornir legsteinar liggja undir skemmdum Minningarmörk í kirkjugörðum teljast til fornleifa og hefur Gunnar Bollason sagnfræð- ingur, sem nú starfar hjá Fornleifavernd, unnið að rannsóknum á þeim. Hann segir að víða um land séu fjölmargir legsteinar frá síðari öldum, margir í miður góðu ástandi. Algengt er að þeir elstu séu frá 1630 eða þar um bil. Þjóðminjasafnið og Kirkjugarðar Reykjavík- urprófastdæmis gerðu árið 2000 samning um skráningu minningarmarka í Kirkjugarðinum við Hólavallagötu. Verkinu lauk vorið 2001 og þá gerð skýrsla sem kom út hjá Þjóðminjasafni. Öllum minningarmörkum eldri en 100 ára og öðrum þeim markverðustu er þar lýst nákvæm- lega. Gunnar segir að í framhaldinu hafi Þjóð- minjasafn og skipulagsnefnd kirkjugarða gert samkomulag um að hefja skráningu á minning- armörkum í kirkjugörðum Kjalarnesprófast- dæmis. „Því miður hrökk ekki fjármagn til að ljúka því. En Fornleifavernd vill gjarnan ljúka þessari skráningu og halda síðan áfram hring- inn og taka næst Árnesprófastdæmi.“ Gunnar hefur veitt göngufólki leiðsögn um Hólavalla- kirkjugarð við Suðurgötu. „Ég átti von á að það kæmu um tíu í fyrstu gönguna, en það mættu um 80 manns, frá tvítugu og uppúr.“ Kristín Huld segir að ætlunin sé að halda þessum ferðum áfram. „Eins er áhugi á að búa til verkefni fyrir skólabörn tengd kirkjugörð- unum. Þetta er mikill menningarlegur fjársjóð- ur og margt sem hægt er að nýta til kennslu.“ Morgunblaðið/Arnaldur Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður og Agnes Stefánsdóttir fornleifafræðingur. Dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins, er með BA-gráðu í sagnfræði og BA-gráðu í fornleifafræði, BS-gráðu í forngripa- forvörslu, cand. mag. í sagnfræði, doktor í fornleifafræði og með próf í kennslufræði. Auk fjölda námskeiða hefur hún stundað rekstrar- og viðskiptanám við EHÍ. Á námsárum í sagnfræði og fornleifa- fræði stundaði hún fornleifarannsóknir á sumrin. Hún var safnvörður á Árbæjarsafni og vann á Þjóðminjasafninu. Að loknu doktorsprófi byggði hún upp nám í forn- gripaforvörslu við Óslóarháskóla. Hún var ráðin forstöðumaður Fornleifaverndar rík- isins í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.