Morgunblaðið - 09.10.2002, Page 32

Morgunblaðið - 09.10.2002, Page 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristín Gunn-björg Björns- dóttir fæddist í Stykkishólmi 3. maí 1947. Hún lést á Flateyri 24. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Ingunn Gunnars- dóttir, f. 24. júní 1924, og Björn Ár- mann Ingólfsson, f. 21. maí 1927, d. 2. feb. 1976, þau skildu. Alsystkini Kristínar eru Ingólf- ur Rúnar, f. 4. sept- ember 1948, Ásgerður, f. 22. sept- ember 1953, Sigurður Björn, f. 23. júlí 1955, og Svala, f. 25. febrúar 1959. Hálfsystkini Kristínar, börn Björns og Maríu Guðbjartsdóttur, f. 13. júní 1932, eru Björn Björns- son, f. 24. ágúst 1959, Jóhann Kúld Björnsson, f. 24. september 1961, Valdimar Kúld Björnsson, f. 18. september 1962, Þorsteinn Kúld Björnsson, f. 24. september 1963, Eydís Kúld Björnsdóttir, f. 28. september 1964, óskírt meybarn, f. 28. september 1964, lést sam- dægurs, og Heimir Kúld Björns- son, f. 13. desember 1965. Börn Kristínar eru þrjú: Jóna Gunnars Kristjánssonar veitinga- manns, f. 15. apríl 1959, er Björg Steinunn, f. 27. ágúst 1998; og Þorbjörn Geir viðskiptafræði- nemi, f. 30. maí 1975, unnusta hans er Erna Guðríður Kjartans- dóttir viðskiptafræðinemi, f. 16. nóvember 1979. Kristín og Ólafur Geir skildu. Uppeldisdóttir Krist- ínar er Tinna Kúld Guðmunds- dóttir hjúkrunarfræðinemi, f. 22. apríl 1979. Foreldrar hennar eru Svala Björnsdóttir, systir Kristín- ar og Guðmundur Daníel Vídalín Jónsson, f. 30. maí 1955. Seinni eiginmaður Kristínar er Gissur Tryggvason, f. 6. ágúst 1944. Foreldrar hans eru Elísabet Þórólfsdóttir og Tryggvi Gunn- arsson (látinn). Kristín og Gissur skildu árið 1998 og flutti Kristín þá frá Stykkishólmi til æskuheim- ilis síns á Flateyri þar sem hún bjó fram að andláti sínu. Kristín stundaði nám við hér- aðsskólann á Núpi í Dýrafirði og lauk þaðan gagnfræðaprófi árið 1962. Hún stu ndaði nám við fram- haldsdeildina í Stykkishólmi árin 1995–1996. Hún var um tíma virk- ur þátttakandi í leikfélaginu Grímni í Stykkishólmi og meðlim- ur Kiwanisklúbbsins Þorfinns á Flateyri hin síðustu ár. Kristín starfaði við ýmislegt um ævina, s.s. fiskvinnslu, verslun og skrif- stofustörf. Hún var öryrki síðustu æviárin. Útför Kristínar var gerð í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Lovísa Jónsdóttir guðfræðinemi, f. 11. nóvember 1967. Faðir hennar var Jón Lúð- vík Guðmundsson, f. 2. júlí 1949, hann drukknaði 1. mars 1967. Foreldrar hans voru Guðmundur Lúðvík Jónsson, f. 23. desember 1920, d. 15. mars 2002, og Sigríð- ur Sigurgeirsdóttir, f. 12. ágúst 1924. Jóna Lovísa á þrjú börn, dóttir hennar og Guð- mundar Guðjónsson- ar, f. 2. febrúar 1954 er Kristín Ásta, f. 10. október 1993. Eigin- maður Jónu Lovísu er Jón Reynir Sigurðsson læknir, f. 17. maí 1968. Börn þeirra eru Irma Ósk, f. 17. maí 1996, og Örvar, f. 28. sept- ember 1997. Árið 1970 giftist Kristín fyrri eiginmanni sínum, Ólafi Geir Þorvarðarsyni, f. 25. febrúar 1944. Foreldrar hans voru Sigríður Kjartansdóttir, f. 9. apríl 1906, d. 14. febrúar 1973, og Þor- varður Kristjánsson, f. 20. október 1895, d. 19. mars 1954. Börn Krist- ínar og Ólafs Geirs eru: Sólrún Inga framhaldsskólakennari, f. 3. október 1970, dóttir hennar og Elsku mamma. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum fátæklegum orðum. Ég á erfitt með að sjá fyrir framtíðina án þín. Þú hefur alltaf verið fasti punkturinn í tilveru minni, oft á tíðum mitt eina haldreipi. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig í hinsta sinn, elsku mamma mín. Þú hefur sjálf upp- lifað mikinn sársauka og því veit ég að þú skilur hvað ég á við. Lífið kemur manni sífellt á óvart og virðist mér oft á tíðum að æðru- leysi sé eina meðalið. Við höfum svo oft talað um vanmátt mann- eskjunnar í þessu lífi og í því sam- hengi talað um mikilvægi þessa að treysta á Guð og trúa því að allt fari vel. Það er svo ótal margt sem þú hefur kennt mér sem aldrei verður frá mér tekið. Á þann hátt munt þú lifa áfram hér meðal okkar sem elskuðum þig og þekktum. Ég og fjölskylda mín munu sakna þín óendanlega mikið og mun ég gera allt sem ég get til þess að halda minningu þinni lifandi. Dagar mannsins eru sem grasið, hann blómgast sem blómið á mörkinni, þegar vindur blæs á hann er hann horfinn, og stafur hans þekkir hann ekki framar. En miskunn Drottinns við þá er óttast hann varir frá eilífð til eilífðar, og réttlæti hans nær til barnabarnanna, þeirra er varðveita sáttmála hans og munu breyta eftir boðum hans. (Davíðssálmur 103:15–18.) Þakka þér samfylgdina, elsku mamma mín. Við sjáumst þegar kallið mitt kemur. Þín elskandi dóttir Jóna Lovísa (Lúlla). Elsku mamma mín. Þú kvaddir þetta líf allt of snemma, en með fullri vissu um betra líf annars staðar. Við sem eftir erum eigum dýrmætar minn- ingar um góða en jafnframt óvenju- lega konu. Þú varst eins langt frá því að vera fín frú og hægt var, hvort sem var í klæðaburði eða hegðun. Þegar við vorum lítil átt- irðu til að fara út í leiki eða spila fótbolta með öllum krökkunum á Ægisgötunni. Þú hafðir líka lúmskt gaman af því að velja góða grímu úr grímusafninu þínu og skjóta fjölskyldunni eða nágrönnunum skelk í bringu. Fullkomin fjöl- skyldustund var í þínum huga Lindu buff, Sínalkó og góð hryll- ingsmynd í tækinu! Á hinn bóginn lagðirðu ríka áherslu á að kenna okkur góð gildi og að trúa á algóð- an Guð og mátt bænarinnar, sem hefur svo oft komið mér vel í lífinu, sérstaklega á þessum tíma sorgar og vanmáttar. Þú varst geysilega dugleg og kraftmikil kona en áttir við erfið veikindi að stríða síðustu árin. Samt reyndirðu eftir fremsta megni að gera skemmtilega hluti, sem sést glöggt á því að þín heit- asta ósk var að fá línuskauta í af- mælisgjöf. Ósk þín rættist auðvitað og í vor tókstu þig til og sópaðir sjálf stóra malbikaða braut á íþróttavellinum á Flateyri (sem er ekki miklu minni en flugvöllurinn á Ísafirði) svo að þú gætir æft þig á línuskautunum. Þig dreymdi reyndar um að gera svo margt en skorti stundum til þess kjark og kraft. Það var eflaust mjög erfitt og sárt fyrir stolta konu eins og þig. Erfiðleikarnir sem þú gekkst í gegnum gerðu þig vitrari, jafnvel auðmýkri. Þú hjálpaðir mér oft yfir erfiða hjalla með því að sýna skiln- ing í stað þess að dæma. Þegar ég eignaðist hana Björgu Steinunni mína og þú varðst Kiddý amma á Flateyri, fann ég enn betur hversu hlutverk þitt var stórt. Ég vildi óska að þú hefðir áttað þig betur á því hvað þú varst okkur öllum mik- ilvæg. Ég þakka þér fyrir að hafa kvatt okkur öll svona fallega áður en þú fórst. Núna líður þér vel. Þín elskandi Sólrún Inga Ólafsdóttir (Sóla). Elsku mamma mín. Að kveðja þig nú er erfiðara en orð fá lýst. Þú hefur alltaf staðið mér þétt við hlið, sama hvað á hef- ur gengið. Þú kenndir mér svo margt gott, t.d. allar bænirnar sem ég bið enn, kurteisi, virðingu og ekki má gleyma almennum manna- siðum sem þú lagðir ríka áherslu á. Þú áttir eftir að sjá ófæddu börnin mín, en hafðu ekki áhyggjur, ég skal segja þeim sögur af ömmu gömlu sem og halda við hinum ógn- vænlegu Grýlusögum. Missirinn er þeirra að kynnast ekki Kiddý ömmu, því ekki var til betri amma. Nú er ég farinn að tala gegn fyr- KRISTÍN G. BJÖRNSDÓTTIR Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, HRÖNN ALBERTSDÓTTIR, Seiðakvísl 13, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju fimmtu- daginn 10. október kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsam- legast bent á að láta Krabbameinsfélagið njóta þess. Sverrir Ólafsson, Sæmundur Hólmar Sverrisson, Margrét Rafnsdóttir, Rúnar Már Sverrisson, Ásta Ástþórsdóttir, Greta Sverrisdóttir, Davíð Art Sigurðsson og barnabörn. HJÖRTUR GUÐMUNDSSON frá Lýtingsstöðum, Skúlagötu 20, verður jarðsettur frá Mælifelli, Skagafirði, laug- ardaginn 12. október kl. 14.00. Minningarathöfn fer fram í Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. október kl. 13.30. Systkini hins látna. Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir, tengdasonur, afi og bróðir, KRISTJÁN ALBERTSSON, Jófríðarstaðavegi 10, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 4. október. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstu- daginn 11. október kl. 15.00. Þóra Rannveig Jónsdóttir, Albert J. Kristjánsson, Guðlaug K. Guðlaugsdóttir, Þorsteinn Ingi Kristjánsson, Hrönn Guðríður Hálfdánardóttir, Albert Víðir Kristjánsson, Guðný Nanna Þórsdóttir, Berglind Ósk Kristjánsdóttir, Jóhannes Guðni Jónsson, Jón Dagur Kristjánsson, María Þorsteinsdóttir, barnabörn og systkini hins látna. Útför föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, JÓHANNS BENEDIKTSSONAR, Eyrarlandi, Eyjafjarðarsveit, fer fram frá Kaupangskirkju föstudaginn 11. október kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknar- stofnanir. Fyrir hönd aðstandenda, Sólveig Jóhannsdóttir, Einar Grétar Jóhannsson, Elva Hermannsdóttir, Jóhann Reynir Eysteinsson, Auðbjörg Geirsdóttir, Einar Benediktsson. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og lang- afi, SVEINBJÖRN BJARNASON fyrrv. aðalvarðstjóri lögreglunnar í Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 7. október. Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, Þórhallur Runólfsson, Áslaug V. Þórhallsdóttir, Guðmundur Þ. Júlíusson, Runólfur Þórhallsson, Gerða Theodóra Pálsdóttir, Sveinbjörn Þórhallsson, Guðlaug K. Jónsdóttir og langafabörn. Útför ástkærs eiginmanns míns, uppeldis- bróður, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÞÓRS SIGURÐSSONAR, Bogahlíð 7, sem lést föstudaginn 4. október, fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 15. október kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hans, láti Hjartavernd njóta þess. Kristrún Stefánsdóttir, Sigrún Kristín Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Sigurþórsdóttir, Gunnar Sigurþórsson, Sigurður Þorsteinn Sigurþórsson, Drífa Ármannsdóttir, Stefán Logi Sigurþórsson, Margrét Vala Gylfadóttir og barnabörn. Hjartkær eiginmaður minn og faðir, EIRÍKUR J. B. EIRÍKSSON fyrrv. prentari, Blöndubakka 1, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 8. október. Rósa Pálsdóttir, Eiríkur Páll Eiríksson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.