Morgunblaðið - 16.06.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.06.2002, Blaðsíða 44
FRÉTTIR 44 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  MARKARFLÖT - EINB. - GARÐABÆ - GLÆSILEG HÚSEIGN Nýkomið glæsilegt einbýli á einni hæð með innbyggðum tvöföldum bílskúr, samtals 285 fm. Húsið skiptist m.a. í glæsilega stofu með arni, bókaherbergi, sólskála, borðstofu, stórt vandað eldhús, þrjú baðherbergi, sjónvarpsskála, 3-4 svefnherbergi o.fl. Húsið hefur nánast allt verið endurnýjað á sl. árum, meðal annars innréttingar, gólfefni, lagnir o.fl. Glæsilegur verðlaunagarður. Frábær staðsetning og útsýni. Eign í sérflokki. Verð 34,0 millj. Björt og rúmgóð 78 fm íbúð á 10. hæð í góðu lyftuhúsi, gott herbergi, stór stofa, svalirnar stórar og góðar Gríðarlegt útsýni sem gerist ekki betra. Íbúðin er laus til af- hendingar strax. Verð 11,9 millj. Díana tekur á móti þér og þínum. Bjalla merkt 10.04. Opið hús í dag milli kl. 13 og 15 „Penthouse“ íbúð – Veghús 31, Grafarvogi Eitt af glæsilegustu parhúsum á höfuð- borgarsvæðinu. Húsið er 158,8 fm auk 35 fm bílskúrs, staðsett á gamla Þróttarvellin- um og er virkilega mikið í það lagt. Húsið var byggt árið 2000 og hlaut viðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir hönnun og frágang. Hágæða innréttingar eru í öllu húsinu, steinflísar og gegnheilt parket. 4 svefnherbergi, 2 stofur. Við hjá Hóli mælum eindregið með að fólk sem er að leita sér að glæsilegu húsnæði á góðum stað geri sér ferð að skoða þessa eign. Verð 27 millj. Viðar og Anna taka á móti ykkur í dag og leiða ykkur í gegn um herlegheitin. Opið hús í dag milli kl. 13 og 15 Sæviðarsund 39 Aðeins tvö hús eftir. Stórglæsileg 150 fm raðhús á útsýnisstað í Garðabæ. Fjögur svefnherbergi, sérlega björt stofa með stórum útsýnisgluggum. Húsin eru fullbúin að utan og fokheld að innan. Til afhending- ar nú þegar. Verð aðeins 14,5 millj. (1564) Birkiás - Garðabæ Skúlagata 17 Sími 595 9000 Fax 595 9001 holl@holl.is - www.holl.is Sumarbústaður í landi Indriðastaða, Skorradal, Borgar- firði. Húsið er tveggja bursta, 49,5 fm ásamt ca 20 fm svefnlofti. Hitaveita í húsi. Rafmagn komið að lóðamörk- um. Hlutdeild í hitaveitu. Falleg lóð. (Myndir á hakot.is). VERÐ KR. 6,9 millj. Nánari upplýsingar: Fasteignasalan Hákot, Kirkjubraut 28, Akranesi, sími 431 4045. Skorradalur Til sölu er rekstur, húsnæði og lager matvöruverslunarinnar GRUNDAVALS, sem er staðsett í hjarta íbúðabyggðar á Akranesi. Opnunartími er alla daga frá kl. 9:00–21:00. Húsnæðið (270,4 fm) eru forsteyptar einingar, byggt 1993, malbikuð aðkeyrsla og bílastæði. Ört vaxandi verslun þar sem framtíðar íbúðarbyggð á Akranesi er í næsta nágrenni við verslunina. Nánari upplýsingar: Fasteignasalan Hákot, Kirkjubraut 28, Akranesi, sími 431 4045. Vers lun AKRANES Raðhús - Víkurhverfi Vönduð og vel skipulögð 190 fm raðhús á einni í Víkurhverfi, Grafarvogi. 4 svefnherb. Bílskúr. Tvö af raðhúsunum eru með tvöfaldan bílskúr. Upplýsingar í símum 896 1606 og 557 7060. Til sölu/leigu verslunarhúsnæði, samt. 665 fm við Smiðjuveg, Kóp. Verslun 470 fm ásamt millilofti, 195 fm. Staðsett á mjög góð- um stað. Áhv. mögul. 47,4 millj. Verðtilboð. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í s. 588 4477 eða 899 9271 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 LANDSMÓT línudansara var hald- ið á Fáskrúðsfirði fyrir skömmu. Byrjað var að æfa línudans fyrir nokkrum árum og var fyrsta mót línudansara haldið á Fáskrúðsfirði fyrir fjórum árum, en þar komu saman dansarar af Austurlandi. Nú var aftur komið að Fáskrúðs- firðingum að halda mót. Var því talið sjálfgefið að bjóða dönsurum annars staðar af landinu að vera með og varð raunin að þátttaka varð frá öllum landsfjórðungum. Má því segja að um landsmót línu- dansara væri að ræða. Þátttaka var góð og mættu um fimmtíu dans- arar, sem dönsuðu á föstudag, laug- ardag og sunnudag. Landsmót línudansara Fáskrúðsfirði. Morgublaðið. Þjóðmenningar- húsið opið 17. júní NÝ sýning verður opnuð í Þjóð- menningarhúsinu á morgun, 17. júní, og af því tilefni verður að- gangur ókeypis þann dag. Húsið er opið milli kl. 11 og 17. Nýja sýningin er ljósmynda- sýning á vegum Þjóðminjasafns Íslands um Fox-leiðangurinn 1860. Var hann gerður út til Ís- lands frá Englandi til að kanna lagningu sæstrengs milli Norður- Ameríku og Evrópu um Ísland, Grænland, Færeyjar og Hjalt- land. Að venju verður einnig opið í Þjóðmenningarhúsinu í dag, sunnudag. Auk nýju sýningarinn- ar var þar nýlega opnuð sýning á vegum Landsbókasafns Íslands – háskólabókasafns á bókmenntun Vestur-Íslendinga í bókasal húss- ins. Ættarmót á Skógum AFKOMENDUR Þóru Torfadóttur, Einars Tómassonar og Sigurðar Tómassonar frá Varmahlíð undir Vestur-Eyjafjöllum ætla að halda ættarmót 22.–23. júní. Hefst það á laugardeginum kl. 14 í Varmahlíð. Verður gengið um brekkur, sagð- ar sögur, leikið sér og borðað nesti. Klukkan 19 verður matur og kvöld- vaka í Fossbúð á Skógum. Á sunnu- deginum kl. 14 lýkur svo mótinu með kirkjuferð. Farið er í Ásólfsskála- kirkju og mun Garðar Sveinbjarn- arson vekja ættmenni til umhugsun- ar um lífið og tilveruna. ÚT er komið nýtt hefti af Barnagát- um. Í heftinu eru krossgátur og annað efni ætlað byrjendum. Lausn fylgir hverri gátu. ÓP-útgáfan gef- ur heftið út. Það fæst í öllum helstu bókabúðum og söluturnum. Barnagátur komnar út Alþjóða Sam- Frímúrarareglan Endurkjörinn stórmeistari TÓLFTA alþjóðlega ráðstefna Al- þjóða Sam-Frímúrarareglunnar „Le Droit Humain“ var haldin í París 6.–9. júní síðastliðinn. Njörður P. Njarðvík prófessor var endurkjörinn stórmeistari reglunnar til næstu fimm ára. Frú Daniélle Juette, lækn- ir í Rennes í Frakklandi, var kjörin varastórmeistari og Garðar Stein- arsson flugstjóri endurkjörinn yfir- maður Sam-Frímúrarareglunnar á Íslandi. Í ráðstefnunni tóku þátt um 600 reglusystkin frá 52 löndum. Reglan telur nú liðlega 26 þúsund meðlimi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.