Morgunblaðið - 09.10.2002, Page 22

Morgunblaðið - 09.10.2002, Page 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SKÁLDIN Þórarinn Eldjárn og Gyrðir Elíasson lesa úr verkum sín- um hjá Gvendi dúllara, forn- bókaverslun á Klapparstíg 35, kl. 20 annað kvöld. Þetta er í annað sinn sem upplestur af þessu tagi er haldinn í versluninni en ætlunin er að halda uppteknum hætti í vetur. Fornbókaverslunin Gvendur dúllari, Klapparstíg 35. Skálda- kvöld hjá Gvendi dúllara Don Kíkóti í þýð- ingu Guðbergs Bergssonar, fyrra bindi af tveimur, er komin út í end- urskoðaðri gerð og með formála þýðanda. Bókin kom upphaflega út fyrir mörgum ár- um í 8 bindum. Hún var valin „besta bók allra tíma“ af 100 kunnum höf- undum frá 54 löndum fyrr á árinu. Don Kíkóti er eftir spænska rithöf- undinn Miguel de Cervantes (1547– 1616). Aðalpersónan, don Kíkóti, er búinn að lesa riddarasögur sér til óbóta og hefur tapað vitglórunni. Hann ákveður að ferðast út í heiminn til að koma góðu til leiðar, geta sér ei- lífan orðstír og vinna hjarta konunnar sem hann elskar. Hann heldur af stað ásamt hinum jarðbundna aðstoð- armanni sínum, Sansjó Pansa, en í huga riddarans breytast vindmyllur í risa, kindahópar í óvinaheri og sveita- stúlkur í fagrar prinsessur. Miguel de Cervantes skopstælir riddarasögur, sem voru rómantískar sápuóperur þess tíma. Mann- kærleikur riddarans er hjartnæmur. Hann gefst aldrei upp, en er rekinn áfram af óstöðvandi gæsku og heil- agri vitfirringu og ríkt ímyndunarafl hans fegrar umheiminn sem við hon- um blasir og breytir honum í veröld sögubókanna sem hann hefur lesið. Bókin er prýdd fjölda mynda eftir Gustave Doré. Útgefandi er JPV-útgáfa. Bókin er tæpar 500 síður. Skáldsaga Maríella, Skólavörðustíg 12 Verk eftir Svövu Björnsdóttur verður á Myndveggnum fram til 9. nóvember næstkomandi. Verkið er ónefnt og gert úr blálituðum pappírsmassa frá árinu 2001. Svava hefur haldið um 20 einkasýn- ingar og tekið þátt fjölda samsýn- inga, hér heima og í Evrópu. Félags- og þjónustumiðstöðin Vesturgötu 7 Sigrún Huld Hrafns- dóttir opnar myndlistarsýningu kl. 15. Sýningin stendur til 8. nóvember og er opin kl. 9–16.30 á tímum þjón- ustumiðstöðvarinnar. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is DR. Michelle Hartmann heldur fyr- irlestur á vegum heimspekideildar Háskóla Íslands í Odda, stofu 101, á morgun, fimmtudag, kl. 16. Fyrir- lesturinn nefnist Rétturinn til að snúa aftur: Leiðirnar heim í palest- ínskum nútímabókmenntum. Hart- man mun fjalla um efni það er næst stendur hugum Palestínumanna og gengur eins og rauður þráður í margvíslegum myndum og gerðum gegnum nútímabókmenntir þeirra, en það er rétturinn til að eiga heim- ili, rétturinn til að snúa aftur til heimalandsins. Hún mun fyrst gefa stutt yfirlit yfir þróun palestínskra nútímabókmennta frá 1948 sem skrifaðar eru á arabísku. Þá mun hún beina sjónum að fáeinum bók- menntaverkum eftir höfunda er sækja efnivið í margbrotna reynslu Palestínumanna, karla og kvenna, er búa í Ísraelsríki, á herteknu svæðunum eða erlendis, þar sem fram kemur með einum eða öðrum hætti þráin að snúa heim. Jafnframt eru þetta verk sem veita innsýn í auðlegð palestínskra nútímabók- mennta. Michelle Hartmann er aðstoð- arprófessor við McGill University, Institute of Islamic Studies. Fyrirlestur um palest- ínskar bók- menntir FYRIRHUGAÐ er að koma á fótminningarsjóði Guðmundu Andr- ésdóttur listmálara sem hafa mun það hlutverk að styrkja unga og efnilega myndlistarmenn til náms. Guðmunda Andrésdóttir listmálari var einn af helstu fulltrúum ís- lenskrar afstraktlistar. Hún lést í Reykjavík í septembermánuði og var hún á áttugasta aldursári. Í erfðaskrá sinni ánafnar Guðmunda málverkaeign sína þremur söfnum, Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur og Listasafni Háskól- ans. Önnur verðmæti í eigu Guð- mundu eiga að renna í sjóð sem hef- ur það markmið að styrkja ungt og efnilegt myndlistarfólk til náms. Verður sjóðurinn undir eftirliti Listasafns Íslands. Kristján Stefánsson lögmaður annast skiptastjórn í búi Guðmundu Andrésdóttur. Hann segir að um verulega upphæð sé að ræða, sem renna muni í sjóðinn. „Sjóðurinn verður starf- ræktur eftir fyrir- mælum og stofnskrá sem Guðmunda bar sjálf fram, og lágu þar m.a. fyrir samþykktir um að sjóðurinn verði undir eftirliti Listasafns Ís- lands. Ég get ekki nefnt nákvæmar tölur á þessu stigi málsins en hér er um tugi milljóna að ræða. Þannig má gera ráð fyrir að sjóðurinn muni skipta sköpum fyrir það unga mynd- listarfólk sem fengi út- hlutað úr honum, ekki aðeins fjárhagslega heldur felur slík styrkveiting alltaf í sér ákveðna hvatningu og viðurkenningu,“ segir Kristján. Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands, tekur undir orð Krist- jáns og segir sjóð- stofnunina mikið fagnaðarefni. „Hér er um umtalsverða fjár- muni að ræða og er hægt að fullyrða að sjóðurinn muni upp- fylla ákaflega mikla þörf sem er fyrir hendi. Enda er held ég óhætt að telja þetta eina námsstyrkinn af þessari stærðargráðu sem veittur er á sviði myndlistar. Þá erum við hjá Listasafninu ekki síst þakklát fyrir að okkur skuli treyst fyrir eftirliti með sjóðnum,“ segir Ólafur. Guðmunda ánafnar í erfðaskrá sinni þremur listasöfnum, þ.e. Lista- safni Íslands, Listasafni Reykjavík- ur og Listasafni Háskólans, öll þau verk er hún átti. „Ég hef ekki talið verkin en þau láta nærri því að vera um 200 talsins. Þar er um að ræða málverk eftir Guðmundu, auk skissna, teikninga og ýmiss konar efnis. Verkunum verður skipt jafnt á milli safnanna og stendur nú yfir vinna við að skrá verkin, meta þau og skipta á milli þessara þriggja að- ila sem þau eru ánöfnuð. Vilhjálmur Lúðvíksson starfar með mér í því samkvæmt tilnefningu.“ Þegar Kristján er spurður hve- nær búast megi við að úthlutanir geti hafist úr minningarsjóði Guð- mundu Andrésdóttur segist hann ekki geta svarað því, þó muni það verða um leið og búið sé að ganga frá nauðsynlegum formsatriðum. „Hugmyndin er sú að úthlutað verði að vorlagi, en hvort það verður á næsta ári eða síðar get ég ekki full- yrt um,“ segir Kristján. Minningarsjóður Guðmundu Andrésdóttur listmálara stofnaður „Mun uppfylla mikla þörf“ Guðmunda Andrésdóttir listmálari. HROTTAFENGINN morðingi ungrar stúlku gengur laus í nótt- lausri voraldarveröld í smábæ norð- ur í Alaska. Lögreglustjórinn (Paul Dooley) stendur ráðþrota og kallar á hjálp að sunnan sem birtist í Will Dormer (Al Pacino), gömlum, reyndum og umdeildum rannsókn- arlögreglumanni og Hap Eckhart (Martin Donovan), yngri félaga hans úr lögregluliði Los Angeles- borgar. Dormer er landsfræg hetja fyrir árangarsrík störf en á í vondum málum. Innra eftirlit lögreglunnar í Los Angeles er að reyna að klekkja á honum og Eckhart hótar að að- stoða það við að sanna sekt á Dorm- er sem notaði hæpin meðul til að knýja fram réttlæti yfir barnamorð- ingja. Aðstæðurnar norður undir heimskauti eru framandi og erfiðar en verstar af öllu eru bjartar sum- arnæturnar sem halda vöku fyrir langlúnu hörkutólinu. Þeir félagar ásamt heimamann- inum Ellie Burr (Hilary Swank), eru að hefja rannsóknina á morð- inu, sem ber vott um mikla útsjón- arsemi, er þeir komast á slóð morð- ingjans en missa sjónar á honum, Dormer skýtur á hreyfingu úti í þokunni, sem reynist vera Eckhart. Skotið er banvænt, Dormer hag- ræðir ummerkjum þannig að svo lít- ur út sem ókunni morðinginn sé gerandinn. Hann veit ekki að eitt vitni er að verknaðinum – mann- dráparinn sem þeir leita. Hann setur sig í samband við Dormer til að benda honum á að í raun séu þeir þjáningabræður og lögreglumanninum sé hollast að koma sökinu á þann grunaða – sem er skapmikill kærasti hinnar látnu – og hafa sig síðan á brott. Eckhart sé frá og ekkert sem standi lengur í vegi fyrir því að Dormer geti lokið störfum í Los Angeles með þeirri reisn sem honum sæmir. Það er ekki réttlátt gagnvart væntanlegum áhorfendum að rekja efnið nánar en það sem við tekur er hráslagaleg, spennuþrungin og vel skrifuð flétta á milli Dormers og morðingjans sem hann á eftir að kynnast. Andleg og líkamleg bar- átta þeirra á milli og lögreglukon- unnar sem fljótlega grunar að ekki sé allt með felldu hvað snertir morðið á Eckhart. Það má fylgja að Dormer er engan veginn á því að láta viðurstyggilegan manndrápar- ann halda sér í aðgerðarlegri gísl- ingu. Framganga réttlætisins er honum efst í huga sem jafnan fyrr, hvað sem öðru líður. Það eru margar og óvæntar hlið- ar á Imsomniu, kraftmiklum og í flesta staði óvenjulegum glæpatrylli sem grípur mann á upphafsmínút- unum með heillandi tökum af ægi- fögru og dulúðugu landslagi Alaska og heldur manni í nagandi óvissu allt til enda. Sagan er byggð upp á nokkrum, vel unnum sögufléttum og skörpum persónum Dormers, morðingjans – sem kemur óvenju seint en á áhrifaríkan hátt við sögu – og dreifbýlislöggunnar Burr sem fær í upphafi glýju í augun er hún sér fyrirmynd sína ljóslifandi en kemst smám saman aftur niður í hrollkaldan veruleikann. Pacino er traustur sem fyrr og engu líkara en þessi frábæri leikari sé í rauninni vansvefta, enda kunn- ur fyrir að lifa sig inní hlutverkin í orðsins fyllstu merkingu. Grár, styggur og klár og orðinn langleið- ur á bardaganum við afstyrmin í mannsorpinu og framapotarana í löggubúningunum. Ekki óhugsandi að hann uppskeri Óskarsverðlaun. Williams fær sjaldgæft tækifæri til að spreyta sig í hlutverki sem reyn- ir á aðra þætti en gamanleikinn og skilar því óaðfinnanlega. Þeir eru bragðmikið krydd myndarinnar ásamt stórkostlegu og vel nýttu landslaginu. Swank er einnig trú- verðug í óvenju „heilbrigðu“ hlut- verki miðað við jaðarpersónurnar sem hún hefur fengið til þessa. Jon- athan Jackson er kraftmikill strák- ur og gaman að sjá gæðaleikarann Paul Dooley (Breaking Away) skjóta upp kollinum á ný. Christopher Nolan sló eftir- minnilega í gegn með Memento, sem var annað verk hans á leik- stjórnarsviðinu. Að þessu sinni end- ursegir hann snjalla og grimma sögu, skapar nístandi stemmningu og útlit í anda innihaldsins. Nýtur aðstoðar samverkamanna, kvik- myndatökumannsins og tónskálds- ins úr Memento sem ásamt þunga- vigtarmönnunum í aðalhlutverk- unum seiða fram einn besta glæpa- trylli ársins. Andvökunætur í Alaska „Það eru margar og óvæntar hliðar á Insomniu, kraftmiklum og í flesta staði óvenjulegum glæpatrylli,“ segir í umsögninni. KVIKMYNDIR Sambíóin Reykjavík, Akureyri og Háskólabíó Leikstjóri: Christopher Nolan. Handrit: Hillary Seitz, byggt á samnefndu kvik- myndahandriti Nikolaj Frobenius og Erik Skjoldbaerg. Kvikmyndatökustjóri: Wally Pfister. Tónlist: David Julyan. Að- alleikendur: Al Pacino, Robin Williams, Hilary Swank, Martin Donovan, Maura Tierney, Jonathan Jackson, Nicky Katt, Paul Dooley. Sýningartími 118 mín. Paramount. Bandaríkin 2002. INSOMNIA 1⁄2 Sæbjörn Valdimarsson HELGE M. Sønneland, ráðuneytis- stjóri í norska mennta- og kirkju- málaráðuneytinu, heldur fyrirlestur um höfundarrétt og bókasöfn í Þjóð- arbókhlöðunni kl. 12–13 á föstudag. Helge M. Sønneland er einn helsti sérfræðingur á Norðurlöndunum í höfundarréttarmálum og mun hann fjalla um tilskipun Evrópusam- bandsins um höfundarrétt og viðhorf bókasafna til hennar og einnig mun hann fjalla um væntanlega löggjöf Norðmanna um höfundarrétt. Helge flytur mál sitt á ensku. Fyrirlestur um höf- undarrétt ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.