Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 8
8 C SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vantar í eftirfarandi stöður á veitingastaðnum „Á Borginni“ * Uppvask * Morgunverður í sal * Aukafólk í sal * Barþjónar * Fastar vaktir í sal Upplýsingar veitir Magnús Rafnsson á staðn- um þriðjudaginn 27-8-02 milli 18.00 til 20.00. Sláturtíð Sláturhús — Selfossi Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að ráða fólk til starfa í sauðfjársláturtíð, sem hefst um miðjan september, í sláturhúsi félags- ins á Selfossi í haust. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu félagsins á Fosshálsi 1, Reykjavík, og í starfsstöðvum félagsins á Hvolsvelli og Selfossi. Nánari upplýsingar veitir stöðvarstjóri á Selfossi í síma 480 4100. FRÁ KÁRSNESSKÓLA Okkur vantar starfsfólk í eftirtalin störf nú þegar: • Ræstingar. Launakjör skv. kjarasamningum Eflingar og Kópavogsbæjar. • Hálft starf í dægradvöl. Launakjör skv. kjarasamningum Starfsm.fél. Kópavogs og Launanefndar sveitarfélaga. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um störfin. Upplýsingar gefnar á skrifstofu skólans í síma 570 4300. Starfsmannstjóri KÓPAVOGSBÆR Fjármálastjóri Fimleikafélag Hafnarfjarðar, Kaplakrika, óskar eftir að ráða fjármálastjóra í fullt starf. Verksvið fjármálastjóra er að sjá um og bera ábyrgð á fjárreiðum félagsins, bókhaldi, launaútreikning- um og uppgjörum fyrir allar deildir. Auk þess kemur fjármálastjórinn að ýmsum tilfallandi verkefnum, svo sem stefnumótun, skýrslugerð- um og ýmiskonar sérverkefnum fyrir deildir og aðalstjórn félagsins. Óskað er eftir að viðkomandi hafi viðskipta- fræðimenntun og/eða víðtæka reynslu á sviði fjármálabókhalds. Eiginleikar sem leitað er að eru a.m.k. frum- kvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, sveigjan- leiki og hæfni í mannlegum samskiptum. Umsækjandi þarf að geta hafið störf í septem- ber nk. Umsóknir skulu sendar fyrir 7. septem- ber til Fimleikafélags Hafnarfjarðar, Kaplakrika, 220 Hafnarfirði, bt. Aðalstjórn FH. Fasteignasala Traust fasteignasala í Reykjavík óskar eftir að ráða í eftirfatandi störf: (1) Sölumaður fasteigna. Viðkomandi þarf að hafa einhverja reynslu í sölustörfum, góða þjónustulund, geta unnið sjálfstætt og hafa bíl til umráða. Fyrsta flokks starfsað- staða. Góðir tekjumöguleikar fyrir réttan aðila. (2) Lögfræðingur/lögg. fasteigasali. Starfið felst m.a. í skjalagerð, kostnaðaruppgjörum o.fl. því tengdu. Viðkomandi þarf að vera nákvæmur og samviskusamur. Til greina kemur að ráða lögfræðinema eða aðila sem nú er í löggildingu sem fasteignasali. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnað- armál. Umsækjendur sendi umsóknir sínar með nán- ari upplýsingum um menntun og fyrri störf á auglýsingadeild Mbl. eða í box@ mbl.is merktar: „Fasteignasala — 12650“, fyrir 31. ágúst. Margmiðlun/ nýmiðlun Stöndugt fyrirtæki óskar eftir að ráða forrit- ara og margmiðlunarfræðing. Ráðið verður í bæði fullt starf og hlutastarf. Starfsvið: ● Forritun og samsetning margmiðlunar- efnis í Director. ● Frágangur hljóð- og myndefnis. ● Þróunarvinna á nýjum lausnum tengdum margmiðlun. Hæfniskröfur: ● Góð forritunarkunnátta. ● Þekking á Director, Flash og Lingo. ● Góð þekking á helstu myndvinnsluforrit- um og hljóðforritum. Fyrirtækið hefur margra ára reynslu í gerð margmiðlunarefnis, bæði fyrir innlendan og erlendan markað. Áhugasamir sendi skriflegar umsóknir með mynd til gottstarf@hotmail.com fyrir 5. september. Öllum umsóknum verður svarað strax. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, óskar eftir að ráða starfskraft til að sjá um kaffiveitingar þrjú kvöld í viku og einnig til að sjá um þrif á sal félagsins Umsókn um starfið sendist fyrir 31. ágúst nk. til Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á höfuðborgar- svæðinu, Hátúni 12, 105 Reykjavík. Sölustarf! (30% starf) Lítið fyrirtæki í Reykjavík, sem framleiðir vandaðar vörur, óskar eftir einstaklingum í sölustörf. Um er að ræða hlutastarf þar sem sölumenn eru úti á örkinni í fyrirtækjum 3 morgna í viku, þriðjudaga-fimmtudaga. Laun eru sölutengd og geta því verið mjög góð. Ánægja af samskiptum, metnaður í starfi og yfirráð yfir bíl áskilin. Umsækjendur þurfa helst að geta hafið störf strax! Áhugasamir sendi umsóknir til auglýsinga- deildar Mbl. fyrir 29. ágúst nk., merktar: „Sölustarf — 12646“, eða í box@mbl.is . Garðheimar í Mjódd er græn verslunarmiðstöð sem býður upp á allt sem tengist garðinum, ræktun og lífsstíl þeirra sem una sér vel í gróðurvænu umhverfi. Óskum eftir kraftmiklu og samviskusömu starfsfólki til starfa ● Starfsmaður á kassa. Vinnutími frá kl. 2.00—18.30. ● Símsvörun ásamt léttum skrifstofustörf- um. Vinnutími frá kl. 9.00—17.00. Nánari upplýsingar veitir Kristín Helga Gísladóttir, starfsmannastjóri, virka daga milli kl. 9 og 14. Umsóknum skal skilað í upplýsingaborð Garðheima eða í tölvu- pósti kristinhg@grodur.is fyrir 30. ágúst. Ferðaskrifstofa ARCTIC EXPERIENCE LTD er ferða- skrifstofa í Bretlandi, sem sérhæfir sig í Íslandsferðum. Vegna aukinna umsvifa viljum við bæta við okkur starfsmanni í fullt starf í bókunardeild. Góð þekking á sviði ferðamála, nákvæmni í starfi og góð enskukunnátta nauðsynleg. Umsækjandi þarf að þekkja Ísland mjög vel, geta unnið sjálfstætt og getað hafið störf sem fyrst í Bretlandi. Umsóknir, með persónuupplýsingum, skulu berast eigi síðar en 5. sept. til augldeildar Mbl., merktar: „Bretland — 12645.“ Umsóknir skulu vera á ensku. Nánari upplýsingar veitir Bára Jóhannsdóttir, starfsmaður ARCTIC EXPERIENCE Ltd á Íslandi, í síma 561 7824 milli kl. 9.30 og 11.45, eða á netfangi: arcticexperience@islandia.is . Fjölskylduheimili Óskum eftir að ráða starfsmann til að vinna á fjölskylduheimili í Reykjavík. Á heimilinu dvelja að jafnaði 4 unglingar á aldrinum 13—18 ára. Viðkomandi vinnur í 4—8 sólarhringa alls í mánuði. Gæti hentað fólki, sem er í háskóla- námi eða sem hlutastarf með öðru. Hægt er að senda fyrirspurnir um starfið á netfangið budargerdi@fel.rvk.is. Áhugasamir vinsamlegast leggi inn upplýsing- ar um aldur og fyrri störf á auglýsingadeild Mbl., merktar: „Fjölskylduheimli“, ellegar á ofangreint netfang. SÁÁ auglýsir lausar stöður lækna Staða sérfræðings er laus til umsóknar við Sjúkrahúsið Vog. Æskileg menntun sérfræðings er heimilislækn- ingar, lyflækningar eða geðlækningar. Ennfremur er laus staða deildarlæknis við Sjúkrahúsið Vog. Nánari upplýsingar gefur Þórarinn Tyrfingsson í síma 896 2808, netfang thorarinn@saa.is .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.