Morgunblaðið - 29.10.2002, Qupperneq 5
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 B 5
ÞÝSKU meistararnir Borussia
Dortmund nálgast Bayern Münch-
en á toppi þýsku 1. deildarinnar í
knattspyrnu. Bayern gerði aðeins
jafntefli á heimavelli, 3:3, við Hann-
over á laugardaginn en Dortmund
gerði á meðan góða ferð til Bremen
og vann heimamenn í Werder, 4:1.
Þar með skilja þrjú stig liðin að,
Bayern er með 23 stig en Dortmund
20, og ekki er ólíklegt að keppnin
um þýska meistaratitilinn í vetur
verði einvígi þessara tveggja liða.
Brasilíumaðurinn Ewerthon
gerði heldur betur usla þegar hann
kom inn á sem varamaður hjá Dort-
mund 16 mínútum fyrir leikslok.
Hann hafði aðeins verið inn á í
nokkrar sekúndur þegar hann kom
liði sínu í 3:1 og innsiglaði sigurinn
með öðru marki áður en yfir lauk.
Giovane Elber skoraði tvö marka
Bayern gegn Hannover en nýlið-
arnir nýttu sér vel varnarmistök
Bæjara í leiknum. Það var varn-
armaður Bayern, Samuel Kuffour,
sem færði gestunum stigið að lok-
um með sjálfsmarki skömmu fyrir
leikslok.
Eyjólfur Sverrisson sat á vara-
mannabekk Herthu Berlín sem
gerði jafntefli, 1:1, við Leverkusen.
Dortmund sækir að Bayern
Danny Murphy kom Liverpoolyfir seint í leiknum en Dean
Richards virtist búinn að tryggja
Tottenham stig þegar hann jafnaði
8 mínútum fyrir leikslok. En Mich-
ael Owen tók til sinna ráða, hann lék
varnarmenn Tottenham grátt og
var felldur af Steve Carr. Víta-
spyrna, og úr henni skoraði Owen
sjálfur af mikilli yfirvegun.
Gerard Houllier, knattspyrnu-
stjóri Liverpool, hældi Owen á hvert
reipi eftir leikinn. „Michael sýndi
mikinn styrk með því að taka víta-
spyrnuna sjálfur. Hann er aðeins 22
ára en ræður við svona lagað. Þetta
var ekki auðveld vítaspyrna, staðan
var ekki 5:0, við vorum á lokamín-
útunum í hörkuleik gegn góðu liði,“
sagði Houllier.
Glenn Hoddle, kollegi hans hjá
Tottenham, tók í sama streng.
„Munurinn á liðunum í dag var
Michael Owen. Við gerðum allt sem
við gátum til að halda honum niðri
en hann komst tvívegis innfyrir
vörn okkar og í annað skiptið náði
hann í vítaspyrnuna sem réð úrslit-
um. Þetta var að sjálfsögðu víta-
spyrna, ég áfellist ekki Carr en
Owen er eldfljótur og þetta voru
eðlileg viðbrögð. Lið Liverpool
sýndi að það hefur styrk til að knýja
fram sigur í erfiðum leikjum og á
mjög góða möguleika á að vinna
meistaratitilinn í vetur,“ sagði
Hoddle.
„Verðum sterkari þegar
erfiði kaflinn er að baki“
Þriðji ósigur Arsenal á átta dögum
var óvæntur, 1:2 á heimavelli gegn
Blackburn. Edu skoraði fyrir bæði
lið í fyrri hálfleik, kom Blackburn yf-
ir með skrautlegu sjálfsmarki en
jafnaði síðan beint úr aukaspyrnu.
Dwight Yorke skoraði sigurmark
Blackburn, sem varðist með kjafti og
klóm eftir það. Yfirburðir Arsenal
voru miklir í leiknum og áttu leik-
menn liðsins 27 skot að marki, en
bandaríski markvörðurinn Brad
Friedel var í miklum vígamóði og
varði hvað eftir annað glæsilega.
Leikmenn Blackburn áttu eitt skot
að marki, en skoruðu tvö mörk –
annað sjálfsmark Arsenal. En það
eru mörkin sem telja þegar uppi er
staðið, en ekki markskotin.
„Við höfum vissulega áhyggjur
eftir þessa tapleiki og nú reynir á
andlegan styrk liðsins. En það eru
allir mjög einbeittir og ég er sann-
færður um að við verðum enn sterk-
ari þegar þessi erfiði kafli er að baki.
Fótboltinn er stundum óútskýran-
legur, mínir menn gáfu allt í leikinn
og fengu næg marktækifæri til að
sigra. Ef liðið spilar svona áfram
kemst það fljótt aftur á sigurbraut,“
sagði Arsene Wenger, stjóri Arsen-
al.
„Þetta var langt frá því að vera
okkar besti leikur og við hefðum al-
veg eins getað tapað 5:2. En heppnin
var loksins á okkar bandi,“ sagði
Graeme Souness, stjóri Blackburn.
Chelsea í þriðja sætið
Chelsea læddi sér upp í 3. sæti
deildarinnar með því að sigra WBA,
2:0. Eiður Smári Guðjohnsen sat á
varamannabekk Chelsea allan tím-
ann en Lárus Orri Sigurðsson kom
inn á sem varamaður hjá WBA á 67.
mínútu. Jimmy Floyd Hasselbaink
virðist nú kominn í gang og gerði
fjórða mark sitt á tímabilinu og
Graeme Le Saux skoraði það síðara.
Leikmenn WBA voru mjög óheppnir,
þeir áttu skot í stöng og slá og Carlo
Cudicini varði mark Chelsea af snilld.
Claudio Ranieri, knattspyrnu-
stjóri Chelsea, sagði eftir leikinn að
lið WBA hefði alla burði til að halda
sér í deildinni. „Liðið vinnur vel sam-
an sem ein heild og beitir mjög
hættulegum skyndisóknum, sem
komu okkur í opna skjöldu. Ef leik-
menn WBA halda áfram á þessari
braut geta þeir forðað sér frá falli.
„Búinn að gleyma
hvernig ætti að fagna“
Diego Forlan skoraði langþráð
mark fyrir Manchester United, það
fyrsta í úrvalsdeildinni, og tryggði
liði sínu jafntefli gegn Aston Villa,
1:1. „Ég var nánast búinn að gleyma
því hvernig maður fagnar marki.
Þetta er búinn að vera erfiður tími,
maður reynir að leiða pressuna hjá
sér en markaleysið var búið að valda
mér miklum áhyggjum,“ sagði arg-
entínski sóknarmaðurinn sem hafði
aðeins gert eitt mark, úr vítaspyrnu,
í 35 fyrstu leikjum sínum fyrir Man-
chester United.
AP
Michael Owen hefur leikið vel að undanförnu og skorað grimmt. Hér fagnar hann marki sínu gegn Tottenham ásamt Milan Baros.
„Michael Owen
sýndi mikinn styrk“
LIVERPOOL er komið með fjögurra stiga forystu í ensku úrvals-
deildinni eftir hagstæð úrslit um helgina. Liverpool náði að knýja
fram sigur á Tottenham, 2:1, í hörkuleik en á meðan tapaði Arsenal
sínum þriðja leik á einni viku, 1:2, gegn Blackburn á heimavelli, og
Manchester United varð að sætta sig við jafntefli á heimavelli, 1:1,
gegn Aston Villa. Liverpool er nú eina ósigraða liðið í deildinni og
virðist til alls líklegt á meðan mesti vígamóðurinn virðist vera að
renna af Arsenal eftir frábæra byrjun ensku meistaranna á tíma-
bilinu.
ÁRNI Gautur Arason var
besti markvörður norsku úr-
valsdeildarinnar í knatt-
spyrnu í ár, samkvæmt ein-
kunnagjöf netmiðilsins
Nettavisen. Árni Gautur fékk
5,38 í meðaleinkunn í 24
deildaleikjum með Rosenborg
og varð í 6. sæti af öllum leik-
mönnum deildarinnar. Efstur
varð Tommy Berntsen, varn-
armaður frá Lyn, sem fékk
5,58 í meðaleinkunn.
Tryggvi Guðmundsson hjá
Stabæk varð annar Íslending-
anna í deildinni, í 22. sæti
með 5,12. Marel Baldvinsson,
félagi hans, var í 35. sæti með
5,00, Helgi Sigurðsson hjá
Lyn varð 64. með 4,75, Bjarni
Þorsteinsson hjá Molde var í
121. sæti með 4,29, Indriði
Sigurðsson hjá Lilleström var
í 128. sæti með 4,18, Gylfi
Einarsson hjá Lilleström var í
130. sæti með 4,17, Jóhann B.
Guðmundsson hjá Lyn var í
145. sæti með 4,00 og Ólafur
Stígsson hjá Molde var í 155.
sæti með 3,91 í meðaleinkunn.
Aðrir Íslendingar náðu ekki
nægilega mörgum leikjum til
að komast á einkunnalistann
hjá Nettavisen en á honum
eru 176 leikmenn, eða rúm-
lega 14 að meðaltali frá
hverju liði í deildinni.
Árni stiga-
hæsti mark-
vörðurinn
FÓLK
JAMES Beattie skoraði þrennu fyr-
ir Southampton á sunnudaginn þegar
lið hans vann Fulham, 4:2, í ensku úr-
valsdeildinni. Fulham komst í 2:0 á
fyrstu 25 mín. en Beattie skoraði þrjú
mörk á næstu 28 mínútum og Brett
Ormerod bætti fjórða markinu við.
LEE Carsley kom Everton upp í
efri hluta deildarinnar með því að
skora sigurmarkið gegn West Ham á
útivelli, 1:0. West Ham hefur enn ekki
unnið á heimavelli til þessa, í sex leikj-
um.
CRAIG Bellamy, sóknarmaður
Newcastle, fór til Bandaríkjanna í
gær en þar gengst hann undir rann-
sókn á hné. Bellamy var skorinn þar
upp í maí, en fór að finna fyrir meiðsl-
unum á ný í síðustu viku. Ekki liggur
ljóst fyrir hvort hann þarf að fara í
annan uppskurð.
DAVID Beckham, fyrirliði enska
landsliðsins, fékk sitt fimmta gula
spjald á tímabilinu á laugardag, þegar
Manchester United lék við Aston
Villa. Hann verður þar með í leik-
banni þegar lið hans mætir nágrönn-
um sínum í Manchester City þann 9.
nóvember.
ÞAÐ verður síðasta viðureign fé-
laganna á Maine Road, þar sem City
hefur leikið í 80 ár. Félagið er að
byggja nýjan leikvang, City of Man-
chester Stadium, sem verður tekinn í
notkun á næsta ári.
DENNIS Bergkamp framherji
Arsenal gæti átt yfir höfði sér þriggja
leikja bann. Aganefnd enska knatt-
spyrnusambandsins bíður eftir
skýrslu Grahams Barbers, dómara,
vegna atviks í leik Arsenal og Black-
burn á laugardaginn. Sjónvarpsupp-
tökur frá leiknum sýna að Bergkamp
steig viljandi ofan á Nils-Eric Johans-
son. Barber sá ekki atvikið en líklegt
er að hann bæti því á skýrsluna sem
þýðir að Hollendingurinn fer í bann.
ROY Keane fyrirliði Manchester
United hyggst ekki áfrýja dómi enska
knattspyrnusambandsins sem dæmdi
hann á dögunum í fimm leikja bann
og 20 milljón króna sekt fyrir ummæli
í ævisögu hans þar sem hann sagðist
viljandi hafa reynt að slasa Norð-
manninn Alf Inge Håland.