Morgunblaðið - 29.10.2002, Page 12

Morgunblaðið - 29.10.2002, Page 12
Hilmar aftur til KR HILMAR Björnsson, knattspyrnumaður, skrif- aði í fyrradag undir tveggja ára samning við Íslandsmeistara KR og er hann þar með fjórði nýi leikmaðurinn sem Vestur- bæjarliðið fær til liðs við sig á skömmum tíma, en í síðustu viku innsigluðu KR-ingar samninga við Scott Ramsey, Garðar Jó- hannsson og Kristján Örn Sigurðsson. Hilmar, sem er 33 ára gamall, hefur lengst af sínum ferli leikið með KR-ingum en frá árinu 1997 hefur hann leikið með Helsinborg í Svíþjóð, Fram og síðast FH, þar sem hann var fyr- irliði og einn besti leik- maður liðsins undanfarin tvö ár. Hilmar hefur leikið 186 leiki í efstu deild, þar af 116 með KR, og þrívegis hefur hann leikið með ís- lenska A-landsliðinu. Sigurður áfram með Aftureldingu SIGURÐUR Þórir Þorsteinsson hefur framlengt samning sinn um þjálfun knattspyrnuliðs Aftureldingar. Gengið var frá því um um helgina og er samningur Sigurðar við liðið til tveggja ára en er uppsegjanlegur af beggja hálfu að lokinni næstu leiktíð gerist þess þörf. Sigurður hefur þjálfað Aftureldingu undanfarin tvö ár og undir hans stjórn kom liðið á óvart í 1. deildinni í sumar og var lengi í baráttu um sæti í efstu deild eftir að hafa óvænt hlotið sæti í deild- inni er lið Leifturs og Dalvíkur gengu í eina sæng eigi svo löngu áð- ur en keppni hófst. Þegar upp var staðið varð Afturelding í 4. sæti í 1. deild í sumar, en árið áður hafði liðið orðið í þriðja sæti 2. deildar undir stjórn Sigurðar. GRÓTTA/KR leikur báða leiki sína í þriðju umferð Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik gegn portúgalska liðinu Fransisco de Holanda ytra, en forsvarsmenn Gróttu/KR ákváðu að taka boði forvígismanna portúgalska liðsins. Upphaflega stóð til að liðin mættust hér á landi 9. eða 10. nóv- ember og viku síðar ytra. Vegna þessarar breytingar fer fyrri leik- ur liðanna fram föstudaginn 15. nóvember og sá síðari tveimur dögum síðar. Fransisco de Holanda er á meðal sterkustu handknattleiksliða Portúgals um þessar mundir og sit- ur nú í 2. sæti 1. deildar þar í landi. Íslensk lið hafa á undanförnum árum farið nokkrum sinnum til Portúgal í Evrópukeppninni – Haukar hafa tvisvar farið til Porto og einu sinni til Lissabon – og þá hafa Valsmenn leikið gegn Porto. Grótta/KR leikur báða leikina ytra  EINAR Örn Jónsson skoraði tvö mörk fyrir Wallau Massenheim sem sigraði Minden, 36:31, í þýsku 1. deildinni í handknattleik á laugar- daginn. Gústaf Bjarnason skoraði þrjú mörk fyrir Minden í leiknum.  RÓBERT Sighvatsson og Sigurð- ur Bjarnason skoruðu tvö mörk hvor fyrir Wetzlar sem steinlá fyrir Gummersbach, 33:17.  GYLFI Gylfason skoraði eitt mark fyrir Wilhelmshavener sem tapaði fyrir Lemgo á heimavelli, 31:41. Lemgo hefur þar með unnið alla 10 leiki sína og markaskor liðsins er ótrúlegt en það hefur gert 35,2 mörk að meðaltali í leik til þessa.  RÓBERT Gunnarsson skoraði 7 mörk og Þorvarður Tjörvi Ólafsson 3 fyrir Århus GF gegn Skjern í dönsku úrvalsdeildinni um helgina. Það dugði ekki því Skjern vann leik- inn, 28:26, á heimavelli Århus GF. Ís- lendingaliðið hefur því dregist aftur úr í toppbaráttunni og er í sjötta sæti, fjórum stigum á eftir toppliði Kolding.  PÁLMI Hlöðversson skoraði 3 mörk fyrir Fredericia sem tapaði fyrir Bjerringbro, 31:21, og Sigur- steinn Arndal skoraði eitt mark fyrir Team Helsinge sem tapaði heima fyrir Kolding í uppgjöri tveggja efstu liðanna, 25:34.  GUNNAR Berg Viktorsson náði ekki að skora þegar lið hans, Paris, vann USAM Nîmes, 29:27, á heima- velli í frönsku 1. deildinni í hand- knattleik á laugardaginn.  HEIÐMAR Felixson skoraði 5 mörk fyrir Bidasoa þegar liðið tap- aði enn einum leiknum í spænsku 1. deildinni um helgina. Í þetta sinn tapaði Bidasoa fyrri BM Altea, 29:24, á útivelli. Bidasoa er í 14. sæti af 16 liðum í deildinni með 3 stig þeg- ar 8 umferðir eru að baki.  HASLUM, vann sjöunda sigur sinn í jafnmörgum leikjum í norsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Haslum sigraði Kjelsås, 26:18. Theo- dór Valsson skoraði 3 mörk fyrir Haslum, Heimir Örn Arnarson 2 en Daníel Ragnarsson komst ekki á blað. Þjálfari Haslum er Kristján Halldórsson.  HALLDÓR Sigfússon skoraði 3 mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar lið hans Friesenheim vann TSG Oss- weil, 24:22, á útivelli í suðurhluta þýska 2. deildarinnar í handknattleik um helgina. Frisenheim-liðið, sem er þjálfað af Atla Hilmarssyni, er sem stendur í 3. sæti deildarinnar með 12 stig að loknum 8 leikjum, sjö stigum á eftir forystusauðnum Kronau- Östringen, sem reyndar hefur spilað níu leiki.  ARNAR Geirsson var með 5 mörk fyrir Gelnhausen sem tapaði fyrir Düsseldorf, 29:27, sem einnig er í suðurhluta þýsku 2. deildarinnar.  RAGNAR Árnason gekk frá fé- lagaskiptum yfir í knattspyrnulið Fram frá Stjörnunni um helgina og skrifaði undir tveggja ára samning.  KRISTINN Tómasson sem leikið hefur með Fylkis undanfarin 13 ár hefur ákveðið að segja skilið við Ár- bæjarliðið. Kristinn, sem er 30 ára gamall, hyggst leita á önnur mið en hann á að baki 81 leik með Fylkis- mönnum í efstu deild og hefur skor- að 23 mörk í þeim leikjum.  JÓN Arnór Stefánsson átti mjög góðan leik með Trier í þýsku 1. deildinni í körfuknattleik um helgina. Jón skoraði 21 stig og átti 6 stoðsendingar en það dugði skammt því Trier beið lægri hlut fyrir Bask- ets Oldenburg, 87:73. Trier er því enn án stiga eftir sex umferðir.  JOE Royle var í gær ráðinn knatt- spyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Ipswich Town. Rolye, sem er 53 ára gamall, gerði samning við Ipswich til tveggja og hálfs árs. FÓLK burg mætti þar Rúnari Sigtryggs- syni og félögum í Ciudad Real. „Þetta var hörkuskemmtilegur leik- ur þar sem liðin skiptust á um for- ystu en við höfðum það á enda- sprettinum og unnum 35:33. Ciudad er greinilega mjög sterkt lið og Rúnar lék í vörninni,“ sagði Alfreð Fjögur lið tóku þátt í mótinu, semfram fór í Þýskalandi; Magde- burg, Fotex Veszprém frá Ung- verjalandi, Ciudad Real frá Spáni og Kiel. Á föstudeginum var leikið í Dessau, um 80 kílómetra suður af Magdeburg, en þar var verið að gera upp handboltahöllina. Magde- en Ólafur Stefánsson hefur gert samning við félagið og fer til þess eftir þessa leiktíð. Christian Gaudin, markvörður Magdeburg, varði víta- kast þegar 20 sekúndur voru eftir og Magdeburg gerði síðan síðasta markið. Í hinum leiknum vann Veszprém lið Kiel, 31:23, og allt virðist í baklás hjá Kiel, sem tapaði einnig leiknum um þriðja sætið fyrir Rúnari og fé- lögum 32:20. Úrslitaleikurinn var spennandi og þar mættust liðin sem léku til úr- slita í Evrópukeppninni í vor í Magdeburg. Þetta var endurtekn- ing á þeim leik, mikil stemmning í höllinni í Magdeburg og leikurinn í járnum allan tímann. „Þetta vannst bara á síðustu andartökunum,“ sagði Alfreð. Hann þótti sýna mikla herkænsku undir lok leiksins þegar hann skellti Nenad Perunicic inn á og kappinn þakkaði fyrir sig með tveimur góðum mörkum. „Óli og Fúsi [Ólafur Stefánsson og Sigfús Sigurðsson] léku báðir mjög vel í þessu móti og í raun allt liðið hjá mér. Það var virkilega gam- an að sigra í þessu sterka móti og þetta gefur okkur byr undir báða vængi,“ sagði Alfreð. AP Bennet Wiegert, leikmaður hjá Magdeburg, faðmar Sigfús Sigurðsson að sér, eftir að að sigurinn á ungverska liðinu Fotex Veszprem var í höfn í úrslitaleiknum í Magdeburg á laugardag. Magdeburg varð meistari meistaranna í handknattleik í Evrópu Ólafur maður mótsins „ÞETTA var mjög skemmtilegt og ánægjulegt fyrir okkur að vinna þetta,“ sagði Alfreð Gíslason, kampakátur þjálfari Magdeburg, en liðið tryggði sér um helgina titilinn Meistarar meistaranna í hand- knattleik. Enn ein skrautfjöðrin í hatt Alfreðs sem þjálfara. Það sem meira var að Ólafur Stefánsson, leikmaður Magdeburg, var valinn besti leikmaður mótsins og ungur Pólverji í liði Alfreðs, Grzegorz Tkaczyk, varð markahæstur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.