Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 16
16 C SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Gigtarfélag Íslands Vísindasjóður Gigtarfélags Íslands Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr Vísind sjóði Gigtarfélags Íslands til rannsókna á svið gigtsjúkdóma. Umsóknarfrestur er til 1. septe ber nk. Styrkúthlutun verður 12. október nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Gigtar- félags Íslands, Ármúla 5, 108 Reykjavík. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 530 360 Vísindaráð Gigtarfélags Íslands. Umsóknir um styrki Kristnihátíðarsjóður, sem starfar samkvæmt lögum nr. 12 frá 28. febrúar 2001, var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár eru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Hlutverk sjóðsins er tvíþætt: - að efla fræðslu og rannsóknir á menningar- og trúararfi þjóðarinnar og stuðla að umræðum um lífsgildi hennar, siðferði og framtíðarsýn; - að kosta fornleifarannsóknir á helstu sögustöðum þjóðarinnar, m.a. á Þingvöllum, í Skálholti og á Hólum. Starfstími sjóðsins er til ársloka 2005. Ríkissjóður leggur sjóðnum til 100 m. kr. fyrir hvert starfsár. Stjórn Kristnihátíðarsjóðs auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Í samræmi við hlutverk sjóðsins verða styrkir veittir til tveggja sviða, menningar- og trúararfs og fornleifa- rannsókna. Á árinu 2002 verður 55% af úthlutunarfé sjóðsins veitt til fornleifarannsókna en 45% til menningar- og trúararfs. Þeir sem fengu styrk úr sjóðnum á síðastliðnu starfsári hans þurfa að sækja um á ný, óski þeir eftir áframhaldandi stuðningi Kristnihátíðarsjóðs. Sjóðurinn mun leitast við að styðja þau verkefni sem hlutu styrk við síðustu úthlutun, enda uppfylli þau kröfur um framvindu og árangur. Menningar- og trúararfur Sjóðurinn veitir styrki til að efla þekkingu og vitund um menningar- og trúararf þjóðarinnar. Einkum verður litið til margvíslegra verkefna er tengjast almenningsfræðslu, umræðum og rannsóknum og skulu verkefnin m.a. a. miðla fróðleik um siðferðis- og trúarhugmyndir sem mótað hafa þjóðina, t.d. með gerð fræðslu- og námsefnis; b. stuðla að umræðum um lífsgildi þjóðarinnar, siðferði og framtíðarsýn, t.d. fyrir tilstilli mennta- og menningarstofnana eða fjölmiðla; og c. efla rannsóknir á menningar- og trúararfi íslensks samfélags. Fornleifarannsóknir Sjóðurinn veitir styrki til fornleifarannsókna, bæði uppgraftar og skráningar fornleifa, auk kynningar á niðurstöðum rannsókna. Einkum verður litið til rannsóknarverkefna er varða a. mikilvæga sögustaði þjóðarinnar, m.a. Þingvelli, Skálholt og Hóla í Hjaltadal; b. aðra staði tengda sögu kristni á Íslandi, m.a. klaustur og kirkjustaði; c. aðra mikilvæga sögustaði, s.s. verslunarstaði, miðaldabæi og þingstaði. Einnig verður tekið tillit til samvinnu umsækjenda við innlendar og erlendar rannsóknarstofnan- ir eða fræðimenn og áhersla verður lögð á þjálfun og handleiðslu ungra vísindamanna á sviði fornleifafræði á Íslandi. Umsóknir Gerðar eru skýrar faglegar og fræðilegar kröfur til umsækjenda. Miðað er við að verkefnin sem styrkt eru við næstu úthlutun verði unnin á árinu 2003. Umsóknir skulu taka til eins árs í senn en Kristnihátíðarsjóður mun styrkja verkefni sem unnin eru á starfstíma sjóðsins og á árinu 2006. Ekki verða veittir styrkir til verkefna sem þegar er lokið. Einungis verður tekið við umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum. Þau má finna á heimasíðu forsætisráðuneytis (raduneyti.is, sjá forsætisráðuneyti, Kristnihátíðarsjóður). Enn fremur má nálgast eyðublöð á skrifstofu ráðuneytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg (sími 545 84 00, netfang kristnihatidarsjodur@for.stjr.is). Umsóknarfrestur er til 20. september 2002 og verður úthlutað úr sjóðnum hinn 1. desember 2002. Umsóknir til Kristnihátíðarsjóðs skal senda forsætisráðuneytinu, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, 150 Reykjavík. Stjórn Kristnihátíðarsjóðs 18. ágúst 2002 STYRKIRÝMISLEGT Frímerki - seðlar - mynt Thomas Höiland Auktioner A/S í Kaupmannahöfn er stærsta fyrirtækið á Norðurlöndum með uppboð á frímerkj- um og mynt og heldur tvö stór uppboð á hverju ári auk minni uppboða. Dagana 1. og 2. september nk. munu sérfróðir menn frá fyrirtækinu verða á Íslandi í leit að efni á næsta uppboð sem verður í nóvember. Leitað er eftir frímerkjum, gömlum um- slögum og póstkortum, heilum söfnum og lagerum svo og gömlum seðlum og mynt. Þeir verða til viðtals á Hótel Esju sunnu- daginn 1. og mánudaginn 2. september kl. 10.00—12.00 og eftir nánara samkomulagi á öðrum tímum. Það er kjörið tækifæri til að fá sérfræðilegt mat á frímerkjaefni þínu, og til að koma slíku efni svo og gömlum seðlum og mynt á uppboð. Nánari upplýsingar veitir Össur Kristins- son í síma 555 4991 eða 698 4991 eftir kl. 17.00 á daginn. Thomas Höiland Auktioner A/S, Frydendalsvej 27, DK-1809, Frederiksberg C. Tel: 45 33862424 - Fax: 45 33862425. SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Bíbí Ólafsdóttir, Ingibjörg Þengilsdóttir, Erla Alexandersdóttir, og Garðar Björgvinsson michael-miðill starfa hjá félaginu og bjóða fé- lagsmönnum og öðrum uppá einkatíma. Upplýsingar um félagið, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á sím- svara félagsins. Netfang: mhs@vortex.is . Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, Garðastræti 8, Reykjavík ATH.: Höfum opnað aftur eftir sumarleyfi. Miðlarnir og huglæknarnir: Birgitta Hreiðarsdóttir, Guð- rún Hjörleifsdóttir, Hafsteinn Guðbjörnsson, Kristín Karls- dóttir, Lára Halla Snæfells, María Sigurðardóttir, Rósa Ólafsdóttir, Skúli Lórenzson og Þórunn Maggý Guðmunds- dóttir starfa hjá félaginu og bjóða upp á einkatíma. Einnig starfar Amy Engilberts dulspekingur hjá félaginu og býður upp á einkatíma. Friðbjörg Óskarsdóttir heldur utan um mannræktar-, þróunar- og bænahringi. Oddbjörg Sigfúsdóttir (Laila) frá Fellabæ verður við störf hjá félaginu. Laufey Héðinsdóttir spámiðill hefur líka hafið störf hjá félaginu. Upplýsingar og bókanir eru í s. 551 8130 alla virka daga frá kl. 9.00—15.00. Einnig er hægt að senda fax, 561 8130, eða tölvupóst, srfi@isholf.is . SRFÍ. FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Í kvöld kl. 19.30: Bænastund. Kl. 20.00: Hjálpræðissamkoma í umsjón Immu og Miriam. Ofurstarnir Carl og Gudrun Lyd- holm taka þátt. Allir hjartanlega velkomnir. Sunnud. Samkoma kl. 16.30. Þriðjud. Samkoma kl. 20.30. Miðvikud. Bænastund kl. 20.30. Fimmtud. Unglingarnir kl. 20. Samkomur með Donnie Swagg- art og Roy Chagon frá föstudegi til sunnudags. Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Athugið breyttan samkomu tíma! Bænastund kl. 16:00. Almenn samkoma kl. 16:30. Högni Valsson predikar. Lof- gjörð og fyrirbænir. Deildaskipt barnastarf á sama tíma. Allir hjartanlega velkomnir. Hafin er skráning á námskeiðin: Alfanámskeið, „Að sættast við fortíðina“ og Lækningardaga sem hefjast öll í september. „Varpa áhyggjum þínum á Drottinn, hann mun bera um- hyggju fyrir þér.“ upplýsingar er að finna á mbl.is/upplýsingar ATVINNU- OG RAÐAUGLÝSINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.