Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 1
Sunnudagur 18. ágúst 2002 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð Hótel í miðborginni Óskum eftir að ráða starfsfólk í gestamóttöku, annars vegar á dagvaktir og hins vegar á næt- urvaktir, á tvö hótel í miðborginni. Leitum að fólki með góða tungumálakunnnáttu, hæfni í mannlegum samskiptum, tölvuþekkingu og skilningi á markaðsmálum. Nánari upplýsingar um hótelin er að finna á heimasíðu okkar. www.centerhotels.is Umsóknir óskast sendar á kristof- er@centerhotels.is. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf fljótlega. Hótel Skalbreið er 4ra störnu hótel á Laugavegi 16 og Hótel Klöpp er 3ja stjörnu hótel á Klapparstíg 26. Leikskólinn Heklukot Hellu Leikskólakennarar athugið! Lausar eru til umsóknar stöður aðstoðarleik- skólastjóra og deildarstjóra við leikskólann Heklukot á Hellu. Heklukot er tveggja deilda leikskóli þar sem geta dvalið um 40 börn samtímis. Þetta er gott tækifæri fyrir framsækna leikskólakennara sem vilja starfa í náinni snertingu við umhverfið og náttúruna í fallegu héraði. Samtals eru starf- ræktir þrír leikskólar í sveitarfélaginu. Hella er í sveitarfélaginu Rangárþingi ytra í um 90 km fjarlægð frá Reykjavík. Á Hellu er góð þjónusta á öllum sviðum, þ.á.m. grunnskóli og frábær íþrótta- og útivistarað- staða. Sveitarfélagið getur boðið væntanlegum leik- skólakennurum ódýrt leiguhúsnæði. Upplýsingar veitir Kristín Sveinsdóttir, leik- skólastjóri í síma 487 5956. Byggingatækni- fræðingur — sölustörf Framleiðslufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða byggingatæknifræðing til alhliða sölustarfa hjá söludeild fyrirtækisins. Starfið er fjölbreytt og krefst þess að viðkom- andi hafi góða þekkingu á íslenskum bygg- ingaiðnaði og reglugerðum sem þar gilda, sé gæddur nauðsynlegu frumkvæði og þjónustu- lipurð sölumannsins og öguðum vinnubrögð- um tæknimannsins. Mjög góðrar enskukunn- áttu er krafist og góðrar þekkingar á a.m.k. einu Norðurlandamáli vegna ferðalaga og sölustarf- semi erlendis. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Áhugasamir sendi umsóknir, ásamt upplýs- ingum um fyrri störf, til auglýsingadeildar Morgunblaðsins fyrir 27. ágúst nk., merktar: „Byggingatæknifræðingur“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.