Morgunblaðið - 09.10.2002, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 09.10.2002, Qupperneq 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 13 VATNSVIRKINN ehf Ármúla 21 · Sími 533 2020 www.vatnsvirkinn.is ÞAKRENNUR Frábærar Plastmo þakrennur með 20 ára reynslu á Íslandi. Til í gráu, brúnu, hvítu og svörtu. Heildsala - Smásala „ÞESSAR skepnur þykja nú ekki lömb að leika sér við og voru taldar geta tætt stakkinn utan af sjómönn- um ef sá gállinn var á þeim,“ segir Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, þegar forvitnast er um tildrög þess að fálkinn var tekinn inn í fjölskylduna. „Pabbi var á tog- ara við Grænland og það var vitlaust veður þegar hann náði fálkanum. Ég veit ekki hvort fuglinn ætlaði að hvíla sig eða grípa fisk en að minnsta kosti renndi hann sér niður að bátnum. Pabbi hafði séð hann út undan sér og þegar fálkinn var að svífa yfir hann skaut hann upp lúk- unni og greip í lappirnar á honum.“ Sigurður er ekki viss hvenær þetta var en telur að þetta hafi verið á seinni hluta sjötta áratugarins en á þeim tíma var hann sjálfur farinn að heiman. Hann kann þó vel söguna af fálkanum enda hefur sjálfsagt mikið verið um hann rætt í gegn um tíðina. Aðspurður segir hann pabba sinn ekki hafa verið par banginn þrátt fyrir að fuglar sem þessir ættu það til að vera „helvíti grimmir“ eins og hann orðar það. „Það var bara að vera nógu fljótur. Svo tók hann sig til og smíðaði strax utan um hann búr og setti hann í það enda var pabbi góður smiður og föndraði mikið í öllu á milli himins og jarðar. Þetta var heilmikið búr og hann hafði fálkann í því og fór með hann heim til Siglufjarðar.“ Sigurður segir þetta hafa verið vandkvæðalaust enda pabbi hans ættaður úr Grímsey „þar sem menn kunna að umgangast fugla“. Búrið haft opið inni á heimilinu Sigurður segir að nýi fjölskyldu- meðlimurinn hafi fengið ákveðið frjálsræði inni á heimilinu en búrið var allajafna haft opið þannig að hann gæti valsað inn og út úr því að vild. „Hann var ekkert erfiður við okk- ur og strákarnir bræður mínir sögðu mér að hann hefði alltaf sest efst á fataskáp frammi á gangi þar sem hann stiklaði um og fylgdist með heimilisfólkinu. Frá skápnum var opið inn í eldhús þar sem krakk- arnir sátu gjarnan á gólfinu. Þá voru nú engir barnastólar heldur var annaðhvort setið með yngstu krakkana eða þeir bara látnir vera á gólfinu og þeim hreinlega rétt eitt og eitt bein eða matarbiti.“ Að sögn Sigurðar fylgdist fálkinn grannt með þessum aðferðum. „Hann átti það til að renna niður að krökkunum þótt hann snerti þá aldrei heldur tók hann með klónni í beinið eða bitann og togaði. Það var víst alveg kostulegt að sjá þá togast á um matinn, fálkann og þann sem þá var yngstur en það var Sævar bróðir sem nú er látinn. Þá hefur hann verið svona eins og hálfs til tveggja ára.“ Endaði í bandarískum háskóla Hann segir fálkann aldrei hafa klórað eða bitið fjölskyldufólkið en vera hans á heimilinu vakti óneit- anlega athygli í Siglufirði. Meðal annars fór Gísli með skepnuna í alla bekki skólans til að sýna börnunum hann og Sigurður tekur fram að þá hafi búrið verið kirfilega lokað og krökkunum banna að stinga fingr- unum inn í það. Inntur eftir endalokum fálkans segir Sigurður það vera enn eitt furðuverkið. „Pabbi vildi losna við hann en ekki drepa hann og einhver hafði frétt af því. Að minnsta kosti fékk hann bréf frá háskóla í Banda- ríkjunum sem rannsakaði svona fugla og átti þá og vildi kaupa ein- takið. Þeir sögðu honum að í Aust- urlöndum gengju fálkar kaupum og sölum fyrir stórar upphæðir en þeir væru bara með ákveðið gjald fyrir svona fugla og það væri fimm doll- arar. Og það fannst pabba bara fínt!“ Það voru svo Flugleiðir sem tóku að sér að flytja fálkann yfir hafið eftir að hann hafði dvalið á heim- ilinu um nokkurra mánaða skeið. „Pabbi vildi ekki láta hann fyrr þótt það væri fullt af mönnum sem vildu fá hann í einhverja vitleysu. Hann vildi hins vegar að hann yrði hjá mönnum sem kynnu að umgangast hann og það var ekki fyrr en þetta bréf kom frá Bandaríkjunum að hann fór.“ Fálki dvaldi á æskuheimili Sigurðar Geirdal bæjarstjóra á sjötta áratugnum Þessi mynd af Gísla Sigurðssyni og fálkanum sem hann klófesti utan við Grænlandsstrendur var send út á jóla- korti til ættingja og vina um það leyti sem fálkinn hafði aðsetur sitt á heimili hans. Togaðist á um mat við yngstu börnin Fálkar hafa löngum þótt heillandi dýr og hættuleg og ber nýjasta kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar vitni um það. Það eru hins vegar fáir sem hafa kynnst þessum skepnum í návígi, eins og fjölskylda Sigurðar Geirdal gerði á sjötta áratugnum, þegar fjölskyldufað- irinn, Gísli Sigurðsson í Siglufirði, tók græn- lenskan veiðifálka í fóstur og ól hann á heim- ilinu um nokkurra mánaða skeið. Kópavogur ÞAÐ voru kátir krakkar sem fylgd- ust með því þegar samkomulag um niðurgreiðslur Hafnarfjarðarbæjar á íþróttaiðkun barna 10 ára og yngri var undirritað í gær í íþróttahúsinu við Kaplakrika. Samkomulagið gerir ráð fyrir því að hvert barn í Hafn- arfirði, sem er tíu ára og yngra, fái allt að tvöþúsund króna niður- greiðslu á þátttökugjöldum fyrir hverja íþrótt sem það stundar. Samningurinn er afturvirkur til 1. september sl. og er gert ráð fyrir að kostnaður bæjarins vegna hans verði 10 milljónir á þessu ári en á bilinu 30 – 40 milljónir árlega eftir það. Það var Guðmundur Rúnar Árna- son, bæjarfulltrúi og formaður Fjöl- skylduráðs Hafnarfjarðar, og Lúð- vík Geirsson bæjarstjóri sem skrifuðu undir samninginn fyrir hönd Hafnarfjarðar og Friðrik Ólafsson formaður Íþróttabanda- lags Hafnarfjarðar og Óskar Ár- mannsson, framkvæmdastjóri sem skrifuðu undir fyrir hönd banda- lagsins. Krakkar úr Öldutúnsskóla voru í leikfimikennslu þegar undirritunin fór fram og er ekki annað að sjá en að þeir séu spenntir á svip, enda mun samkomulagið væntanlega koma þeim til góða við frekari íþróttaiðkun á næstunni. Er engu líkara en þeir hafi stillt sér upp í einskonar heiðursvörð meðan stjórnendurnir munda pennana. Samningur um niðurgreiðslur til íþróttastarfs frágenginn Krakkar mynduðu heiðursvörð við undirritun Morgunblaðið/Golli Hafnarfjörður ÞRIÐJI áfangi Salaskóla í Kópavogi verður boðinn út á næstunni en um er að ræða fjór- ar sérkennslustofur auk stjórn- unarrýmis. Áformað er að taka áfangann í notkun haustið 2003. Að sögn Stefáns L. Stefáns- sonar, deildarstjóra fram- kvæmdadeildar bæjarins, verða nýju stofurnar fyrir raungrein- ar og handmennt. „Við erum að ljúka við fyrsta áfanga skólans núna sem eru almennar kennslustofur. Annar áfanginn er að fara í gang og það á að taka hluta hans í notkun um næstu áramót. Svo er þriðji áfanginn sem nú á að fara að bjóða út.“ Gert er ráð fyrir fjórða áfanga skólans en að sögn Stef- áns mun það fara eftir þörfinni hvenær ráðist verður í hann. Verið er að vinna kostnaðar- áætlun fyrir þriðja áfangann, sem bjóða á nú út, og því eru ekki haldbærar tölur fyrirliggj- andi um hann. Þriðji áfangi Salaskóla boðinn út Kópavogur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.