Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Akureyrarbær
Búsetu- og öldrunardeildir
Iðjuþjálfar
Lausar eru til umsóknar þrjár 50 % stöður
iðjuþjálfa hjá Búsetu- og öldrunardeildum
Akureyrarbæjar:
Við öldrunarstofnanir Akureyrarbæjar eru
lausar til umsóknar tvær 50% stöður iðjuþjálfa.
Störf þessi eru ný og verða hlutverk iðjuþjálf-
anna m.a. eftirfarandi:
● mat og þjálfun íbúa í daglegum athöfnum,
● stuðla að fjölbreyttri iðju sem hæfir áhuga
og færni íbúa,
● sjá um að útvega hentug hjálpartæki,
● miðla fræðslu og ráðgjöf til annarra starfs-
manna.
Akureyrarbær rekur umfangsmikla öldrunarþjónustu bæði innan
og utan stofnanna. Stofnanirnar eru Dvalar- og hjúkrunarheimilið
Hlíð þar sem eru 82 hjúkrunarrými og 42 dvalarrými, Heimili aldraðra
í Kjarnalundi þar sem eru 48 dvalarrými og sambýli aldraðra við
Bakkahlíð en þar eru 8 hjúkrunarrými. Að auki er starfrækt dagvist
í tengslum við dvalarheimilið Hlíð og rými þar eru 8.
Fjöldi starfsmanna stofnananna er um 200.
Við heimaþjónustu Akureyrarbæjar er laus
til umsóknar ein 50% staða iðjuþjálfa. Þjónusta
iðjuþjálfa hefur verið hluti af heimaþjónustu
bæjarins undanfarin ár og eru þessi verkefni
helst:
● taka á móti tilvísunum og aðstoða við þjón-
ustumat í heimahúsum
● sjá um að útvega hentug hjálpartæki
● stuðla að þróun þjónustunnar
● miðla fræðslu og ráðgjöf til annarra starfs-
manna o.fl.
Æskilegt er að starfsmenn geti hafið störf sem
fyrst, annars eftir nánara samkomulagi.
Upplýsingar um störfin veitir Brit J. Bieltvedt,
deildarstjóri Búsetu- og öldrunardeilda í síma
462 7930 f. h. og síma 460 1410 e. h.
Laun eru skv. gildandi kjarasamningum við-
komandi stéttarfélags, frekari upplýsingar um
launakjör fást á starfsmannadeild Akureyrar-
bæjar í síma 460 1060.
Umsóknareyðublöð fást í upplýsingaanddyrir
Akureyrarbæjar, Geislagötu 9 og á heimasíðu
bæjarins: www.akureyri.is .
Umsóknir skulu berast á Búsetudeild, Glerár-
götu 26 eða á Dvalar- og hjúkrunarheimilið
Hlíð, Austurbyggð 17, 600 Akureyri, fyrir 4.
september 2002.
Iðjuþjálfar
óskast á geðdeildir. Um er að ræða störf á
móttökudeildum v. Hringbraut og á
nýuppgerðri endurhæfingardeild, Arnarholti.
Á móttökudeildunum meta iðjuþjálfar m.a.
færni einstaklinga, undirbúa þá fyrir útskrift
eða tengja öðrum úrræðum. Starf iðjuþjálfa á
Arnarholti felst í því að meta færni/
þjónustuþörf og auka sjálfstæði og lífsgæði
þeirra sem eiga við króníska geðsjúkdóma að
stríða. Óskum eftir sjálfstæðum,
hugmyndaríkum og áræðnum einstaklingum
með góða samskiptahæfileika. Faghandleiðsla
fyrir þá sem þess óska. Iðjuþjálfar með réttindi
til að nota matsaðferðir AMPS eða A-ONE
ganga fyrir.
Upplýsingar veitir Elín Ebba Ásmundsdóttir,
forstöðuiðjuþjálfi, í síma 543 4004, netfang
ebba@landspitali.is
Aðstoðarmenn iðjuþjálfa
óskast á geðdeildir. Vinna í iðjuþjálfun gefur
dýrmæta undirstöðu fyrir framtíðarmenntun
og störf. Leitum eftir einstaklingum sem hafa
áhuga á að afla sér reynslu í mannlegum
samskiptum og efla eigin þroska.
Upplýsingar veita yfiriðjuþjálfarnir Sylviane
Pétursson í síma 543 4420/2143, netfang
sylviane@landspitali.is og Fanney Karlsdóttir
í síma 543 4251/52, netfang
fanneybk@landspitali.is
Félagsráðgjafi
óskast til starfa í 6 mánuði á Barna- og
unglingageðdeild frá og með 15. sept. n.k. eða
samkvæmt samkomulagi.
Félagsráðgjafarmenntun áskilin, reynsla í starfi
og þekking á fjölskylduvinnu æskileg. Starfið
felst m.a. í að skipuleggja samvinnu við
fjölskyldur unglinga og veita ráðgjöf og
meðferð þegar við á.
Upplýsingar veita Sveinbjörg J. Svavarsdóttir,
forstöðufélagsráðgjafi, í síma 543 4200,
netfang sveinbsv@landspitali.is og Hrefna
Ólafsdóttir, yfirfélagsráðgjafi, í síma 543 4300,
netfang hrefnaol@landspitali.is
Umsóknarfrestur ofangreindra starfa er til
9. september n.k. nema annað sé tilgreint.
Stál-orka ehf.,
Hafnarfirði
Atvinna í boði. Óskum eftir að ráða járnsmiði
til starfa strax. Þurfa að vera vanir skipavið-
gerðum og helst með sveinspróf. Upplýsingar
gefur Benedikt í síma 565 0399 á mánudag milli
kl. 16.00 til 18.00.
Til sölu
í Mývatnssveit
Fasteign að Reykjahlíð 2, 56 m2, við Hótel
Reykjahlíð. Fasteignamatsnúmer 2116-3142.
Byggingin er seld í því ástandi sem hún er í
og skal kaupandi fjarlægja hana af svæðinu
fyrir 1. október 2002. Eignin er til sýnis á
staðnum.
Upplýsingar fást hjá Guðmundi Tryggva
Sigurðssyni, Olíufélaginu ehf., í síma 560 3300.
WWW.SELSTAD.NO
SELSTAD er leiðandi veiðarfæraframleiðandi fyrir heims-
markað. Fyrirtækið rekur starfsstöðvar á helstu útgerðar-
stöðum á vestuströnd Noregs auk þess sem ein starfsstöð
er rekin í Danmörku. Selstad er einnig stærsti hluthafi í
ICEDAN ehf, sem rekur fjórar starfsstöðvar á Íslandi og
eina í Kanada.
Selstad AS í Måløy, Noregi óskar
eftir að ráða
Óskum eftir að ráða til okkar netagerðar-
meistara eða starfskraft vanan netagerð í
framtíðarstarf í Noregi sem fyrst.
Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu í
nýju 3.200 m² framleiðsluhúsnæði í næst
stærstu fiskihöfn Noregs, Måløy. Fyrir-
tækið mun aðstoða eftir fremsta megni
með að finna hentugt leiguhúsnæði.
Måløy er stærsti bærinn innan Vågsøy
sýslunnar á vesturströnd Noreges. Þar
búa alls 6.500 manns og þar eru góðir
leik- og menntaskólar, mikil menning og
tómstundarmöguleikar í fallegu um-
hverfi.
Hafir þú spurningar um starfið er hægt
að hafa samband við Håkon Vederhus í
síma 0047 90 99 95 35 eða Ólaf Steinars-
son í síma 550 8400.
Umsóknir ásamt meðmælum skulu
sendar til: Selstad AS, PO Box 163,
N-6701 Måløy, Norge.
Umsóknarfrestur er til 8. ágúst 2002.