Morgunblaðið - 16.06.2002, Síða 34
SKOÐUN
34 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SAMTÖKIN Norrænn bygging-
ardagur – NBD – voru stofnuð í Sví-
þjóð í tengslum við byggingarefna-
og heimilisiðnaðarsýningu sem hald-
in var í Stokkhólmi 1927. Á þessari
ráðstefnu voru tveir íslenskir iðnað-
armenn þeir Guðmundur Þorláksson
og Jón Halldórsson, byggingameist-
arar. Þegar heim kom skrifaði Guð-
mundur grein um þennan atburð í
Tímarit iðnaðarmanna.
Í framhaldi af stofnun NBD voru
haldnar ráðstefnur á þriggja til fjög-
urra ára fresti á hinum Norðurlönd-
unum, með hléi á stríðsárunum. Eft-
ir því sem ég veit best var
aðaltengiliður við NBD hér á Íslandi,
þáverandi húsameistari ríkisins,
Guðjón Samúelsson og síðar Hörður
Bjarnason, sem stofnaði svokallaða
Íslandsdeild NBD og formleg stjórn
tók til starfa, sennilega um eða upp
úr 1950. Árið 1961 er haldin NBD-
ráðstefna í Kaupmannahöfn og þá
var í fyrsta sinn efnt til hópferðar frá
Íslandi á vegum Byggingaþjónustu
Arkitektafélags Íslands. Þátttak-
endur voru um 70–80 manns og fóru í
tveim hópum, annar með Flugfélagi
Íslands og hinn hópurinn með Loft-
leiðum. Fljótlega fór stjórn NBD á
Íslandi að þreifa fyrir sér um að
halda ráðstefnu á Íslandi. Það var
síðan samþykkt á ráðsfundi 1963 að
Ísland mætti halda ráðstefnu árið
1968. Þetta var 10. ráðstefnan og var
hún haldin í Reykjavík í lok ágúst ár-
ið 1968. Þessi ráðstefna braut blað í
sögu ferða-og ráðstefnuþjónustu á
Íslandi því að þetta var fjölmennasta
ráðstefna sem haldin hafði verið á Ís-
landi eða um 930 þátttakendur. Það
er söguleg staðreynd að við undir-
búning og framkvæmd fyrsta Nor-
ræna byggingardagsins á Íslandi
1968 stóð stjórn NBD og Bygginga-
þjónusta Arkitektafélags Íslands
fyrir því m.a. að leigja farþegaskip til
þess að flytja farþega og þátttakend-
ur á ráðstefnuna og vera um leið hót-
el fyrir þá þátttakendur í Reykjavík-
urhöfn. Aðrir þátttakendur voru
fluttir til og frá Íslandi með leigu-
flugi með svokölluðum „Monsterum“
á vegum Loftleiða hf. og bjuggu á
hótelum og gistiheimilum í borginni.
Næsta ráðstefna hér á landi var
haldin í Reykjavík 1983 NBD 15. og
sló hún fyrra metið með 1.040 þátt-
takendur. Þessi ráðstefna var und-
irbúin og framkvæmd í samvinnu við
ráðstefnudeild Flugleiða og tókst
með miklum ágætum.
Á dagskrá þessara tveggja NBD-
ráðstefna, þar sem m.a. er lagt mikið
upp úr því að fræðast, kynnast og
treysta vináttubönd á milli Norður-
landabúa, voru skipulögð heimboð
þar sem öllum erlendu gestunum var
boðið í heimahús. Þar gátu þeir séð
hvernig húsakynni okkar eru og
kynnst persónulega sínum fagfélög-
um.
Megintilgangur með starfsemi
Norræna byggingardagsins er að
efla og treysta vináttubönd norrænu
þjóðanna um leið og þekkingu og
fræðslu er miðlað á milli þjóðanna og
hefur svo verið frá byrjun til dagsins
í dag.
Síðan var NBD 20 haldin dagana
5. til 8. september 1999 og voru þátt-
takendur um 330 manns.
Fljótlega eftir Norrænu dagana
NBD 19, sem haldnir voru í Stokk-
hólmi 1996, fór stjórn Norræna
byggingardagsins á Íslandi að und-
irbúa NBD 20. Í byrjun árs 1997 var
samið við Úrval-Útsýn, að undan-
gengnu útboði, um samstarf við und-
irbúning og framkvæmd NBD 20.
Þetta samstarf tókst í alla staði með
miklum ágætum.
Þema NBD 20 var: Norðurlönd/
heimurinn 2000 – byggingarlist og
náttúran – náttúran og tæknin.
NBD 20 hófst með sameiginlegri
sýningarferð um Reykjavík og ná-
grannabyggðirnar sunnudaginn 5.
september 1999 sem lauk í Ráðhúsi
Reykjavíkur þar sem gestir þáðu
veitingar í boði borgarstjóra Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem
flutti ávarp og bauð þátttakendur
velkomna til Reykjavíkur.
Mánudaginn 6. september hófust
hinir norrænu dagar formlega í Há-
skólabíói. Á meðan þátttakendur
skráðu sig og fengu gögn sín í forsal
lék Trío Björns Thoroddsen norræn-
an jass. Þegar allir höfðu tekið sér
sæti í ráðstefnusal flutti fulltrúi frá
tölvufyrirtækinu OZ stutt erindi um
möguleika í tölvuheiminum og leiddi
síðan alla viðstadda, með listrænu
sjónarspili, inn í málverk eftir hinn
fræga listmálara, Vincent van Gogh.
Opnunaræðu flutti formaður NBD á
Íslandi Þorvaldur S. Þorvaldsson,
skipulagsstjóri Reykjavíkur. Heið-
ursfyrirlesari var Vigdís Finnboga-
dóttir, fyrrverandi forseti Íslands.
Erindið nefndi hún „Skyggnst inn í
næstu öld“. Gaf Vigdís áhugaverða
mynd af möguleikum okkar á nýrri
öld ef við nýtum þekkingu og sam-
eiginlegan bakgrunn á Norðurlönd-
um til að styrkja okkar eigin sam-
félög og bæta heiminn. Norman
Pressman, prófessor frá Kanada,
flutti erindi um „Vetrarborgir, þæg-
indi og gott mannlíf í þeim“. Hann
benti á möguleika okkar á norður-
slóð að nýta sérstöðuna, árstíðirnar,
menninguna og samstöðu en varaði
við að slétta þetta út með suðrænum
áhrifum.
Hallgeir Aalbu frá Noregi flutti
erindi um „NORDREGIO“, en það
er norræn stofnun, með aðsetur í
Stokkhólmi, sem sér um rannsóknir,
námskeiðahald og eftirmenntun
tengt skipulagsfræðum og sveitar-
stjórnarmálum. Kynningu á Reykja-
vík, Menningarborg 2000 sá Þórunn
Sigurðardóttir um en hún er stjórn-
andi Menningarársins 2000 hér á
landi. Lars Romare, verkfræðingur
frá Svíþjóð, sagði frá „NBD, fortíð
og framtíðarsýn“. Dr. Ríkharður
Kristjánsson verkfræðingur flutti
erindið „Mannvirkjagerð og náttúr-
an“. Gunnel Adlercreutz, arkitekt
frá Finnlandi, flutti erindi sem hún
nefndi „Byggingarlist, skipulag og
náttúra á 21. öld“. Jón Sigurðsson,
bankastjóri Norræna fjárfestinga-
bankans flutti erindi um „Norður-
lönd á nýrri öld og breyttar áherslur
um lánveitingar úr sjóðum bank-
ans“. Erindi Jóns vakti athygli fyrir
tengingu hans á lánamálum fjár-
málastofnana við náttúruvernd og
virðingu fyrir mati á umhverfisáhrif-
um. Var víða vitnað í erindi hans í
fjölmiðlum.
Ráðstefnustjóri var Magnús Jó-
hannesson, ráðuneytisstjóri í um-
hverfisráðuneytinu.
Verndari NBD-ráðstefnunnar var
forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar
Grímsson.
Þriðjudaginn 7. september var val
um 10 stuttar fagferðir um Reykja-
vík og nágrannasveitarfélögin þar
sem áhugaverðir staðir og mannvirki
voru skoðuð undir faglegri leiðsögn.
Einnig var val um heilsdagsferð á
Þingvöll þar sem flutt voru erindi um
„Þjóðgarða og skipulagningu há-
lendis Íslands“.
8. september var boðið upp á há-
lendisferð í samstarfi við Lands-
virkjun með fagleiðsögn bæði varð-
andi land og þjóð og einnig
virkjunarmál. Í fyrsta sinn í sögu
NBD var efnt til golfmóts: NBD 20
Golf open.
Stjórn NBD á Íslandi naut mik-
ilvægs og góðs stuðning fjölmargra
aðila við undirbúning og framkvæmd
Norrænu byggingardaganna NBD
20. Hér með er þeim öllum þakkað af
alhug fyrir stuðninginn, sem gerði
þessa daga bæði mjög fróðlega og
eftirminnilega.
Eftir ráðstefnuna NBD 19 í
Stokkhólmi 1996 urðu mikilvæg
kaflaskipti í samstarfi og sögu nor-
rænnar samvinnu. Flestar þjóðirnar
trúðu því að með þátttöku Svía og
Finna í Evrópusambandinu væri
þessari norrænu vináttu og samstarf
um sameiginleg hagsmunamál Norð-
urlandaþjóðanna lokið enda Danir
hættir samstarfi í NBD. En það kom
skemmtilega á óvart að Svíar og
Finnar komu með þá tillögu á fyrsta
ráðsfundi eftir NBD 19 í Stokkhólmi,
(það eru fundir sem stjórnirnar
halda einusinni til tvisvar á ári), að
efla norræna samvinnu á þessu sviði
og að í stað norrænna daga á þriggja
ára fresti skyldi halda þá á hverju ári
en minni og markvissari og með
sama sniði og norrænu dagarnir á
NBD 19 í Stokkhólmi 1996 og NBD
20 í Reykjavík 1999.
Þessar ráðstefnur byggjast aðal-
lega á því að fyrirlestrar eru í lág-
marki en vettvangskönnun og
fræðsla um hönnun, verkfram-
kvæmdir, fjármögnun og félagslegu
þætti fer fram á staðnum. Eftir ráð-
stefnuna NBD 20 hér á landi óskuðu
nokkrir danskir þátttakendur eftir
því að kanna möguleika á því að
koma aftur inn í NBD sem virkir
þátttakendur. Það var samþykkt
einróma á ráðsfundi, sem haldinn
var í Kaupmannahöfn í lok janúar ár-
ið 2000.
Næsta ráðstefna NBD verður í ár
2002 í Kaupmannahöfn dagana 1. til
4. september. Efni hennar fjallar um
„Byggingarmál í nýju ljósi“.
Þar verður 75 ára afmælis sam-
takanna minnst á veglegan hátt. All-
ar frekari upplýsingar er hægt að fá
á netinu www.nbd2002.dk. eða í síma
Byggecentrum 45 70 12 06 00
NBD 2003 verða haldnir í Ósló í
september og er vinnuheiti norrænu
dagana „Mistök og endurnýjun“.
NBD 2005 verður haldin á Íslandi
og er vinnuheiti hennar: Heilsuland-
ið Ísland – heilsusamleg byggingar-
efni og hvernig gerum við hið mann-
lega umhverfi bæði vistvænt og
heilnæmt.
Það er von og trú stjórnar NBD á
Íslandi að allir aðilar sem kenna sig
við og vinna að skipulagi, fjármögn-
un, framkvæmdum og uppbyggingu
á íslensku og alþjóðlegu samfélagi í
náttúrulegu og vistvænu umhverfi,
vinni saman að ráðstefnunni 2005 á
Íslandi og geri hana sem glæsileg-
asta og árangursríkasta.
Aðilar að Norræna byggingardeg-
inum eru aðallega landssamtök fag-
félaga, stofnanir, fjármögnunaraðil-
ar, lánastofnanir, verktakafyrirtæki
og sveitarfélög.
Aðilar að Norræna byggingardeg-
inum á Íslandi eru um 20.
Þess má geta að Eystrasaltríkin
sækja fast að fá inngöngu í NBD-
samstarfið og hefur þessi áhugi
þeirra verið ræddur á ráðsfundum
NBD. Það var haldin sérstök NBD-
ráðstefna í Tallinn árið 1998 til að
treysta þessi vináttubönd. Sam-
þykkt hefur verið að þjóðlönd, eða
aðilar í öðrum löndum sem sækjast
eftir inngöngu í samtökin geti gerst
aukaaðilar í samstarfi við eitthvert
af Norðurlöndunum.
Ráðstefnan NBD 20 vakti mikla
athygli og ekki síst áhuga hinna er-
lendu gesta á náttúru Íslands, menn-
ingu og sögu þjóðarinnar. Þegar er
vitað um þrjú finnsk fagtímarit sem
birt hafa greinar um ráðstefnuna,
fagra staði, hús og mannvirki á Ís-
landi. Þá hafa þessar ráðstefnur
þrjár skilað fjölmörgum ferðamönn-
um til Íslands næstu árin á eftir.
Formenn Norræna byggingar-
dagsins á Íslandi hafa verið: Guðjón
Samúelsson, arkitekt og húsameist-
ari ríkisins, Hörður Bjarnason, arki-
tekt og húsameistari ríkisins, Guð-
mundur Þór Pálsson, arkitekt, Othar
P. Halldórsson, verkfræðingur og
prófessor, Þorvaldur S. Þorvaldsson,
arkitekt og Skipulagsstjóri Reykja-
víkur.
Framkvæmdastjórar (ritarar)
NBD hafa verið, eftir því sem ég
best veit; Gunnlaugur Pálsson, arki-
tekt, 1951–1968, Ólafur Jensson,
framkvæmdastjóri, 1968–1973, Sig-
urjón Sveinsson, byggingarfulltrúi í
Reykjavík, 1973–1979, Ólafur Jens-
son, framkvæmdastjóri frá 1979.
Núverandi stjórn Norræna bygg-
ingardagsins á Íslandi er þannig
skipuð; Þorvaldur S. Þorvaldsson,
arkitekt, borgararkitekt, fulltrúi
Reykjavíkurborgar, Ólafur Jensson,
framkvæmdastjóri, ritari, fulltrúi
Sambands ísl. sveitarfélaga, Þórar-
inn Magnússon, verkfræðingur,
gjaldkeri, fulltrúi Félagsbústaða,
Hákon Ólafsson, verkfræðingur,
fulltrúi og forstjóri Rannsóknar-
stofnunar byggingariðnaðarins og
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arki-
tekt, fulltrúi Arkitektafélags Ís-
lands.
Í framhaldi af góðri þátttöku í
hópferðum á NBD – daga á hinum
Norðurlöndunum stóð Bygginga-
þjónusta Arkitektafélags Íslands
fyrir hópferðum allt til ársins 1972.
Síðan þá hefur stjórn NBD á Íslandi
staðið fyrir hópferðum á allar þær
ráðstefnur sem haldnar hafa verið
fram til dagsins í dag.
Íslandsdeild NBD hefur verið
mjög virk í norrænu samstarfi og
skapað skilyrði fyrir norrænu sam-
starfi á meðal hinna ólíku faghópa
innan byggingariðnaðarins í gegnum
tíðina og annarra fagaðila eins og
fjárfesta, fjármálastofnanir og
fulltrúar sveitarfélaga.
Enska heitið á Norræna bygging-
ardeginum er – Nordic Building
Forum.
Norrænir byggingardagar
frá upphafi –
Nordic Building Forum:
1927 Stockholm Housing problems
1931 Helsinki Architecture and the
environment
1938 Oslo Modernbuilding techno-
logy
1946 Copenhagen The need for
housing
1950 Stockholm Building research
1955 Helsinki Element construction
1958 Oslo Total planning – Private
house construction
1961 Copenhagen Industrialization
of construction
1965 Göteborg City renewal
1968 Reykjavík Forms of housing
1971 Helsinki The renewal of the
building process
1974 Bergen The future is being
built now
1977 Copenhagen Construction and
economy
1980 Stockholm New technology –
better environment
1983 Reykjavík Saturated housing
market?
1986 Helsinki The construction
branch in the computer age
1989 Bergen Renewal and tradition
1992 Copenhagen Nordic con-
struction and international
competition
1996 Stockholm Stockholm Market
Place
1998 Tallinn The Reunification of
Europe
1999 Reykjavík The Nordic
countries – the World – 2000/
Architecture and Nature –
Technic and Nature
2000 Malmö Oresund Market Place,
a region in metamorphosis
2001 Helsinki Helsinki – Connecting
East and West
75 ÁRA FARSÆL OG GÓÐ
NORRÆN SAMVINNA
Megintilgangur með
starfsemi Norræna
byggingardagsins,
segir Ólafur Jensson,
er að efla og treysta
vináttubönd norrænu
þjóðanna.
Höfundur er ritari NBD á Íslandi.
Þorvaldur S. Þorvaldsson, skipulagsstjóri Reykjavíkur og formaður NBD á Íslandi,
setti 20. ráðstefnu Norræna byggingardagsins, sem haldin var í Reykjavík.