Morgunblaðið - 16.06.2002, Side 50

Morgunblaðið - 16.06.2002, Side 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag fer út Ottó N. Þorláks- son og á morgun fer Örn KE út. Hafnarfjarðarhöfn: Á morgun er Orlik vænt- anlegt. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl 9 og kl. 13 vinnu- stofa, kl. 14 spilavist. Jónsmessuferð verður frá Aflagranda 40 fim. 20. júní. Lagt verður af stað 12.15, ekið verður til Þorlákshafnar-Eyrar- bakka-Selfoss og komið við í Kaupfélaginu. Jónsmessukaffi í Skíða- skálanum. Kaffihlað- borð-skemmtiatriði, dans. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handa- vinnustofan, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30–16.30 opin smíðastofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Bingó er 2. og 4. hvern föstudag. Púttvöllurinn er opinn alla daga. Allar upplýs- ingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–11.30 sam- verustund. Hjúkrunar- fræðingur á staðnum kl. 11–13. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 verslunin opin, kl. 11.20 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9 böðun. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Á morg- un, mánudaginn 17. júní, verða gömlu dans- arnir kl. 20.30 í Hraun- seli á vegum bæjarins. Allir velkomnir. Sjá há- tíðardagskrá. Brids og frjáls spilamennska þriðjudag kl. 13.30. Pútt á Hrafnistuvelli þriðjudag kl. 14–16. Á miðvikudag línudans kl. 11 og pílukast kl. 13.30. Dagsferð að Skógum mið. 19. júní. Lagt af stað frá Hraunseli kl. 10. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Sunnudagur: Dans- leikur kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Félagsstarf fellur niður á mánudag vegna 17. júní. Þriðjudagur. Vest- fjarðaferð 18.–23. júní brottför frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 8. Miðvikudagur. Göngu- Hrólfar fara í létta göngu frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 10. Línu- danskennsla Sigvalda kl. 19.15. Söguferð í Dali 25. júní, dagsferð, Eiríksstaðir-Höskulds- staðir-Hjarðarholt- Búðardalur-Laugar- Hvammur. Léttur há- degisverður að Laugum í Sælingsdal. Kaffihlað- borð í Munaðarnesi. Leiðsögumaður Sig- urður Kristinsson, skráning hafin. Þórsmörk – Langidalur 4. júlí, kaffihlaðborð á Hvolsvelli. Leiðsögn Þórunn Lárusdóttir. Hálendisferð 8.–14. júlí ekið norður Sprengi- sand og til baka um Kjöl, eigum örfá sæti laus. Silfurlínan er opin á mánu- og miðviku- dögum frá kl. 10–12. í s. 588 2111. Skrifstofa fé- lagsins er flutt í Faxa- fen 12, sama síma- númer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Á morgun kl. 9–16.30 opin vinnustofa m.a. handavinna og föndur, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 14 félags- vist. Félagsstarf aldraðra í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Jónsmessuferð á Þingvöll, Selfoss og Stokkseyri, mánudag- innn 24. júní. Lagt af stað kl. 15 frá Damos. Uppl. og skráning hjá Svanhildi í síma 586 8014 e.h. Gerðuberg, félagsstarf. Á miðvikudag kl. 9.30– 16 vinnustofur opnar. Sund kl. 9.30 í Breið- holtslaug. Frá hádegi spilasalur opinn. Veit- ingar í Kaffi Bergi. Á fimmtudag, Jóns- messufagnaður í Skíða- skálanum. Kaffihlað- borð, söngur, dans, happdrætti. Umsjón Ólafur B. Ólafsson. Ek- ið um Heiðmörk o.fl. Allir velkomnir. Veitingar í Kaffi Bergi. Upplýsingar um starf- semina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Tekið verður við stað- festingargjaldi í ferða- lag sundhópsins og fé- lagsstarfsins um Vest- firði dagana 15. til 19. júlí þriðjudaginn 18. júní og miðvikudaginn 19. júní frá kl. 10.30–12 í Gjábakka. Upplýs- ingar í síma 554-3400. Þjóðhátíðarstemmning verður í Gjábakka 17. júní eftir að skemmti- atriðum á Rútstúni lýk- ur. Sjá nánar í dagskrá 17. júní í Kópavogi. Gjábakki opnaður kl. 14.30. Vöffluhlaðborð. Hraunbær 105. Á morgun kl. 9 perlu- saumur og kortagerð, kl. 10 bænastund, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun, kl. 10 boccia, kl. 13 frjáls spilamennska, kl. 13.30 gönguferð. Fótaaðgerð, hársnyrting. Allir vel- komnir. Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10 ganga, kl. 9 fótaaðgerð. Allir vel- komnir. Vesturgata 7. Á morg- un kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 12.15–13.15 danskennsla, kl. 13.30 ganga. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smíðjan, kl. 9.30 bók- band, handmennt og morgunstund. Mið. 19. júní verður farið í rútu- ferð og ekið um Álfta- nes, Hafnarfjörð, Heið- mörk, Hafravatn, Mos- fellsbæ og nýju hverfin í Grafarvogi. Kaffihlað- borð í Ásláki, Mosfells- bæ. Allir velkomnir. Uppl. í síma 561-0300. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids að Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Bridsdeild FEBK í Gullsmára. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. Orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi. Vegna for- falla eru örfá rými laus í dvöl að Laugarvatni 24.–30. júní. Uppl. hjá Birnu í síma 554 2199 eða Ólöfu í s. 554 0388. Ellimálaráð Reykjavík- urprófastsdæma. Boðið er upp á orlofsdvöl í Skálholti í sumar. Í boði eru hópar sem rað- ast þannig: 18.–21. júní og 1.–5. júlí. Skráning á skrifstofu f.h. virka daga í síma 557 1666. Minningarkort Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hringsins. Upplýsingar um minn- ingarkort Barnaspítala- sjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551-4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Bergmál, líknar- og vinafélag. Minningar- kort til stuðnings or- lofsvikum fyrir krabba- meinssjúka og langveika fást í síma 587-5566, alla daga fyr- ir hádegi. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningarkort Graf- arvogskirkju. Minningarkort Grafar- vogskirkju eru til sölu í kirkjunni í síma 587 9070 eða 587 9080. Einnig er hægt að nálg- ast kortin í Kirkjuhús- inu, Laugavegi 31, Reykjavík. Í dag er sunnudagur 16. júní, 167. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Hver sem ekki tekur sinn kross og fylgir mér, er mín ekki verður. (Matt. 10,38.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 tannhvalur, 8 trjástofn- um, 9 koma undan, 10 ambátt, 11 mannsnafns, 13 nytjalönd, 15 hringiðu, 18 ótryggur, 21 rödd, 22 hindri, 23 út, 24 konung- ur. LÓÐRÉTT: 2 sköp, 3 stækja, 4 minn- ast á, 5 ýlfrar, 6 mestur hluti, 7 nagli, 12 fálka, 14 glöð, 15 slátraði, 16 kirtli, 17 umgerð, 18 hljóminn, 19 vitlausu, 20 heimili. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 gráta, 4 sigla, 7 ljáin, 8 öldum, 9 sæl, 11 urta, 13 saur, 14 kaldi, 15 maka, 17 frek, 20 ógn, 22 lepur, 23 æskir, 24 iðrar, 25 annar. Lóðrétt: 1 guldu, 2 áfátt, 3 agns, 4 svöl, 5 gedda, 6 arm- ar, 10 ærleg, 12 aka, 13 Sif, 15 mælti, 16 kopar, 18 ríkan, 19 kórar, 20 órar, 21 næða. Víkverji skrifar... Vinkona Víkverja horfir gjarnaná spennandi leiki í knattspyrnu og handbolta, þótt hún sé langt frá því að vera forfallinn íþróttaáhuga- maður. Henni er líklega farið eins og svo mörgum öðrum, sem hrífast með stemmningunni af og til, en hafa svo engar áhyggjur af gengi liða inn á milli. Nú stendur heims- meistarakeppnin í knattspyrnu auð- vitað sem hæst og sérlegur aukabó- nus var leikur landsliða Íslands og Makedóníu í handbolta á sunnudag. Þessi umrædda vinkona Víkverja, sem viðurkennir fúslega að hún er enginn sérfræðingur í sportinu, treystir á sér fróðari menn þegar kemur að lýsingum á leikjunum. Í sjónvarpi er leikjunum lýst jafnóð- um og afar hjálplegt fyrir hina lítt innvígðu að fá fræðilegar skýringar á því sem ber fyrir augu, auk þess sem blaðamenn skrifa langar grein- ar um leikina. Þessi vinkona Víkverja kom að máli við hann og lýsti sérstakri ánægju sinni með þá þróun, að brot væru nánast úr sögunni í fótbolta og handbolta. Nú þyrftu leikmenn litl- ar áhyggjur að hafa af grófum leik andstæðinga sinna. Máli sínu til stuðnings vísaði vinkonan m.a. til vítaspyrnunnar sem Englendingar fengu í leiknum gegn Argentínu, en helst mátti á fræðingum skilja að þar hefði ekkert brot verið framið. Sumir miðlar tóku að vísu fram að Englendingurinn Owen hefði verið felldur innan vítateigs, en hitt var jafnalgengt að talað væri um að Owen hefði „fiskað“ vítið. Síðdegis- blað orðaði það svo, að Owen hefði gert allt fullkomlega rétt þegar hann fiskaði vítið mikilvæga sem Beckham skoraði úr. Samt hét það svo á öðrum stað í sömu frétt að hann hefði verið felldur! Víkverji veit að umfjöllun af þessu tagi er ekkert einsdæmi, enda hefur hann margoft séð umfjöllun um að hinn eða þessi sóknarmaðurinn hafi „fiskað“ víti, þótt við blasi að varn- armaðurinn braut á andstæðingi sínum. Og þá var auðvitað dæmt víti, eins og reglur gera ráð fyrir. Það er svo allt annað mál, að margir leikmenn telja það auka lík- ur á réttum dómi að kútveltast með tilþrifum eftir slík brot og svo eru þeir sem kútveltast þótt ekkert hafi verið á þeim brotið. Þeir síðar- nefndu eru auðvitað með álíka mik- inn íþróttaanda og hinn brasilíski Rivaldo, sem greip sárkvalinn um andlitið þegar hann fékk bolta í lær- ið. En vinkona Víkverja fagnaði því líka alveg sérstaklega, að brotunum væri að fækka verulega í handbolt- anum og þá sérstaklega í landsleikj- um. Hún sagði þetta afar merkilega þróun; í deildarleikjum hérna heima væru menn nú stundum brotlegir, á meðan aðrir væru duglegir að „fiska“, en um leið og landsliðið spil- aði væri sláandi hversu miklir fiski- menn væru í liðinu. Það væri bara einstaka andstæðingur sem næði að brjóta á okkar mönnum, allir hinir dómarnir, með tilheyrandi auka- köstum, vítum og spjöldum, væru vegna þess að „strákarnir okkar“ kynnu svo vel að veiða andstæð- ingana í einhverjar villugildrur. Ætli þessum íþróttagreinum og iðkendum þeirra sé greiði gerður með lýsingum af þessu tagi? Vík- verji veltir því fyrir sér hvort sann- ur íþróttaandi muni ekki eiga erfitt uppdráttar ef þessu heldur áfram. Grjótmulningur Það er eins og bergið sé brotið og hingað hafi komið grjótmulningur. Liðsmenn Falun Gong og aðrir er- lendir gestir eru af asísku bergi brotnir en ekki af as- ísku bergi brotnu, saman- ber auglýsingu í Morgun- blaðinu sl. fimmtudag. Lesandi. Greindarleg svör MIG langar að þakka fyrir góð og greindarleg svör frá Davíð í Kastljósi sl. fimmtudag. Einnig viðtal- inu við Sólveigu dómsmála- ráðherra. Þessi viðtöl hafa komið manni í skilning um hvernig koma á fram við er- lenda gesti. Þakka kærlega fyrir góð viðtöl. Hlustandi. Áhyggjur ÉG vil lýsa yfir áhyggjum mínum vegna opinberrar heimsóknar kínverska for- setans og þeirra mótmæl- um sem heimsókninni fylgja. Þór. Hafa ekki umboð almennings ÉG vil koma á framfæri mótmælum vegna auglýs- ingar nokkurra aðila sem birtist í Morgunblaðinu fimmtudaginn 13. júní. Í auglýsingunni er beðist af- sökunar fyrir hönd íslensks almennings vegna óskiljan- legs framferðis ríkisstjórn- arinnar vegna heimsóknar forseta Kína. Finnst mér þetta hroki og út í hött og vil ég ekki að svona birtist fyrir mína hönd, sem ís- lensks ríkisborgara. Þessir aðilar sem skrifa undir þessa auglýsingu hafa ekk- ert umboð íslensks almenn- ings til að skrifa fyrir þeirra hönd. Ég tel að þessi samtök Falun Gong séu kurteis skæruliðasamtök sem boða hingað komu sína til að spilla fyrir heimsókn forseta Kína sem forseti Ís- lands bauð hingað til lands með samþykki ríkisstjórn- arinnar. Ég tel að ríkis- stjórnin hafi tekið hárrétt- ar ákvarðanir og sýnt að við erum sjálfstæð þjóð og er ég mjög ánægð með þessa framkomu ríkisstjórnar- innar. Ein bálreið. Tapað/fundið Taska með geisla- diskum týndist SVÖRT taska með geisla- diskum týndist í Hafnar- firði fyrir stuttu. Finnandi hafi vinsamlega samband í síma 565 1071, 862 4654 eða 864 1071. Fundarlaun. Átekin filma í óskilum FILMA, 24 mynda átekin, fannst á Ströndum, rétt sunnan við Hólmavvík. Filman er í upplýsingamið- stöðinni í Félagsheimilinu á Hólmavík. Silfurhálsmen týndist Silfurmen með stórum svörtum steini týndist í miðbæ Reykjavíkur senni- lega í Lækjargötu uppúr miðnætti miðvikudags- kvöldið 12. júní. Finnandi vinsamlegast hringið í síma 895 7724. Fundarlaun. Dýrahald Kettlingur fæst gefins Kettlingur, 10 vikna, fæst gefins. Uppl. í s. 695 7305. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÉG hef alla tíð verið stolt af því að vera Íslendingur, en verð að viðurkenna að ég dauðskammast mín núna. Þvílíkur gunguháttur sem ríkisstjórnarmenn/ konur sýna í þessu máli er einmitt það sem maður skammast sín fyrir, því við kusum þau, og nú enn eina ferðina taka þau málin í sínar hendur og vinna þvert á vilja þjóðarinnar til þess eins að líta vel út hjá ,,stóru“ köllunum en tekst um leið að smána íslensku þjóðina fyrir öll- um þeim sem því trúa að af náttúrunnar hendi fæðist allir jafnir. Ég er reyndar farin að halda að íslenskir stjórn- málamenn séu haldnir mikilli minni- máttarkennd gagnvart valdamönnum heimsins og hlýði því hverju kalli sem þeir gefa því þá finnst þeim eins og þeir skipti einhverju máli því þeir taka þá eftir þeim. Það eitt veit ég að þeir sem alltaf hafa hlýtt skipunum í mannkyns- sögunni eru löngu gleymdir og höfðu ekkert til málanna að leggja. Menn verða stórir af því að hlusta á sína eigin sannfæringu og samvisku, rétt eins og þegar Íslendingar voru ekki gungur og fóru í ,,stríð“ við Breta fyrir ekki svo löngu síðan. Ég vona að ég sé ekki að fara með staðreyndavillur þegar ég tala um skipanir, því ef svo er, er málið mik- ið alvarlegra en ég hélt því þá eru ráða- menn lítið eitt skárri en hinn heilagi Kínaforseti, sem enginn hefur áhuga að fá í heimsókn og á undir engum kring- umstæðum að vera hér frekar en Talib- anar eða herra Saddam. Ég held að það sé kominn tími á að einhver taki af skarið og sýni það í verki að fólk skipti meira máli en peningar. Thelma B. Róbertsdóttir, Miðtúni 74. Þvert á vilja þjóðarinnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.