Morgunblaðið - 29.10.2002, Blaðsíða 8
KÖRFUKNATTLEIKUR
8 B ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fræðslunefnd KSÍ heldur ofangreind þjálfaranámskeið í
nóvember samkvæmt kennsluskrá KSÍ um þjálfaramenntun.
Námskeiðin eru haldin í Reykjavík og í Reykjaneshöll og eru
bæði bókleg og verkleg og því þurfa þátttakendur að hafa
með sér útbúnað til knattspyrnuiðkunar alla dagana.
Dagskrá námskeiðanna má sjá á heimasíðu KSÍ www.ksi.is.
Skráning er hafin á skrifstofu KSÍ sem veitir allar nánari
upplýsingar í síma 510 2900.
GÓÐ ÞJÁLFUN - BETRI KNATTSPYRNA
ÞJÁLFARAMENNTUN KSÍ
Næstu þjálfaranámskeið framundan
KSÍ IV (fyrri hluti D-stigs) 1 - 3. nóv.
KSÍ II (B-stig) 8.-10. nóv. og 15.-17. nóv
Þetta var mikill stórkarlaleikur,ekki góður körfuboltaleikur að
mínu mati. Mikið um snertingar og
erfitt að hlaupa kerf-
in. Leikurinn því
fremur hægur og
alls ekki sami bragur
á mínu liði og í und-
anförnum leikjum. Við töpuðum fyr-
ir þeim hérna í fyrra og því eru þessi
tvö stig kærkomin. Þessi leikur er
kannski ákveðinn forsmekkur af því
sem koma skal í Kjörísbikarnum en
þar mætast þessi lið aftur,“ sagði
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari
Grindvíkinga að leik loknum.
Bestir í liði gestanna voru þeir
Maurice Carter og Axel Kárason.
Michail Andropov var einnig drjúgur
og blokkaði ein sjö skot auk þess að
vera mikil hindrun í teig gestanna.
Hjá heimamönnum áttu þeir Páll
Axel Vilbergsson og Páll Axel Vil-
bergsson fínan leik. Bjarni Magnús-
son og Jóhann Ólafsson áttu einnig
báðir fína innkomu. Jóhann stal sigr-
inum ef svo má að orði komast með
því að setja niður sjö síðustu stig
heimamanna.
Snæfell fór illa að ráði sínu
Það eru oftar en ekki smáatriðisem skilja að lið sem eigast við
á körfuknattleiksvellinum en í leik
KR og nýliða Snæ-
fells sl. sunnudags-
kvöld má segja að
gestirnir úr Stykkis-
hólmi hafi hent frá
sér sigrinum á einu slíku. Besti mað-
ur KR-inga í leiknum, Bandaríkja-
maðurinn Darrell Flake, fór af velli
með fimm villur er rúmar sex mín-
útur lifðu af leiknum og áttu flestir
von á að Snæfell myndi herja á vörn
KR undir körfunni þar sem Flake
var sterkur fyrir. Þess stað fóru
gestirnir afar illa að ráði sínu og lé-
legt skotval og skortur á skynsemi
varð þeim að falli á lokakafla leiks-
ins. Ingvaldur Magni Hafsteinsson
tók sóknarleik KR í sínar hendur í
síðari hálfleik og réð mestu um að
sigurinn féll þeirra meginn að þessu
sinni, 80:72, á meðan Hlynur Bær-
ingsson fór fyrir liði Snæfells í sókn-
arleiknum að þessu sinni.
Það er ólíkt á komið með þessum
liðum þar sem breiddin í KR-liðinu
hefur verið að aukast frá því í sumar
og í þessum leik var Óðinn Ásgeirs-
son í fyrsta sinn í leikmannahópi KR
frá því að hann skipti úr Þór frá Ak-
ureyri. Bárður Eyþórsson, þjálfari
nýliða Snæfells, gat hinsvegar ekki
leyft sér mikið í innáskiptingum því
liðið má ekki við því að hvíla lykil-
menn liðsins nema stundarkorn og
að mati þess sem þetta skrifar bar
mest á því er leikstjórnandinn Helgi
Guðmundsson fór á varamannbekk-
inn. Á þeim stundum var leikur Snæ-
fells afar stirður í sókn og varla heil
brú í ákvörðunum leikmanna liðsins.
Óðinn Ásgeirsson er kærkomin
viðbót við lið KR og var greinilega
staðráðinn í því að láta að sér kveða í
leiknum. „Ég hef beðið lengi eftir
þessum leik eftir allt ruglið í haust
með gamla liðinu á Akureyri. Því hef
ég verið að stúdera leikkerfi KR á
blöðum sem Ingi Þór Steinþórsson
þjálfarinn minn hefur sent mér norð-
ur á Akureyri. Ég get ekki æft mikið
með liðinu fram að áramótum en
þetta var ágætis byrjun fyrir liðið og
mig. Við unnum og það skiptir höf-
uðmáli þótt að leikurinn sjálfur hafi
ekki verið góður af okkar hálfu,“
sagði Óðinn.
Lið Snæfells á eftir að vinna leiki í
vetur á baráttuandanum einum og
sér því mikið vantar í heildarmynd
liðsins í vörn sem sókn. Lýður Vign-
isson er nánast eina skytta liðsins og
þrátt fyrir að Hlynur Bæringsson
hafi tekið rispu í 4. leikhluta með
þremur þriggja stiga körfum í röð er
fátt um fína drætti hjá liðinu fái það
svæðisvörn á sig. Clifton Bush er
ekki sá leikmaður sem kemur til með
að bera liðið á herðum sínum í sókn
og vörn en það er eflaust gott fyrir
efnilega leikmenn á borð við Lýð,
Hlyn, Jón Ólaf Jónsson og Helga
Guðmundsson.
„Það sáu allir að við vorum ekki
með mikla reynslu í farteskinu á
lokakafla leiksins. Boltinn átti að
fara inní teig þar sem KR voru veikir
fyrir en þess í stað fóru menn á skot-
æfingu fyrir utan þriggja stiga lín-
una. Það skipti engu máli hvað ég
sagði, menn voru of uppteknir við að
skora fjögur til fimm stig í hverri
sókn eftir að við lentum undir í
fyrsta sinn í lok þriðja leikhluta. Við
munum samt læra af þessu,“ sagði
Bárður og fannst dómarapar leiksins
ekki hafa séð hlutina í réttu ljósi.
Lið KR er bersýnilega ekki búið
að finna rétta taktinn í sóknarleik
sínum, sem var stirður, hugmynda-
snauður allt þar til Ingvaldur Magni
tók af skarið í síðari hálfleik. Steinar
Kaldal náði ekki að stjórna leik liðs-
ins á þann hátt að menn væru að
skora mikið af auðveldum körfum og
greinilegt að liðið saknar þeirra Her-
berts Arnarsonar og Arnars Kára-
sonar sem lék að vísu með gegn
Snæfelli en á enn langt í land eftir
meiðsl.
Liðin verða hinsvegar ekki dæmd
af þessum eina leik því mikið er enn
eftir af „forkeppninni“ áður en aðal-
fjörið hefst í lok mars er úrslita-
keppnin hefst.
Sigur Hamarsmanna
kom þeim í opna skjöldu
Boðið var upp á góðan körfu-knattleik á sunnudagskvöld
þegar Haukar tóku á móti Hamar á
Ásvöllum. Leikmenn
Hamars komu Hafn-
firðingum heldur
betur á óvart með
hröðum leik og áttu
fyllilega skilið sín fyrstu stig í deild-
inni. Leiknum lauk 96:104 og hefði
munurinn hæglega getað orðið meiri
ef ekki hefði verið fyrir Stevie John-
son hjá heimamönnum.
Gestirnir byrjuðu leikinn af mikl-
um krafti og náðu fljótt yfirhöndinni.
Mest bar þar á Robert O’Kelly en
hann átti stórleik og skoraði 41 stig,
þar af 16 í fyrsta leikhluta. Hauk-
arnir voru hins vegar óöruggir í sín-
um leik og lykilmenn eins og Marel
Guðlaugsson og Predrag Bojovic
náðu sér aldrei á skrið. Í öðrum leik-
hluta juku leikmenn Hamars hægt
og bítandi forskot sitt meðan ekkert
gekk né rak hjá heimamönnum.
Undir lok leikhlutans var munurinn
kominn í 12 stig, 48:60. Í þriðja leik-
hluta hrukku Hafnfirðingar í gang
og náðu að klóra í bakkann. Þeir
minnkuðu muninn í tvö stig en kom-
ust ekki nær því gestirnir sigldu
framúr á ný, að lokum voru það tvær
þriggja stiga körfur Gunnlaugs Er-
lendssonar sem gerðu út um leikinn
og færðu jafnframt Hamar sinn
fyrsta sigur í vetur. „Sigurinn kom
mér eiginlega í opna skjöldu, Hauk-
arnir eru skipulagðir og vel þjálfaðir,
við spiluðum svæðisvörn á þá og það
gekk upp. Það var frábært að sigra
og sérstaklega í Hafnarfirði“, sagði
Pétur Ingvarsson leikmaður og
þjálfari Hamars.
Haukarnir hafa nú leikið tvo leiki
án sigurs og er það áhyggjuefni að
lykilmenn þeirra, að undanskildum
fyrrnefndum Stevie Johnson, eru
ekki að leika vel.
„Fyrst og fremst var það varnar-
leikurinn sem klikkaði. Það var sama
hverjir fóru inná, það gekk ekkert
upp. Við fáum ekkert gefins þannig
að það þýðir ekkert annað en að rífa
sig upp úr þessu og mæta brjálaðir í
næsta leik,“, sagði Marel Guðlaugs-
son.
Sigur ÍR eftir sviptingar
Blikum tókst ekki að fylgja eftirgóðum leik þegar þeir hrifsuðu
forystuna af ÍR í Smáranum á
sunnudaginn því
Breiðhyltingar náðu
naumu forskoti á ný
með góðri baráttu og
héldu til leiksloka í
100:95 sigri.
Gestirnir voru sterkari í byrjun og
voru komnir með tólf stiga forystu
um miðjan annan leikhluta. En þeir
gættu ekki að sér því Kópavogsbúar,
eftir tvo sigurleiki í röð, vita vel að
þeir eru nógu góðir til að snúa taflinu
við. Það gerðist með tólf stigum í röð
og Breiðablik hafði nauma forystu
fram í miðjan þriðja leikhluta. Þá
tóku ÍR-ingar, með Eugene Christ-
opher í broddi fylkingar, við sér og
náðu naumri forystu. Ekkert mátti
útaf bregða og þrátt fyrir að fimm
ÍR-ingar væru komnir með fjórar
villur tókst þeim að spila góða vörn,
sem dugði til sigurs.
Blikar sýndu oft ágætan leik en
vantaði stöðugleikann. „Við komum
ekki sem lið í leikinn heldur var bara
einstaklingsframtak í byrjun en þeg-
ar við spilum sem lið í vörninni fór að
ganga betur og við komumst yfir en
okkur vantaði að halda því og vítin
hefðu mátt detta niður í lokin,“ sagði
Loftur Þór Einarsson, sem átti góð-
an leik og tók 13 fráköst. „Okkur var
spáð tíunda sæti deildarinnar en er-
um að vinna liðin fyrir ofan okkur og
við ætlum í úrslitakeppnina, ég lofa
því.“ Ásamt Lofti voru Friðrik
Hreinsson, Pálmi F. Sigurgeirsson
og Eyjólfur Jónsson góðir.
Breiðhyltingar geta verið sáttir
með sigur því þeir voru ekki mjög
sannfærandi. „Við vorum komnir
með fína forystu í byrjun en klúðr-
uðum henni,“ sagði Ólafur J. Sig-
urðsson ÍR-ingur eftir leikinn. „Það
kom smá deyfð yfir hópinn þegar
mönnum var skipt inná af vara-
mannabekknum því það tekur tíma
að komast í takt við leikinn. Við kom-
umst samt aftur inn í leikinn, settum
litlu mennina aftur inná sem gekk
mjög vel og um leið og við gerum
tvær körfur í röð hljóp líf í liðið,“
bætti Ólafur við og er sáttur við
gengi liðsins. „Liðsandinn er mjög
góður, við hittumst mikið og förum
yfir leik okkar og mótherja. Það kom
fyrir að við mættum í leik bara til að
spila en ekki til að vinna og það fór
illa.“ Hjá ÍR var Eugene kraftmikill
á köflum eins og Eiríkur Önundar-
son, Ómar Örn Sævarsson tók flest
fráköst og varði tvö skot.
Grind-
víkingar
ósigraðir
Morgunblaðið/Kristinn
Arnar Kárason, KR, brýst í gegnum vörn Snæfells þar sem
Sigurbjörn Þórðarson og Hlynur Bæringsson bíða hans.
GRINDVÍKINGAR héldu sigurgöngu sinni áfram í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik er þeir fengu Tindastól í heimsókn á sunnudags-
kvöld, 84:77 – og hafa þeir fagnað sigri í leikjum sínum í deildinni.
Leikurinn byrjaði fjörlega og bæði lið hittu vel. Páll Axel Vilbergsson
og Darrel Lewis voru allt í öllu hjá heimamönnum og settu niður 37
af 54 stigum heimamanna í fyrri hálfleik.
Garðar
Vignisson
skrifar
Sigurður Elvar
Þórólfsson
skrifar
Andri
Karl
skrifar
Stefán
Stefánsson
skrifar
Valsmenn uppkskáru sín fyrstustig í vetur þegar þeir heimsóttu
Njarðvíkinga í gærkvöldi. Lítið var
skorað í leiknum en
þeim mun meira var
einblínt á varnarleik-
inn – á kostnað
gæðanna. Gestirnir
áttu sigurinn fyllilega skilið og
spiluðu leikmenn Njarðvíkur langt
undir getu. Leiknum lauk 66:70 eftir
spennandi lokamínútur þar sem sig-
urinn hefði getað lent hvorum megin
sem var.
Jafnræði var með liðunum framan
af en um miðjan annan leikhluta
hrökk Laverne S. Jr., leikmaður Vals,
í gang og með hann fremstan í flokki
náðu gestirnir sjö stiga forskoti áður
en fjórðungnum lauk. Laverne skor-
aði alls 29 stig í leiknum og var leik-
mönnum Njarðvíkur afar erfiður.
Heimamenn áttu í miklum erfið-
leikum í sókninni og misnotuðu mörg
góð færi. Einnig lenti Friðrik Stef-
ánsson í villuvandræðum fljótlega í
þriðja leikhluta og veikti það vörn
heimamanna töluvert. Valsmenn
héldu góðu forskoti á heimamenn þar
til komið var í síðasta leikhluta en þá
náði Ragnar Ragnarsson að minnka
muninn niður í þrjú stig með tveimur
þriggja stiga körfum í röð. Fór þá
heldur betur að heyrast í áhorfendum
sem lítið hafði farið fyrir í leiknum.
Njarðvíkingar náðu forskotinu niður í
tvö stig en nær komust þeir ekki því
Laverne slökkti alla von með góðum
leik í lokin og færði Valsmönnum
fyrsta sigurinn í vetur.
„Strákarnir spiluðu allir vel og
skóp það fyrst og fremst sigurinn. Við
lögðum upp með áherslu á vörnina og
slepptum alveg sókninni. Það gekk
upp og sjaldan sem Njarðvíkingar
skora svo fá stig á heimavelli, “ sagði
Bergur Már Emilsson, þjálfari Vals-
manna.
Þögn í Keflavík
Þögnin ríkti í íþróttahúsi Keflavík-ur í gærkvöldi, áhorfendur létu
lítið fyrir sér fara og oft mátti vel
heyra lágvært suð í
loftræstikerfinu þeg-
ar heimamenn luku
skylduverki sínu –
unnu Skallagrím,
119:84. Í hálfleik munaði 34 stigum og
útséð með úrslit svo að síðari hálfleik-
ur var að mestu bið en Borgnesingar
mega eiga að þeir héldu sjó og aðeins
eitt stig bættist við eftir hlé.
Keflvíkingar fóru mikinn og gerðu
sig strax líklega til að gera út um leik-
inn fyrir hlé en eftir 8 mínútur munaði
aðeins 6 stigum, 24:18. Þá skildi leiðir
og áður en flautað var til hálfleiks var
staðan 63:29. Síðari hálfleikur hófst á
þriggja stiga skotkeppni og þar höfðu
gestirnir betur. Þeir söxuðu aðeins á
forskotið en sigurinn var samt aldrei í
hættu því Keflvíkingar héldu sínu
striki og ekki mikið betur en það.
„Við ætluðum að reyna halda haus
út leikinn,“ sagði Keflvíkingurinn
Sverrir Þór Sverrisson eftir leikinn
en hann var atkvæðamikill. „Þetta var
frekar létt en seinni hálfleikur frekar
leiðinlegur hjá okkur því við höfðum
ekki nógu gaman af þessu. Þessi leik-
ur er búinn, hann var einn af þeim
sem þurfti að vinna og það tókst auð-
veldlega.“
Hjá Skallagrími var Pétur Sigurðs-
son stigahæstur og átti góðan leik.
„Við vissum að þetta yrði erfitt. Þeir
yfirkeyrðu okkur í fyrri hálfleik og
leikurinn var þá búinn. Við ætluðum
að halda niðri hraðanum en það gekk
ekki neitt og við hleyptum þeim upp í
skotsýningu svo það var ekki von á
öðrum úrslitum gegn þessu liði.“
Þrátt fyrir þriðja tapið í röð er engan
bilbug að finna á Pétri. „Veturinn
leggst ágætlega í mig. Við höfum spil-
að þrjá leiki og stundum verið með
unna stöðu en tapað niður. Það býr
heilmikið í liði okkar en vantar eitt-
hvað aukalega til að vinna fyrsta leik-
inn. Ég hef trú á að við munum vinna
leiki í vetur en við verðum líka að hafa
trú á því.“
Valssigur
í Ljóna-
gryfjunni
Andri Karl
skrifar
Stefán
Stefánsson
skrifar