Morgunblaðið - 29.10.2002, Síða 9

Morgunblaðið - 29.10.2002, Síða 9
KÖRFUKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 B 9 Njarðvíkurstúlkur voru mjögákveðnar í byrjun leiks og komust í 10:0. Heimastúlkur áttu ekkert svar við ákveðnum leik þeirra og leiddu gestirnir eftir fyrsta leikhluta 12:23. Heimastúlkur komu ákveðnar í næsta leikhluta og náðu að jafna leikinn og komast í fyrsta skipti yfir í leiknum eftir fjórar mínútur í öðr- um leikhluta. Jafnt var eftir þetta þó að frumkvæðið væri nokkuð í hönd- um heimastúlkna og gestirnir máttu játa sig sigraða í lokin, 85:79. Best í liði gestanna var Sacha Montgom- ery sem var allt í öllu hjá þeim. Hjá heimastúlkum átti Denise Shelton skínandi leik og var á köflum sem þessi leikur væri einvígi á milli þess- ara erlendu leikmanna. Þá áttu þær Sigríður A. Ólafsdóttir og Erna Rún Magnúsdóttir fínan leik. „Þetta var hörkuleikur en mikið um sviptingar. Við náðum 10–12 stiga forskoti en misstum það jafn- hratt niður. Slæmu kaflarnir voru lengri í dag en þeir góðu. Þær unnu þetta á góðri þriggja stiga nýtingu á meðan við nýttum ekki hæðina hjá okkur í seinni hálfleik eins og við gerðum í fyrri hálfleik,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvík- urstúlkna. Létt hjá Keflavík Keflavík vann auðveldan sigur á nýliðum Hauka, 86:52, og er í topp- sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Keflavíkurkonur gerðu nánast út um leikinn á upp- hafskafla hans. Þær komust í 22:6 og Haukarnir áttu litla möguleika eftir það. Marín Rós Karlsdóttir átti mjög góðan leik fyrir Keflavík. Hún skoraði 18 stig, tók 9 fráköst og vann 5 sinnum boltann af leikmönn- um Hauka. Í hinu unga liði Hauka var það helst Hrefna Stefánsdóttir sem stóð upp úr. Stúdínur án stiga Íslandsmeistarar KR-inga gerðu góða ferð í Kennaraháskólann og sigruðu Stúdínur, 66:41, í leik sem lengi var í járnum. ÍS er þar með enn án stiga en KR hefur sex stig eins og Grindavík í 2.–3. sæti. Hanna Kjartansdóttir fór fyrir liði KR-inga og átti stærstan þátt í sigri Vest- urbæjarliðsins. Hanna skoraði 23 stig og tók vel á annan tug frákasta. Helga Þorvaldsdóttir lék einnig vel en hún setti niður 15 stig og átti 10 stoðsendingar. Stúdínur léku ágæt- lega í fyrri hálfleik en í þeim síðari hrökk allt í baklás og skoruðu þær aðeins 14 stig á móti 36 hjá KR. Shelton vann einvígið ÞAÐ var hörkuleikur á laugardag sem heimastúlkur úr Grindavík og gestirnir úr Njarðvík buðu upp á í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Heimastúlkur sigruðu 85:79 eftir að hafa verið undir lengstum í fyrri hálfleik. Um helgina fagnaði Keflavík sigri á Haukum og KR- stúlkur á Stúdínum. Garðar Vignisson skrifar ÍT ferðir – IT Travel, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, sími 588 9900, póstfang: itferdir@itferdir.is www.itferdir.is Geymið auglýsinguna Knattspyrnuskóli Bobby Charlton Kynningarfundur laugard. 2. nóv. kl. 13:00 í Félagshúsi Þróttar í Laugardal Ian Bateman skólastjóri og yfirþjálfari skólans verður á fundinum. Ian getur heimsótt félög 1. og 2. nóv. og verið með æfingu og fræðslu fyrir leikmenn og þjálfara. - Hafið samband sem fyrst! í Laugardal BANDARÍSKA atvinnu- mannadeildin í körfuknattleik, NBA, vekur gríðarlega athygli í Kína þessa dagana eftir að kín- verski „risinn“ Yao Ming var val- inn fyrstur allra í háskólavalinu sl. vor. Ming sem er 2,26 metrar á hæð mun leika með Houston Rockets í vetur en allt að 300 milljón heimili í Kína geta nú séð leiki frá NBA-deildinni sem hefst í lok þessa mánaðar. Þess má geta að um 270 milljónir manna búa í Bandaríkjunum. Michael Denzel talsmaður NBA-deildarinnar í Kína segir að tveggja áratuga starf sé nú að skila sér en almenningur í Kína hafi getað séð leiki frá NBA- deildinni frá árinu 1982. Átta nýjar sjónvarpsstöðvar munu sýna leiki í vetur og við bætast um 200 milljón heimili sem ná út- sendingum NBA-leikjanna. Þrjá- tíu leikir verða sýndir beint með liði Houston Rockets og geta Kínverjar séð allt að fjóra leiki í hverri viku. Met slegin í Kína Fátt merkilegt gerist venjulega ásumrin hjá NBA-liðunum fyrir utan leikmannaskipti. Sumarið í ár var þó undantekn- ing. Hinn ástkæri Chick Hearns, út- varps- og sjónvarps- þulur Los Angeles Lakers frá stofnun, lést í slysi og Bison Dele, fyrrver- andi leikmaður New Jersey og Detroit, var myrtur af bróður sínum. Að auki lentu ýmsir leikmenn í vondum málum í viðureignum sínum við löggæslu og dómsvöld. Allen Iverson lenti næstum í fangelsi fyrir slagsmál og hótaði fólki með skammbyssu. Shaquille O’Neal var ásakaður fyrir að hafa verið of harðhentur við eiturlyfjasala í Louisiana-ríki þar sem hann var að hjálpa lögreglu- stjóra staðarins við handtökur. Loks var Chris Webber saksóttur af alrík- isdómstól (enginn hér í landi vill lenda í vandræðum hjá því góða fólki!) fyrir að hafa logið að alrík- islögreglunni í rannsókn á sakamáli. David Stern, forseta NBA, hefur eflaust liðið eins og foreldri sem fær upphringingu frá lögreglunni um miðja nótt með skilaboðum um að ná í drukkinn ungling, og um leið og hann kemur heim hringir lögreglan enn á ný! Til að bæta gráu ofan á svart fengum við loksins svarið við spurningunni um hve langan tíma það myndi taka önnur lönd að ná Bandaríkjunum á alþjóðavettvangi í körfuknattleik. Tíu árum eftir að fyrsta drauma- liðið vann ólympíutitilinn tapaði nú- verandi útgáfa landsliðsins gegn Argentínu, Júgóslavíu og Spáni, öll- um á sínum heimavelli. Það sem verra var fyrir deildina; flestu íþróttaáhugafólki hér í landi var al- veg nákvæmlega sama og ef eitthvað var þótti tími til kominn að þagga niður í þessum prímadonnum. Fjögur sterkustu liðin á vesturströndinni Hér á vesturströndinni verður að- alfjörið. Fjögur bestu liðin eru öll hér og baráttan milli Los Angeles Lakers, San Antonio Spurs, Sacra- mento Kings og Dallas Mavericks verður hörð. Flestir spekingar hér á landi halda að það verði Kaliforn- íuliðin Lakers og Kings sem munu standa uppi á endanum, en Texaslið- in gætu líka sett strik í reikninginn í úrslitakeppninni. Mikill metingur hefur nú myndast milli Sacramento og Lakers eftir baráttu liðanna í úrslitakeppninni undanfarin ár og hefur undirritaður ekki séð tvö svo góð lið sem hata hvort annað jafnmikið síðan Boston og Los Angeles börðust um titilinn á tíma Larrys Birds og Magics John- sons. Enn á ný hafa körfuknattleiks- spekúlantar velflestir spáð Sacra- mento meistaratitlinum, en þeir O’Neal og Kobe Bryant eru slíkir yf- irburðamenn að ef þeir verða heilir í úrslitakeppninni verður erfitt að sjá að nokkuð muni breytast í vor í úr- slitum Vesturdeildarinnar. O’Neal er að jafna sig eftir uppskurð á stórutánni og Bryant bætti á sig sjö kílóum af vöðvamassa eftir strangt lyftingaprógramm í sumar. Takið eftir Kobe í vetur, hann á stutt eftir í að verða yfirburðamaður líkt og Michael Jordan var þegar hann var upp á sitt besta. Dallas verður ógnandi sem fyrr, en varnarleikur liðsins mun enn verða liðinu að falli þegar í barátt- una kemur í úrslitakeppninni. San Antonio virðist hafa bætt sig með komu Argentínumannsins Eman- uels Ginobilis í stöðu bakvarðar. Hann á eftir að opna sóknarleikinn fyrir Spurs. Vandamálið hér er að Lakers hafa unnið átta af síðustu níu leikjum liðanna í úrslitakeppninni. Önnur lið munu ekki ógna veldi þessara fjögurra liða, en það skemmtilega við liðin í Vesturdeild- inni er að á hverju leikkvöldi geta tíu lið unnið hvern sem er. Hornets og Nets líklegust til afreka Ekki er laust við að undirritaður hafi hæðst að liðunum í Austurdeild- inni undanfarin tvö ár, en yfirburðir Lakers í lokaúrslitunum hafa stað- fest bilið sem skapast hefur milli bestu liða deildanna beggja. Hér virðist sem tvö lið muni skera sig úr, New Jersey Nets og New Or- leans Hornets (sem fluttu í sumar niður í mýrina í Mexíkóflóanum). Nets tók stórt skref með því að senda framherjann Keith Van Horn og miðherjann Todd MacCulloch til Philadelphia 76ers fyrir miðherjann Dikembe Mutombo. Forráðamenn Nets ákváðu að MacCulloch væri ekki nægilega sterkur í vörninni til að eiga við bestu miðherjana í Vesturdeildinni. Því miður fyrir Nets reyndi Phila- delphia hið sama fyrir tveimur árum þegar liðið fékk Mutombo frá Atl- anta. Shaquille O’Neal átti ekki í erf- iðleikum með hann þá og ekki hefur Mutombo yngst neitt síðan. Nets virðist samt yfirburðalið, en Hornets ætti að eiga tækifæri á efsta sætinu. Jamal Mashburn er nú búinn að ná sér eftir erfið veikindi á síðasta keppnistímabili og hann á eftir að lyfta liðinu mikið. Af öðrum liðum virðast Indiana Pacers og Detroit Pistons eiga bestu möguleikana, en eitthvað er ég hræddur um að Boston Celtics muni ekki eiga eins gott leiktímabil og síð- ast. Liðið lét þá Kenny Anderson og Rodney Rodgers fara og eitthvað er ég hræddur um að nýir leikmenn muni eiga erfitt með að fylla skarð þeirra. Michael Jordan mun lyfta Washington Wizards, þar sem Jerry Stackhouse gæti gert góða hluti, en þar vantar breiddina til að fara langt í úrslitakeppninni. Allar spár eru bara það; spár. Enginn veit hvað gerast mun á næstu mánuðum. Í fyrra héldu margir að Orlando Magic yrði með í baráttunni, en þá meiddist Grant Hill og allt féll saman. Lakers reiðir sig alfarið á þá Kobe Bryant og Shaquille O’Neal og ef annar hvor þeirra verður meiddur í úrslita- keppninni er erfitt að sjá liðið vinna fjórða titilinn í röð. Los Angeles Lakers og Sacramento Kings slást um NBA-titilinn Takið eftir Kobe í vetur! Reuters Sjáið, hvað ég er orðinn sterkur…gæti Kobe Bryant, leikmaður Lakers, verið að segja er hann sýnir vöðva á upphandlegg. ENN á ný er tími til að spá í gengi liðanna í NBA-deildinni og spurn- ing dagsins er sú sama og undanfarin ár: Getur nokkurt lið stöðvað meistara Los Angeles Lakers? Eftir þrjá meistaratitla í röð munu Lakers reyna að vinna titilinn fjórða árið í röð, sem hefur ekki gerst síðan Boston hafði yfirburði í deildinni frá 1959 til 1966. Svarið er það sama og það hefur verið undanfarin ár: Þar til bestu liðin í Vest- urdeildinni ná að stöðva meistarana í úrslitakeppninni verður Lak- ers að teljast sigurstranglegast, þrátt fyrir að hafa ekki sterkasta leikmannahópinn. Gunnar Valgeirsson skrifar frá Bandaríkjunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.