Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 C 7
endurskoðun og reikningsskil
rekstrar- og stjórnunarráðgjöf
skattaráðgjöf
fjármálaráðgjöf
www.kpmg.is
Egilsstaðir og Sauðárkrókur
©2002 KPMG Endurskoðun hf., aðili að KPMG International.
KPMG hyggst ráða einstaklinga til starfa á skrifstofum félagsins
á Egilsstöðum og Sauðárkróki. Óskað er eftir umsóknum frá
aðilum sem hafa mikla starfsreynslu við bókhald og uppgjör.
Leitað er eftir viðskiptafræðingum af endurskoðunarsviði eða
fólki með sambærilega menntun. Starfið gerir kröfur um
sjálfstæð vinnubrögð, dugnað og samskipahæfni.
Hafir þú áhuga hvetjum við þig til að hafa samband við Andrés
Guðmundsson starfsmannastjóra, agudmundsson@kpmg.com,
sími 545 6000, Kristján Jónasson löggiltan endurskoðanda á
Sauðárkróki, kjonasson@kpmg.com, sími 453 6070 eða Guðlaug
Sæbjörnsson á Egilsstöðum, gsaebjornsson@kpmg.com,
sími 471 1112.
Fjármálastjóri
Tækniháskóla Íslands
Tækniháskóli Íslands óskar eftir að ráða fjár-
málastjóra. Æskilegt að viðkomandi geti hafið
störf sem fyrst.
Starfssvið:
● Fjármálastjóri sér um gerð áætlana, uppgjör,
bókhald og reikningshald. Einnig kemur
hann að vinnu við stefnumótun og samskipti
við aðila innan- og utanhúss.
Menntunar- og hæfniskröfur:
● Háskólamenntun á sviði viðskipta eða
rekstrar.
● Reynsla af fjármálastjórn, áætlanagerð og
uppgjöri.
● Þekking á rekstrarhugbúnaði.
● A.m.k 3 ára starfsreynsla af sambærilegu
starfi.
● Góð kunnátta í talaðri og ritaðri íslensku og
ensku.
● Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð.
● Hæfni í mannlegum samskiptum.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum
ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknir, með ferilsskrá og meðmælendum,
berist til Tækniháskóla Íslands, Höfðabakka
9, 110 Reykjavík, merktar „fjármálastjóri” eða
í tölvupósti á netfangið rektor@ti.is .
Nánari upplýsingar veitir Stefanía K. Karlsdótt-
ir, rektor Tækniháskóla Íslands (rektor@ti.is),
í síma 577 1400. Umsóknarfrestur rennur út
kl. 12.00 mánudaginn 26. ágúst 2002.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð-
un hefur verið tekin um ráðningu.
Tækniháskóli Íslands er háskóli atvinnulífsins og býður upp á nám
á sviði tæknifræði, heilbrigðisvísinda og viðskiptafræða í öflugu
samstarfi við íslenskt atvinnulíf.
Ós er foreldrarekinn leikskóli fyrir 26 börn á
aldrinum tveggja til sex ára. Skólinn starfar í anda
Hjallastefnunnar sem byggir á einfaldleika, skýru og
rólegu umhverfi, einbeitingu og friði. Ímyndun, sköpun
og skynjun barnanna sjálfra er í fyrirrúmi. Dagskrá er
skýr, skipuleg og aldurs- og kynjaskipt hluta úr degi.
Störf í boði á Ósi
Leikskólakennarar óskast í 100% stöðu og
stuðningskennari í 50% stöðu nú þegar.
Í boði eru krefjandi og uppbyggileg störf í
heimilislegu umhverfi þar sem gleðin ræður ríkjum.
Umsækjendur eru velkomnir í heimsókn
og allar nánari upplýsingar veitir
Hrefna Gunnarsdóttir leikskólastýra í síma 552 32 77.
Ryðfrí stálsmíði
Við óskum eftir að ráða málmiðnaðarmenn
vana ryðfrírri stálsmíði eða smíði í þunnum
plötum. Einungis vanir menn sem geta unnið
sjálfstætt og hafa áhuga á vönduðum vinnu-
brögðum koma til greina.
Einnig getum við bætt við okkur manni í kæli-
deild með reynslu í rafmagni.
FROSTVERK ehf.,
Skeiðarási 8, 210 Garðabæ, sími 565 7799.
FRÁ HJALLASKÓLA
• Þroskaþjálfi óskast í fullt starf við
Hjallaskóla.
Launakjör skv. kjarasamningum Þroskaþjálfa-
félags Íslands eða Sf.K. og Launanefndar sveitar-
félaga.
Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um
starfið.
Umsóknarfrestur er til 23. ágúst nk.
Upplýsingar gefur Guðlaug Snorradóttir í síma
554 2033.
Starfsmannastjóri
KÓPAVOGSBÆR
FRÁ SALASKÓLA
Salaskóli auglýsir eftir eftirfarandi starfs-
fólki:
• Tónmenntakennara í hlutastarf, tvo
morgna í viku, til að kenna yngstu nem-
endum skólans, m.a. forskólaefni tón-
listarskóla. Fámennir hópar, frábær
aðstaða.
• Íþróttakennara til stundakennslu tvo
morgna í viku. Kennt í íþróttahúsinu
Smáranum.
Launakjör skv. kjarasamningum KÍ og Launa-
nefndar sveitarfélaga.
• Starfsfólki til ýmissa starfa m.a. í
dægradvöl.
Launakjör skv. kjarasamningum Starfsmanna-
félags Kópavogs og Launanefndar sveitarfélaga.
Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um
störfin.
Salaskóli er að hefja sitt annað starfsár. Þar ríkir
góður starfsandi í áhugasömum hópi nemenda og
starfsfólks. Nemendur eru um 200 á aldrinum 6 til
12 ára.
Nánari upplýsingar gefa Hafsteinn Karlsson
skólastjóri og Hrefna Björk Karlsdóttir
aðstoðarskólastjóri í síma 570 4600. Heimasíða
skólans er www.salaskoli.is og netfangið er
salaskoli@salaskoli.is
Starfsmannastjóri
KÓPAVOGSBÆR