Morgunblaðið - 16.06.2002, Side 35

Morgunblaðið - 16.06.2002, Side 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 35 ✝ Aðalheiður Mar-grét Haraldsdótt- ir fæddist í Reykjavík 5. apríl 1938. Hún lést á Landspítalan- um – háskólasjúkra- húsi við Hringbraut 9. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Haraldur Þórðarson, f. 5.10. 1910, d. 15.7. 1989, og kona hans Rann- veig Björnsdóttir, f. 21.11. 1910, d. 20.5. 2001, og voru þau bæði fædd í Reykja- vík. Aðalheiður átti sjö systkini og eru sex á lífi. Systkini hennar eru: Margrét, f. 21.11. 1930, d. 17.5. 1932, Björn Hreiðar, f. 16.10. 1934, Björgvin, f. 15.6. 1942, Gylfi, f. 20.3. 1944, Petrína, f. 11.3. 1948, Þórður, f. 11.3. 1948, og Kristín, f. 25.10. 1952. Hinn 6.6. 1959 giftist Aðalheiður Bjarna Sigfússyni verktaka, f. á Grýtubakka í Grýtu- bakkahreppi 13.9. 1933. Foreldr- ar hans voru hjónin Sigfús Her- mann Bjarnason, f. 3.6. 1897, og Jóhanna Erlendsdóttir, f. 16.3. 1905, og eignuðust þau sex börn og einn kjörson. Aðalheiður og Bjarni eignuðust fjögur börn sam- an: 1) Sigfús, f. 21.3. 1959, kona hans er Ástrós Sverrisdóttir og eiga þau tvö börn, Bjarna Harald, f. 26.11. 1988, og Heiðu Vig- dísi, f. 19.10. 1992. 2) Haraldur, f. 28.5. 1964, d. 25.3. 1968. 3) Halla Rut, f. 23.9. 1969, unnusti henn- ar er Agnar Örn Jónasson og á hún einn son, Elís Viktor, f. 13.3.1993, faðir hans er Kjartan Björgvinsson, Brynja Rós, f. 11.10. 1973, unnusti hennar er Ómar Örvar og eiga þau eina dóttur, Ly- díu Líf, f. 22.7. 2000. Áður átti Bjarni Margréti, f. 6.5. 1958, eig- inmaður hennar er Sævar Óskars- son og eiga þau þrjú börn, Óskar, f. 8.7. 1980, Kristínu, f. 28.6. 1984, og Brynjar, f. 3.10. 1990. Aðalheiður starfaði lengst af sem húsmóðir ásamt því að annast bókhald í fyrirtæki þeirra hjóna. Hún var virk í ýmiskonar fé- lagsskap, s.s. ferðafélagi Kanarí- eyjafara og Félagi húsbílaeig- enda. Útför Aðalheiðar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 18. júní og hefst athöfnin klukkan 15. Systkinahópurinn frá Grýtu- bakka og síðar Breiðavaði rækir frændsemi sína og innbyrðis sam- skipti með margvíslegu móti, senni- lega umfram það sem títt er. Mak- ar systkinanna, sem að sjálfsögðu komu sinn úr hverri áttinni, hafa notið þessara samfunda og lagt sitt af mörkum til þeirra, hver með sín- um hætti. Einn þeirra er nú látinn, eftir stendur opið skarð. Aðalheiður, sem ávallt var kölluð Heiða, féll ljúflega inn í þennan hóp, alltaf fús til verka, greiðvikin, hreinskiptin og lífsglöð. Hún og maður hennar voru svo samstiga að þau voru nær aldrei nefnd sitt í hvoru lagi heldur bæði saman. Bjarni og Heiða settu svip á hvern mannfagnað. Léttleiki þeirra og gleði var fölskvalaus, hlýja þeirra og vinsemd kom beint frá hjartanu, enda vinahópurinn stærri en auðvelt væri að gera sér grein fyrir. Iðulega voru þau gestgjafar og þá var rausn þeirra ekki mæld í neinum smáskömmtum. Heiða tók virkan þátt í störfum manns síns, hvort sem þau voru að byggja sér hús eða við þann at- vinnurekstur sem hann hefur stundað um áratuga skeið. Við ætl- um að hún hafi átt drjúgan þátt í velgengni þess fyrirtækis, því hún annaðist allt bókhald þess og ýmsa aðra þætti er snertu fjármálaum- sýslu. Það munaði um hana, hún dugði þar sem annars staðar er hún tók til hendi. Hún var mikil hús- móðir og var heimili þeirra hjóna jafnan glæsilegt. Þangað var ávallt gott að koma. Vinsemd þeirra og greiðvikni var því líkust að allt væri sjálfsagt. Fyrir fáum mánuðum greindist Heiða með illvígan sjúkdóm sem kominn var of langt. Hún háði sína baráttu af rósemi og kjarki, lét hlý orð falla um það fólk sem annaðist hana, en hlaut að lokum að lúta í lægra haldi. Góð kona er gengin. Við blessum minningu hennar og kveðjum hana með virðingu og þökk fyrir vináttu og margvísleg samskipti. Við send- um Bjarna einlægar samúðarkveðj- ur, einnig börnum þeirra hjóna, tengdabörnum, barnabörnum og öðru venslafólki. Helga og Pálmi. Hún Heiða er dáin. Þegar ég fékk þessar fréttir setti mig hljóða. Minningar um yndislega konu runnu í gegnum huga minn. Konu sem var gegnheil, trygg, öllum góð, hrókur alls fagnaðar og hreinskipt- in svo af bar. Þegar við systkinin vorum lítil var alltaf tilhlökkun á sumrin að fá sumargesti að Akri. Ekki síst var tilhlökkunin mikil þegar Heiða og Bjarni komu. Þeim fylgdi alltaf mikið líf og fjör, gjallandi hlátur Heiðu kemur mér fyrst í hug. Hún hafði þann eiginleika að sjá skemmtilegu hliðarnar á lífinu og skellti þá gjarnan á lær sér og skellihló. Ekki má gleyma vínar- brauðunum sem þau komu með ásamt ýmsu öðru sem ekki hafði borist norður yfir heiði. Þessum skemmtilega sið hélt Heiða alla tíð. Eins og hún sagði: „Æi, mér finnst ég eigi að halda þessu áfram þó þið getið fengið vínarbrauð frá Blöndu- ósi.“ Fyrsta sumarið mitt sem ég var í Reykjavík bjó ég í Staðarbakkan- um hjá Heiðu og Bjarna. Það eru yndislegar minningar sem streyma fram. Ég unglingurinn kunni ekki á þetta að vera í Reykjavík á þessum árstíma og langaði sárt heim en með sinni léttu lund og hreinskipta hugarfari tókst henni að létta mér heimþrána. Þetta var sumarið sem við hjónin vorum að draga okkur saman og minnumst við með hlýju hvernig þau tóku á móti verðandi eiginmanni frænkunnar sem þau báru ábyrgð á. Þau hjón voru mér einstaklega góð þá sem endranær og stóðu fyllilega undir ábyrgðinni. Helga dóttir okkar hefur alltaf sagt að Heiða og Bjarni séu þriðju afi sinn og amma. Í fjölskylduúti- legum og niðjamótum hefur hún ávallt óskað eftir því að fá að vera hjá þeim og var það auðsótt mál því þau voru eins góð við okkar börn sem þau væru þeirra eigin barna- börn. Minningarnar hrannast upp en hér er látið staðar numið. Minn- ingar um einstaka konu munu ylja okkur um ókomna tíð. Í huga okkar allra er erfitt að segja Heiða án þess að segja Bjarni og öfugt svo samrýnd sem þau hjón voru. Þau voru sem einn maður í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Elsku Bjarni frændi hefur misst mikið sem og börnin þeirra, barna- börn og tengdabörn. Um leið og við kveðjum Heiðu biðjum við guð að gefa ykkur styrk í sorginni. Jóhanna og Gunnar Akri. Elsku Heiða. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er, það eitt er á hreinu. Ekki óraði fyrir okkur um áramótin þegar þið Bjarni komuð eftir miðnætti til okkar í Galta- lindina til að fagna nýju ári að 6 mánuðum síðar væri kallið komið. Eftir standa ljúfar minningar um þig kæra vinkona sem alltaf tókst vel á móti okkur í húsbílnum sem heima í Funalindinni og alltaf var vel veitt hjá ykkur hjónum og gleðin við völd. Það er ekki hægt annað en að minnast á þegar þið hjónin voruð í útilegum alltaf uppá klædd í rauð- um kúrekaskyrtum og tilheyrandi, þið voru svo stolt og glæsileg sam- an, lang flottust. Elsku Bjarni og fjölskylda, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum góðan guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Guð geymi þig, elsku Heiða. Kveðja Lára Jóna og Baldvin. Nú þegar við setjumst niður til að skrifa nokkur kveðjuorð um vin- konu okkar Heiðu og hugleiðum farin veg, streyma margar ljúfar minningar um samverustundir okk- ar með þeim Heiðu og Bjarna þar sem við höfum ferðast bæði erlend- is og hérna heima og nú síðari ár í húsbílunum okkar. Við hjónin þökkum þér fyrir allar yndislegar samverustundirnar sem aldrei bar skugga á. En nú hefur kallið komið og stórt skarð komið í okkar góða vinahóp. Elsku Bjarni og fjölskylda, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Heiða, við kveðjum þig með söknuði og biðjum guð að geyma þig. Kveðja, Guðrún og Sigurður. Heiða var mamma hennar Brynju bestu vinkonu okkar. Á æskuárunum vorum við tíðir gestir á heimili þeirra í Ystaseli 5. Heiða og Bjarni tóku alltaf vel á móti okkur. Oftar en ekki sátum við með allri fjölskyldunni og spjölluðum. Heiða og Bjarni voru áhugasöm um allt það sem við tókum okkur fyrir hendur. Við sóttum mikið í Ystasel 5 því þar vorum við alltaf velkomn- ar. Heiða og Bjarni voru mjög sam- rýd og það var alltaf mikið líf og fjör í kringum þau. Eftir að Brynja flutti að heiman fækkaði stundum okkar með Heiðu og Bjarna en minningar okkar um gömlu góðu dagana í Ystaseli munu fylgja okk- ur til æviloka. Elsku Bjarni, Brynja, Sigfús, Halla og fjölskyldur, missir ykkar er mikill. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi Guð vera með ykkur á þessum erfiðu tímum. Auður, Kristín, Sigrún, Birna og Ingunn. Það var í febrúar 1976 í þotu á leið til Kanaríeyja sem ég og fleiri úr okkar hópi kynntumst Aðalheiði Margréti Haraldsdóttur og manni hennar Bjarna Sigfússyni. Það má segja að þetta hafi verið fyrsta ferð Kanaríeyjahópsins og í þessari ferð varð upphafið að ævilöngum kynn- um við þessa glaðlyndu og skemmtilegu konu, sem ávallt stóð við hlið manns síns í blíðu og stríðu. Hún Heiða tók á móti gestum í tíma og ótíma og ferðin leið við söng, skemmtun og ævarandi vin- áttu við þessa yndislegu konu og hennar mann. Ferðirnar urðu margar hjá hópn- um, bæði erlendis og hér innan- lands. Heiða og Bjarni komu sér upp húsbíl og hafði hún mikla ánægju af ferðalögum um Ísland og ekki síður þegar gamli Kanaríeyja- hópurinn var með í för. Hópurinn eignaðist „bláa tjaldið“, þar sem komið var saman á kvöldin, spilað á harmonikkurnar og sungið. Heiða var einn af samnefnurum hópsins, hún átti hug og hjarta allra sem henni kynntust. Síðasta ferðin hennar til útlanda með hópnum sín- um var til Frakklands sl. haust og þrátt fyrir veikindi sín undanfarið hafði hún staðfest með manni sín- um ferð nú í haust með hópnum, en þá ferð fer hún Heiða ekki. Það var of skjótt höggvið þetta skarð í raðir okkar. Við sendum Bjarna, fjölskyldu hans og öðrum aðstandendum Heiðu samúðarkveðjur og þökkum allar samverustundirnar. Fyrir hönd Kanaríeyjahópsins, Gylfi Guðjónsson. Nú er komið að kveðjustund og mig langar að minnast hennar Heiðu systur eins og hún var alltaf kölluð. Sjúkdómurinn banvæni sem búið hafði um sig varð lífskraft- inum yfirsterkari. Eftir að hún veiktist í janúar sl. vissi hún að kannski yrði erfiðara að snúa sér að nýjum degi. Hún lét aldrei bug- ast en vissi innst inni í hvað stefndi. Við systur áttum dýrmæta stund þremur dögum fyrir andlát hennar. Hana geymi ég í mínu hjarta. Heiða var mér alltaf svo kær og mín besta trúnaðarvinkona. Hún gaf svo mikið af sjálfri sér og var ákaflega ósérhlífin. 10 ár voru á milli okkar systra en hún hafði eignast eintóma bræður og var sér- staklega ánægð og glöð þegar ég kom í heiminn og við tengdumst strax sterkum böndum. Ég á marg- ar góðar minningar frá bernsku okkar því hún tók mig með sér hvert sem hún fór og virtist aldrei þreytast á spurningum mínum og forvitni um allt milli himins og jarðar. Alltaf hafði hún svör og lausnir á hverskyns vandamálum. Heiða var þriðja í röðinni af átta systkinum. Það var mikil ábyrgð lögð á elstu börnin að hjálpa til eins og þá var títt. Heiða stóð sig vel í því hlutverki. Hún byrjaði að vinna mjög ung og vann stundum á tveimur stöðum í einu. Mömmu og pabba fannst hún stundum einum of dugleg en svona var Heiða. Hún var foreldrum okkar stoð og stytta á meðan þau lifðu. Alltaf var hægt að leita til hennar ef eitthvað þurfti að gera. Hún var alltaf svo röksöm. Lífið hennar Heiðu ein- kenndist af lífskrafti og elju því hún þurfti að ganga í gegnum ým- islegt á sinni ævi. Ung kynntist hún lífsförunaut sínum honum Bjarna Sigfússyni og eignaðist með honum fjögur börn en varð fyrir þeirri ógæfu að missa eitt þeirra. En þau þrjú sem eftir lifa eru myndar börn sem stóðu eins og klettar við hlið móður sinnar allt til enda. Hennar er nú sárt saknað enda var hún öll- um sem þekktu hana mikils virði. Eftir stendur minnig um góða syst- ur sem ávallt mun lifa í brjósti mér. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem). Ég sendi Bjarna, börnum, tengdabörnum og barnabörnum mína dýpstu samúð. Petrína Haraldsdóttir (Peta systir). AÐALHEIÐUR MARGRÉT HARALDSDÓTTIR                                   ! ! "   $%  !  $&'&                                   !       "   ##$ %  &'       ! " "# "# !  $ %  &! " $   "# ' &! " "#(                                 !"  # $  %   # & '      "( )     *$ +,    $  ,  #  "(   "    +"   +"  & '! - . / 0 1 0 # "    !  ,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.