Morgunblaðið - 09.10.2002, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.10.2002, Qupperneq 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ORKUVEITA Reykjavíkur hefur keypt ljósleiðaranet Línu.Nets á 1.700 milljónir króna, en Orkuveitan á 76% í Línu.Neti. Um þetta var til- kynnt í gær og um leið var greint frá því að Íslandssími og Lína.Net eigi í viðræðum um hugsanlegt samstarf eða samruna fyrirtækjanna og að stefnt sé að því að ná niðurstöðu fyrir áramót. Nýverið var tilkynnt um samruna Íslandssíma og Halló - Frjálsra fjar- skipta og þá kom fram að tryggt hefði verið aukið hlutafé til frekari sam- runa á fjarskiptamarkaði. Í tilkynn- ingu Íslandssíma sem Kauphöll Ís- lands birti í gær segir að viðræðurnar við Línu.Net séu því í takt við yfirlýst markmið stjórnar Íslandssíma um yf- irtöku eða samruna félagsins við önn- ur fjarskiptafélög eða félög í tengdum rekstri á innlendum eða erlendum markaði. Ljósleiðarinn hefði ef til vill átt að vera í Orkuveitunni frá upphafi Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að ástæða þess að Orkuveitan kaupir ljósleiðaranetið út úr Línu.Neti sé sú að um sé að ræða veitustarfsemi sam- bærilega við aðra veitustarfsemi Orkuveitunnar. „Við sjáum það kannski í dag að það hefði átt að gera þetta svona frá upphafi, að vera með veituna inni í Orkuveitunni,“ segir Guðmundur. Hann segir að ástæðan fyrir því að þetta sé gert nú sé sú að nú sé mikil samrunabylgja á markaðnum og litlu fyrirtækin séu að sameinast og það hafi alla tíð verið skoðun Orkuveit- unnar að slík sameining væri til góðs. Hins vegar séu eignir Línu.Nets svo miklar, að það hjálpi til við samruna á þessum markaði að eignirnar séu minni og þar með skuldirnar líka. Eins og áður segir greiðir Orku- veitan Línu.Neti 1.700 milljónir króna fyrir ljósleiðarann. Guðmundur segir að frá stofnun Línu.Nets hafi Orku- veitan sett 990 milljónir króna af hlutafé inn í fyrirtækið og hluti ljós- leiðarans nú sé greiddur með því. Þá hafi Orkuveitan haft talsverðar leigu- og þjónustutekjur af Línu.Neti frá stofnun fyrirtækisins. Þegar tekjur séu dregnar frá hafi Orkuveitan sett um 2,2 milljarða króna inn í Línu.Net og fyrir þá fjárhæð eigi Orkuveitan nú ljósleiðaranetið og 67% í Línu.- Neti. Ársvelta Línu.Nets miðað við áætlaðar tekjur í desember sé komin í um 400 milljónir króna. Óvissa um tekjur Orkuveitunnar af ljósleiðaranum Aðspurður segir Guðmundur að ekki hafi enn verið gengið frá því hverjar tekjur Orkuveitunnar af ljós- leiðaranetinu verði eftir kaupin, en reiknað sé með að þær verði svipaðar og rekstrar- og fjármagnskostnaður af netinu. Hann segir að hingað til hafi Lína.Net ein selt aðgang að net- inu og viðskiptavinir hennar séu margir, en hér eftir muni Orkuveitan líklega einnig selja sjálf aðgang, að minnsta kosti öðrum endursöluaðil- um. Fyrirkomulagið verði því svipað og í sambandi við rafmagnsdreifikerf- ið. Spurður um viðræðurnar við Ís- landssíma nú segir Guðmundur þær hafa staðið í rúma viku og að í gær hafi þær verið komnar á það stig að talið hafi verið rétt að tilkynna þær. Málið sé þó enn á samningastigi og ekki frágengið. Menn séu hins vegar á einu máli um að sameina þurfi litlu fyrirtækin fjögur á fjarskiptamark- aðnum, Íslandssíma, Halló-Frjáls fjarskipti, Tal og Línu.Net. Aðspurður segir Guðmundur ekki liggja fyrir hve stóran hlut Orkuveit- an muni eignast í sameinuðu fyrir- tæki Íslandssíma og Línu.Nets ef af sameiningu verði og einnig að of fljótt sé að segja til um hvað verði um hlut Orkuveitunnar í því fyrirtæki. Stefn- an sé þó ekki að eiga til lengri tíma í slíku fyrirtæki og þar sem Íslands- sími sé skráð félag á markaði opnist með sameiningunni leið fyrir Orku- veituna út úr þessari starfsemi. Fyrirtækið að leysast upp Björn Bjarnason, oddviti D-listans í borgarstjórn, segir að rekstur Línu.- Nets hafi verið gagnrýndur fyrir kosningar í vor og að minnihlutinn hafi bent á að ekki væri hægt að halda áfram á sömu braut. Sú gagnrýni hafi reynst á rökum reist þrátt fyrir öll mótmælin sem meirihlutinn hafi haft uppi þá. Það hafi verið talað eins og verið væri að vega að fyrirtækinu með því að benda á hvað það stæði illa og hve illa hefði verið haldið á málum. Þetta hafi allt ræst og fyrirtækið sé nú að leysast upp og verið sé að koma málum þannig fyrir að einhver á einkamarkaði kunni að hafa áhuga á því. Guðlaugur Þór Þórðarson, borgar- fulltrúi, segir að þetta sé vonandi lokakaflinn í sorglegri sögu Lín- u.Nets sem sé í raun skólabókardæmi um hvers vegna stjórnmálamenn eigi ekki að skipta sér af fyrirtækja- rekstri, allra síst samkeppnisrekstri. „Það hafa engar áætlanir um fyrir- tækið staðist. Eins og menn muna átti þetta fyrirtæki upphaflega að færa borgarbúum tölvuboð í gegnum raf- lagnir með miklu hraðari og ódýrari hætti en áður hafði þekkst. Menn hafa farið langt frá því markmiði og það hefur ýmislegt verið tekið þarna inn. Það sem nú liggur fyrir er að menn hafa gefist upp á þessu og hafa ákveðið að setja allar skuldirnar yfir í Orkuveituna. Það er í sjálfu sér já- kvætt að menn séu búnir að opna aug- un fyrir raunveruleikanum og ætli að hætta þessum rekstri, en þetta er býsna dýrt fyrir skattgreiðendur og sorglegt að búið sé að eyða milljörð- um króna í þetta.“ Guðlaugur Þór gagnrýnir einnig vinnubrögðin við söluna. Hann segir viðræðurnar hafa staðið lengi yfir, en stjórn Orkuveit- unnar hafi ekki verið sagt frá þeim fyrr en á stjórnarfundi í gær. Markmiðunum hefur verið náð Í fréttatilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur og Línu.Neti segir að markmiðum Orkuveitunnar með stofnun Línu.Nets árið 1999 hafi verið náð. „Byggt hefur verið upp eitt full- komnasta upplýsingatæknikerfi á höfuðborgarsvæðinu sem völ er á. All- flestar heilbrigðis-, mennta-, rann- sókna- og bankastofnanir, auk ráðu- neyta og nokkur þúsund fyrirtækja og einstaklinga nýta sér í dag ljósleið- aranetið til hagkvæmra samskipta- leiða og nýta sér tækifæri sem ekki þekktust áður. Að sama skapi hefur tilurð ljósleiðaranetsins komið af stað virkri samkeppni í gagnaflutningum, sem síðan hefur endurspeglast í lækkun á gagnaflutningsgjöldum og fjölbreyttara þjónustuframboði. Þá var það einnig eitt af markmiðum Línu.Nets að nýta rafmagnslínur til gagnaflutninga. Í dag nýta um 400 heimili þessa þjónustu og er gert ráð fyrir að þeim fjölgi enn frekar í næsta áfanga.“ Í tilkynningunni segir ennfremur að með kaupunum á ljósleiðaranetinu sé skilið á milli reksturs grunnkerf- isins annars vegar og hinnar virðis- aukandi þjónustu sem Lína.Net hafi veitt yfir ljósleiðaranetið hins vegar. Með kaupum á ljósleiðarakerfinu sé þannig stofnuð fjórða veitan hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Mikið hag- ræði felist í sameiginlegum rekstri ljósleiðarakerfisins og annarra veitu- kerfa, eins og komið hafi í ljós við sameiningu annarra veitustofnana. Öll frekari uppbygging og viðhald ljósleiðarakerfisins verði því í hönd- um Orkuveitunnar, sem geti með þessu eflt enn frekar uppbyggingu kerfisins samfara endurnýjun ann- arra lagna í íbúðarhverfunum. 94 milljóna króna tap hjá Línu.Neti fyrstu átta mánuði ársins Í uppgjöri Línu.Nets fyrir fyrstu átta mánuði ársins kemur fram að tap félagsins eftir skatta hafi verið 94 milljónir króna. Rekstrartekjur fé- lagsins voru 205 milljónir króna og rekstrargjöld fyrir afskriftir 213 milljónir króna, sem þýðir að tap fyrir afskriftir var 8 milljónir króna á fyrstu átta mánuðum ársins. Fram- kvæmdastjóri Línu.Nets, Eiríkur Bragason, segir að tekjur hvers mán- aðar hafi farið vaxandi í ár og að tekj- urnar séu nú orðnar meiri en gjöld fyrir afskriftir. Þannig hafi tekjur í ágúst numið 37 milljónum króna en gjöld fyrir afskriftir 27,5 milljónum króna. Afskriftir fyrir fyrstu átta mánuði ársins námu 113 milljónum króna, en fjármunaliðir voru jákvæðir um 25 milljónir króna. Heildareignir félagsins í lok ágúst námu 2.576 milljónum króna og þar af var ljósleiðarakerfið bókfært á 1.647 milljónir króna, eða sem svarar til um 64% af eignum félagsins. Skuldir Lín- u.Nets námu 1.597 milljónum króna og eigið fé 979 milljónum króna. Eig- infjárhlutfall er því 38%. Orkuveita Reykjavíkur kaupir ljósleiðaranetið af dótturfyrirtæki sínu Línu.Neti Ljósleiðarinn er 64% af eignum Línu.Nets Samningaviðræður standa yfir um sameiningu á Línu.Neti og Íslandssíma. Minnihlutinn í borgar- stjórn segir gagnrýnina á fyrirtækið hafa átt við rök að styðjast. Morgunblaðið/Ómar Fjarskiptafyrirtækin Íslandssími og Lína.Net stefna að því að viðræðum um samruna þeirra ljúki ekki síðar en um næstu áramót. norðurlandamærin að Póllandi, en þar er lengsta flugbraut í Tékklandi. Byggingaframkvæmdir hefjast í des- ember næstkomandi. Í Dagens næringsliv segir að stærsta byggingin verði flugskýli sem í munu geta verið tvær Boeing 747 flugvélar samtímis auk tveggja meðalstórra flugvéla. Lengd flug- skýlisins verður 146 metrar, breidd þess 80 metrar og hæð 21 metri. Í þennan hluta er áætlað að fari um 1.200 tonn af stáli og 4.500 rúmmetr- ar af steypu. ÞÓRIR Garðarsson, eigandi fyrir- tækisins European Central Aviation, hefur gert samkomulag við verktaka- fyrirtæki um byggingu stærstu við- gerðaraðstöðu fyrir flugvélar í Mið- Evrópu í Tékklandi. Samningurinn hljóðar upp á 620 milljónir tékk- neskra króna, jafnvirði rúmlega 1,7 milljarða íslenskra króna en verk- takafyrirtækið ZS Brno í Tékklandi mun annast framkvæmdir. Frá þessu er greint á fréttavef tékkneska út- varpsins, Radio Prague, sem og í norska dagblaðinu Dagens nærings- liv. Viðgerðaraðstaðan verður á Mos- nov-flugvelli í borginni Ostrava, sem er rúmlega 300 þúsund íbúa borg við Í frétt Dagens næringsliv segir að samkvæmt viðskiptaáætlun Þóris Garðarssonar sé gert ráð fyrir að hægt verði að vinna við um 100 flug- vélar á ári. Líklegt sé að starfsemin muni síðar verða enn umfangsmeiri því Mosnov-flugvöllur sé einn af fáum flugvöllum í Evrópu sem sé hannaður með það í huga að þjóna Airbus 380- flugvélinni, sem nú sé verið að þróa, og væntanlega muni verða algeng- asta flutningavélin í framtíðinni. Gert sé ráð fyrir að starfsemi Eurepean Central Aviation hefjist næsta haust og að innan þriggja ára muni starfs- menn fyrirtækisins á Mosnov-flug- velli verða um 250. Í frétt á fréttavef tékkneska út- varpsins Radio Prague segir að upp- haflega hafi BAE Systems í Bret- landi og Saab í Svíþjóð ætlað að byggja upp viðgerðaraðstöðu fyrir flugvélar á Mosnov-flugvelli og að það hafi verið liður í fyrirhuguðum kaupum tékkneskra stjórnvalda á orrustuþotum af þessum flugvéla- framleiðendum. Hætt hafi hins vegar verið við þau áform vegna mikils kostnaðar af völdum flóðanna í Tékk- landi síðastliðið sumar. European Central Aviation hafi þá hlaupið í skarðið. Íslendingur byggir aðstöðu fyrir flugvélaviðgerðir í Tékklandi Stærsta viðgerðaraðstaða fyrir flugvélar í Mið-Evrópu SAMTÖK auglýsenda halda hádegisverðarfund fimmtu- daginn 10. október kl. 12– 13.30 á Hótel Loftleiðum. Umræðuefni fundarins er „Í hvaða dagblaði á ég að aug- lýsa?“ Framsögumenn verða aug- lýsingastjórar DV, Frétta- blaðsins og Morgunblaðsins. Á auglýsendum dynja alls konar misvísandi upplýsingar um í hvaða dagblaði sé best að auglýsa. En hvað er rétt og hvað er rangt? Það hlýtur að skipta verulegu máli þegar lit- ið er til þess að yfir 50% aug- lýsingafjár auglýsenda fór í dagblöð 2001, að því er segir í fréttatilkynningu. Rætt um auglýsingar á hádegisfundi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.