Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 C 13
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Svæðisskrifstofa
málefna fatlaðara
á Vesturlandi
Styrkir
Auglýsing um styrki vegna
námskostnaðar og verkfæra-
og tækjakaupa fatlaðra.
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Vesturlandi
auglýsir styrki skv. reglugerð við 27. grein laga
nr. 59/1992 um málefni fatlaðra vegna náms-
kostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra.
Heimilt er að veita þeim, sem eru 18 ára og
eldri, styrk til verkfæra- og tækjakaupa í sam-
bandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi,
enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg
hæfing eða endurhæfing, sem miði að því að
auðvelda fötluðum að skapa sér atvinnu.
Einnig er heimilt veita styrk til greiðslu náms-
kostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt
ákvæðum annarra laga, enda teljist námið hafa
gildi sem hæfing eða endurhæfing.
Umsóknir skulu berast Svæðisskrifstofu mál-
efna fatlaðra Vesturlandi, Bjarnarbraut 8, 310
Borgarnesi, á þar til gerðu eyðublaði félags-
málaráðuneytis ásamt greinargerð, fyrir
19. september nk. Þeir, sem eiga inni umsókn,
þurfa ekki að endurnýja umsóknina.
Umsóknareyðublöð og nánari uppl. er hægt
að fá hjá Huldu Birgisdóttur, iðjuþjálfa á Svæð-
isskrifstofu Vesturlands, í síma 437 1780.
Menntamálaráðuneytið
Styrkir til háskólanáms
og rannsókastarfa í
Þýskalandi
Þýska sendiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt
íslenskum stjórnvöldum að boðnir séu fram
eftirtaldir styrkir handa Íslendingum til náms
og rannsóknarstarfa í Þýskalandi á námsárinu
2003-2004:
a) Allt að fjórir styrkir til háskólanáms.
Styrkirnir eru ætlaðir námsmönnum sem eru
komnir nokkuð áleiðis í háskólanámi (hafa
lokið prófi sambærilegu við BA- eða BS-próf)
eða kandídötum til framhaldsnáms.
Umsækjendur skulu vera yngri en 32 ára og
ekki hafa dvalið lengur en tvö ár í Þýskalandi
við upphaf styrktímabils.
b) Allt að þrír styrkir til að sækja þýskunám-
skeið sumarið 2003.
Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja
ára háskólanámi, vera yngri en 32 ára og
leggja stund á nám í öðrum greinum en
þýsku. Einnig þurfa þeir að hafa góða undir-
stöðukunnáttu í þýskri tungu.
c) Nokkrir styrkir til vísindamanna til námsdval-
ar og rannsóknarstarfa um allt að sex
mánaða skeið.
Umsóknir, ásamt staðfestum afritum prófskírt-
eina og meðmælum, skulu sendar mennta-
málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykja-
vík, fyrir 10. október nk.
Þó þurfa umsóknir frá vísindamönnum, sem
hyggja á rannsóknardvöl í Þýskalandi frá 1. janú-
ar 2003 að hafa borist fyrir 10. september nk.
Sérstök umsóknareyðublöð og nánari upplýs-
ingar fást í ráðuneytinu og á heimasíðu Deutsc-
her Akademischer Austauschdienst (DAAD)
www.daad.de/en/
Menntamálaráðuneytið, 23. ágúst 2002.
menntamalaraduneyti.is
SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ
Fundur vegna deiliskipulags
af Norðlingaholti
Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar
og formaður skipulags- og byggingarnefndar
boða til fundar um auglýsta deiliskipulagstillögu
af Norðlingaholti,
mánudaginn 26. ágúst kl. 20.00.
Fundurinn er öllum opinn og verður haldinn í sal
Selásskóla við Selásbraut.
Skipulags- og byggingarsvið
Reykjavíkurborgar.
TILBOÐ / ÚTBOÐ
ÚU T B O Ð
Forval nr. 13088 Lögreglukerfi —
upplýsingakerfi fyrir lögregluna
Ríkiskaup fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins
efna til forvals til þess að velja þátttakendur í
fyrirhugað útboð á verkefninu — „Lögreglukerfi
— upplýsingakerfi fyrir lögregluna“.
Lögreglukerfið er nýtt hugbúnaðarkerfi fyrir
lögregluna sem leysir af hólmi nokkur þeirra
kerfa sem fyrir eru og hafa verið í þróun frá árinu
1994. Hlutverk lögreglukerfisins er að halda utan
um dagbókarskráningar lögreglunnar, skýrslu-
gerð, vinnslu mála, handtökur og önnur gögn
þessu tengt.
Lögreglukerfið verður keyrt á lokuðu tölvuneti
dómsmálaráðuneytisins sem nær til lögreglu-
embætta um allt land.
Þátttökutilkynningum fyrir forvalið skal skilað
til Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, eigi
síðar en fimmtudaginn 3. október 2002 kl. 14.00
þar sem þær verða opnaðar að viðstöddum
þeim þátttakendum sem þess óska.
Forvalsgögn verða til sýnis og sölu hjá Ríkis-
kaupum frá og með þriðjudeginum 27. ágúst.
Verð forvalsgagna er kr. 3.500.
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h.
Orkuveitu Reykjavíkur vegna Hitaveitu
Akraness og Borgarfjarðar, óskar eftir til-
boðum í lagningu dreifikerfis og
stofnlagnar hitaveitu á Hvanneyri.
Útboðið nær til jarðvinnu og frágangs á
hitaveitupípu ásamt tilheyrandi búnaði
og byggingu lokahúss.
Lagningu dreifikerfis skal vera lokið
1. nóvember 2002 og verkinu í heild skal
vera að fullu lokið eigi síðar en 1. júlí
2003.
Áætlaðar helstu magntölur eru:
Gröftur/dreifikerfi 600 m
Gröftur/aðveita 450 m
Hitaveitulagnir ø20-ø100 600 m
Hitaveitulagnir, aðveita ø150 450 m
Útboðsgögn fást á skrifstofu Innkaupa-
stofnunar Reykjavíkurborgar frá og
með 26. ágúst 2002, gegn 10.000 kr.
skilatryggingu.
Opnun tilboða: 10. september 2002
kl. 11.00 á skrifstofu Innkaupastofnun-
ar Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, 101
Reykjavík.
ÚU T B O Ð
Eftirfarandi útboð eru til sýnis og sölu á skrif-
stofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík:
*Nýtt í auglýsingu
13102 Ljósritun — Rammasamningsútboð.
Ríkiskaup, fyrir hönd áskrifenda að
rammasamningakerfi Ríkiskaupa á hverj-
um tíma, standa fyrir útboði á ljósritun
og tengdri þjónustu. Opnun 17. septem-
ber 2002 kl. 11.00. Verð útboðsgagna kr.
3.500.
Útboð
Íslandspóstur hf óskar eftir tilboðum í þjónustu
landpósts frá Patreksfirði. Gert er ráð fyrir 3ja
ára samningi og að nýr verktaki hefji störf 1.
október 2002.
Afhending útboðsgagna fer fram hjá stöðvar-
stjóra Íslandspósts hf. á Patreksfirði, frá og með
27. ágúst 2002, gegn 3.000 kr. skilatryggingu.
Tilboðum skal vera búið að skila á pósthúsið
Patreksfirði eigi síðar en fimmtudaginn 5. sept-
ember 2002 kl. 14.00. Tilboð verða opnuð sama
dag kl. 14.15 í húsakynnum Íslandspósts á
Patreksfirði að viðstöddum þeim bjóðendum,
sem þess óska. Réttur er áskilinn til að taka
hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Útboð
Söluskrá SVFR og Veiðimaðurinn
Stangaveiðifélag Reykjavíkur (SVFR) óskar eftir
tilboðum í vinnslu og útgáfu söluskrár félags-
ins fyrir árið 2003 og í útgáfu tímaritsins Veiði-
maðurinn frá og með næstu áramótum.
Tilboðsgögn munu liggja fyrir á skrifstofu
félagsins á Háaleitisbraut 68 frá og með
26. ágúst nk.
Tilboðum skal skila eigi síðar en 4. september
nk. á skrifstofu félagsins. SVFR áskilur sér allan
rétt til að taka eða hafna hverju þeirra tilboða
sem kunna að berast.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur,
Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík,
sími 568 6050, fax 553 2060, svfr@svfr.is
ÚU T B O Ð
13103 — Sendibifreiðaakstur
— Rammasamningsútboð
Ríkiskaup, fyrir hönd áskrifenda að rammasamn-
ingakerfi Ríkiskaupa á hverjum tíma, óska eftir
tilboðum í sendibifreiðaakstur eftir þjónustu-
svæðum um allt land. Um er að ræða flutn-
ingaþjónustu í hefðbundnum sendibifreiðaakstri
fyrir ráðuneyti, stofnanir og fyrirtæki ríkisins.
Samningstími er 2 ár og er möguleiki á fram-
lengingu.
Útboðsgögn eru til sýnis og sölu á kr. 3.500 hjá
Ríkiskaupum, Borgartúni 7, 105 Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað 8. október
2002 kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum
sem þess óska.
mbl.is
ATVINNA