Morgunblaðið - 16.06.2002, Page 51

Morgunblaðið - 16.06.2002, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 51 DAGBÓK EVRÓPUMÓTIÐ á Ítalíu hefst í dag, sunnudag, þegar 38 þjóðir opna flokksins spila fyrstu tvær umferðirn- ar. Íslenska liðið mætir Belgum og Lettum. Kepp- endur kvennaflokksins eru nokkru færri og hefst spila- mennska kvennanna á mið- vikudaginn. Lið Íslands eru þannig skipuð. Opinn flokk- ur: Karl Sigurhjartarson, Snorri Karlsson, Stefán Jó- hannsson, Steinar Jónsson, Þröstur Ingimarsson og Bjarni Einarsson, en fyrir- liði er Guðm. P. Arnarson. Kvennaflokkur: Ragnheiður Nielsen, Hjördís Sigurjóns- dóttir, Guðný Guðjónsdóttir, Hrafnhildur Skúladóttir, Alda Guðnadóttir og Dóra Axelsdóttir. Fyrirliði er Haukur Ingason. Norður ♠ K65 ♥ K94 ♦ ÁK108 ♣ÁDG Vestur Austur ♠ 9842 ♠ ÁD10 ♥ G1082 ♥ 765 ♦ 7 ♦ G96543 ♣10642 ♣8 Suður ♠ G73 ♥ ÁD3 ♦ D2 ♣K9753 Íslensku landsliðin hafa æft af kappi undanfarnar vikur og kom spil dagsins upp á æfingu kvennaliðsins fyrir stuttu. Svo vill til að eiginmenn sumra landsliðs- kvennanna eru mikilvirkir spilarar og þeir hafa gjarn- an tekið við konarnar sennu í undirbúningsferlinu. Jón Hjaltason er kvæntur Guð- nýju Guðjónsdóttur og hann gekk í andspyrnuhreyf- inguna með Maríu Haralds- dóttur og spiluðu þau gegn Hjördísi og Ragnheiði. Jón vakti í suður á Standard- laufi og síðan lá leiðin upp í sex grönd. Með útspili í spaða hefði Hjördís gert langa sögu stutta, en hún valdi hjarta. Jón tók slaginn heima og spilaði strax ÁDG í laufi. Fór svo heim á hjarta og tók tvo laufslagi í viðbót og henti tveimur spöðum úr borði! Ragnheiður hafði byrjað á því að henda tveimur hjört- um og tveimur tíglum, og í síðasta laufið lét hún spaða- tíuna fara. Hún var þá kom- in niður á ÁD í spaða og gos- ann fjórða í tígli. Jón spilaði nú hjarta á kónginn og tjaldið féll. Aust- ur má alls ekki henda tígli, en ekki heldur spaðadrottn- ingu, því þá má fría gosann. Þetta er dæmi um forþving- un, sem er kastþröng sem verður virk áður en slagur er gefinn. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT ÍSLANDS MINNI Ísland ögrum skorið, eg vil nefna þig, sem á brjóstum borið og blessað hefur mig fyrir skikkun skaparans; vertu blessað, blessi þig blessað nafnið hans. Eggert Ólafsson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert fróðleiksfús og forvit- inn og vilt læra af öllu því sem þú tekur þér fyrir hend- ur. Vertu tilbúinn að takast á við heillarík ár. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert á öndverðum meiði gagnvart ættingja og þarft að hafa hemil á skapi þínu ef þú vilt ekki að allt fari úr böndunum. Farðu samninga- leiðina. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það getur reynst nauðsyn- legt að bera málin upp við samstarfsmenn sína en gættu þess að láta ekki vangaveltur tefja vinnuna um of. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú verður að láta reyna á dómgreind þína því það hefur ekkert upp á sig að láta aðra stjórna lífi þínu á öllum svið- um. Vertu því ákveðinn. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Láttu ekki tímann líða í leti, heldur reyndu að finna þér eitthvað skemmtilegt að gera; eitthvað sem leyfir þér að lifa áhyggjulausa stund. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er eins og allir séu upp- teknir við eigin ófarir. Láttu fólk um að leysa vandamál sín sjálft og sinntu sjálfur eigin málum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ættir ekki að láta draga þig til þess að gera annað en þú vilt sjálfur. Væntingar annarra er ekki þín skylda. Sýndu fullt sjálfstæði. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú þarft ekkert að vera að æsa þig út af því þótt hlut- irnir fari ekki nákvæmlega eins og þú helst vildir. Þú ert ekki einn í heiminum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú verður kynntur fyrir per- sónu sem getur lagt þér lið með ýmsum hætti. Vertu því vel undirbúinn og hafðu öll þín mál á hreinu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þér verða fengin ný verkefni og þótt þér lítist hreint ekki á þau við fyrstu sýn, skaltu hefjast handa ótrauður. Það á eftir að reynast þér vel. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Gættu þess að láta tilfinning- arnar ekki hlaupa með þig í gönur og mundu að það er aðeins gaman að þeim ævin- týrum sem enda vel. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þér finnst gott að vera einn og dvelja í eigin hugarheimi, en gleymdu því þó ekki að maður er manns gaman. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Láttu það ekki hvarfla að þér að hlusta á fólk sem reynir að telja þér hughvarf, en endur- skoðaðu frekar hvort um sanna vináttu sé að ræða. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Hinn17. júní nk. verður áttræð Anna Tryggvadótt- ir, Hamraborg 32, Kópa- vogi. Hún tekur á móti gest- um í Safnaðarheimili Kársnessafnaðar í Kastala- gerði 7 í morgunkaffi frá kl. 9–11 að morgni afmælis- dagsins. Blóm eru vinsam- lega afþökkuð. 80 ÁRA afmæli og SMARAGÐSBRÚÐKAUP. Á morg-un, mánudaginn 17. júní, er áttræður Guðjón Gunn- arsson, Tjarnarkoti, Biskupstungum. Eiginkona hans er Erna B. Jensdóttir. Þennan sama dag eiga þau hjónin einnig 55 ára hjúskaparafmæli. Þau eru að heiman í dag. 90 ÁRA afmæli. Þriðju-daginn 18. júní verð- ur níræð Guðbjörg Hall- varðsdóttir, Dalbraut 27, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á afmælisdag- inn milli kl. 16 og 19 í Veislu- Gallery, Listhúsinu í Laug- ardal, Engjateig 17. 50 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 16. júní, er fimmtugur Guð- mundur Sigurlaugsson, Gnoðarvogi 72, kj. Er Guð- mundur með heitt á könn- unni í dag. 70 ÁRA afmæli. 17. júnínk. verður sjötug Eva Guðrún Williamsdóttir, Hlíðarvegi 53, Ólafsfirði. Í tilefni dagsins tekur hún á móti gestum í húsi Félags eldri borgara Ólafsfirði, frá kl.15–18 þann dag. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e6 7. a4 Be7 8. O-O O-O 9. f4 Dc7 10. Kh1 Rc6 11. Be3 He8 12. a5 Rxa5 13. e5 Rd5 14. Rxe6 Bxe6 15. Rxd5 Bxd5 16. Dxd5 Rc6 17. Bc4 dxe5 18. Dxf7+ Kh8 19. Bd3 Dd6 Staðan kom upp á EM kvenna sem lauk fyrir skömmu í Varna. Hin unga og knáa armenska skákkona Lilit Mkrtchian (2391) hafði hvítt gegn Zhaoqin Peng (2472). 20. Bxh7! Hf8 20... Kxh7 var einnig slæmt vegna 21. Hf3 Bh4 22. Hh3. Framhaldið varð: 21. Dh5 Dh6 22. Dxh6 gxh6 23. Be4 exf4 24. Hxf4 Hxf4 25. Bxf4 Kg7 26. Hd1 Hd8 27. Hxd8 Rxd8 28. g4 Bg5 29. Bc7 b5 30. Bd5 Kf8 31. Kg2 Ke7 32. Kf3 Bf6 33. b3 Re6 34. Bxe6 Kxe6 35. Ke4 Bg5 36. Ba5 Bc1 37. h4 Ba3 38. Bd2 Bf8 39. Kd4 Be7 40. Bxh6 Bxh4 41. Kc5 Bf2+ 42. Kc6 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 70ÁRA afmæli. Á morg-un, mánudaginn 17 júní, er sjötug Ásdís Guð- mundsdóttir Agee frá Gerði, Norðfirði. Er hún stödd hér á landi í tilefni dagsins og tekur hún á móti ættingjum og vinum í dag, 16. júní, frá kl. 15.30 í sal á Skúlagötu 40. Opið mánudaga-föstudaga frá kl. 12-18 og laugardaga frá kl. 12-15 Skólavörðustíg 2 – sími 544 8880. AFSLÁTTADAGAR í tilefni endurbóta á Skólavörðustígnum Glæsilegt úrval af minkapelsum og loðtreflum Blómaskreytinganámskeið Fimm daga námskeið í blómaskreytingum frá kl. 9-17, dagana 24.-28. júní eða 22.-26. júlí. Kenndir eru mismunandi blómvendir, brúðarvendir, skreytingar, kransar og annað eftir óskum. Skráning í síma 555 3932 — Upplýsingar í síma 897 1876. Uffe Balslev VR styrkur Sveppir á milli tánna? Grunar þig að þú þjáist af sveppasýkingu á milli tánna? Við leitum að einstaklingum, 18 ára og eldri, til þess að taka þátt í rannsókn á lyfi til meðferðar á fótsveppasýkingu. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í slíkri rannsókn, þá getur þú skráð þig og fengið frekari upplýsingar í síma 520 4411, sent tölvupóst á hudlaeknastodin@simnet.is eða bréflega til Húðlæknastöðvarinnar, Smáratorgi 1, 200 Kópavogi, merktar: „Svepparannsókn.“                           !   !   "#$%&'$ (   )) *  +   ,   -    +///+&&"01 +#20+01"0!+  3  4  $5  Grafarvogskirkja. Sunnudagur: Bænahóp- ur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 587-9070. Lágafellskirkja. Mánudagur: Al-Anon fundur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánudagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 20. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnudag kl. 19.30. Hvammstangakirkja. KFUM&K starf kirkj- unnar í Hrakhólum mánudag kl. 17.30. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíða- smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Fíladelfía. Sunnudagur: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Heiðar Guðnason. Al- menn samkoma kl. 20. Ræðumaður Vörð- ur L. Traustason. Lofgjörðarhópur Fíladelf- íu syngur. Allir hjartanlega velkomnir. KEFAS, Vatnsendabletti 601. Sunnudag- ur: Samkoma sunnudag kl. 14. Björg R. Pálsdóttir talar. Bænastund fyrir sam- komu kl. 13.30. Lofgjörð og fyrirbænir. Barnagæsla fyrir 1-7 ára börn. Þriðjud: Bænastund kl. 20.30. Miðvikud.: Sam- verustund unga fólksins kl. 20.30. Mikil lofgjörð og orð guðs rætt. Allir velkomnir. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF EINS og undanfarin ár verður há- tíðarguðsþjónusta á þjóðhátíð- ardaginn og hefst hún kl. 13. Gylfi Gröndal, rithöfundur, flytur stól- ræðu og sóknarprestur þjónar fyr- ir altari. Stefanía Ósk Arnardóttir og Helgi Hrafn Ólafsson lesa ritn- ingarlestra. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng und- ir stjórn Julian Hewlett. Kvenna- kór Kópavogs kemur í heimsókn og syngur undir stjórn Natalíu Chow. Þeir kirkjugestir sem þess eiga kost er hvattir til að koma til kirkju á íslenskum búningi eða há- tíðarbúningi. Boðið verður upp á kaffi og konfekt í safnaðarheim- ilinu Borgum að guðsþjónustu lok- inni. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Kvennamessa í Laug- ardal 19. júní Á KVENRÉTTINDADAGINN 19. júní kl. 20.30 heldur Kvennakirkj- an messu við Þvottalaugarnar í Laugardal í samvinnu við Kven- réttindafélag Íslands og Kven- félagasamband Íslands. Í messunni verður fjallað á tákn- rænan hátt um sálarþvott Guðs og þvottur þveginn eins og reykvískar konur gerðu áður fyrr við þvotta- laugarnar. Séra Auður Eir Vil- hjálmsdóttir prédikar og Anna Sigríður Helgadóttir syngur ein- söng. Kór Kvennakirkjunnar leiðir söng við undirleik Aðalheiðar Þor- steinsdóttur. Á eftir verður drukkið kaffi í Café Flórunni í Grasagarðinum. Gospel í Land- fógetagarðinum POPPMESSA verður í Landfóg- etagarðinum (bak við gamla Hress- ingarskálann að Austurstræti 20) á 17. júní kl. 17:00. Gospelsveitin Upendo leikur kraftmikla gosp- eltónlist. Prestarnir Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson flytja samtalsprédikun. Gengið er í gegnum McDonalds inn í garðinn. Mætum í miðborgina og látum hana ilma af menningu, listum og trú á þjóðhátíðardaginn. Miðborgarstarf KFUM&K. Kópavogskirkja 17. júní

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.