Morgunblaðið - 16.06.2002, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 16.06.2002, Qupperneq 47
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 47 Í UPPHAFIskapaðiGuð himinog jörð,segir Bibl- ían. Og Guð sagði: „Verði ljós“, og það varð ljós. Og hann skapaði plöntur, dýr og menn og hvaðeina. Jörðin er ekki gömul í safni him- intunglanna, ekki gömul á alheims- ins mælikvarða. Og þetta land okkar, Ísland, ekki heldur gam- alt, miðað við sum önnur. Og þjóðin í landinu ung, reyndar mjög ung, ekki nema rúmlega 1100 ára, ekki nema um 15 mannsaldrar. En Íslendingar hafa náð langt á stuttum tíma, svo langt, að í dag er þjóðin oft nefnd í sömu andrá og hinar stærstu og virtustu heimsins. Og saga hen- ner er líka einstök. Engin þjóð önnur á jafn merkan bókmennta- arf og þetta litla eyland í norð- anverðu Atlantshafi. Engin þjóð önnur á eldra þing. Og engin þjóð önnur jafn mikinn og djúpstæðan frið, eða hreinni náttúru. Svona hefur þetta ekki alltaf verið. Það voru ekki bara kristnir menn sem námu þetta land, í stórum meirihluta voru áhang- endur norræns átrúnaðar, ásatrú- ar. Þeir trúðu á Óðin, Þór og Tý og fleiri. Og þá giltu hér önnur lögmál: auga fyrir auga, tönn fyr- ir tönn. En svo gerist eitthvað á al- þingi, árið 999 eða 1000, eitthvað, sem áfram verður hjúpað leynd, þótt margir hafi reynt að skilja þá atburði og útlista. Það gerist und- ur, kraftaverk. Oddviti heiðinna manna, Þorgeir Ljósvetninga- goði, tekur af skarið og kallar yfir þingheim, að héðan í frá skuli einn Guð ríkja opinberlega á Ís- landi, og vera tilbeðinn og ját- aður. Ekki Óðinn, Þór eða Týr eða einhver hinna af ætt Ása og Vana, heldur einungis Guð krist- inna manna. Óneitanlega minnir þetta svo- lítið á upphafsorð heilagrar ritn- ingar. Guð talar og það verður. Ljósvetningagoðinn talar og það gerist. Var Guð þarna á bak við? Var Hvíti-Kristur þarna að verki? Hví ekki? Hann gerði annað og meira annars staðar og á öðrum tíma. Og þá var dauðinn mótherj- inn. En á Þingvöllum var bara einn maður að kljást við, ein sál. Einn heiðingi. Þeir hafa svo margir látið undan honum í gegn- um tíðina. Allir tilheyrðu öðrum mætti, áður en heilagur andi birti þeim sannleikann, áður en al- mættið kom í hjörtu þeirra og sagði: „Verði ljós.“ En hvað um það. Frá þessari stundu á alþingi forðum hefur þessi Guð, sem kallaður var þar til, ráðið hér á meðal okkar, og krossinn verið táknið, helgandi menn og byggð. Allt fram á þenn- an dag. Og svo mun verða áfram, á meðan þjóðin kýs að hverfa ekki annað, leita ekki burt, á vit fram- andi afla. Mér dettur oft í hug gömul saga af manni í flugvél einhvers staðar yfir myrkviðum Afríku. Eldsneytið var á þrotum, og inn- an fárra mínútna yrði hann nauð- beygður til að lenda. En hann vissi, að það var ekki sama hvar. Að lenda nærri hausaveiðurum þýddi bara eitt, dauðann. Hann gæti því eins sveimað yfir trján- um á meðan vélin héldist uppi, í von um að sjá kannski innan tíðar það, sem hann vissi að myndi þýða björgun úr lífsháskanum: krossmark á húsi. Þar hjá myndi öruggt að lenda, því Kristur væri búinn að taka öll völd í því sam- félagi, væri búinn að helga það og vígja, eignast hjörtu manna þar og kvenna og barna. Og þetta gekk eftir, er sagt; maðurinn lenti hjá trúboðsstöð og komst heill frá voðanum. Lítill kross á réttum stað getur því haft mikið að segja, fleira en mörg orð. Og sú þjóð, sem heldur uppi því merki, er að segja við umheiminn: Kristur er hér, í þessu landi, í hjörtum og öllu at- ferli fólkins; hér er öruggt að vera. Í þessu tölum við sama mál og hinar Norðurlandaþjóðirnar, ásamt nokkrum öðrum. Núverandi fáni okkar varð lög- legur innanlandsfáni hér árið 1915, en sem fullgildur þjóðfáni var hann fyrst dreginn að hún við Stjórnarráðið, 1. desember 1918. Fáninn, sem notaður var þar, er nú geymdur í Þjóðminjasafni Ís- lands. Eins er með þann, sem not- aður var á alþingishátíðinni á Þingvöllum árið 1930 og síðar var dreginn á stöng að Lögbergi 1944, daginn sem Ísland varð lýð- veldi. Og á þjóðhátíðardegi Íslend- inga árið 2002, höfum við þennan dýrmæta kross enn fyrir augum, þetta tákn Guðs, sem lífgar og glæðir og boðar frið á jörð. Hann er í miðju fánans okkar, þögult en jafnframt æpandi vitni um af- stöðu landsins í trúarefnum. Á meðan svo er háttað ráðum okkar og gerðum, á meðan Kristur er í því, sem okkur er dýrmætast og kærast, þarf ekki að kvíða fram- tíðinni. Gleðilega þjóðhátíð. Krossfáninn Morgunblaðið/Þorkell sigurdur.aegisson@kirkjan.is Á þjóðhátíðardegi Íslendinga blasir opinber afstaða landsins í trúarefnum við augum hvarvetna, án þess að fólk beint átti sig á því. Sigurður Ægisson íhugar gildi krossins í fánanum okkar þrílita, sem fyrst var tekinn í notkun árið 1915. Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 4564936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni AFMÆLI Á morgun, á þjóðhá- tíðardegi Íslendinga, fagna amma mín og afi, Ágústa Bergmann og Jón G. Bergmann, sex- tíu ára brúðkaupsaf- mæli sínu. Sextíu ár eru langur tími. Og þá áratugi hafa hjónin fyllt í samein- ingu. Þau eru ekki að- eins órjúfanlegur hluti hvort af öðru, heldur besta fyrirmynd sem hægt er að hugsa sér – fágæt gæðablanda, þar sem heildin er langtum sterkari summu einstakra þátta. Uppskriftin að hjónabandinu er í raun sáraeinföld; umhyggja, ást og tryggð en það mætti segja mér að þau séu ein af þeim fáu sem vita upp á hár í hvaða hlutföllum skuli blanda. Þolinmæði er kannski það sem sex áratuga hjónaband kennir fólki, en mig rennir í grun að hún hafi alltaf verið ömmu og afa eðlislæg. Framtakssemi og ósérhlífni eru orð sem ég mun alltaf tengja við þau hjónakorn: Þau eru sannkallaðar hamhleypur til verka. Hvort sem það er við að líta eftir litlum grislingum, skella í pönnukökur eða að parket- leggja heilu íbúðirnar fyrir vini og vandamenn. Enda hefur vart sá nagli verið sleginn í fjölskyldunni án þess að afi hafi haft þar hönd í bagga. Og nagli sem afi neglir heldur fastar en flestir aðrir. Árin sextíu bera því fagurt vitni. Hjá ömmu og afa þarf enginn að drepa tvisvar á dyr. Efsta hæðin á Ljósvallagötunni er fastur punktur í tilverunni þar sem öllum er velkomið að slappa af og ræða við þau um heima og geima, enda una hjónin sér hvergi betur en innan um fólk. Á níræðisaldri þjóta þau um bæ- inn þveran og endilangan, og á tíðum langt út fyrir landsteina, til að heilsa upp á sitt fólk. Og þegar heim er komið arka þau upp á fjórðu hæð á Ljósvallagötunni og fá sér molasopa og nokkra bita af Petit-suðusúkku- laði. Lyginni líkast kynni einhver að segja. Draumi líkast segjum við sem til þekkjum. Það er ekki skrýtið að litlir krakk- ar séu hændir að þeim hjónum, enda eru þau hálfgerð ofurmenni sem ráða yfir flestum þeirra brögðum og kúnstum. Að minnsta kosti er amma svo létt að hún fauk í óveðri á leið heim úr vinnunni – og fyrir litla krakka er æðislegt að eiga ömmu sem getur fokið í roki. Enn betra er samt að eiga ömmu sem aldrei fýkur í. Og ekki spillir fyrir að eiga afa sem er svo pollrólegur að hann getur látið sig fljóta áreynslulaust í Vesturbæj- arlauginni. Dýrmætara er þó að eiga afa sem getur haldið öðrum á floti. Það eru margir sem hugsa hlýtt til ykkar heiðurshjóna í dag, og ég þyk- ist vita að það verði margt um mann- inn á Ljósvallagötunni á morgun. Við systkinin erum öll stödd erlendis og getum því ekki kíkt í kaffi, en ég veit að það verður auðsótt að fá að sötra þá kaffibolla síðar. Um leið og ég sendi ykkur mínar allra bestu kveðj- ur á þessum gleðidegi – vona ég að komandi ár verði ykkur jafnsæt hjónabandssæla og þau sextíu sem á undan eru gengin. Ykkar barnabarn, Halldór Benjamín Þorbergsson. ÁGÚSTA BERGMANN JÓN G. BERGMANN ÞRIÐJUDAGINN 18. júní nk. kl. 16 heldur Kjartan Benediktsson fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í rafmagns- og tölvuverk- fræði. Verkefnið heitir „Lík- ansauðkenning Sanger að- ferðarinnar til raðgreiningar“. Fyrirlesturinn verður hald- inn í fyrirlestrarsal Íslenskr- ar erfðagreiningar, Sturlu- götu 8, og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Verkefnið er unnið í sam- starfi við Íslenska erfðagrein- ingu. Leiðbeinendur Kjartans eru: Jóhannes R. Sveinsson, dósent við Háskóla Íslands, sem er aðalleiðbeinandi, Há- kon Guðbjartsson, fram- kvæmdastjóri upplýsinga- tæknisviðs Íslenskrar erfðagreiningar, og Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla Íslands. „Raðgreining kjarnsýru er mikilvægt skref við leit að stökkbreytingum. Að finna basaröð kjarnsýrunnar felst í úrvinnslu úttaks raðgreining- arvéla. Algengasta raðgrein- ingaraðferðin er Sanger að- ferðin með flúorljómun. Erfðaefnið gengur þá í gegn- um efnahvarf sem gerir mæl- ingu með flúorljómun mögu- lega og síðan rafdrátt sem gerir kleift að meta hver röð basanna er. Í verkefninu er gert líkan af efnahvarfi Sanger aðferð- arinnar, sem ræður eiginleik- um úttaks raðgreiningarvél- anna. Algrímum sem nýta þetta líkan er síðan beitt til greiningar á stökkbreyting- um,“ segir í fréttatilkynningu. Meistara- verkefni í rafmagns- og tölvu- verkfræði- skor
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.