Morgunblaðið - 09.10.2002, Síða 2

Morgunblaðið - 09.10.2002, Síða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isJóhannes Eðvaldsson telur góða möguleika á að sigra Skota / B4 Ólafur ráðinn þjálfari karlaliðs FH í knattspyrnu / B1 4 SÍÐUR Sérblöð í dag Morgunblaðinu í dag fylgir Z-blaðið. Blaðauka þess- um er dreift um allt land. BANDARÍSKA alríkislögreglan (FBI) hefur tilkynnt utanríkisráðu- neytinu að hún muni stefna fimm lögreglumönnum við embættið til vitnis fyrir rétti í Bandaríkjunum. Þeir eiga að bera vitni í máli ákæru- valdsins gegn frönskum flugþjóni, Michel Philippe, sem er ákærður fyrir að hafa ritað sprengjuhótun á uppsölupoka og spegil á salerni júmbóþotu breska flugfélagsins Virgin Atlantic. Flugvélinni var lent á Keflavíkur- flugvelli eftir að Philippe sagði flug- stjóranum að hann hefði séð hót- unina á salerninu en flugvélin var þá á leið frá London til Orlando í Bandaríkjunum í janúar sl. Hótunin á pokanum hljóðaði svo: „Bin Laden er bestur, Bandaríkjamenn verða að deyja, það er sprengja um borð, al- Quaeda.“ Skilaboðin voru á ensku en orðin bin Laden og al-Quaeda voru rituð með frönskum rithætti. Phil- ippe var handtekinn í New York í mars sl. en hefur verið sleppt gegn 250 þúsund dollara tryggingu. Verði hann fundinn sekur á Philippe yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Hann hef- ur neitað sök og hafa foreldrar hans beðið Jacques Chirac Frakklands- forseta að skerast í leikinn. Sáu um vettvangsrannsókn Réttarhöldin í málinu hefjast 21. október nk. í Orlando. Að sögn Jó- hanns R. Benediktssonar, sýslu- manns á Keflavíkurflugvelli, hefur FBI tilkynnt að fimm lögreglumönn- um sem unnu að rannsókn málsins verði stefnt til að bera vitni. Utanrík- isráðuneytið hefur einnig ákveðið að Jóhann fari með lögreglumönnum utan en ekki er ljóst hvort hann muni bera vitni. Fulltrúi FBI er nú stadd- ur hér á landi og hefur rætt við utan- ríkisráðuneytið um tilhögun stefn- anna. Stefnurnar bárust til landsins í gærkvöld en hafa ekki formlega ver- ið birtar. Gert er ráð fyrir að lög- reglumennirnir fari til Bandaríkj- anna 18. október nk. Þar munu þeir ásamt sýslumanni sækja undirbún- ingsfund með bandarískum saksókn- ara en alls munu þeir dvelja ytra í í 8–9 daga á meðan réttarhöldin standa yfir. Allur kostnaður við ferð- ina verður greiddur af bandarískum yfirvöldum. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli sá um vettvangsrannsókn eftir að flug- vélin lenti á Keflavíkurflugvelli og er greinilegt að FBI er mikið í mun að afla vitnisburðar íslensku lögreglu- mannanna. Bresk flugvél en bandarísk ákæra Eins og fyrr segir fannst hótunin um borð í breskri flugvél en það eru engu að síður Bandaríkjamenn sem ákæra Philippe. Er hann m.a. ákærður fyrir að hafa hótað að nota gereyðingarvopn gegn bandarískum ríkisborgurum en verjandi hans seg- ir að sú ákæra standist ekki þar sem flugvélin hafi verið utan bandarískr- ar lögsögu þegar hótunin var gerð. Réttarhöld vegna sprengjuhótunar um borð í júmbóþotu FBI vill að fimm lög- reglumenn beri vitni ELDUR kom upp í fiskkarastafla við gamla hraðfrystihúsið á Hellis- sandi um klukkan 19 í gærvöld. Eldurinn barst í þak gömlu fiskmóttökunnar en þar voru geymdir tjald- og húsvagnar og veiðarfæri. Slökkvilið Grundarfjarðar og Snæfellsbæjar kom á vettvang og tókst á skömmum tíma að ráða nið- urlögum eldsins. Um 100 fiskkör munu hafa brunnið og húsvagnarnir og veið- arfærin skemmst. Ekki er vitað hve tjónið var mikið en ljóst er að það hleypur á tugum milljóna króna. Múg og margmenni dreif að en mikill eldur og reykur myndaðist á meðan körin brunnu. Ekki urðu slys á fólki og eru elds- upptök ókunn. Morgunblaðið/Örvar Ólafsson Tugmilljóna króna tjón í eldsvoða Hellissandi. Morgunblaðið. VÆTUTÍÐ hefur gert kartöflu- bændum lífið leitt þetta haustið. Uppskerunni er nú að mestu leyti lokið, en hún tafðist víða þar sem svo mikil væta var að ekki var hægt að fara yfir suma garða með dráttarvél- ar og önnur þung tæki. Kartöfluupp- skeran er í slakasta lagi í ár, segir Sighvatur Hafsteinsson, formaður Landssambands kartöflubænda. Hann áætlar að í heildina sé upp- skeran á bilinu 7–8.000 tonn. Síðasta ár þótti afspyrnu gott, en þá nam uppskeran 12.000 tonnum en undan- farin ár hefur uppskeran verið á bilinu 9–11.000 tonn. „Að mörgu leyti var þetta gott sumar, en hér á Suðurlandi settu þurrkarnir mikið strik í reikninginn og svo fengum við norðanáhlaup um miðjan júní sem skemmdi talsvert. Það eru kannski þessir tveir þættir sem gera það að verkum að það mun- ar svona miklu á uppskerunni í fyrra og núna,“ segir hann. Á ekki von á kartöfluskorti Aðspurður segist Sighvatur ekki eiga von á því að skortur verði á kartöflum á Íslandi í vetur þrátt fyr- ir minni uppskeru en síðustu ár, mögulegt sé að íslensku kartöflurnar þrjóti þegar líða taki á veturinn og nauðsynlegt verði að flytja inn kart- öflur. Kartöflu- uppsker- an í slak- ara lagi SEX íslenskir þingmenn sækja alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í tveimur hópum í haust. Fyrri hópurinn situr þingið 6. til 18. október en sá síðari 20. október til 1. nóvember. Björn Bjarnason (D) og Karl V. Matthíasson (S) eru í New York nú og Ísólfur Gylfi Pálmason (B) heldur þangað í dag. Í seinni hópi eru Svanfríður Jónasdóttir (S), Sig- ríður Ingvarsdóttir (D) og Árni R. Árnason (D). Í byrjun hvers kjörtímabils ákveður forsætisnefnd hvernig þátt- töku Alþingis er hagað á tímabilinu skv. d’Hondt reglunni svonefndu, að sögn Andra Lútherssonar hjá al- þjóðasviði Alþingis. Vegna yfir- standandi kjörtímabils var sam- þykkt að sex fulltrúar frá Alþingi sæktu allsherjarþing SÞ á hverju ári. Haustið 1999 fóru tveir fulltrúar frá Sjálfstæðisflokki, tveir frá Sam- fylkingu, einn frá Framsóknar- flokknum og einn frá Vinstrihreyf- ingunni – grænu framboði. Haustið 2000 fóru þrír fulltrúar frá Sjálf- stæðisflokki, tveir frá Samfylkingu og einn frá Framsóknarflokki. Í fyrra fóru tveir frá Sjálfstæðisflokki, einn frá Samfylkingu, tveir frá Framsóknarflokki og einn frá Vinstrihreyfingunni – grænu fram- boði. Í haust fara síðan þrír fulltrúar frá Sjálfstæðisflokki, tveir frá Sam- fylkingu og einn frá Framsókn. Sex þing- menn fara á allsherj- arþing SÞ STEFÁN Kristjánsson, yngsti al- þjóðaskákmeistari Íslendinga, sigr- aði tékkneska stórmeistarann Zbyn- ek Hracek með svörtu í 26 leikjum í fyrstu umferð Mjólkurskákmótsins sem hófst á Selfossi í gær. Um er að ræða sterkasta skákmót á Íslandi síðan 1991 og fyrsta alþjóð- lega skákmótið á Suðurlandi. Önnur úrslit fyrstu umferðar í meistaraflokki urðu þau að Luke McShane, yngsti stórmeistari Eng- lendinga, sigraði Braga Þorfinnsson, Ivan Sokolov vann Tékkann Tomas Oral, Predrag Nikolic sigraði Hann- es H. Stefánsson en skák Helga Ólafssonar og Pavel Tregubov lauk með jafntefli. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra lék fyrsta leikinn. Stefán sigraði Zbynek Hracek

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.