Morgunblaðið - 09.10.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.10.2002, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                        BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. GOTT dæmi um linnulausan ein- hliða áróður er umfjöllunin um Saddam Hussain Íraksfoseta og stjórn hans. Dag eftir dag mán- uðum saman er hellt yfir okkur svo taumlausu yfirþyrmandi rugli að með algerum ólíkindum er, ég held að einræðisherrann hafi verið sak- aður um allt nema ef vera skyldi mannát. Fyrst og fremst eru það bandarískir ráðamenn og sjálf- sögðu með ofurvald fjölmiðlanna með sér sem standa fyrir þessum upphlaupum og er með þeim verið að undirbúa jarðveginn fyrir alls- herjar stríð gegn Írak, þeir eru þegar búnir að heilaþvo hálfan heiminn og ef fer sem horfir þá munu þeir framkvæma áform sín og heimurinn beygir sig í auðmýkt og drattast á eftir sem fyrr eins og viljalaust verkfæri. Sú var tíðin að Hvítahúsmenn litu með velþóknun á Saddam Hussein. Mikilvægasti bandamaður Bandaríkjanna í Aust- urlöndum nær um langa hríð var og er Saudi-Arabía. Flestum Vest- urlandabúum þykir margt þar í landi forkastanlegt, einföldustu mannréttindi brotin skefjalaust, ekki síst á konum sem sæta ótrú- legri kúgun. Þegar klerkaveldið tók völdin í Íran eftir fall keisarans voru það alvarleg tíðindi fyrir Saudiættina sem og önnur ættar- veldi við Persaflóa. Fjandskapur Bandaríkjanna við klerkastjórnina hefur ekki síst stafað af ótta þeirra við að Íran breiði út byltingu sína til trúbræðra í S-Arabíu og víðar sem leiða myndi til falls núverandi einræðisstjórna á þessu svæði. Þar með væru ekki lengur hundtryggir stuðningsmenn Bandaríkjanna við völd þarna. Eins og menn vita þá studdu þeir dyggilega keisarann Reza Pahlevi. Á sjöunda áratugn- um komst á náið samband milli keisarastjórnarinnar og Banda- ríkjastjórnar. Leyniþjónusta keis- arans, Savak, var t.d. byggð upp með bandarískri aðstoð og ráðgjöf frá C.I.A. Savak var alræmd fyrir ofsóknir og hrottaskap. Tugir þús- unda manna áttu eftir að sæta pyntingum í fangelsum og fjöldi manna hvarf sporlaust eða var hnepptur í langvarandi fangelsi og átti ekki afturkvæmt. Það ríkti ógnarstjórn í landinu. Þetta kom ekki við réttlætis- og mannrétt- indahjal Washington herranna. Bandaríkjamenn studdu Saddam í stríði hans gegn Íran og öruggt er talið að hann hefði tapað því stríði ef ekki hefði komið til sá mikli stuðningur, og þá í framhaldinu trúlega hrökklast frá völdum. Um- fang þessa stuðnings var gríðar- legt, milljarðar dollara og vitanlega vissu hlutaðeigendur að pen- ingarnir fóru að mestu til vopna- kaupa. Nú seinustu árin hefur það verið að koma í ljós að Bandaríkjastjórn hafi talið Hussein einn mikilvæg- asta bandamann sinn í Austurlönd- um og nær allt þar til hann réðst inn í Kuwait. Yfirvöld í Wash- ington létu taka stjórn Saddams af lista yfir þau öfl er styðja hryðju- verk til þess að geta veitt Írak hernaðar- og efnahagsaðstoð. Um- breyting Husseins úr uppáhalds bandamanni í holdgerving hins illa tók aðeins nokkrar vikur þegar hagsmunir Bandaríkjanna og kónga og fursta fjölskyldnanna við Persaflóa kröfðust þess. Saddam Hussein er hvorki betri né verri en hann var, hann er aðeins verri í augum bandarískra stjórnvalda vegna þess að hann varð ekki sú strengjabrúða er þeir ætluðu. Eitt af því sem Írakar eru sakaðir um er að þeir fara illa með Kúrda landsins. Tyrkir hafa ráðist inn í Írak og herjað á Kúrdana, það sjá Bandaríkjamenn ekkert athugavert við enda tryggir bandamenn, Kúrdar í Tyrklandi sjálfu sæta mismunun og hreinum ofsóknum stundum og forustumenn þeirra iðulega fangelsaðir. Það gengur ekki að Írakar hunsi samþykktir SÞ segja menn. Ísraelsmenn gera það og hafa gert lengi, nægir að nefna að þegar innganga þeirra í SÞ var samþykkt þá var hún háð því að palestínskir flóttamenn fengu að snúa heim. Síðan eru 54 ár og þeir eru enn landflótta. Þess hefur verið krafist að Ísraelar yf- irgefi seinustu hernumdu svæðin. Þeir sitja þar enn og hafa gert í 34 ár. SÞ samþykktu að senda eft- irlitsnefnd til að rannsaka ásakanir um fjöldamorð þegar djöfulæði dáta Sharons var hvað mest fyrir nokkrum vikum í flóttamannabúð- unum í Jenin. Nefndin fékk ekki að koma, það segir að sjálfsögðu sína sögu. Það þarf varla að taka það fram að Bandaríkjamenn styðja Ísr- aelsmenn, sama hvað á gengur, hafa t.d. beitt neitunarvaldinu í Ör- yggisráðinu til að koma í veg fyrir að þar verði samþykkt að senda al- þjóðlegar gæslusveitir á svæðið. Það hafa Palestínumenn margbeðið um. Sá sem á sökina og vill áfram- haldandi blóðsúthellingar, hann biður ekki um slíkar sveitir, það hlýtur að liggja í augum uppi. Í skjóli Bandaríkjanna bjóða Ísr- aelsmenn öllu og öllum byrginn og komast upp með það, já þeim er meira segja tekið opnum örmum, nýlega voru fótboltamenn frá Ísr- ael hér á Fróni, þeir taka orðið þátt í Evrópumótum, hvað þá ann- að. Svo einangra menn Íraka árum saman og sett var nær algert við- skipta- og samskiptabann á Serb- ana á sínum tíma. Menn kunna ekki að skammast sín, Drottinn minn dýri, hvílíkir hræsnarar. Hún birtist sífellt í óhugnanlegri mynd- um, vitfirring heimsins. Nú þegar George W. Bush frá Texas er far- inn að leiða meginhluta mannkyns- ins, segir það ekki hvert stefnir? Ætli það sé ekki kominn tími til að biðja Guð að hjálpa sér. GUÐJÓN V. GUÐMUNDSSON, Helgalandi 5, 270 Mosfellsbæ. Ógnarvald áróðursins Frá Guðjóni V. Guðmundssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.