Morgunblaðið - 09.10.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.10.2002, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 19 137.900,- 142.900,- ÞRÍR stjarneðlisfræðingar, Japani og tveir Bandaríkjamenn, fá Nóbels- verðlaunin í eðlisfræði í ár fyrir rannsóknir á geimfiseindum og rönt- gengeislun sem juku þekkingu manna á alheiminum. Riccardo Giacconi, 71 árs stjarn- eðlisfræðingur við Associated Uni- versities í Washington, fær helming verðlaunafjárins fyrir „brautryðj- andastörf sín í stjarneðlisfræði, sem urðu til þess að uppsprettur rönt- gengeisla í geimnum voru uppgötv- aðar“. Raymond Davis, 87 ára vísinda- maður við Pennsylvaníu-háskóla, deilir hinum helmingi verðlaunafjár- ins með japanska stjarneðlisfræð- ingnum Masatoshi Koshiba, sem er 76 ára og starfar við Tókýó-háskóla. Davis og Koshiba voru brautryðj- endur í smíði risastórra neðanjarð- arhólfa til að finna fiseindir sem streyma frá sólinni og mjög erfitt er að greina. Rannsóknir á fiseindum varpa ljósi á innri starfsemi sólarinnar vegna þess að eindirnar verða til í kjarna hennar með sama ferli og veldur birtu hennar. Rannsóknir Davis í gullnámu í Suður-Dakóta á sjöunda áratug síðustu aldar stað- festu að kjarnorka sólarinnar verður til við samruna en ekki klofnun. Í greinargerð verðlaunanefndar sænsku vísindaakademíunnar segir að rannsóknarstarf Davis hafi verið „talsvert erfiðara en að finna sér- stakt sandkorn í allri Sahara-eyði- mörkinni“. Koshiba fékk verðlaunin fyrir rannsóknir við Kamiokande-fis- eindanemann í Japan. Þær rann- sóknir staðfestu og bættu við niður- stöður Davis, auk þess sem Koshiba og samstarfsmenn hans fundu fis- eindir frá fjarlægum sprengistjörn- um, þ.e. stjörnum sem stórauka birtu sína skyndilega vegna þyngd- arhruns. „Opnuðu nýja glugga að geimnum“ Giacconi, sem fæddist á Ítalíu og er bandarískur ríkisborgari, er í greinargerðinni sagður hafa smíðað fyrsta röntgen-sjónaukann sem hafi séð vísindamönnum fyrir „alveg nýj- um – og skýrum – myndum af al- heiminum“. Rannsóknir hans hafi rutt brautina fyrir röntgenstjarn- fræði sem hefur meðal annars gert vísindamönnum kleift að finna svart- hol í geimnum og rannsaka stjörnu- þokur þar sem stjörnur fæðast. Verðlaunahafarnir þrír hafa „opn- að nýja glugga að geimnum“, að sögn Mats Jonssons, formanns verðlauna- nefndar sænsku vísindaakademí- unnar. Tilkynnt var í fyrradag að þrír vís- indamenn, Bretarnir Sydney Brenn- er og sir John E. Sulston og Banda- ríkjamaðurinn Robert Horvitz, fengju Nóbelsverðlaunin í læknis- fræði í ár. Í dag verður skýrt frá því hverjir verða sæmdir Nóbelsverð- laununum í efnafræði og hagfræði. Tilkynnt verður um bókmenntaverð- launin á morgun og friðarverðlaun Nóbels á föstudag. Stjarneðlisfræðingar fá Nóbelsverðlaunin Stokkhólmi. AP, AFP. Riccardo Giacconi (t.v.), Raymond Davis og Masatoshi Koshiba. Brautryðjendur í rannsóknum á geimfiseindum ÁKÖLL dagblaðs í Íran um að ísl- amskir trúarleiðtogar felli dauða- dóm yfir sjónvarpspredikaranum bandaríska Jerry Falwell þykja minna óþægilega mikið á mál rithöf- undarins Salmans Rushdie sem á sínum tíma var dæmdur til dauða fyrir guðlast í bókinni „Söngvar Sat- ans“. Fóru íranskir erkiklerkar þá fram á að múslímar hvarvetna fram- fylgdu dauðadómnum ef þeir gætu. Ritstjóri harðlínublaðsins Kayhan sagði í leiðara í gær að ummæli Fal- wells í fréttaþættinum „60 mínútur“ á sunnudag, um að Múhameð spá- maður hefði verið „hryðjuverkamað- ur“, ættu sjálfkrafa að tryggja að Falwell yrði dæmdur til dauða. „Í samræmi við reglur íslams skiptir miklu að prestarnir þrír, sem tengd- ir eru zíonistum, verði drepnir, enda hafa þeir móðgað íslam og spámann- inn sjálfan,“ sagði í leiðara Hosseins Shariatmadari en hann vísaði þar til sjónvarpspredikaranna Falwells, Pat Robertsons og Franklin Gra- hams. Sagðist Shariatmadari vonast til þess að hvarvetna þar sem múslímar væru undirokaðir af hinum máttugu Bandaríkjunum reyndu menn að verða þess heiðurs aðnjótandi, að framfylgja slíkum dauðadómi. Hann bætti því einnig við að það væri grundvallarréttur múslíma hvar- vetna að ráðast á sendiráð Banda- ríkjanna. Áður hafði áhrifamikill klerkur, Ajatollah Hossein Nuri-Hamedani, hvatt múslimi til að láta ummæli eins og þau, sem Falwell lét falla, ekki yf- ir sig ganga. Hann gat þess þó í engu til hvaða bragða menn ættu að taka. Ofbeldishneigður maður stríða „Ég tel að Múhameð hafi verið hryðjuverkamaður. Ég hef lesið nægilega mikið eftir bæði múslíma og aðra til að geta myndað mér þá skoðun að hann hafi verið ofbeldis- hneigður maður, maður stríða,“ sagði Falwell í „Sextíu mínútum“ á sunnudag. Hann hefur áður látið hafa eftir sér að Múhameð hafi verið barnaníðingur á mála djöfulsins. Þá lét Franklin Graham, sem er sonur hins þekkta sjónvarpsklerks Billys Grahams, þau orð falla í nóv- ember á síðasta ári að Íslam væru „afar ill og óvæn trúarbrögð“. Þriðji predikarinn, Pat Robertson, sagði að Íslam væru trúarbrögð ofbeldis. Vilja dauða- dóm yfir predikara Áköll dagblaðs í Íran þykja minna óþægilega á mál Salmans Rushdie Teheran. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.