Morgunblaðið - 09.10.2002, Síða 21
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 21
Íslendingar sýndu samtakamátt sinn í verki á laugardaginn. Þúsundir sjálfboðaliða gengu til góðs og
söfnuðu tæplega þrjátíu milljónum króna. Söfnunarféð rennur óskert til hjálparstarfs Rauða krossins í
sunnanverðri Afríku, þar sem hungursneyð vofir yfir fjórtán milljónum manna.
Rauði krossinn þakkar sjálfboðaliðum óeigingjarnt starf og landsmönnum góðar móttökur og hlýhug.
Sérstakar þakkir fá eftirtaldir sem styrktu átakið með margvíslegum hætti:
Þeir sem ekki voru heima á laugardag geta enn styrkt átakið með
1.000 kr. framlagi með því að hringja í síma
Einnig er tekið á móti framlögum á vef Rauða krossins,
www.redcross.is, á bankareikning 1151 26 000012,
kt. 530269 2649 eða á aðalskrifstofu Rauða krossins.
Forseti Íslands,
Ólafur Ragnar Grímsson
Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ
Manúela Ósk Harðardóttir
Sólveig Helga Zophoníasdóttir
Geir Jón Þórisson
Lalli Johns
Þormóður Egilsson
Sævar Þór Gíslason
Gunnar Þorsteinsson
Jörmundur Ingi Hansen
Páll Óskar Hjálmtýsson
Hjalti Árnason
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Mörður Árnason
Friðrik Sophusson
Árni Finnsson
Landsbankinn
Íslandsbanki
Búnaðarbankinn
Sparisjóðurinn
Síminn
Tal
Íslandssími
Olís
Esso
Visa Ísland
Europay
Vífilfell
Ölgerðin Egill Skallagrímsson
Margt smátt
Flytjandi
Sorpa
Toyota
Fjölsmiðjan
Starfsfólk Símans
Prentsmiðjan Oddi
Starfsfólk ABX
Starfsfólk Innn
Ísland á iði
Frón-Íslensk ameríska
Hjá GuðjónÓ
Landmat
Ríkisútvarpið
Norðurljós
Auður Harðardóttir
Bergur Hauksson
Ásta og Birna Bergsdætur
Íslenskir söfnunarkassar
Kaffibrennslan á Akureyri
Starfsfólk Spron,
Seltjarnarnesi
Rekstrarvörur
Ingi Rafn Hauksson
Spessi
Hugsjón/Spark
Mátturinn og dýrðin ehf.
Auglýsingamiðlun ehf.
Morgunblaðið
DV
Fréttablaðið
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
1
0
0
2
TYRKNESK stjórnvöld reyndu að
dylja vonbrigði sín í gær yfir því að í
nýrri skýrslu framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins um stækkun-
aráform þess skyldi ekki nefnt hve-
nær gera mætti ráð fyrir að mögu-
legt yrði að hefja formlegar viðræður
um aðild Tyrklands að sambandinu.
Tyrkneskir ráðamenn vöruðu við því
að gæfu leiðtogar ESB ekki skýr
svör við því á fundi þeirra í Kaup-
mannahöfn í desember hvenær að-
ildarviðræður geti hafizt myndi það
hafa alvarlegar afleiðingar fyrir sam-
skipti Tyrklands og ESB.
Í nýjustu árlegu matsskýrslu
framkvæmdastjórnarinnar um aðild-
arhæfni Tyrklands, sem verður birt
formlega í dag ásamt skýrslunum
um hin umsóknarlöndin sem bíða að-
ildar að sambandinu, slær hún því
föstu að þótt „umtalsverð þróun“
hefði átt sér stað í Tyrklandi í átt að
uppfyllingu aðildarskilyrðanna frá
því síðasta skýrsla var gerð, dygðu
þær framfarir ekki til að fram-
kvæmdastjórnin gæti mælt með því
að hefja skyldi aðildarviðræður.
Ráðamenn í Tyrklandi höfðu gert
sér nokkrar vonir um að Evrópusam-
bandið myndi launa þeim viðleitni
sem þeir hafa sýnt með lagasetningu
og öðrum stjórnvaldsaðgerðum á síð-
ustu mánuðum (þ.á m. afnám dauða-
refsingar og veitingu menningar-
legra réttinda til handa kúrdíska
minnihlutanum) – sem miðað hafa að
því að uppfylla þau skilyrði sem ESB
hefur sett fyrir upptöku aðildarvið-
ræðna – með því að nefna hvenær
gera megi ráð fyrir að hægt yrði að
hefja slíkar viðræður.
Sukru Sina Gurel, aðstoðarforsæt-
isráðherra og utanríkisráðherra
Tyrklands, sagði að matsskýrsla
framkvæmdastjórnarinnar væri að-
eins „tæknileg skýrsla“ og að framtíð
tengsla ESB og Tyrklands yrði
mörkuð með pólitískum ákvörðun-
um. Varaði hann um helgina við því
að það myndi skaða samskipti Tyrk-
lands og ESB verði dagsetning fyrir
upphaf viðræðna ekki ákveðin á leið-
togafundi ESB í Kaupmannahöfn
12.–13. desember nk.
Þingkosningar fara fram í Tyrk-
landi hinn 3. nóvember og vegur
spurningin um horfurnar á ESB-inn-
göngu landsins á komandi árum all-
þungt í kosningabaráttunni. Óttast
evrópusinnaðir stjórnmálamenn í
Tyrklandi að sýni ráðamenn ESB
ekki og sanni að þeim sé alvara með
því að líta á Tyrkland sem tilvonandi
aðildarríki, kunni það að verða vatn á
myllu þjóðernissinna og annarra
öfgaafla.
Tyrkir gramir Evrópusambandinu
Vilja festa
upphaf aðild-
arviðræðna
DÓMSTÓLL í Peterborough á Eng-
landi úrskurðaði í gær að Ian Huntl-
ey, sem ákærður hefur verið fyrir
morð á tveimur
10 ára gömlum
stúlkum, væri
sakhæfur. Var
gæsluvarðhald
yfir Huntley
framlengt til 15.
nóvember eftir að
lögð hafði verið
fram skýrsla sál-
fræðings sem
kemst að þeirri niðurstöðu að Huntl-
ey þjáist ekki af geðsjúkdómi.
Huntley hefur verið á réttargeð-
deild öryggissjúkrahúss frá því að
hann var handtekinn í ágúst grun-
aður um að hafa myrt þær Holly
Wells og Jessicu Chapman. Lík
stúlknanna tveggja fundust í skóg-
arrjóðri nálægt Soham, heimabæ
stúlknanna og Huntleys, 13 dögum
eftir að þær hurfu.
Maxine Carr, sambýliskona
Huntleys, sem var skólaliði í grunn-
skóla stúlknanna, var ákærð fyrir að
reyna að hindra framgang réttvís-
innar. Hún er sökuð um að hafa
reynt að afvegaleiða lögreglu og
veita rangar upplýsingar.
Voveiflegur dauðdagi þeirra Holly
og Jessicu vakti mikinn óhug í Bret-
landi. Mótmælti fjöldi fólks þegar
Huntley og Carr komu fyrir rétt
hvort í sínu lagi í ágúst og hrópaði
ókvæðisorð að tvímenningunum. Fá-
ir voru hins vegar viðstaddir þegar
Huntley kom fyrir dómarann í gær.
Huntley úrskurð-
aður sakhæfur
Peterborough. AFP.
Ian Huntley
KÚRDÍSKUR smyglari í Írak hvílir
sig á ryksugukössum, sem hann
hyggst smygla til Írans, við landa-
mæri ríkjanna. Margir íraskir
Kúrdar hafa viðurværi sitt af slík-
um „óformlegum“ viðskiptum.
Reuters
Ryksugusmyglarar
TVÖ stór japönsk fyrirtæki sem
sérhæfa sig í upplýsinga- og fjar-
skiptatækni hafa þróað búnað sem
gerir mannslíkamann að breið-
bandshraðvirkum tengilið sem
gerir það m.a. mögulegt að
skiptast á netföngum með ein-
földu handabandi, eftir því sem
japanskt dagblað greindi frá.
Þessi tækni, sem fyrirtækið
NTT og dótturfyrirtæki þess NTT
DoCoMo Inc. hafa þróað í samein-
ingu, nýtir leiðni mannslíkamans
og bætir við úthugsaðri tækni
lófatölva, segir í Nihon Keizai
Shimbun. Viðbótarstykki sem
tengt er við lófatölvuna getur sent
og tekið við veikum rafboðum í
gegnum fólk, þar sem mannslík-
aminn verkar sem raftengi, eftir
því sem blaðið hefur eftir heimild-
armönnum sem sagðir eru þekkja
vel til uppfinningarinnar.
Með þessum hætti á fólki að
verða kleift að skiptast á netföng-
um, símanúmerum og nöfnum
með handabandi, þannig að upp-
lýsingarnar berist á milli lófatölva
viðkomandi og skráist þar sjálf-
krafa.
Fyrirtækin hafa staðfest að í til-
raunum hafi tekizt að flytja allt að
10 megabit á sekúndu af upplýs-
ingum með þessum hætti, en það
er sambærilegt við upplýsinga-
flutningsgetu breiðbandstenging-
ar.
Þessi tækni er sögð geta opnað
möguleikann á því að flytja staf-
rænar upplýsingar í gegn um
hurðarhúna, rofa, borð eða stóla,
að sögn japanska blaðsins. Þannig
geturtæknin m.a. nýst til að tölvur
kveiki á sér og opni fyrirfram
ákveðin forrit um leið og tölvunot-
andinn sest fyrir framan hana, án
þess svo mikið sem snerta lykla-
borðið.
Tölvupóstur með handabandi
Tókýó. AFP.