Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 C 7 Utanríkisráðuneytið Flutningsskyldur ritari Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir flutnings- skyldum ritara til starfa í utanríkisþjónustunni. Gerð er krafa um að viðkomandi hafi a.m.k. stúdentspróf eða sambærilega menntun og mjög góða tungumálakunnáttu. Viðkomandi þarf að hafa góða aðlögunarhæfni og eiga gott með mannleg samskipti. Gert er ráð fyrir að viðkomandi starfsmaður starfi fyrst um sinn við almenn skrifstofustörf í ráðuneytinu, en fari til starfa erlendis að nokkrum tíma liðnum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi fjár- málaráðherra og Félags starfsmanna stjórnar- ráðsins og ákvæðum laga um utanríkisþjón- ustu Íslands. Litið verður svo á, að starfsumsóknir sem ber- ast gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. Umsóknir berist fyrir 16. september 2002 til utanríkisráðuneytisins, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík. Windows forritarar: Fyrirtækið óskar eftir forriturum með þekkingu á C/C++ og Microsoft SDK/MFC. Viðkomandi munu m.a. taka þátt í hópvinnu við hönnun og forritun nýrrar útgáfu Lykla-Péturs. Linux forritarar: Einnig leitar fyrirtækið að forriturum með þekkingu og reynslu af forritun fyrir Unix stýrikerfi. Reynsla af Perl, C, skeljaforritun, einfaldri vefforritun (CGI), Linux og BSD er æskileg. Æskilegt er að umsækjendur hafi a.m.k. 1-2 ára starfsreynslu í hugbúnaðargerð og séu útskrifaðir með tölvunarfræðimenntun á háskólastigi. Ef nánari upplýsinga er óskað vinsamlegast hafið samband með tölvupósti: jobs@frisk.is. Umsóknum má skila í tölvupósti til jobs@frisk.is eða í pósti á póstfangið: Friðrik Skúlason ehf. -umsókn Þverholt 18 105 Reykjavík Umsóknarfrestur er til og með 2. september Hjúkrunarfræðing vantar til starfa á Heilsugæsluna Seltjarnarnesi frá 1. okt. n.k í 80% starf. Starfið er sjálfstætt og felst í ung- og smábarnavernd, mæðravernd og almennri móttöku. Leitað er eftir hjúkrunarfræðingi sem býr yfir reynslu af störfum í heilsugæslu. Nánari upplýsingar veitir Ágústa Dúa Jónsdóttir, hjúkrunarforstjóri Heilsugæslunnar Seltjarnarnesi í s: 561 2070 eða á netfangi: Dua.Jonsdottir@hgsel.is Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist til: Starfsmannasviðs Heilsugæslunnar, Barónsstíg 47, 101 Reykjavík fyrir 9. september n.k. Reykjavík, 25. ágúst 2002. Hjúkrunarfræðingur Heilsugæslan Seltjarnarnesi Heilsugæslan, Starfsmannasvið Barónsstíg 47, 101 Reykjavík www.hr.is Seltjarnarnesbær Bókband Kennari eða leiðbeinandi óskast til að kenna bókband einu sinni í viku, næstkomandi vetur, í húsi aldraðra á Skólabraut 3—5, Seltjarnarnesi. Öll tæki á staðnum og allur aðbúnaður góður. Nánari upplýsingar gefur Þóra Einarsdóttir eða Snorri Aðalsteinsson á Bæjarskrifstofum Seltjarnarness, Austurströnd 2, sími 595 9100. Seltjarnarnesbær — félagsþjónusta. Kennsla — snyrtivörur Starfskraftur óskast í hlutastarf. Sveigjanleg- ur vinnutími. Þarf að hafa góða förðunar- kunnáttu. Upplýsingar um menntun, fyrri störf, með- mæli, aldur og heimilishagi sendist á auglýs- ingadeild Mbl. eða tölvupósti box@mbl.is fyrir 31. ágúst, merktar: „Förðun — 12648." Droplaugarstaðir Hjúkrunarheimili Snorrabraut 58 Hjúkrunarfræðingar - Sjúkraliðar Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast til starfa sem fyrst. Vinnufyrirkomulag og starfs- hlutfall samkomulagsatriði. Droplaugarstaðir er heimilislegt hjúkrunar- heimili í miðborg Reykjavíkur. Á heimilinu eru tvær hjúkrunardeildir, þar búa 68 heimilismenn. Hvernig væri nú að koma við og kynna sér að- stæður. Við munum taka vel á móti ykkur. Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur- borgar og viðkomandi stéttarfélags. Allar nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Þóris- dóttir, hjúkrunarfræðingur í síma 552 5811. Netfang: ingibjorgth@fel.rvk.is . Sjá einnig almennar upplýsingar um laus störf og starfsmannastefnu Félagsþjónustunnar á vefsíðunni: www.felagsthjonustan.is . Snyrtistofan Helena fagra Snyrtifræðingur Viltu vinna sjálfstætt á þægilegum vinnustað? Get boðið þér stól til leigu, allt innifalið. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „HF — 12639". Trúnaði heitið. Stuðningur við fólk með fötlun - Hlutastarf Óskum eftir að ráða starfsfólk við íbúðarkjarn- ann í Einarsnesi til aðstoðar og stuðnings ungu fólki með fötlun, í sjálfstæðri búsetu. Um er að ræða 50%-80% hlutastarf, í kvöld- og helgar- vinnu, frá 1. september nk. Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborg- ar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Allar nánari upplýsingar um starfið veita Rannveig Þorvaldsdóttir frá kl. 8-12, í síma 561 3041 og Katrín Jacobsen, yfirþroskaþjálfi frá kl. 9-12, í síma 561 3141, alla virka daga. Umsóknum má skila á netfang: katrinj@fel.rvk.is . Sjá einnig almennar upplýsingar um laus störf og starfsmannastefnu Félagsþjónustunnar á vefsíðunni: www.felagsthjonustan.is . Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Mötuneyti nemenda Óskað er eftir faglærðu starfsfólki til að annast matreiðslu, innkaup og annan rekstur í nýjum mötuneytum nemenda í Engidalsskóla (s. 555 4433) og í Öldu- túnsskóla (s. 555 1546). Um er að ræða nýja og spennandi þjónustu sem við- komandi starfsfólk tekur þátt í að móta. Ráðið verður í stöðurnar sem fyrst en allar upplýsingar gefa skólastjórar við- komandi skóla. Launakjör eru sam- kvæmt samningum viðkomandi stéttar- félags við launanefnd sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 1. september og er umsækjendum bent á að hægt er að sækja um rafrænt á hafnarfjordur.is Fræðslustjórinn í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.