Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hvað er að gerast í
bókasafninu þínu í Norrænu
bókasafnavikunni?
Norræna félagið
PR-hópur
norrænna bókasafna
Athugaðu málið
FÁIR tónlistarmenn, eðalistamenn yfirleitt, hafaverið eins duglegir við aðspila fyrir fólkið í landinuog Hörður Torfason, ne-
stor íslenskra trúbadúra. Hann
byrjaði að fara um landið fyrir
þrjátíu árum og spila fyrir fólk
samhliða því sem hann vann að
leiklist á landsbyggðinni. Leiklistin
hefur smám saman vikið fyrir tón-
listinni og seinni ár hefur Hörður
haldið sig við tónlistargyðjuna. Á
næstunni er væntanlegur safndisk-
ur, hinn fyrsti af þremur, sem hef-
ur að geyma úrval laga Harðar
Torfasonar, en hann er líka önnum
kafinn við tónleikahald.
Kann vel við sig úti á landi
Hörður Torfason er enn lagður
af stað í ferð um landið, hóf tón-
leikaferð í Ólafsvík fyrir rúmri viku
og hyggst síðan þræða kaupstaði
landsins, leikur alls á um þrjátíu
stöðum á um mánuði eða svo. Hon-
um finnst þetta ekki vera stíft pró-
gramm, þetta sé meira og minna
það sem hann hafi gert undanfarin
ár, þ.e. lagt af stað út á land eftir
árlega hausttónleika sína, þegjandi
og hljóðalaust. „Ég hef verið mis-
lengi á þessum tónleikaferðum
mínum, stundum verið meira og
minna allan veturinn, stoppað
kannski í sex vikur á sumum stöð-
unum til að setja upp leikrit og
haldið tónleika út frá þeim stað og
síðan haldið áfram. Stundum hef ég
farið bara fyrir tónlistina eins og
núna, en núna er ég líka alveg
hættur í leiklistinni,“ segir Hörður,
enda sé ekki hægt að sinna hvoru
tveggja svo vel sé að hans mati.
Hörður segist kunna mætavel við
sig úti á landi, ekki síst vegna þess
að hann eigi mikið af vinum og
kunningjum um allt land, fólki sem
byrji yfirleitt að hringja í hann í
september og spyrja hvort hann sé
ekki að fara að koma. „Þetta er
flest fólk sem ég hef kynnst á ferð-
um mínum um landið, tónleikaferð-
um og leiklistarstarfi, orðinn stór
hópur á löngum tíma,“ segir Hörð-
ur, en hann hóf landsflakkið, eins
og hann kallar það, í Ólafsvík í jan-
úar 1972. „Þess vegna ætla ég að
byrja þar að þessu sinni, en þar eru
menn líka að halda upp á 100 ára
afmæli gamla samkomuhússins,“
segir hann og bætir við að það hafi
verið ómetanlegt í gegnum tíðina
að sjá hvernig landið hefur breyst,
hvernig staðirnir sem hann heim-
sækir hafa tekið stakkaskiptum frá
því hann hóf að fara um landið á
rútum, puttanum, í snjóbílum eða
fólk skutlaði honum á milli staða,
yfirleitt einn með gítar í tösku.
Spilað fyrir fólkið
„Upphaflega fór ég aðallega út á
land fyrir leiklistina, fór til að setja
upp sýningar og leikstýra, og hélt
þá oft ekki eiginlega tónleika, spil-
aði bara fyrir fólk, og var þá ekki
að selja inn,“ segir Hörður, en eins
og þeir vita sem séð hafa tónleika
hans í gegnum árin þá eru þeir
ekki bara tónleikar, því hann legg-
ur jafn mikla vinnu í uppsetningu
og útfærslu og um leiksýningu væri
að ræða, leikstýrir sjálfum sér, ef
segja má svo. „Kjarninn í mér er
leikarinn, leikhúsmaðurinn sem
tekur upp gítarinn og fer að
syngja, flytja texta og fjalla um til-
finningar. Það er leikarinn sem
túlkar textana og leikstjórinn sem
setur þetta á svið,“ segir hann og
bætir við að hann leggi áherslu á
allt sem viðkemur flutningnum og
umgjörð hans, staðsetningu á svið-
inu, klæðnað, lýsingu og þar fram
eftir götunum, enda tekur það
hann langan tíma, jafnvel nokkra
mánuði, að undirbúa árlega haust-
tónleika sína. Hann segir að sama
sé í raun upp á teningnum í haust-
ferðum hans út á land, enda sé
hann í raun að halda hausttónleika
á hverjum stað, undirbúningurinn
nýtist honum í það. „Það er ekki
bara tónlistarmaðurinn sem fer út
á land, heldur alltaf maðurinn með
boðskapinn,“ segir Hörður og kím-
ir, „ég fer út á land til að ræða við
fólkið, ekki bara skemmta því. Þeg-
ar ég fer á staði sem ég hef verið
duglegur við að heimsækja í gegn-
um árin held ég mig stíft við efnis-
skrá hausttónleikanna, en ef nokk-
ur ár eru liðin síðan ég spilaði á
viðkomandi stað breyti ég pró-
gramminu aðeins og blanda í það
eldri lögum.“
Hörður hefur alla tíð verið iðinn
við plötuútgáfu, gefið út tuttugu
plötur, og alla jafna staðið í útgáf-
unni sjálfur. Nú ber svo við aftur á
móti að Edda – miðlun og útgáfa
hyggst gefa út með honum safn-
plötu með úrvali af lögum hans í
bland við tvö ný lög. Hörður segir
að það sé vissulega þægilegt að
vera kominn með góðan samstarfs-
aðila eftir öll þau ár sem hann hef-
ur strögglað í þessu einn. Hann
segir að útgáfan í gegnum árin hafi
verið sér nauðsyn, ekki bara til að
koma frá sér nýrri tónlist heldur
líka til að minna á sig. „Ég hef ekki
hlaupið í fjölmiðlavitleysu, reynt að
vera sveigjanlegur og sjálfum mér
samkvæmur en ekki að reyna við
eitthvert vinsældapopp. Ég hef séð
tugi fara þann veg að vera trúba-
dúrar sem teygja sig í vinsælda-
poppið, slá í gegn í smátíma og eru
svo öllum gleymdir áður en varir,“
segir Hörður, en bætir svo við að
það sem hafi farið verst með menn
sé áfengis- og fíkniefnaneysla. „Það
fara nánast allir illa á því, ég þekki
engan sem hefur staðið eins lengi í
þessu og ég og haldið sig frá allri
neyslu, ég bý að leikhúsaganum,“
segir hann.
Átján laga safnskífa
Safnplatan sem getið er verður
átján laga, sextán lög frá fyrri tíð
og tvö ný, eins og fram kemur að
ofan. Hörður segir að vinna við
hana hafi byrjað svo að hann var
beðinn um að leggja fram lista yfir
þau lög sem helst væri beðið um á
tónleikum hjá honum. Hann segist
hafa skrifað þau viðstöðulaust nið-
ur og það hafi verið um fjörutíu
lög. Þá var farin sú leið að bjóða
gestum á vefsetri Harðar,
www.hordurtorfa.com/, að velja sér
uppáhaldslög og enn voru það rúm-
lega fjörutíu lög. „Í framhaldi af
þessu ákváðum við að í stað þess að
gefa út tvöfaldan disk myndum við
gefa út þrjá diska og láta líða ár á
milli hverrar útgáfu. Á diskinum
sem kemur út núna eru lögin valin
af handahófi að mestu, en þó þann-
ig að flest lögin eru með hljóm-
sveitarundirleik,“ segir Hörður en
af diskinum er annars það að segja
að hann mun bera heitið Bergmál,
eftir fyrsta laginu á honum, en það
lag, sem er gömul upptaka, er end-
urbætt að því leyti að Hörður söng
lagið upp á nýtt. Annars er lagaröð
svohljóðandi: Bergmál, Litli fugl,
Blómið, Ég leitaði blárra blóma,
Brekkan, Þú ert sjálfur Guðjón,
Krútt og kroppar, Englaakur, Um
hina heittelskuðu, Tveir sokkar,
Bjössi, Lítil og saklaus, Við gröf
Vatnsenda-Rósu, Karl R. Emba,
Strengjabrúðan, óstytt útgáfa af
Reykjavík og nýju lögin Blómið og
Tveir sokkar.
Hörður segir að þegar sé búið að
leggja drög að næsta diski, sem
komi þá væntanlega út að ári.
„Stór hluti af því fólki sem kom inn
á heimasíðuna vildi fá tónleikadisk
og þá sögurnar með og margir
höfðu á orði að þar sem ég væri
vanur að bregða mér í hlutverk
ólíkra persóna þegar ég er að flytja
lögin vildi það fá disk þar sem lagið
yrði með allri umgjörð sinni. Þriðji
diskurinn í þessari röð yrði síðan
diskur þar sem ég er einn með gít-
arinn og ætli hann komi ekki út eft-
ir tvö ár eða svo.“
Aldrei þreyttur á gömlu lögunum
Hörður hefur jafnan verið dug-
legur við að spila lög sem fólk hef-
ur óskað eftir á tónleikum og hann
segir að það hafi ekkert komið sér
á óvart við lagaval gesta á vefsetr-
inu. Hann segist alls ekki verða
leiður á að heyra óskir fólks, hvað
þá hann verði leiður á að spila
nokkurt lag. „Vitanlega er oft
þreytandi að undirbúa tónleika,
enda getur það verið mikil vinna,
og það getur líka verið þreytandi
að aka langar leiðir til að spila, en
þegar ég geng inn á sviðið hverfur
öll þreyta. Þá verð ég aldrei þreytt-
ur á að spila lögin mín, því ég sæki
þau inn í sjálfan mig og maður
verður ekki leiður á því. Síðan fæ
ég viðbrögð frá áheyrendum og það
er ekki hægt að fá leið á því.“
Eins og getið er í upphafi eru lið-
in þrjátíu ár síðan Hörður fór í sína
fyrstu tónleikaferð um landið, en
þrjátíu og eitt ár síðan hann sendi
frá sér sína fyrstu plötu, en þær
eru orðnar tuttugu, eins og fram
hefur komið. Ævistarfið er orðið
mikið umfangs og hann segist ekki
gera annað allan sólarhringinn en
sinna því, sinna tónlistinni, hún er
hans líf.
Spilað fyrir fólkið
Morgunblaðið/Þorkell
Síðustu þrjátíu ár hefur Hörður Torfason verið
áberandi í íslensku tónlistarlífi, bæði fyrir ótelj-
andi tónleika víða um land, en einnig fyrir plötur
sínar. Hann sagði Árna Matthíassyni frá því að
væntanlegur væri diskur með fyrsta skammti af
helstu lögum í safni hans, en einnig er hann á ferð
um landið að vanda.
arnim@mbl.is