Morgunblaðið - 16.06.2002, Side 48
48 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÓLAFUR G. Sæmundsson næring-
arfræðingur og stjórnarmaður í
Beinvernd ritar greinina „Mjólk er
holl“ (Mbl. 12.
júní), sem svar við
grein minni „Um
beinin“ (Mbl. 6.
júní), þar sem ég
legg áherslu á
neyslu magnesí-
ums og náttúru-
legs D-vítamíns
til varnar bein-
þynningu og
bendi á skaðsemi
gerviefnis, sem
ranglega er kallað „D-vítamín“, að
forðast beri gosdrykki, megrunar-
fæði, ofneyslu fosfórs og próteíns og
ofþjálfun. Ólafur tekur undir ofþjálf-
un og óhófsneyslu próteina nema úr
mjólk. Það er ekki sama, hvaðan illt
kemur á þeim bæ. Ólafur vill ekki
viðurkenna skaðsemi gerviefnis, svo-
kallaðs „D-vítamíns“, sem víða um
lönd er í mjólk og mjólkurafurðum.
Ólafur sakar mig um „ýmsar rang-
færslur“ en gefur í skyn, að af nógu
sé að taka. Hann nefnir þó aðeins
þrjár. Ólafur ritar:
„1. Fullyrt er ranglega, að D-vít-
amín í fæðu (reyndar er D-vítamín í
mjólk nefnt sérstaklega til sögunn-
ar) sé gerviefni og beinlínis heilsu-
spillandi“. Þetta er hreint rugl hjá
Ólafi. Ég bendi á, að D-vítamín sé til
náttúrulegt og sem gerviefni og D-
vítamín sem gerviefni, sem er í raun
hormón, sem einkum finnst í mjólk
og mjólkurvörum, er heilsuspillandi.
Þetta stend ég við. (Sjá: The Preven-
tion and Treatment of Osteoporosis).
Ólafur talar um „D-vítamín í
fæðu“. Skiptingin náttúrulegt D-vít-
amín og „gervi D-vítamín“ er alls
ekki virk hjá Ólafi.
2. Ólafur neitar því, að skortur á
magnesíum sé talinn algengasta or-
sök beinþynningar. Helstu „áhættu-
þættir“ að mati Ólafs eru erfðir, kyn-
ferði og hækkandi aldur. Er Ólafur
að segja okkur, að Beinvernd sé að
berjast við þessa drauga, sem mönn-
um eru áskapaðir og í rauninni ekk-
ert hægt að gera til varnar bein-
þynningu?
Í fyrri hluta greinar sinnar fellst
Ólafur réttilega á, að óhófsneysla
próteina stuðli að beinþynningu. Er
Ólafur ekki þarna í mótsögn við
sjálfan sig? Hann heldur sinni
verndarhendi yfir ofneyslu próteina,
ef þau koma úr mjólk. Er þetta trú-
verðugur málflutningur?
Ólafur telur skort á magnesíum
vera bæði „lítilvægan og sjaldgæf-
an“. Ég bendi á ritið : Cohen, L. and
Kitzes R. „Infrared Spectroscopy
and Magnesium Content of Bone
Mineral in Osteoporotic Women,“
Isr J Med Sci, v. 17, p. 1123-1125,
1981. Þar kemur fram, að 80–85% af
konum í USA fái minna en RDS af
magnesium. Þetta var ritað fyrir 20
árum en þekking á mikilvægi magn-
esíums hefur vaxið með hverju árinu.
Rannsóknir fyrir 1998 sýndu, að
magnesíum (án kalks) getur komið í
veg fyrir beinþynningu. Er þá rétt
hjá Ólafi að segja, að skortur á
magnesíum sé bæði „lítilvægur og
sjaldgæfur“?
Í grein minni get ég um sjúkdóm-
inn „calcinosis“, sem felur í sér of
mikið kalk á hringferð um líkamann
og sjúkdóma, sem af því stafa. Í rit-
inu Elin, R. „Magnesium: The For-
gotten Nutrient“ (1995) segir í laus-
legri þýðingu: „Orsök calcinosis er
mjög algengur skortur á magnesí-
um. . . . Skortur á magnesíum er
mjög alvarlegur og á grundvelli
rannsókna sennilega algengasta or-
sök beinþynningar. Hann hefur jafn-
vel hlutverki að gegna við krabba-
mein.“ Þetta er skrifað fyrir 7 árum.
3. Í minni grein reyni ég að benda
á, að auglýsingar á mjólk og mjólk-
urvörum feli í sér það sem ég nú
mundi kalla: „Því meira mjólkur-
þamb því betra fyrir beinin.“ Reglan
„því meira, því betra“ gildir ekki um
mjólkurneyslu. Þetta viðurkennir
Ólafur í sinni grein, en hann talar
ekki um „mjólk“, heldur „prótein“.
Þarna er Ólafur aftur í mótsögn við
sjálfan sig. Hann skrifar: „Fullyrt er
ranglega, að þar sem mjólk er rík að
próteinum og fosfór leiði mjólkur-
drykkja beinlínis til kalktaps úr lík-
ama.“ 8 línum síðar skrifar Ólafur:
„Hvað varðar próteinneyslu þá ýtir
of lítil neysla undir beinþynningu
rétt eins og óhófsneysla.“ Þetta felur
í sér, að Ólafur viðurkennir, að
óhófsneysla mjólkur leiði af sér bein-
þynningu. Gott hjá Ólafi. Hann er
tvísaga.
Ég hef nú hrakið fullyrðingar
Ólafs um „rangfærslur“ og sýnt fram
á, að „staðreyndir“ Ólafs eru rugl.
Ég vonast til, að Ólafur taki fleiri
„rangfærslur mínar“ til meðferðar,
og sérstaklega hlakka ég til að lesa
um hans álit á gosdrykkjum.
JÓN BRYNJÓLFSSON,
verkfræðingur.
Um beinin 2
Frá Jóni Brynjólfssyni:
Jón
Brynjólfsson
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík